Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2000, Page 28
Opel Vectra
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
I hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 2000
Harður árekstur:
Ökumaður ölvaður
Ökumaður, sem er sterklega
grunaður um ölvun við akstur,
olli hörðum tveggja fólksbíla
árekstri um klukkan 20 í gær-
kvöldi á Suðurlandsveginum til
0- móts við Rauðhóla. Maðurinn,
sem er fertugur, var á austurleið
eftir veginum þegar hann beygði
inn á afleggjara í veg fyrir bifreið
fimmtugrar konu á vesturleið.
Konan missti meðvitund viö
áreksturinn en var komin til
meðvitundar er lögregla og tækja-
bíll slökkviliðsins mættu á stað-
inn. Hún var með áverka á öxl-
um, hnjám, mjöðm og baki og var
flutt með sjúkrabíl á slysadeild
Landspítalans í Fossvogi. Hún
var ekki talin í lífshættu.
Hinn ölvaði var ekki í bílbelti
og skall höfuð hans í framrúðu
bíls hans við áreksturinn. Maður-
inn gerðist mjög æstur eftir
áreksturinn og var leiddur brott í
~*handjárnum af lögreglu sem flutti
hann á slysadeild vegna höfuðá-
verka hans og til þess að mæla
áfengismagn í blóði mannsins.
Báðir bilarnir voru óökufærir
eftir atburðinn.
Lögreglan í Reykjavík stöðvaði
þrjá ökumenn í viðbót í nótt,
grunaða um ölvun við akstur.
-SMK
Islenski draumurinn
í Fókusi sem fylgir DV á morgun
er að finna allt sem þú þarft að vita
um verslunarmannahelgina og
miklu meira til. Þórhallur Sverris-
son ræðir um kvikmyndina ís-
lenska drauminn sem byrjað er að
sýna úr í bíói og ljósmyndarinn
Magnús Unnar segir frá meikinu í
London. Rut Reginalds er farin að
vinna með stórstjömum úti í heimi
og birt er kort af myndlistarsýning-
unni á Hlemmi. Lífið eftir vinnu er
blaðauki með Fókusi og þar finn-
urðu allt sem þú þarft að vita um
menningar- og skemmtanalífið og
miklu meira til.
DV-MYND INGÓ
Haröur árekstur til móts viö Rauöhóla
Ökumaöur, sem er grunaöur um ölvun, var handtekinn eftir aö hafa oröiö valdur að slysi á Suðurlandsveginum um
áttaleytiö í gærkvöld. Ók hann bílnum sem er fjær og má sjá aö hann hefur lent meö höfuöiö í rúöunni.
Bensínlækkun:
Akvorðun i lausu lofti
- óvænt hækkun á heimsmarkaði
Verð á 95 oktana bensíni hækkaði
óvænt um 7 dollara tonnið á Rotter-
dammarkaði í gærkvöld. Þessi
sveifla gerir það að verkum að
ákvörðun um lækkun á bensínverði
hér er í lausu lofti, að sögn Magnús-
ar Ásgeirssonar, vörustjóra elds-
neytis hjá Essó. Magnús sagði við
DV í morgun að bensín myndi þó
örugglega lækka i verði 1. ágúst nk.
Bensinverð i nágrannalöndunum
hefur farið hríðlækkandi á síðustu
vikum. 95 oktana bensín í Svíþjóð
hefur lækkað fimm sinnum í þess-
um mánuði. Búist var við enn einni
lækkuninni í dag. Þetta stafaði af
því að verð á 95 oktana bensíni á
Rotterdammarkaði hefði hrapað í
verði úr 400 dollurum tonnið þegar
það var hæst niður í 285 dollara í
fyrradag.
Bensínverð hjá danska Shell hef-
ur lækkað þrisvar í þessum mán-
uði.
„Skýringin á þessum öru verð-
breytingum í Svíþjóð og Danmörku
eru að þeir eru svo nálægt olíu-
hreinsunarstöðvum og þurfa að
halda birgðir til miklu skemmri
tíma,“ sagði Magnús. „Við kaupum
inn hingað einu sinni í mánuði og
byggjum birgðaverð á meöaltali
mánaðarins. -JSS
Vonbrigði vegna lokunar íslenskrar miðlunar á Vestfjörðum:
Höldum áfram að berjast
- forráöamenn fyrirtækisins gefa sér 2-3 vikur
„Við höfðum væntingar um að
auðveldara yrði að afla verkefna, en
við munum halda áfram að berjast,"
sagði Óðinn Gestsson, einn stjómar-
manna íslenskrar miðlunar eftir
fund forráðamanna fyrirtækisins í
gær vegna lokunar íjögurra útibúa
á Vestfjörðum vegna vangoldinna
vörsluskatta. Um er að ræða útibú-
in á Þingeyri, Isafirði, Bolungarvík
og Suðureyri. Óli Lúðvík Magnús-
son, skrifstofustjóri sýslumanns-
embættisins á ísafirði, kvaðst ekki
vilja gefa upp um hve háar upphæð-
ir væri að ræða. Lokunin hefur
valdið miklum vonbrigðum á um-
ræddum stöðum.
„Við munum halda áfram að
hnýta þessa hnúta sem á eftir að
hnýta,“ sagði Óðinn. „Við gefum
okkur 2-3 vikur til þess að klára
það. Miðað við þær viðtökur sem
við höfum fengið hjá þeim aðilum
sem við skuldum peninga, þá er full
ástæða til þess að vera nokkuð
bjartsýnn."
Óðinn sagöi að í dag lægju fyrir
undirritaðir samningar sem
tryggðu að 12 störf væru nú við dag-
vaktir fyrir vestan. Kvöldvinna
hefði verið næg.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri
á ísafirði, sagði útibúin á norðan-
verðum Vestfjörðum hefðu mest
tekið við 40-50 manns. Það hefði
hjálpað til því álíka fjöldi hefði á
þeim tíma verið að missa vinnu í
frystihúsum.
„Fólk lagði í þetta hlutafé. Við
skildum þetta þannig að það lægi
fyrir mikið af verkefnum sem þyrfti
að vinna,“ sagði Halldór. „Okkur
hefur raunar skilist það að enn séu
þama verkefni fyrir hendi og að
þeim muni fjölga. Ég er ekki búinn
að gefa upp vonina. Ég hef fulla trú
á því að þetta sé hægt, hvaða form
sem verður á því.“ -JSS
Enn færir Jónína Ben. út kvíarnar:
Risalíkamsrækt í Austurstræti
- i staö 700 manna skemmtistaðar
Líkamsræktarfrömuðurinn Jón-
ína Benediktsdóttir opnar innan
skamms nýja líkamsræktarstöð í
nýbyggingu þeirri í Austurstræti
sem átti að hýsa einn stærsta
skemmtistað landsins. Þær fyrir-
ætlanir hafa verið slegnar af og í
staðinn kemur Jónína og bætir þar
með sjöttu líkamsræktarstöðinni i
safn sitt.
„Ég er einnig að opna nýja stöð í
Skipholti 50 þar sem Máttur var
áður til húsa og Sóknarkonur æfðu
leikfimi," sagði Jónína Benedikts-
dóttir í gær. „Sú stöð kemur til
með að heita Planet Pulse heilsu-
skólinn og veröur fyrir fólk með
sérþarfir, of þung böm, svo og
sjúkraþjálfun."
Alþingi hefur sem kunnugt er
leigt efri hæðir nýbyggingarinnar í
Austurstræti, sem einnig snýr út
að Austurvelli, fyrir skifstofur
þingmanna en Jónína yfirtekur allt
það svæði sem ætlað hafði verið
fyrir skemmtistað. Opnun þessara
tveggja líkamsræktarstöðva er lið-
ur í þriggja ára áætlun Jónínu um
að eignast 15 líkamsræktarstöðvar
á höfuðborgarsvæðinu og sameina
þær í rekstri undir heitinu Planet
Pulse. -EIR
Jónína Ben.
Hún er á leiö í Austurstrætiö.
Sleipnisdeilan
óleyst
Fundað var í Sleipnisdeilunni frá
klukkan 10 til 15 í gærdag en enginn
árangur náðist. Næsti fundur hefur
verið boðaður 1. ágúst klukkan 10
en verkfalli Bifreiðastjórafélagsins
Sleipnis var frestað til 12. ágúst fyr-
ir rúmri viku til bjargar ferðaþjón-
ustunni en lítið hefur gengið í
samningaviðræðum félagsins við
Samtök atvinnulifsins síöan þá.
____________________jtr
Bílvelta á Vest-
urhópsvegi
ítölsk hjón voru flutt á sjúkrahús-
ið á Akranesi í kjölfar bílveltu eftir
að ökumaðurinn missti stjóm á bíl
þeirra á Vesturhópsvegi við Grund-
ará skammt frá Breiðabóli í gær-
morgun. Fólkið reyndist ekki mikið
slasað en bíllinn er óökufær og var
fluttur af slysstað með dráttarbif-
reið. -SMK
.. Selfoss:
Olvaður maður
ók rútu
Lögreglan á Selfossi hafði af-
skipti af ölvuðum manni sem hafði
uppi ólæti í rútu skömmu eftir
klukkan sjö í gærmorgim. Tókst að
komast í bílstjórasætið og bakka
rútunni nokkra metra. Maðurinn,
sem er á þrítugsaldri, fór inn í rút-
una þar sem hún var á bílastæði á
Selfossi. Að sögn lögreglunnar á
Selfossi voru farþegar rútunnar
fólk á leið til vinnu sinnar og átti
maðurinn ekki samleið með því.
Stympingar upphófust er bílstjór-
inn og farþegarnir reyndu að koma
manninum út úr rútunni. Það fór
ekki betur en svo að maðurinn
settist í bílstjórasætið og bakkaði
rútunni stuttan spöl. Bílstjóranum
og farþegum tókst þá að koma
manninum út úr rútunni og hand-
tók lögreglan hann á götu á Sel-
fossi síðar sama morgun. Hann var
vistaður í geymslum lögreglunnar
þar til af honum rann. -SMK
Tveggja vikna
gæsluvarðhald
Víðir Þorgeirsson, sem handtek-
inn var á Keflavíkurflugvelli með
um 5000 e-töflur í farangri sínum
síðastliðinn mánudag, var úr-
skurðaður í tveggja vikna gæslu-
varðhald til 8. ágúst. Hann er 34
ára gamall Reykvíkingur. Þetta er
annað mesta magn e-taflna sem
fundist hefur á íslandi. Töflumar
fundust við reglubundið flkniefna-
eftirlit Tollgæslunnar i Leifsstöð.
Pantið í tíma
dajaiíÞjóíháM
ú
8
FLUGFÉLAG ÍSLANDS
570 3030