Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2000, Side 14
14
MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ 2000
Skoðun I>V
Myndir þú nota öryggisbelti
í rútu/strætó?
Inga Jóhannesdóttir:
Já, aö sjálfsögöu.
Guðbjörg Halldórsdóttir:
Já, þaö finnst mér sjálfsagt.
Brynhildur Baróadóttir:
Já, mér finnst aö þaö eigi aö gilda
þaö sama um rútur og bifreiöar
yfirhöfuö.
Guðmundur Ólafsson:
Mér finnst kominn tími á
þetta öryggi.
Evald Hansen:
Mjög tímabært og ekki spurning, ég
myndi nýta mér þetta.
Guðmundur Bjarnarson:
Kannski ekki í strætó en ég myndi
nota öryggisbelti í rútu.
Farsímar
Get ég fullyrt aö ökumenn meö farsímann viö eyraö eru ekki allsgáöir ökumenn.
Farsímafíklarnir
Einar Ingvi
Magnússon
skrifar:
Þegar ég tók bíl-
próf fyrir 24 árum
var ökunemum
kennt að sá sem
ekur ökutæki þurfi
óskipta athygli við
aksturinn. Honum
bæri að vera ails-
gáður undir stýri.
í dag sjást öku-
menn hins vegar
■■“■■■■“ með farsíma í
annarri hendi og sígarettuna i hinni.
Svo er gosdósin á milli fótanna og
músíkin á fullu. Það er varla að þeir
megi vera að því að keyra.
Þar sem ég hef atvinnu við akstur
strætisvagna hef ég ekki komist hjá
því að kynnast umferðarmenning-
unni í höfuðborginni til hins
ýtrasta. Get ég fullyrt að ökumenn
með farsímann við eyrað eru ekki
allsgáðir ökumenn. Með farsímann
í hendinni hef ég séð þá aka óvilj-
„Með farsímann í hendinni
hef ég séð þá aka óviljandi
og í hugsunarleysi upp á
gangstéttir, skrafa stoppaðir
á grœnu Ijósi og aka síðan
yfir á rauðu, lulla í hœga-
gangi á Miklubrautinni
með langa bílalest á eftir
sér, keyra á og stansa úti á
miðjum gatnamótum. “
andi og í hugsunarleysi upp á gang-
stéttir, skrafa stoppaðir á grænu
ljósi og aka síðan yfir á rauðu, lulla
í hægagangi á Miklubrautinni með
langa bílalest á eftir sér, keyra á og
stansa úti á miðjum gatnamótum.
Þeir eru stórvarasamir enda alls
ekki með hugann við aksturinn.
Eru þessi atvik einungis lítið brot af
slíkum tilfellum sem eiga sér stað á
hverjum degi i horginni.
Það hefur lengi varðað við lög að
aka bifreið undir áhrifúm áfengis af
skiljanlegum ástæðum. Allsgáðir
eiga menn að aka bifreið. En öku-
menn með farsímann í hendinni eru
ekki allsgáðir. Þeir eru hættulegir í
umferðinni því þeir hafa oft ekki
hugmynd um hvað þeir eru að gera.
Ef menn vilja fá sér glas af góðu
víni er ekki rétt að gera það undir
stýri. Á sama hátt eiga símafiklam-
ir að bíða með fíkn sína þar til þeir
em búnir að aka sínu vélknúna
ökutæki, ekki síður en áfengisunn-
endur láta sopann bíða uns heim er
komið. Fæst þessara símtala myndu
teljast svo mikilvæg og aðkallandi
að þau geti ekki beðið. Farsímafíkn-
in er ekki ósvipuö drykkjusiðum ís-
lendinga. Notkunin er eins og hjá
verstu alkóhólistum.
Gullegg forsetans
B. Birgisdóttir
skrífar:
Mér hlýnaði um hjartarætumar
þegar ég las um úrskurð Kjaradóms
í blöðunum í morgun - gott til þess
að vita aö forseti vor getur haldið
áfram að lifa i vellystingum prag-
tuglega, á meðan hinn almenni
launþegi, sem má þakka fyrir að fá
sem nemur 1/10 af launum forset-
ans i brúttólaun, berst um á hæl og
hnakka í örvæntingarfullri tilraun
til þess að framfleyta sér og sínum.
Þessi sami launþegi er oftar en ekki
kominn í átthagafjötra skulda sem
virðast vaxa hægt og bítandi. Per-
sónulega þykir mér strembið að
halda á floti einu heimili (síðan 22.
júlí hefur ekki verið króna í budd-
unni) en við lestur fréttarinnar skil
„Þó svo að Ólafur taki við
launum 10 til 15 íslenskra
verkamanna einu sinni í
mánuði efast ég ekki um að
hann er sér vel meðvitandi
um íslenskan raunveru-
leika og mun þegar þar að
kemur og vinna vel fyrir
okkur hin..“
ég betur hvemig fyrrverandi forseti
getur búið sér vegleg heimili í
tveimur löndum.
Núverandi forseti höndlaði (sem
og fyrirrennarar hans) gulleggið
þegar hann tók við embættinu því
að hann fékk ekki bara vinnu sem
hann hefur ánægju af (skyldi maður
ætla - hann viil fjögur ár í viðbót)
heldur varð hann sér úti um fjár-
hagslegt öryggi og lúxus fram á síð-
asta dag. Þó svo aö Ólafur taki við
launum 10 til 15 íslenskra verka-
manna einu sinni í mánuði efast ég
ekki um að hann er sér vel meðvit-
andi um íslenskan raunveruleika og
mun þegar þar að kemur vinna vel
fyrir okkur hin sem lesum heima í
eldhúsi (með sultardropa í nefmu)
um launin, ferðalögin og veitingam-
ar í elítuveislunum. Óska ég honum
gæfu og velfamaðar í framtíðinni
og megi hann aldrei þurfa að hafa
fjárhagsáhyggjur (ég veit af eigin
raun hversu slítandi það er).
Dagfari
Vandræði í góðæri
Þetta er gáfulegt. Svona eins og að skipta á
rjómatertu og rúnstykki.
Dagfari er rétt búinn að ná sér
eftir fréttimar af kvótahjónunum
í Skeijafirði sem rifu 25 mllljóna
króna einbýlishús vegna deilna
við erfingja arkitekts hússins þeg-
ar annað reiðarslag dynur á hon-
um. Framkvæmdasljóri heilbrigð-
iseftirlits Kópavogs er í standandi
vandræðum með bíla sem fólk er
að henda tvist og bast um bæinn.
Klippir fólkið númerin af bílim-
um og skilur þá eftir á bílastæð-
um fjölbýlishúsa, við sundlaugar,
strætisvagnaskýli eöa þá bara úti
í hrauni. Framkvæmdastjórinn
segir að þessir bílar skipti hund-
ruðum og séu að verða eins og órjúf-
anlegur hluti landslagsins í Kópavogi.
Eins og var nú fallegt þar áður.
Dagfari skilur svo sem vel erfingja arkitekts-
ins sem teiknaði húsið sem rifið var í Skerja-
firði. Eigendumir vildu sefja kínverskan hatt á
upprunalegt þak hússins sem var flatt og breyta
þar með hugverki arkitektsins sem aldrei hafði
teiknað hús með kínversku þaki. Ekki vill Dag-
fari að konunni sinni verði breytt i Kínverja eöa
reiðhestinum sínum i belju. Dagfari skilur hins
vegar alls ekki fólkið sem hendir bílunum sínum
til að rýma fyrir nýjum í bílskúmum, sérstak-
lega ekki eftir að hann sá myndir af bílunum í
blööunum. Þama stóðu þrír eðalvagnar, númera-
lausir, á bílastæði hjá aUs ókunnugu fólki: tveir
amerískir Dodge og einn BMW. Þeir virtust í
ágætu ásigkomulagi nema hvað á þá vantaði
númerin.
Nú veit Dagfari af eigin
reynslu að amerískir bílar, og þá
sérstaklega Dodge, duga í 20 ár ef
þeir em bónaðir reglulega. Og
frænka Dagfara segir honum að
BMW dugi í 30 ár fái hann nóg af
bensíni.
Þessi sóun bílaeigenda í Kópa-
vogi veldur að sjálfsögðu þenslu í
þjóðfélaginu því um leið og búið
er að henda bílunum em keyptir
nýir, líklega litlar blikkdollur frá
Asíu sem kosta 2 milljónir stykk-
ið og duga í 3 ár.
Þetta er gáfúlegt. Svona eins og
að skipta á rjómatertu og rún-
stykki. En svona er góðærið þegar
allir eiga nóg af peningum. Dagfari er
farinn að hlakka til kreppunnar þeg-
ar fólk hættir að rífa einbýlishús og henda amer-
ískum og þýskum eðalvögnum í tómstimdum
sínum. Kvótaeigendur í Skeijafirði og bílaeigend-
ur í Kópavogi verða að muna að það era ekki
alltaf jólin. Sá dagur mun koma aö menn þiggja
með þökkum einbýlishús með Dodge í heimreið-
inni. En þá er það kannski of seint.
Dagfari
Ekki tyggjó
heldur nammi
Svana Guðmundsdóttir á Su&ureyri hringdi:
Mig langaði að benda á í sam-
bandi við fréttina um tyggigúmmíið
sem breyttist í froðu uppi í baminu
að ef þetta er Sorbits eins og er selt
úti í Bandaríkjunum þá er þetta
ekkert tyggigúmmí. Þetta eru bara
töflur sem eiga að breytast í froðu,
þetta virkar ekki ósvipað Alka-
Seltzer. Þetta er bara gotterí og það
er til meö allrahanda bragði, eins og
tyggjó. Ef þetta er þannig þá er þetta
bara misskilningur því þá er þetta
ekki gallað tyggjó heldur nammi
sem á að breytast í froðu.
Tuðruspark í
skylduáskrift
Haraldur Guðnason skrifar:
Á dögunum mddi „sjónvarp allra
landsmanna", sem þeir þar á bæ
nefna svo af alkunnu lítillæti, af
dagskrá fréttum og öðra efni en
sýndi þess í stað maraþontuðru-
spark. Þótt yfirtuðrari RÚV segi að
kannanir sýni að fólk sé ekki á móti
þessum yfírgangi er lítt takandi
mark á slíku. Hvemig fór sú könn-
un fram? Skrifari hefur varla opnað
ríkisimbann í mánuð en horft á
fréttir Stöðvar 2 á besta fréttatíma.
Þar gerðu fréttamenn jarðskjálftun-
um sérlega góð skil. Maður hefur
jafnvel saknað Söm og broshýra
piltsins í „bamatímanum“. Nú er
ekki spuming: Verði boltamafían
látin ráða for í sjónvarpi RÚV þá
verður að afnema skylduáskriftina.
Styrki til
háskólanáms
Guðrún hringdi:
Nú þegar styttist í að skólar hefj-
ist á ný langar mig að benda há-
skólanemum á að námslán em
haggi sem þarf að borga til baka
með himinháum vöxtum ámm sam-
an. Hvemig væri að við háskóla-
nemar gerðum nú almennilegar
kröfur og krefðumst styrks sem
ekki þarf að endurgreiða. Alls stað-
ar á Norðurlöndum eiga háskóla-
nemar kost á styrkjum af einhveiju
tagi og mér flnnst út í hött að ísland
sé svona eftir á.
Góð sending
Jóhanna hringdi:
Það var óvænt
en ánægjuleg
sending sem mér
barst kvöld eitt
um daginn. Þá
renndi pósturinn
í hlað með pakka. í honum reyndist
vera lítil taska með helsta skyndi-
hjálparbúnaði sem nota þarf ef slys
ber að höndum í heimahúsum.
Þessi litla taska var send frá Trygg-
ingamiðstöðinni til viðskiptavina.
Ekki veit ég hvað öðrum kemur en
hitt veit ég að þetta kemur í góðar
þarfir á mínu heimili þar sem
hvorki var til plástur né grisja,
hvað þá annað.
DVl Lesendur
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eöa sent tölvupóst á netfangiö:
gra@ff.is
Eöa sent bréf til: Lesendasíöa OV,
Þverholti 11,105 Reykjavik.
Lesendur eru hvattir til aö senda mynd
af sér til birtingar meö bréfunum á
sama póstfang.