Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2000, Side 51

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2000, Side 51
LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2000 E>V _________d Helgarblað Ólíkir mætast Hundruð við íslenskunám í sumar: menningarheimar * í Austurbæ j arskóla Tungumálaflóran í skólum landsins hefur blómgast mjög á undanfómum árum. Nýbúum í grunnskólum Reykja- víkur hefúr fjölgað úr 100 í 600 á rétt rúmum fimm árum en á síðasta ári hófu 220 böm af erlendu bergi brotin nám í grunnskólum borgarinnar. Hef- ur þetta orðið þess valdandi að nú em töluð um 85 tungumál í skólum borgar- innar. Um þessar mundir em einnig yflr 80 böm á sumamámskeiði í ís- lensku í Austurbæjarskóla. Fleiri liggja þó yflr islenskunni í sumar því riflegar 300 fullorðnir nýbúar era sömuleiðis við íslenskunám. Um helm- ingur þeirra sækir tíma í Austurbæj- arskóla en þar er jafnframt gæsla fyrir yngstu bömin þar sem fóstrumar tala þau til á íslensku. Námsflokkar Reykjavikur standa fyrir náminu en sumamámskeið bamanna er haldið í samvinnu við kennsludeild Fræðslu- miðstöðvarinnar, ÍTR og Miðstöð ný- búa. Ólfltir siðir flækja málin Elísabet Brekkan kennari segir að- sóknina mjög mikla og einungis hafi verið hægt að taka við nýbúum að þessu snmi vegna plássleysis: „Ég kenni lengra komnum krökkiun og í bekknum mínum era nemendur m.a. frá Rússlandi, Ameríku, Taívan, Ví- Stöllurnar Bourmistrora Ksenya og Anna Moisseéva eru frá Rússlandi Bourmistrora hefur búið hérlendis í sjö mánuði og kemur frá Patreksfírði til að taka þátt í námskeiöinu. Anna hefur verið hér hálfu ári lengur en báöar eru þær sammála um aö ís- lenskan sé alls ekki erfíð. etnam, Búlgaríu, Rúmeníu og Bosníu. Það fer auðvitað afskaplega mikið eft- ir því hvaðan þau era hversu fljót þau era að tileinka sér íslenskuna.“ Þegar kennslunni lýkur tekur við leikjanámskeið. Hannes Eðvarðsson er yflrmaður sumarstarfs nýbúa: „Alls era töluð í hópnum hjá okkur 18 tungumál og þegar vandræði koma upp verður hreinlega að kalla til túlk. Ólíkir siðir flækja málin enn frekar. Þegar grillað er verður að passa upp á að ekki borða allir svinakjöt og óæski- legt að fara með sum bamanna upp í Hailgrímskirkju. Núna era hjá okkur 73 böm en starfsfólk vantar til að sinna fleiri bömum." Hannes Eövarðsson og Friöbjörg Ingimarsdóttir Þau vinna bæði við þjónustu nýbúa í Reykjavík og ekki veitir af því þeim fjölgar stöðugt. Soffía Gunnarsdóttir ásamt áhugasömum nemendum Alls eru nú um 400 nýbúar viö íslenskunám á vegum Námsflokka Reykjavíkur. Nýtt námsefhi Flestir fullorðnu nemendanna era í kvöldtímum þar sem þeir hafa ekki ráð á að sækja skólann á daginn. Soff- ia Gunnarsdóttir er einn kennaranna en hún hefur jafnframt unnið að gerð Braga sem er íslenskunámsefni fyrir útlendinga: „Við höfúm notað Braga hér við kennsluna og það er mjög gott að fá að reyna hann á 400 nemendum í einu. Vikulega höldum við fúndi og metum efnið í ljósi reynslunnar." Rétt er að geta þess að hægt er að nálgast allt námsefnið án endurgjalds á net- slóðhmi www.bragi.org. Það era þó ekki aðeins nýbúar sem njóta góðs af líkt og Friðbjörg Ingi- marsdóttir, kennsluráðgjafi i nýbúa- fræðslu, bendir á: „Hingað kemur fúllt af íslenskum bömum sem búið hafa erlendis og kunna ekki íslensku. Þetta er alltaf að aukast enda mikiö af ís- lendingum sem læra úti og margir eiga einnig erlenda maka.“ Þjónustan er þó fyrst og fremst hugsuð fyrir ný- búa og Friðbjörg leggur áherslu á í lok- in að hægt sé að gera enn betur: „Við verðum að veita þessu fólki góða þjón- ustu og margt þarf að bæta.“ -BÆN Krakkarnir skemmta sér vel í sumarskólanum Leikirnir verðu þó óvenju flóknir því þátttakendurnir tala samtals 18 tungumál. Elísabet Brekkan ásamt nemanda sínum Alexander „Þaö fer auövitað afskaplega mik- ið eftir því hvaöan nemendurnir koma hversu fljótir þeir eru að til- *L einka sér íslenskuna. “ Landsins mesta úrval af unaðsvörum ástarlífsins. Við gerum kynlífið ekki bara unaðslegra heldur líka skemmtilegra. Opiö mán.-fös.10-18 , , t laug.10-1B föf Fákafeni 9 • S. 553 1300 Utanborðsmótorar YAMAHA Stærðir: 2-250 Hö. Gangvissir, öruggir og endingargóðir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.