Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2000, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2000, Page 8
8 Útlönd FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 2000 DV Bjargað úr gíslingu Gabriela Hagger frá Sviss í örmum grísks strandgæslumanns. Strandgæslan skaut til bana mannræningja Grískir strandgæslumenn skutu í gær til bana byssumann sem hafði hótað að drepa svissnesk hjón, þrjú börn þeirra og grískan skipstjóra. Svissneska fjölskyldan og skipstjórinn sluppu öll ómeidd. Byssumaðurinn kom um borð í skútu fjölskyldunnar í Naflpio snemma í gær. Hótaði hann að skjóta Svisslendingana og skipstjórann yrði ekki siglt með hann til Casablanca í Marokkó. Fjölskyldan hafði tekið skútuna á leigu til að sigla á um gríska eyjahafið. Að sögn strandgæslunnar fannst fjölskyldan læst í káetum sínum er björgunarmenn komu um borð. Hærri laun draga úr reykingum Launahækkanir hafa haft meiri áhrif á minnkun reykinga en háir tóbaksskattar og reglugerðir gegn reykingum. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var fyrir Fraser Institute-hugmyndabankann í Kanada. Þeir sem fá hærri laun eru lík- legri til að hætta reykingum svo þeir geti notið aukinna tekna sinna, er niðurstaða könnunarinnar. Að- standendur hennar segjast þó ekki vera að mæla gegn hærri tóbaks- sköttum og reglugerðum gegn reyk- ingum. Tóbaksvarnanefnd í Kanada vísar á bug niðurstöðum rannsókn- arinnar. Dick Cheney Varaforsetaefni repúblikana og fyrrverandi varnarmálaráöherra. Kallar Cheney úlf í sauðargæru Mannréttindafrömuðurinn Jesse Jackson i Bandaríkjunum kallaði í gær Dick Cheney, varaforsetaefni repúblikana, öfgamann og sagði augljóst að George Bush, ríkisstjóri í Texas og forsetaefni repúblikana, tæki stefnuna lengst til hægri. Þar með yrðu minnihlutahópar og aðrir hunsaðir. „Jesús varaði okkur við úlfum í sauðargærum," sagði Jackson og benti á að Cheney hefði meðal annars greitt atkvæði gegn jöfnum réttindum fyrir konur og gegn því að Mandela yrði frelsaður. Hugsanleg ástæða Concorde-flugslyssins: Stuttar fréttir Varahlutur vit- laust settur í Flugmálasérfræðingar sögðu í gær að athygli rannsóknarmanna á tildrögum Concorde-flugslyssins skammt frá Charles de Gaulle flug- vellinum við París i gær, þar sem 113 manns létust, yrði einkum beint að viðgerðinni á flugvélarmótor nr. 2 sem fram fór skömmu áður en vél- in fór í loftið. Sögðu þeir einnig að að grunur léki á að vélarbilunin tengdist því að nýjar loftbremsur, eða knývendir, hefðu ekki verið settur rétt í og þ.a.l. orsakað að stýrikerfi vélarinnar datt út. Strax við flugtak var ljóst að eitt- hvað var að og virðist sem vantað hafi upp á kraftinn við flugtak. Flugvirki sem á sínum tíma starfaði við Concorde-vélamar leiddi líkur að því að vitlaus ísetning knývend- is hefði getað orsakað að ógurlegur hiti frá útblæstrinum átti greiða leiö að eldsneytistönkum vélarinnar sem aftur orsakaði brunann. Hinna látnu mlnnst Minningarathöfn í Gonesse í gær. Talsmaður Concorde hjá Air France-flugfélaginu sagði að flug- stjóri vélarinnar hefði beðið um að skipt yrði um varahlut i vélinni skömmu áður en hún fór í loftið. Flugmaðurinn hafði veitt því at- hygli á mánudag eftir komuna til Parísar frá New York að knývendir- inn í flugvélarmótor nr. 2 virkaði ekki sem skyldi en það veldur því m.a. að vélin á erfiðara með að hægja á sér við lendingu. Varahlut- urinn var ekki til taks á mánudag og samkvæmt mati flugvirkja var ekki nauðsynlegt að skipta um hann heldur og flugvélin fullkomlega flughæf. Skömmu fyrir flugtak tók flugstjórinn hins vegar þá afdrifa- ríku ákvörðun að láta skipta um knývendi en sú viðgerð tók eki nema um 30 mínútur. Enn hefur ekki tekist að finna öll líkin í rústunum en alls hafa 105 lík fundist. Herinn burt! Reiöir mótmælendur í Suöur-Kóreu, þ.á m. bændur sem eru andvígir innflutningi á erlendum landbúnaöarvörum , lentu í átökum viö iögregiu í fyrradag er þeir mótmæltu veru Bandaríkjahers á Kóreuskaga. Speight hnepptur í varðhald og ófriður á Fídjí magnast Uppreisnarmenn á Fídjí tóku um 40 indverskættaða Fídjíbúa í bæn- um Labasa í gíslingu um skamma hríð fyrr í dag. Róstur á Fídjí í dag og í gær koma í kjölfar handtöku uppreisnarleiðtogans George Speight, að þvi er fram kom í yfir- lýsingu lögreglu- og hermálayfir- valda i dag. „Þeir rændu þeim og fóru með þá í herbúðirnar,“ sagði talsmaður lög- reglu en uppreisnarmenn hafa hald- ið umræddum herbúðum síðastliðn- ar 3 vikur. Gíslunum var hins veg- ar sleppt skömmu síðar. íbúar í Labasa, á annarri stærstu eyju Fídjí eyja, Vanua Levu, voru varaðir við því að vera á ferli á göt- um úti þar sem um 50 vopnaðir uppreisnarmenn gengu fylktu liði. Skothljóð mátti heyra á götum úti og tveir menn flugfélagsins Air Fiji Upplausnarástand Hermenn á Fídjí standa vörö. voru teknir í gíslingu af upreisnar- mönnum. Speight ásamt 300 öðrum fylgismönnum sínum sitja nú í varðhaldi eftir að herinn handtók þá síðdegis í gær. Speight hefur að undanfórnu sett sig upp á móti vali á nýjum forsætisráðherra eyjanna, Laisenia Qasare, sem hann telur hallast um of á sveif með ind- verskættuðum Fídjíbúum. Eins og kunnugt er vill Speight auka völd Fídjíættaðra Fídjíbúa og hefur lagt á það mikla áherslu að farið verði að kröfum uppreisnarmanna og þeir hafðir með í ráðum í vali á nýrri ríkisstjórn eyjanna. Hermálayfirvöld tóku hins vegar ákvörðun um að handtaka Speight og er hugsanlegt að hann verði sóttur til saka fyrir landráð en við þvi liggur dauðarefsing. Nýjar uppljóstranir Bresk blöð greindu frá því i morgun að sam- kvæmt nýjum leka hefði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og stjóm hans hallast að inn- göngu í evrópska myntbandalagið. Blaðamaður fangelsaður Herdómstóll í Júgóslavíu dæmdi í gær serbneskan blaðamann í 7 ára fangelsi fyrir meintar njósnir og dreifmgu rangra upplýsinga. blaða- maðurinn, sem starfaði á óháðu dagblaði, skrifaði meðal annars um störf öryggislögreglunnar og mót- mæli júgóslavneskra hermanna í Kraljevo í fyrrasumar. Uðagigt af kaffldrykkju Finnskir vísindamenn segja að mikil kaffidrykkja auki hættu á liðagigt. Finnar drekka mest kaffi allra í heimi og næstir koma Svíar. Liðagigt er algengari í Skandinavíu en annars staðar á Norðurlöndum. Kaffi verndar hins vegar gegn Park- insonveiki. Fjármálafurstar til Pútíns Háttsettur rússneskur bankamað- ur sagði í gær að viðræður Vladimirs Pútíns Rússlandsforseta og fjármálaf- ursta myndu snúast um hvernig vernda mætti fyrirtæki gegn ofsókn- um lögreglu. Búist er við að umræð- urnar fari fram á morgun. Fatlaðir í vinnu Bill Clinton Bandaríkjaforseti hvatti í gær alríkis- stjórnir Bandaríkj- anna til að veita 100 þúsund fotluðum atvinnu á næstu fimm árum. Clinton flutti ávarp á 10 ára afmæli samtaka fatlaðra. Blanda sér í mál Dana Breski íhaldsflokkurinn var í gær sakaður um ihlutun í fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um evruna i Danmörku. Eldur í jarðgöngum Frejusgöngunum á milli Ítalíu og Frakklands var lokað í gær í 9 klukkustundir vegna elds í vöru- flutningabíl. Enginn slasaðist af völdum eldsins. Fallið frá ákæru Fallið hefur verið frá ákæru á hendur rússneska flöl- miðlakónginum Vladimir Gusinsky, að því er talsmaður hans greindi frá í morgun. Gusinsky var sakaður um fjársvik. Yfirvöld vísuðu þvi á bug að rannsókn á starfsemi Gusinskys væri af pólitískum toga. Viðskiptabanni mótmælt Fidel Castro Kúbuforseti fór fyrir göngu 1 milljónar Kúbumanna í gær sem mótmælti viðskiptaþving- unum. Castro sagði ekki nóg að aflétta hluta bannsins. „Hvernig getur land keypt eitthvað ef það getur ekki selt neitt,“ sagði forsetinn í ræðu í gær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.