Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2000, Page 2
2
Fréttir
FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 2000
DV
Á áttunda hundrað farþegar með íshestum í sumar
Um 1400 hross
notuð í útgerðina
- fyrirtækið vinnur að mótun eigin umhverfisstefnu
DV-MYND GVA
Rekiö yflr Sandinn
Þessi hópur er nú á leiö yfir Sprengisand. Hann lagöi upp úr S.-Þingeyjarsýslu og var aö fara yfir brúna viö Goöafoss
þegar Ijósmyndari DV hitti hann. íshestar hafa ákveöiö aö leggja niöur feröiryfir Sprengisand eftir sumariö i sumar.
í sumar eru bókaðir 712 farþegar
í lengri ferðir á vegum íshesta. Gif-
urlegan hestakost þarf til þessarar
þjónustu og er áætlað að um 1400
hestar séu í notkun í sumar í lengri
ferðum, að sögn Bryndísar Einars-
dóttur hjá íshestum. Þá eru ótalin
þau hross sem notuð eru til stuttra
útreiðartúra.
Fullbókað hefur verið í allar ferð-
ir í sumar nema Kjalarferðir þar
sem fáein sæti hafa verið laus.
Nokkrar breytingar eru fyrirhug-
aðar í framtíöinni. Ferðum yfir
Sprengisand verður hætt eftir þetta
sumar. Þá verða tilteknar ferðir
styttar. Að sögn Bryndísar er þetta
gert til þess að fólk þurfl aldrei að
taka nema eina vinnuviku í frí.
Meiri hluti viöskiptavina íshesta
eru erlendir gestir. Reynslan hefur
sýnt að fyrirkomulag af þessu tagi
hentar þeim afar vel.
Fyrir þá sem vilja fara lengri
ferðir er boðið upp á sérferðir þar
sem hægt er að blanda saman
nokkrum valkostum. Þær feröir
standa yfir í tvær vikur.
Auk Sprengisands eru íshestar
með ferðir á Mývatn, Landmanna-
laugar, Snæfellsnes, Gullna hring-
inn, Kjöl, Egilsstaði svo og Leiru-
bakka. Þá er boðið upp á svokallaöa
sveitasælu og réttarferð, svo dæmi
séu nefnd. Sveitasælan felst í því að
viðskiptavinir dvelja á Leirubakka í
Landssveit þar sem þeir ríöa út,
fara i skoðunarferðir o.s.frv.
Hestamiðstöð íshesta í Hafnar-
flrði er starfrækt í sumar. Bryndís
sagði að gifurleg aðsókn væri í
styttri reiðtúra. Ishestar vinna nú
að því að fjölga samstarfsaðilum úti
á landi. Markmiðið er að koma upp
stöðvum um allt land í samvinnu
við samstarfsaðila íshesta til að
hægt sé að bjóða upp á stutta reið-
túra líkt og gert er í Hafnarflrði.
Slíkt stuðlar bæði að uppbyggingu
ferðaþjónustu á viðkomandi lands-
svæði og viðskiptavinir íshesta geta
brugðið sér á hestbak og treyst á
ákveðinn gæðastaðal.
„Á næsta ári stefnum við að því
að fjölga mest í stuttu ferðunum,"
sagði Bryndís. „Við erum að setja
niður umhverfisstefnu hjá okkur.
Hálendiö þolir ekki mikla fjölgun
farþega. Við horfum því frekar til
þess að hafa góða nýtingu heldur en
að fjölga ferðum.“ -JSS
Síminn-GSM til
Suöur-Ameríku
Reikisvæði Símans-GSM í
Rómönsku Ameríku og Bandaríkj-
unum hefur stækkað til muna eftir
samninga Símans við farsímafyrir-
tækið Nextel í Bandaríkjunum,
Perú og Mexíkó.
Með samningum sem slíkum er
reiknað með að reikisvæði Símans-
GSM stækki til muna en Nextel rek-
ur svokallað iDEN-farsímakerfl sem
nær til flestra ríkja Bandaríkjanna
og fjölda landa í Suður-Ameríku.
Sá böggull fylgir skammrifi að til
að nýta sér þjónustuna veröa við-
skiptavinir Símans-GSM að eignast
síma af gerðinni Motorola Í2000 eða
leiga slíkan af fyrirtækinu.
Reikisamningar Símans eru nú
145 talsins í 69 löndum en nýlega
hafa lönd eins og Hvíta-Rússland,
Ungverjaland og Moldavía bæst í
hópinn. -jtr
Lýst eftir vitnum
Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir
vitnum að árekstri sem varð á bíla-
stæði við Skipholt 1 síöastliöinn
mánudag. Ekiö var á vinstra aftur-
hom ljósgrárrar Toyota Corolla bif-
reiðar á milli kl. 14 og 14.30. Þeir
sem upplýsingar hafa um árekstur-
inn eru beðnir um að hafa samband
við lögregluna í Reykjavík í síma
569-9000. -SMK
Leiðrétting
í frétt um námaleyfi Kísiliðjunn-
ar við Mývatn á bls. 7 í DV í gær,
sem einnig er vísað í á forsíðu, er
talað um forstöðumann Náttúru-
fræðistofnunar, en þar er að sjálf-
sögðu átt við forstöðumann Nátt-
úrurannsóknastöðvarmnar við
Mývatn. Eru hlutaöeigendur beðnir
velvirðingar á þessum mistökum.
Farþegar Flugleiöa biðu svangir og þyrstir í 12 tíma í Lundúnum eftir flugi:
Starfsmönnum virðist
vera kennt að Ijúga
- segir Halla Amardóttir - óheppni, segir fulltrúi félagsins
„Það er ótrúlegt að starfsmönnum
Flugleiða virðist vera kennt að
ljúga i mann fram og til baka,“ seg-
ir Halla Amardóttir en hún beið eft-
ir því að geta sótt son sinn sem var
að koma með Flugleiðum frá Lund-
únum á þriðjudagskvöldið. Þetta er
enn ein vélin frá Flugleiðum sem
bilar og veldur töfum og óþægind-
um á mjög skömmum tíma.
„Þeir sögðu mér þegar ég talaði
við þá úti i Keflavík að það hefði
orðið vélarbilun meö þeim afleið-
ingum að það yrði að fresta flugi frá
Lundúnum um óákveðinn tíma.
Þeir bættu því við að það ætti ekki
að koma að sök, öllum hefði verið
komið fyrir á hótelum í borginni og
væru þeir þar í góðu yfirlæti. Það
var síðan ekki fyrr en i gærmorgun
sem sonur minn kemur heim - 12
tímum eftir áætlun - og þá segir
hann mér það að hann hafi verið
látinn bíða í Flugleiðavélinni í fjóra
tíma á meöan verið var aö reyna að
ræsa hana. Á þeim tíma fengu far-
þegar ekkert að borða.“
„Eftir að reynt hafði verið til
þrautar að koma vélinni í gang og
fyrirséð að þaö myndi ekki hafast,
var farþegum sagt að bíða inni í ein-
hverjum litlum sal á Heathrow-flug-
velli eftir að hægt væri að koma
þeim heim. í þessum sal voru engar
búðir opnar og farþegum ekki boöið
neitt að borða á meðan þeir biðu
banhungraðir - sumir hverjir með
Ósátt
Halla er mjög ósátt viö þaö aö
starfsmenn Flugleiöa sögöu
henni ekki satt.
lítil böm. Það var svo ekki fyrr en í
morgun að fólkinu var sagt að ná í
farangurinn sinn til þess að hægt
væri að „tékka“ hann inn aftur i
aðra vél frá Flugleiðum. Þegar loks-
ins var tekið á loft meö þeirri vél
var farþegum enn ekki boðið neitt
að borða né drekka. Þetta er náttúr-
lega óforsvaranleg hegðun af Flug-
leiðum og að starfsmenn fyrirtækis-
ins geti í það minnsta ekki sagt
manni satt og rétt frá er ófyrirgefan-
legt,“ sagði Halla.
Óheppni
Þórmundur Jónatansson hjá upp-
lýsingadeild Flugleiða staðfestir taf-
ir á flugi þeirra frá Limdúnum í
gærkvöld.
„Reynt var eftir fremsta megni að
koma fólki fyrir á hótelum en sökum
þess hve seint þetta geröist var það
því miður ekki hægt. Við neyddumst
til þess að fá fólkið til þess að bíða á
flugvellinum á meðan verið var að
koma ástandinu í lag. Á þessum tíma
var allt lokað á flugvellinum og því
ekki hægt að bjóða fólkinu upp á mat
né drykk. Það tókst þó um síðir að fá
verslun til þess að opna þar sem fólk
gat keypt sér eitthvað í svanginn. í
gærmorgun sendum við vél frá Dan-
mörku til þess að sækja fólkið og ljóst
var að ef við myndum reyna að fá mat
í vélina myndi hún tefjast enn frekar.
Það var því ákveðið að fljúga strax og
reyna að koma í veg fyrir frekari taf-
ir. Okkur þykir þetta að sjálfsögðu
mjög leiðinlegt og munum leitast við
að greiða fólki fyrir útlagðan hótel-
kostnað og mat. Um aðrar bætur veit
ég ekki að svo stöddu en ljóst er að
það verður skoðað hvort hægt sé að
bæta farþegum okkar þetta atvik á
annan hátt.“
Þórmundur bætti því við að tafir
þær sem orðið hefðu á vélum Flug-
leiöa undanfarið væru einskærar
tilviljanir sem ekki hefði fengist
ráðið við.
„Við höfum verið óheppnir upp á
síðkastið og okkur þykir það mjög
leiðinlegt," sagði Þórmundur.
Sökum vélarbilunar tafðist einnig
vél Flugleiða sem fór til Mílanó á
Ítalíu í gærkvöld. -ÓRV
Sáu þetta fyrir
|---• -i Pétur Blöndal al-
||á þingismaður segir
það ekki rétt að
I flutningsmenn laga-
’Wtémr frumvarps um kjör
I - , SLr forseta íslands hafi
ekki séð það fyrir
k að eftirlaun frú Vig-
dísar Finnbogadótt-
ur myndu við lagabreytingarnar
hækka í um eina milljón króna. Vís-
ir. is greindi frá.
„Holt og yfirboröskennt"
Halldóri Blöndal, forseta Alþing-
is, frnnst gagnrýni Péturs H. Blön-
dal á Alþingi og störf þess vera dá-
lítið hol og ekki í samræmi við
raunveruleikann. „Pétur er með
mjög sérstakar skoðanir á mörgum
málum og því oft í minnihluta og
menn verða að sætta sig við það.“
Guðmundur Ámi Stefánsson, 1.
varaforseti Alþingis, hvetur Pétur
til þess að segja af sér. Dagur
greindi frá.
Vígsla Stafkirkjunnar
Stafkirkjan í
Vestmannaeyjum
verður afhent og
vigð á sunnudag-
inn, en kirkjan er
þjóðargjöf Norð-
manna til íslend-
inga í tilefni þús-
und ára kristni-
tökuaimælis á íslandi. Athöfnin fer
fram á vegum forsætisráðuneytis en
Davíð Oddsson forsætisráðherra
tekur við þjóðargjöfinni. Dagur
greindi frá.
Engin áhrif
Að sögn starfsmanns hjá fyrir-
tækinu X-18 hefur það ekki mikil
áhrif á reksturinn að einn af hönn-
uðum þess hafl látið af störfum á
dögunum, en deildar meiningar
hafa verið um hvort atvikið veiki
stöðu fyrirtækisins á hlutabréfa-
markaði. Vísir.is greindi frá.
Sviptur sjálfræöi
Hæstiréttur hefur fallist á kröfu
um að hálfsextugur maður á Akur-
eyri verði sviptur sjálfræði í 6 mán-
uði enda sé hann ekki fær um að
ráða persónulegum högum sínum
vegna geðsjúkdóms. Dagur greindi
frá.
Mikiö um íkveikjur
Tilkynnt hefur verið um íkveikj-
ur á höfuðborgarsvæðinu þrisvar
sinnum undanfarna daga. Lögregl-
an hefur ekki fundið neinn sem hef-
ur viðurkennt að bera ábyrgö á
íkveikjunum, en talið er að krakkar
beri ábyrgð á tveimur atvikanna.
Vísir.is greindi frá.
Hlutafjáraukning
Hlutafé Landsbankans verður
aukið um liðlega 350 milljónir
króna á næstunni með útgáfu nýrra
hlutabréfa, samkvæmt samþykki
hluthafafundar bankans fyrr í dag.
Þá hefur einnig veriö ákveðið að
gengi nýju hlutanna verði 4,2 og er
því markaðsvirði þeirra um 1,5
milljarður. Það fé sem verður aflað
með nýju hlutafjárútboöi verður
meðal annars notað til að greiða fyr-
ir 70% hlut í First Union Bank sem
Landsbankinn festi nýlega kaup á.
Vísir.is greindi frá.
Á batavegi
Konan sem slasaðist í alvarlegu
bílslysi við Reyðarfjörð á mánudag-
inn hefur verið útskrifuð af gjör-
gæsludeild og er aö sögn læknis á
góðum batavegi. Mbl.is greindi frá.
-ÓRV