Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2000, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2000, Síða 11
MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ 2000 11 Fréttir Góð afkoma Sparisjóðs Ólafsvíkur: Fé veitt úr menningarsjóði — veittir voru styrkir í ár fyrir 550.000 krónur DV, ÓLAFSVÍK: Aðalfundur Sparisjóðs Ólafsvíkur var haldinn fyrir skömmu í himun nýju og glæsilegu húsakynnum Hótel Höfða í Ólafsvík. I máli Kristjáns Hreinssonar sparisjóðsstjóra kom fram að hagnaður sjóðsins á árinu 1999 nam 16,3 milljónum króna en árið áður nam hann 6,9 miiljónum. Arðsemi eigin fjár var því 15,2%, samanborið við 8,3% arðsemi árið áðim. Eigið fé Sparisjóðs Ólafsvíkur nam 123,8 miiljónum króna í lok árs- ins 1999 og hafði aukist rnn 22,4 millj- ónir á einu ári. Veittir voru styrkir úr Menningar- sjóði Sparisjóðsins í ár fyrir 550.000 kr. Brimilsvallakirkja fékk kr. 200.000 til viðhalds og endurbóta kirkjunnar. Veronica Osterhammer söngkona fékk kr. 50.000 til tónleikahalds, Fær- eyskir dagar í Ólafsvik kr. 60.000, Héraðssamband Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu kr. 40.000 vegna þátttöku í unglingalandsmóti UMFÍ á Tálknafirði í sumar og Áhugahópur um fiskasafn í Ólafsvík fékk kr. 100.000. Þá fékk sameiginleg umsókn Rotaryklúbbs Ólafsvíkur, Lions- klúbbs Ólafsvikur, Lionsklúbbsins Ránar, Kvenfélags Ólafsvíkur, Kiwanisklúbbsins Korra og Skóg- ræktarfélags Ólafsvíkur kr. 100.000 til trjáræktar í Ólafsvík. Styrkþegum var síðan boðið i kvöldkaffi af stjórn Sparisjóðsins á Hótel Höfða fyrir stuttu þar sen styrkimir voru afhentir. Þetta er fjórða árið sem styrkimir em veitt- ir og upphæðin er alls um fiórar milljónir króna. Styrkþegar þökk- uðu stjóm sjóðsins þann góða hug til þeirra sem vinna að hinum ýmsu menningar- og framfaramálum í Snæfellsbæ. Framlag þeirra spari- sjóðsmanna í Ólafsvík er virðingar- og þakkarvert og féð hefur víða komið sér vel. -PSJ/HH Utanborðsmótorar YAMAHA Stærðir: 2-250 Hö. Gangvissir, öruggir og endingargóðir YAMAHA l$pi Sími 568 104.4 Frá Húsafelli Ferðaþjónustan á Húsafelli vill tryggja að ólætin, sem urðu á svæðinu fyrstu helgina í júlí, endurtaki sig ekki. Húsafell: Aöeins fyrir fjolskyldur - reynt að fyrirbyggja ólæti Aðgangur að tjaldstæðunum í Húsafelli verður takmarkaður um verslunarmannahelgina. Þetta er liður í viðleitni Ferðaþjónustunnar á Húsafelli að tryggja að ólætin sem urðu á svæðinu fyrstu helgina í júlí endurtaki sig ekki. Eingöngu þeir sem hafa pantað fyrir fram fá aðgang að svæðinu og lögð verður áhersla á að fá fiölskyldufólk til að eyða verslunarmannahelginni í Húsafelli. Til viðbótar við þá að- stöðu sem fyrir var fyrir fiölskyld- ur með böm er kominn svokallaður hoppkastali á svæðið, auk þess sem böm og unglingar undir 16 ára aldri í fylgd með fullorðnum fá frítt inn á tjaldstæðin. í samvinnu við lögreglu og björgunarsveitina Ok verður hliðgæsla allan sólarhring- inn og samkvæmt upplýsingum frá Ferðaþjónustunni á Húsafelli verð- ur strangt tekið á brotum á um- gengnisreglum á tjaldstæðunum. I afsláttur 1 af allfl 30-40% \&i 00ÍS33 Bæjarlind 6 • 200 Kópavogi • Sími: 554 6300

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.