Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2000, Page 15
14
FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 2000
FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 2000
19
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Framkvæmdastjórí og útgáfustjórí: Eyjólfur Svelnsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aóstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, síml: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ -
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðiunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf.
Filmu- og plötugeró: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverð á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiöir ekki viömælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Metnaðarfyllri skógrœkt
Eftirtektarvert var að kynnast viðhorfum og upplifun
ungs fólks sem hafði ferðast um ísland og rætt var við i
nýlegu ferðablaði DV. Vitandi það að gestsaugað er glöggt
spurði blaðamaður hvað eftirminnilegast væri að lokinni
ferð um ísland, hvað best og hvað verst. Hinir ungu ferða-
menn hrifust af landinu en bentu um leið á það sem þeim
þótti verst og þar bar hátt landeyðingu af mannavöldum
sem sker i augu, afleiðing langvinnrar oíbeitar og ofnýt-
ingar lands sem víða hefur leitt til gróðurauðnar og upp-
blásturs.
Á fyrstu stigum skólanáms er okkur kennt að landið
hafi við landnám verið skógi vaxið milli fjalls og fjöru. Ell-
efu alda búseta hefur farið svo illa með þann skógargróð-
ur að nú er aðeins um eitt prósent landsins vaxið skógi
eða kjarri. Skuld okkar við landið er því mikil. Þótt menn
hafi fyrir margt löngu áttað sig á öfugþróuninni er það
ekki fyrr en tiltölulega nýlega að tekið var á því af
nokkrum myndarskap að snúa henni við. Þar koma að
verki stofnanir, t.d. Skógrækt ríkisins og Landgræðslan,
fjöldi félagasamtaka, skógræktarfélög, bændur og einstak-
lingar bæði í þéttbýli og dreifbýli.
Sé litið sérstaklega til skógræktar hefur gróðursetning
færst að mestu frá Skógrækt ríkisins til félaga, landeig-
enda og einstaklinga. Hlutverk Skógræktarinnar snýr
meira að faglegri ráðgjöf, fræðslu og rannsóknum í skóg-
rækt. Landshlutabundin skógræktarverkefni eru nú lög-
bundin og í hverjum landshluta er gert ráð fyrir verkefn-
um sem gefið hafa góða raun, í líkingu við Héraðsskóga og
Suðurlandsskóga.
Skógrækt ríkisins hefur mætt þeirri bændaskógrækt
sem verið hefur að byggjast upp um allt land undanfarin
áratug með auknum faglegum leiðbeiningum. Með breytt-
um búskaparháttum, færra sauðfé og aukinni friðun
lands, hafa bændur séð möguleika á tekjuöflun með þátt-
töku í þessum verkefnum. Viðhorfið til landnýtingar er
því breytt og því ber að fagna. Þá sinna einstaklingar í
þéttbýli skógrækt og sumarbústaðaeigendur láta sitt ekki
eftir liggja. Allt þetta breytir ásjónu landsins.
Verkefnið er hins vegar gríðarlegt og því er jákvæð
áætlun Skógræktar ríkisins um að tvöfalda skóglendi á
landinu næstu 50 árin. Markmið stofnunarinnar er að eft-
ir hálfa öld verði 2 prósent landsins skógi vaxin og árlega
verði plantað um 10 milljónum trjáa. Reiknað er með um
300 milljóna króna framlagi ríkisins árlega vegna þessa.
Auk þessa leggja sveitarfélög, fyrirtæki, félagasamtök og
einstaklingar sitt af mörkum.
Þessar áætlanir eru góðar, svo langt sem þær ná, en full
ástæða er til að stefna hærra, setja sér metnaðarfyllri
markmið. Hugarfarsbreyting hefur orðið meðal þjóðarinn-
ar um uppgræðslu lands og menn eru sýnilega tilbúnir til
þess að leggja talsvert á sig til þess að svo megi verða. Því
verða opinberir aðilar að svara kallinu og leggja meira
fram til þjóðþrifaverkanna svo uppgræðslan verði hraðari
en nú er stefnt að.
Skógar eru náttúruperlur og þjóðargersemar og kjörin
útivistarsvæði. Með gerð göngustíga i skóglendi er fólki
gert kleift að njóta útivistar í þokkalegu skjóli allt árið.
Góð dæmi um slíkt eru þjóðskógar líkt og Hallormsstaðar-
skógur og Vaglaskógur, auk þess sem markviss skógrækt
hefur gert Heiðmörk að útivistarparadís íbúa á höfuðborg-
arsvæðinu. Talið er að 140 þúsund gestir sæki árlega i
þjóðskógana, skóga í eigu þjóðarinnar. Skógar eru því
auðlind sem skilar okkur miklu, verði markvisst staðið að
uppgræðslunni. Jónas Haraldsson
DV
Skoðun «
Þjóðarsátt
Þjóðarsátt gegn viðskipta-
halla og verðbólgu geta allir
samþykkt. Það er vegna
þeirrar reynslu sem við höf-
um af verðbólgu níunda ára-
tugarins sem geisaði eins og
drepsótt og lagði efnahagslíf
þjóðarinnar nánast i rúst.
Helsi og ofstjóm hins opin-
bera á atvinnulífi og fjármál-
um landsmanna var helsta
orsök þess ástands. Með nýj-
um stjórnarháttum í upphafi
tíunda áratugarins losnaði _________
um þetta helsi og hefur það
leitt íslendinga inn í nútímann.
Meiri erlenda fjárfestingu
Stundum gerast góðir hlutir hægt
en kerfið er ihaldssamt í eðli sínu og
lagasetning og reglugerðasmíð tíma-
frek eftir áratuga langa ofstjóm ríkis-
valdsins. Það er því ekki óeðlilegt þeg-
ar góðærisskriðan fer loks af stað að
hraðinn geti orðið meiri en góðu hófi
gegnir svo stjórna megi henni strax í
réttan farveg. Þetta hefur gerst hjá
okkur núna í mesta góðæri þjóðarinn-
ar fyrr og síðar. Orsakar það við-
skiptahalla og verðbólgu sem er meiri
Kristján Pálsson
alþingismaöur
en við vildum sjá til langs
tíma en telst vart hættuleg-
ur fyrir þjóðarbúið í stuttan
tíma að teknu tilliti til þess
hve athafnalífið er traustara
en áður var. Það sést á stöðu
ríkissjóðs, afkomu fyrir-
tækja, samruna þeirra
ásamt markaðsvæðingu og
áhættudreifingu. Fjárfest-
ingar íslendinga erlendis
em galopnar og fjárfestingar
erlendra aðila hér á landi
greiðar. Dæmi um þetta er
fjárfesting okkar í erlendum
markaðshlutabréfum sem voru 28,7
milljarðar króna árið 1997 en eru í dag
um 144 milljarðar króna. Útboð
DeCode á Nasdaq-markaðnum í USA
er stórkostlegt afrek sem mun hafa
gríðarleg áhrif fyrir íslendinga á fjár-
málasviðinu sem á vísindasviðinu.
Sala á hluta Landssímans til er-
lendra samstarfsaðila eða fjárfesta er
nauðsynlegt skref í þessari þróun sem
og að heimila erlendum aðilum að
fjárfesta í sjávarútveginum.
Trúum á okkur sjálf
Margar iðnvæddar þjóðir lifa við
„Þau atriði sem hafa haft áhrif á verðbólguna núna
eru fyrst og fremst erlendar hœkkanir og bættur efna-
hagur landsmanna en ekki seðlaprentun og gengisfell-
ingar eins og á níunda áratugnum. “
mikinn viðskiptahalla og má þar Nýja-Sjáland með 7,9% halla. í Belg-
nefna Bandaríkin með 3,7% halla og íu er viðskiptajöfnuðurinn jákvæður
Af skorti á PR-mennsku
Ætli það séu nema svona tvö ár
síðan kjallarahöfundur frétti af nýrri
atvinnustétt í landinu, sem kölluðust
PR-menn. Þessi atvinnustétt var þá
hvergi skráð og hefur líklega ekki
enn sérstakt stéttarfélag en hún hef-
ur rutt sér til rúms á æ fleiri sviðum
og nýtur vaxandi vinsælda og
trausts í samkeppnisþjóðfélagi okk-
ar. Eins og margt annað gott úr hin-
um enskumælandi heimi eru stafim-
ir skammstöfun á ensku orðunum
„public relationship". Ágætt orð er
yfir hugtakið á íslensku, þ.e. al-
mannatengsl. En af því að þessi pist-
ill er ekki þáttur í málhreinsunar-
stefnu mun höfundur nota skamm-
stöfunina til hægðarauka. Tilgangur
pistlahöfundar er að reyna að skýra
dræma aðsókn að Kristnihátíð á
Þingvöllum út frá skorti á eða illa út-
færðri pr-mennsku.
Forsagan
Upphaf undirbúnings Kristnihátíð-
ar byrjaði klaufalega. Skipuð hafði
verið nefnd til að undirbúa hátíðina
og í henni voru að sjálfsögðu fulltrú-
ar hins geistlega og hins veraldlega
valds þjóðarinnar. Heitið Kristnihá-
tíð bar þó með sér að fyrst og fremst
væri verið að fagna því að landsmenn
ákváðu að játast undir
kristna trú og því væri eðli-
legt að hin geistlegu yfirvöld
réðu ferðinni. Einhver varð
að borga og þar komu ver-
aldlegu yfirvöldin að málinu
en þeim ber að standa vörð
um að almannafé sé ekki
sóað að óþörfu. Þá vildi svo
illa til að einn af fulltrúum
hins geistlega valds fann hjá
sér hvöt til að semja smá-
sögu út af heitu deilumáli í
þjóðfélaginu, sem raunar
kom Kristnihátíð ekkert við, og æðsta
fulltrúa hins veraldlega valds í nefnd-
inni, sem hefur viðkvæma sál, fannst
svo að sér vegið að hann neitaði að
sitja í nefndinni með söguhöfundi.
Þama urðu átök milli hins geistlega
og hins veraldlega valds sem lauk
með þvi að geistlega valdið varð að
vægja. Þar með hafði hugmyndin um
trúarhátíð breyst í minningarathöfn
um stjórnlagabreytingu, sem vissu-
lega var skynsamleg á sínum tíma en
sú spurning hlaut að vakna hvort
ástæða væri til að minnast hennar
með skrúðgöngum presta, iðrunar-
göngum og almennri altarislausri alt-
arisgöngu.
Stóra kamramálið
Svo kom kamramálið. í stað þess
að byggja sérstaka heiðurskamra
fyrir ásatrúarmenn, sem óumdeilan-
lega höfðu vit fyrir landsmönnum
árið 1000, var þeim meinaður að-
gangur að kömrum kristinna nema
fyrir gjald og til að bæta gráu ofan á
svart átti að beita öðrum trúarsöfn-
uðum en hreintrúa lúterskum í
Hestagjá, likt og gert hefur
verið við hross Þingvalla-
gesta um aldir. Ofan á þetta
bættist svo að einhverjir
fóru að spyija um hvað til-
standð kostaði og létu jafn-
vel að því liggja að hugsan-
lega væri fénu betur varið
til einhvers annars, t.d. til
að byggja yfir sjúk gamal-
menni.
Hér var umræðan komin
á hættulega braut og skoð-
anakannanir sýndu að að-
eins lítið brot landsmanna hugðist
skunda á Þingvöll þótt búið væri að
tryggja öllum tafarlausa að- og út-
komu með veglegum samgöngubót-
um. Nú voru góð ráð dýr og auglýs-
ingaherferðin í fjölmiðlum varð ekki
til að minnka kostnaðinn. Þama
brást þjóðhátíðarnefnd. Hún átti að
leita til pr-fyrirtækis, t.a.m. íslenskr-
ar erfðagreiningar sem hefur sann-
fært 60 til 80% þjóðarinnar um að
við munum bjarga mannkyninu frá
sjúkdómum og jafnvel dauða um ald-
ur og ævi. Nú, eða pr-mannsins Halls
Hallssonar sem tókst að sannfæra
Vestmannaeyinga um að fóstra gam-
alt, bæklað illhveli en Vestmannaey-
ingar hafa löngum haft horn í síðu
háhyminga sem rífa fyrir þeim net-
in.
Hefði nefndin nýtt sér sérfræðinga
á sviði almannatengsla hefði e.t.v.
helmingur þjóðarinnar látið sjá sig í
blíðunni á Þingvöllum og meðtekið
náð hins veraldlega valds og blessun
hins geistlega þrátt fyrir Evrópu-
keppni í fótbolta.
Ámi Bjömsson
„Þjóðhátíðamefnd hefði átt að leita til PR-mannsins
Halls Hallssonar sem tókst að sannfœra Vestmannaey-
inga um að fóstra gamalt, bœklað illhveli en Vest-
mannaeyingar hafa löngum haft hom í síðu háhym-
inga sem rífa fyrir þeim netin“
Með og á móti
Námaleyfi í Mývatni
Algjörlega fylgjandi starfseminni Ég votta skipulagsstjóra samúð
i „Ég er algjörlega
ýff. fylgjandi starfsemi
j Kísiliðjunnar af
raaQju.-' þeirri ástæðu að ég
hef ekki séð annað
en að hún geri Mývatnssveit
gott eitt. Þeir sem nýta Mývatn
á þeim stöðum þar sem dælt
hefur verið úr því virðast ein-
róma samdóma um að vinnslan
geri lífríkinu gott. í hverju
samfélagi er auk þess mikil-
vægt að hafa fjölbreytta at-
vinnustarfsemi.
Starf og umfang Kísiliðjunnar hent-
ar samfélaginu í Skútustaðahreppi og
nágrenni mjög vel. Kísiliðjan er um-
hverfisvænt fyrirtæki sem nýtir inn-
lenda orku, staðbundið vinnuafl og
Pétur
Snæbjörnsson
hótelstjórí Hótel
Reynihlíöar
endumýjanlega námu. Hún
er auk þess byggð á íslensku
hugviti. Það er þvi mikill
ábyrgðarhluti ef menn ætla
sér að kasta slíku fyrir róða.
Nýting náttúruauðlinda hlýt-
ur að vera nauðsynleg í landi
eins og íslandi.
Ekki síst ef hægt er að
flytja út og skapa gjaldeyri
með allri framleiðslunni. í
því ljósi er starfsemi Kísiliðj-
unnar geysilega sterk.
Það er athyglisvert að þeir sem
mæla hæst gegn Kísiliðjunni hafa
minnst haft af starfsemi hennar að
segja og virðast yfirhöfuð mjög lítið
hvað þar er verið að gera og hvemig."
Mývatns- og Lax-
ársvæðið er eitt dýr-
mætasta vatna-
svæði heims hvað
náttúrufar varðar.
Varðveisla þess er verkefni Is-
lendinga á alþjóðavettvangi
(Ramsar-sáttmálinn um vemd-
un votlends). Óhætt er að segja
að fæst mannanna verk hafi
orðið svæðinu til framdráttar -
kísilgúrvinnslan þó síst. Myndi
einhver vilja hafa dýpkun-
arpramma að störfum á tjöminni í
Reykjavík í áratugi? Við kisilgúr-
vinnslu er slíkur prammi notaður til að
róta upp aldagömlum setlögum á botni
Mývatns, og dæla svo öllu gumsinu
upp á land þar sem ómælanlega lítill
Kári
Þorgrímsson
bóndi í Garöi viö
Mývatn
hluti mannkynsins fær kaup
við að þurrka það og troða í
poka. Eftir stendur dauður
botn án lífríkis. Fljótlega eftir
að þessi vinnsla hófst varð
hrun í lífríkinu sem aldrei hef-
ur til fulls gengið til baka. í
náttúrlegum niðursveiflum
þess hefúr síöan ítrekað orðið
horfellir sumra andfugla og sil-
ungs. Endurreisn átustofnanna
_ eftir slík áföll hefur einatt haf-
ist á þeim svæðum þar sem ný
vinnsla er fyrirhuguð. Vinnslan á
strandarbolum yrði versta níðingsverk
Islendinga gegn landi sínu og umhverfi
til þessa. Ég votta skipulagsstjóra sam-
úð mína með því að hafa lagt nafn sitt
og menntun við slíkt.“ -Ótt
Skipulagsstjóri ríkisins veitti nýiega Kíslliðjunni leyfi til ársins 2010 fyrir áframhaldandi vinnslu á kísilgúr úr Mývatni.
um 3,4% en atvinnuleysið er 8,6%.
Hér á landi er atvinnuleysið 1,3% um
þessar mundir og verðbólgan um 5%,
heldur meiri en síðustu árin.
Þau atriði sem hafa haft áhrif á
verðbólguna núna eru fyrst og fremst
erlendar hækkanir og bættur efnahag-
ur landsmanna en ekki seðlaprentun
og gengisfellingar eins og á níunda
áratugnum. Ríkissjóður er rekinn
með góðum afgangi og greiðir niður
skuldir sínar. Viðskiptahalli heimil-
anna er mikill en ríkisins enginn. Ef
einkaneysla og ríkisfjármál væru í
sitt hvoru hagkerfinu kæmi þetta vel
í ljós. Að mati hagfræðinga er ekki
ástæða til að óttast þó heimilin fái
tíma til að jafna reikningana. Sérstök
skattlagning á einkaneysluna með
skatti á erlent fjármagn eða skamm-
tímatilfærslur fiármagns gæti orðið
skammgóður vermir. Eina hættan
sem getur raskað íslensku hagkerfi nú
um stundir er að við hættum að trúa
á það sjálf og málum skrattann á vegg-
inn með upphrópunum eða grípum til
ómarkvissra aðgerða. Draga þarf úr
einkaneyslunni en um það þarf að
vera þjóðarsátt heimilanna.
Kristján Pálsson
Ummæli
Snuprur frá landsfööur
„Erlend vinkona
mín spurði mig á
dögunum hvemig
stæði á því að ís-
lendingar sættu
sig við Davíð
Oddsson. Hún er
margreyndur ís-
landsvinur og hef-
ur orðið áþreifanlega vör við hversu
allt hefur hækkað mikið í verði hér
á landi... Hún furðar sig því á að sjá
Davíð Oddsson koma reglulega í
sjónvarpið og segja að hér sé engin
verðbólga og allt í himnalagi og
snupra hagfræðinga sem benda á
hættumerki."
murinn.is 26. j'úll 2000
Ég er til
..þetta verður
ekki bara dans á
rósum. Bæði er að
þessi stofhun Jafh-
réttisstofu á Akur-
eyri hefur verið
harðlega gagnrýnd
og alls konar til-
finningar komið
upp. Margar þessara tilfinninga og
efasemda skil ég vel... Ég er byggða-
stefnukona. Ef ég get í einu höggi
lagt bæði byggðastefnu og jafnréttis-
málum lið, þá er ég t0.“
Valgeröur H. Bjarnadóttir, frkvstj. Jafn-
réttisstofu, í Degi 26. júlí 2000
Launahækkun núna?
„...af þessum sökum er sérlega
slæmt að laun forseta íslands skuli
hækkuð nú, þegar upplýst hefur ver-
ið hversu illa hann hefur haldið á
málum fyrir hönd landsins erlendis.
Gott hvatakerfi hefði auðvitað lækk-
að laun hans við flutning ræðunnar
góðu í Los Angeles. Hins vegar er
auðvitað líka skemmtilegt í ljósi þess
hvemig Ólafur Ragnar Grímsson tal-
aði fyrir fáum árum, þá formaður Al-
þýðubandalagsins, að hann skuli nú
þiggja 1.250.000 kr. á mánuði frá
launamönnum. Einhvern tímann
hefði hvinið í kappanum..."
VefÞjóöviljinn 26. júll 2000
Upplýsingin
„Nemendum er
frjálst að velja
hvort þeir nýta sér
tOboðin eða ekki.
Skólarnir munu
áfram tryggja
þeim tölvuþjón-
ustu sem ekki
ætla að nýta sér
fartölvurnar. Við sjáum fyrir okkur
að með þessari stefnumörkun séum
við að fikra okkur áfram á brautum
upplýsingatækninnar í skólastarfi."
Björn Bjarnason menntamálaráöherra I
Degi 26. júlí 2000
Að hætti kaþólikka
Það var fróðlegt að fylgj-
ast með nýjustu útgáfunni
af umræðunni um fisk-
veiðistjórnunarkerfið en
þessi umræða sem fyrir
hinn svokaOaða Vatneyrar-
dóm snerist um veiðOeyfa-
gjald, byggðaröskun,
byggðakvóta, nýliðun í
greininni, sægreifa o.s.frv.,
hefur nú skipt mn kúrs og
snýst nú um brottkast á
afla frá skipi sem rakið er
tO fiskveiðistjómunarinn-
ar.
Þá er þeim rökum beitt að kerfið
neyði sjómenn til að kasta lakari
fiskinum aftur í sjóinn vegna tak-
markaðra veiðiheimOda en ef þeir
kasti þeim smáa og komi eingöngu
að landi með stóran og verðmætan
fisk þá séu þeir að auka bæði sínar
tekjur og útgerðarinnar. I þessu sam-
bandi er orðunum „neyddir tO“
hampað til að réttlæta lögbrot.
Nýstárleg túlkun
Ég verð að játa það að hér eru á
ferðinni einhver þau ódýrustu rök
sem sett hafa verið fram um langan
tíma tO þess að hafa áhrif og réttlæta
ólögmætt athæfi. I þessu sambandi
hljóta menn að spyrja af hverju eru
lög almennt brotin sem því miður er
gert í einhverjum mæli? Er það ekki
gert tO eigin ávinnings í öOum tO-
vikum eða a.m.k. tO ætlaðs eigin
ávinnings?
TO hvers brjóta menn skattalög
þegar þeir vantelja tekjur sínar? Er
ekki markmiðið að skara
eld að eigin köku, auka eig-
in skiptahlut og vafalítið
lita sumir svo á að það sé
gert af illri nauðsyn tO þess
að bjarga eigin fiármálum
fyrir hom. TO hvers smygla
menn? Er ekki ástæðan
ætíð sú sama; að auka tekj-
urnar, og þannig mætti
áfram telja.
Mér ftnnst þessi umræða
á algjörum vOligötum og
raunar á stórhættulegum
vOligötum. Þessi herferð,
sem nú er uppi, gegn þessu kerfi sem
helgast af þeim einfalda boöskap að
sjómenn séu neyddir tO að kasta
fiski í sjóinn tO að bæta afkomuna
komi þeim skOaboðum almennt tO
þjóðarinnar að þaö sé heimOt að
brjóta lög ef það sé gert í auðgunar-
skyni en af slíkum brotum er aUtof
mikið í okkar samfélagi og síst þar á
bætandi.
Mitt í aUri umræðunni um brott-
kastið hafa nokkrir einstaklingar
gengið fram fyrir skjöldu og játað að
í sinni sjómannstíð hafi þeir tekið
þátt i að kasta fiski í sjóinn.
Við þessar játningar tók umræðan
enn á ný alveg nýja stefnu vegna
þess að nú vaknaði spurningin um
hvort þessir ágætu menn sem höfðu
lýst því í yfir fyrir framan alþjóð að
þeir hefðu tekið þátt í ólögmætu at-
hæfi skyldu ekki svara tO saka með
sama hætti og aðrir sem brjóta
landslög.
Þá tók umræðan enn eina beygj-
una þegar ný rödd kom fram og tO-
kynnti að það mætti aUs ekki gera
þessa ágætu menn ábyrga gerða
sinna vegna þess að þá mundi eng-
inn játa í framhaldinu. Hér er á ferð-
inni afar nýstárleg túlkun á því
hvemig við eigum að tryggja að far-
ið sé eftir settum lögum í þessu sam-
félagi.
Skriftabása fyrir bílstjóra
Mér virðist að af þessum nýja boð-
skap megi draga þá ályktun að taka
beri almennt upp aðferðafræði ka-
þólikka, þ.e. enga refsingu, hinir
brotlegu eigi bara að stíga á stokk og
viöurkenna afbrotin og að því loknu
sé aUt faUið í ljúfa löð, hinn brotlegi
fær syndaaflausn og getur snúið sér
að fyrri iðju án afskipta dómstóla.
Trúir einhver því að það eitt að
játa misgjörðir sínar muni hamla
gegn lögbrotum? Ég dreg það í efa og
ég held að reynslan sýni okkur að
svo er ekki þrátt fyrir að refsingar
einar og sér séu síður en svo einhlít
aðferð tU að breyta hegðun manna.
Nú er dómsmálaráðherra að beita
sér fyrir átaki tU þess að auka örygg-
ið í umferðinni. Það á að gera með
því að auka löggæslu og eftirlit. Sam-
kvæmt nýju kenningunni er ráð-
herrann á viUigötum; hann á að
hætta við þessi áform en í staðinn
koma upp skriftabásum við helstu
vegi landsins þar sem brotlegir bif-
reiðarstjórar geta skriftað og farið
með 30 Maríubænir og haldið síðan
sælir í sinni áfram for.
Helgi Laxdal
„Trúir einhver því að það eitt að játa misgjörðir sínar muni hamla gegn lögbrotum?
Ég dreg það í efa og ég held að reynslan sýni okkur að svo er ekki þrátt fyrir að refs-
ingar einar og sér séu síður en svo einhlít aðferð til að breyta hegðun manna. “