Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2000, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2000, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 27. JÚLl 2000 Viðskipti I>V Umsjón: Viðskiptablaðid Skip Haraldar Boðvarssonar 300 tonnum of þungt siglir hægar og eyðir meiru en áætlað var Afhending á nóta- og togveiði- skipinu Ingunni AK hefur dregist mjög en skipið er smíðað í Asmar- skipasmíðastöðinni í Talcahuano í ChUe fyrir Harald Böðvarsson hf. á Akranesi. Við afhendingu skipsins í lok október í fyrra var rætt um að skipið yrði afhent í febrúar eða mars á þessu ári. í maí síðastliðn- um komu fréttir af því að skipið yrði afhent í lok maí eða í júnímán- uði. Enn er ekki ljóst hvenær tekst að afhenda skipið en þegar blaða- maður Viðskiptablaðsins ræddi við Harald Sturlaugsson, framkvæmda- stjóra Haraldar Böðvarssonar hf„ var hann á leið til Chile til að ræða Stuttar fréttir Bill Gates enn ríkasti maður heims Bill Gates er enn ríkasti maður heims, þó svo að auður hans hafi rýmað um 30 milljarða dala á ár- inu. Þetta kemur fram í árlegum lista Forbes- tímaritsins um auðug- ustu menn heims en nýjasti list- inn var birt- ur í gær. Á honum kemur einnig fram að fjöldi þeirra sem eiga einn milljarð dala eða meira er kominn upp í 322, tólf konur og 310 karla, og nema heild- areignir þeirra tæpum 1.390 millj- örðum dala. Bill Gates trónir á toppi listans, þótt auður hans hafi rýrnað um þriðjung á árinu en samkvæmt upp lýsingum Forbes eru eignir hans í dag metnar á um 60 milljarða dala. í öðru sæti er Lawrence Joseph Elli son, stofnandi hugbúnaðarfyrirtæk- isins Oracle, sem á eignir upp á 47 milljarða dala. Þessi útkoma er merkileg fyrir þær sakir að þegar þessi sami listi var gefinn út í fyrra voru eignir Bill Gates tífaldar á við þá 9 milljarða sem Ellison átti en nú munar „aðeins" um 13 milljörðum dala á þeim. Konur á listanum eru ekki margar, aðeins tólf af 322, sem nemur rétt um 3,7% af heildinni. Þeirra ríkust er hin franska Liliane Bettencourt, erfmgi L’Oréal auðæf- anna, en eignir hennar eru metnar á um 15,2 milljarða dala. Bill Gates Ekkert varöandi kynlífiö er okkur óviökomandi. Troðfull búð af spennandi unaösvörum ástalífsins fyrir dömur og herra. Opiö mán.-fös.10-18 laug.10-16 fO Fákafeni 9 • S. 553 1300 við forráðamenn skipasmíðastöðv- arinnar um afhendingu skipsins. Talið er að það taki um einn mánuð að sigla skipinu heim. Það sem hefur stuðlað mest að töfunum er sú staðreynd að skipið er um það bil 300 tonnum þyngra en ætlunin var sem nálgast það að vera 19% skekkja. í stað þess að það sé 1600 tonn, eins og upphafleg hönnun gerði ráð fyrir, er það um 1900 tonn og ristir þess vegna um 30 til 40 sentímetrum dýpra en ella. Það get- ur haft áhrif á siglingu þess um hafnir, auk þess sem það siglir hæg- ar og eyðir meiri olíu. Aðspurður sagðist Haraldur ekki vilja gera of mikið úr þessu þó vissulega væri skipið þyngra en ráð væri fyrir gert. Það væri reyndar það sama og hefði gerst með skip Haf- rannsókna- stofnunar sem kom til lands- ins fyrir skömmu og smíðað var hjá sömu skipasmíða- stöð. Haraldur Sturlaugs- son, framkvæmda- stjóri Haraldar Böðvarssonar hf. Meiri eyðsla og minni hraði Við reynslusiglingu fyrir skömmu kom í ljós að skipið siglir heldur hægar en ráð var fyrir gert. Það sigldi með rúmlega 16 sjómílna hraða en áætlaður hámarkshraði var um 17 sjómílur. Haraldur taldi að munurinn þarna næmi um það bil hálfri sjómílu. Haraldur sagði að hluti af þessari þyngingu skipsins skýrðist af því að meiri kröfur væru gerðar um búnaö og kjölfestu skips- ins. Hann neitaði því ekki að þetta væri bagaleg niðurstaða og útilok- aði ekki að málið yrði tekið upp við afhendingu skipsins. Hagnaður Össurar fyrir afskriftir eykst um 55%: Afkoman verri en spár gerðu ráð fyrir Rekstrarhagnaður Össurar hf. fyrir skatta er 186 milljómr króna sem er 58% hækkun frá fyrra ári. Fjármunaliðir eru samtals jákvæðir um 11 milljónir. Hagn- aður af reglulegri starfsemi eftir skatta er 137 milljónir, samanborið við 78 millj- ónir 1999 sem er 75% hækkun frá fyrra ári. Niðurstaða rekstrarreiknings eftir óreglulega liði er neikvæð (tap) upp á 3.552 milljónir. Þá hefur verið tekið tillit til afskrifta á 3.725 milljóna viðskipta- vild vegna kaupa á Flex-Foot. Þetta virð- ist vera nokkuð verri afkoma en spár flármálafyrirtækja, sem birt var í Við- skiptablaðinu fyrir skömmu, gerðu ráð fyrir. Þó er hagnaður af reglulegri starf- semi svipaður og spáð var en heildar- niðurstaða rekstrareiknings er verri. Að meðaltali var því spáð að tapið yrði um 2.112 miiljónir fyrstu sex mánuði ársins en reyndin er 3.552 miHjónir. Fyrri hluti ársins 2000 var viðburða- ríkur í starfsemi össurar hf. og bera reikningar félagsins fyrir tímabilið merki þess. Össur keypti bandaríska fyrirtækið Flex-Foot og er það hluti af samstæðunni frá og með fyrsta apríl. Rekstrartekjur samstæðunnar voru 1.322 milljónir á fyrri hluta ársins en voru 728 m.kr. á fyrri hluta ársins 1999 og jukust því um 82%. Rekstrar- gjöld, önnur en afskriftir, voru 1.112 m.kr. og rekstrarhagnaður fyrir afskriftir nemur 209 millj- ónum en var 135 milljónir árið 1999. Þetta er 55% hækkun á milli ára og er sú niðurstaða í takt við þá áætlun sem kynnt var í útboðslýsingu félagsins frá því i apríl. Kostnaður við rannsóknir og þróun nam 101 milljón króna, sem er 120% hækkun á milli ára, og er sá kostnaður sem fyrr allur gjaldfærður. Annar rekstrarkostnaður er 371 milljón króna sem meðal annars innifelur ailan sölu- og markaðskostnað, auk kostnaðar vegna lokunar og flutnings söluskrif- stofu Össurar USA i Baltimore til Kali- fomíu. Frá samruna Össurar hf. og Flex-Foot hefur yfirstjóm fyrirtækjanna leitað leiða til að ná samlegðaráhrifúm og er þeirra einungis farið að gæta að litlu leyti. Strax varð ljóst að vegna þess hve miklu lengra uppbygging á sölukerfi Flex-Foot var komin í Bandaríkjunum, yrði það sölukerfi þungamiðjan í mark- aðssókn fyrirtækjanna. í lok júni var söluskrifstofu össurar USA i Maryland on Sigurösson. lokað og hún flutt til Flex-Foot í Kalifomíu. Á skrifstofunni 1 Maryland störfuðu níu manns en þrír lykilstarfsmenn fluttust til Flex-Foot. Til þess að breyt- ingamar geti gengið sem hrað- ast og best fyrir sig, hefur mikl- um tíma verið varið til þjáifunar sölu- og markaðsfólks Flex-Foot varðandi notkun og sölu á fram- leiðsluvörum Össurar hf. Sölu- menn fyrirtækisins hófu kynningu og sölu á vörum Össurar til viðskipta- manna sinna um miðjan maí. Gengisþróun íslensku krónunnar á fyrri hluta ársins var félaginu óhagstæð þar sem tekjur félagsins em færðar á meðan gengið var sterkt en veiking krónunnar undir lok tímabilsins kemur að fullu inn í efnahagsreikninginn. í útboðslýsingu, sem gefm var út í apríl 2000, er rekstrarhagnaður fyrir af- skriftir áætlaður 690 milljónir króna fyrir allt árið. Vert er að geta þess að áhrifa sameiningarmnar við Flex-Foot Inc. á eftir að gæta meira síðari helming ársins þegar rekstur Flex-Foot Inc. hef- ur verið 6 mánuði í samstæðunni og þykir forráðamönnum Össurar hf. ekki ástæða til að breyta þessari áætlun. Velta XI8 62 milljónir fyrstu fjóra mánuði ársins: Tapið nemur 13 milljónum króna Velta skófyrirtækisins X18 Fas- hion Group hf„ sem hannar, fram- leiðir og selur skó undir vörumerk- inu X18 um heim allan, nam 62,4 milljónum króna á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs, samanborið við 29,4 milljóna króna veltu á sama tímabili árið á undan og 123 millj- óna króna veltu allt árið í fyrra. Þetta kom fram í Viöskiptablaðinu sem kom út í morgun. Á tímabilinu <öðkaupsveislur — útisamkomur—skemmtanir—tónleikar — sýnlngar—kynnlngar og fl. og fl. og fl. Ekki treysta á veðrið _ skipuleggja á eftirminnilegan viðburð - Tryggið ykkur og leigið stórt tjald á staðinn - það marg borgar sig. Tjöld af öllum stœrðum frá 20 - 700 m2. Leigjum einnig borð og stóla í tjöldin. !aB(£to sBtátta) ..með skátum á heimavelli sfmi 562 1390 • fax552 6377 • bls@scout.ls frá janúarbyrjun til aprílloka á þessu ári var fyrirtækið rekið með 13 milljóna króna tapi en í skýrslu stjómar kemur fram að það skýrist m.a. af uppbyggingar- og markaðs- starfi sem gjaldfært var að fullu í reikningum X18. Ráðgert er að tekj- ur vegna þess skili sér á seinni hluta ársins og að 4,7 milljóna króna hagnaður verði af starfsem- inni. Árið 1999 var X18 rekið með 29 milljóna króna tapi, m.a. vegna 28 milljóna króna gjaldfærslu á fram- leiðslu- og vöruþróunarkostnaði. í lok apríl á þessu ári námu bók- færðar eignir X18 242 milljónum króna og jukust um 51 milljón frá árslokum 1999. Eigið fé nam 117 milljónum króna í stað 78 milljóna 31. desember síðastliðinn. Veltufé frá rekstri var neikvætt á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs um 7,4 milljónir króna en það var neikvætt um 18,2 milljónir allt árið 1999. Nýlokið er 292 milljóna króna hlutafjárútboði hjá X18. X18 The Fashion Group hf. - í milljónum króna Jan.-apr. 2000 Jan.-des. 1999 Rekstrartekjur 62,5 122,8 Rekstrargjöld 70,4 143,8 Rekstr.hagnaður (tap) -7,8 -21,0 Hagnaður (tap) af regl. starfs. -13,0 -27,0 Hagnaður (tap) ársins -13,0 -29,2 Eigiðfé 116,6 192,0 Eignir 242,7 78,0 m saoga. HEILDARVIÐSKIPTI Hlutabréf Spariskírteini MEST VIÐSKIPTI !© Bakkavör SR-Mjöl Nýherji MESTA HÆKKUN I O Hans Petersen 0 Útgerðarfélag Akureyringa i 0 Bakkavör MESTA LÆKKUN © Nýheiji Q SR-Mjöl © Talenta-Hátækni ÚRVALSVÍSITALAN - Breyting Q 502 m.kr. 98 m.kr. 224 m.kr. 15,7 m.kr. 13,3 m.kr 13,0 m.kr. 8,33% 3,85% 3,74% 11,76% 10,94% 2,86% 1.541,0 0,625% Gengi SR-mjöls lækkar mikiö í gær lækkaði gengi bréfa SR- mjöls um 10,9% á VÞÍ. Viðskiptin námu 13,3 milljónum króna en að- eins nokkur viðskipti, sem voru að baki lækkuninni. Verðbréfasérfræð- ingur, sem Viðskiptablaðið ræddi við, segir að líklega hafi einhverjir eigendur hlutabréfa SR-mjöls ákveð- ið að taka hagstæðustu kauptilboð- um og losa stöður sínar. Hann segir að aðstæður SR-mjöls ekkert sér- staklega góðar, bæði sé olíuverð hátt og afurðaverð lágt. S'J j Landsbanki yastnona Ju aaga 337.806 I © Össur 255.194 ’ Íslandsbanki-FBA 250.145 ' Baugur 240.746 Marel 189.847 "780 slBastlitna 30 daea ! Q ísl. hugb.sjóðurinn 20% Q Þróunarfélagiö 13% j Q Fóöurblandan 13% O Marel 10% 0SH 9% O síöastliöna 30 daga 0 Isl. járnblendifélagiö -24% 0 Hraöf. Þórshafnar -14% 0 Samvinnuf. Landsýn -14% O ÚA -10% j© Greenspan hóflega bjartsýnn Alan Greenspan, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagði í vitnisburði fyrir bandarískri þingnefnd í gær að vöxtur bandaríska hagkerfisins færi minnkandi en að hann væri ekki búinn að ákveða hvort vextir hefðu hækkað nóg til að stemma stigu við verðbólgu. Sagði Green- span að betri upplýsingar myndu liggja fyrir þegar bankaráð seðla- bankans fundar næst til að fjalla um vexti en það verður 22. ágúst nk. m DOWJONES I • Inikkei PHssp BH NASDAQ SSftse Sdax 1 CAC 40 10699,97 6 0,14% 16502,61 O 0,43% 1474,47 © 0,70% 4029,57 O 1.21% 6378.40 O 1,40% 7293.40 O 0,49% 6485,22 © 0,33%

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.