Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2000, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2000, Qupperneq 15
15 MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ 2000 DV______________________________________________________________________________________________________________________Menning Urnsjón: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Myndlist Vísir að óljósum skilaboðum Sýning Tuma Magnússonar, Fjölskyldumynd, sem stendur yfir í Galleríi Sæv- ars Karls (til 19. ágúst), virðist í fljótu bragði á skjön við flest það sem þessi frjói listamaður er þekktur fyrir. Þeir sem fylgst hafa með lista- flórunni á und- anförnum ára- tug kannast við verk hans sem stundum hafa verið flokkuð undir málverk á hugmyndóifræði- legum nótum. Sú skilgreining helgast framar öðru af skipuleg- um tilraunum listamannsins til að gera sýnilega í málverki, aðal- lega með spraututækni, eðlisþætti og ein- kunnir fyrir- bæra sem við _______ þekkjum helst á litum þeirra, angan og bragði, jafnvel að blanda þeim saman uns þau mynda nýjar eigindir. Með málverk- um af þessu tagi hefur Tumi skipað sér í flokk framsæknustu og víðreistustu listamanna okk- ar. Til að mynda var hann eini íslenski list- málarinn sem hlaut náð fyrir augum dóm- nefndar vegna norrænu Carnegie-málverka- sýningarinnar í ár. Eyra, auga, munnur, nef Fyrir sýninguna í Galleríi Sævars Karls hef- ur hann tekið nærmyndir af „andliti" fjöl- skyldu sinnar, eyra sonar síns, auga dóttur sinnar, munni konu sinnar og eigin nefi. Þar næst lætur hann háþróaða tölvu um að stækka þessar myndir upp úr öllu Vcddi og breyta lög- im þeirra uns þær falla að rýminu, prentar þær síðan út á sjálflímandi plast í yfirstærðum og festir á veggi, stöpul og jafnvel eftir rennu sem liggur eftir salnum endilöngum. Sýningar- gesturinn gengur því „inn í“ þessa andlits- Tumi Magnússon myndlistarmaður „Hann hefur skipaö sér í flokk framsæknustu og víöreistustu listamanna okkar, “ segir Aðalsteinn um sinni á sýningu hans Fjölskyldumynd, sem nú stenduryfír í Galleríi Sævars Karls. mynd og reynir að átta sig á helstu kennileitum. Samt er ekki óravegur milli þessa heildstæða verks og sprautu- myndanna hugnæmu. I báð- um tilfellum er umfjöllunar- efnið afar nærtækt, raunar sprottið beint úr hversdags- legum veruleika listamanns- ins, því í fyrri myndunum visar hann til þess sem er að finna í búrinu og ísskápnum hjá sér og flestum íslending- um og að auki til alþekktra líkamsvessa, jafnvel þeirra sem ekki þykir pent að minn- ast á við matarborðið. Hér kemur einnig til virkjun lista- mannsins á þeirri móðusýn sem ofumálægðin hefur í för með sér. í málverkunum er spraututæknin eins konar Klsi Verk Tuma Magnússonar. tákngervingur þeirrar sýnar; hún líkir eftir ofurnálægð- inni, ef svo má segja, en í ljós- myndaverkinu sér stækkunin um nálægðina og leysir vem- leikann upp í ókennilega móðu. Hugfanginn af hugdett- unni Ljósmynda- verkið í Galler- íi Sævars Karls er því tæplega sá útúrdúr á ferli Tuma sem ætla mætti við fyrstu sýn. Á hinn bóginn hefur sá sem þetta skrifar á tilfmningunni að listamaður- inn hafi ekki enn fundið Tuma i gagnrýni þessari tilraun með „afbygg- ingu fjölskyldu- líkamans" fast- an stað i hugmyndafræði sinni, að hér sé hann fyrst og fremst hugfanginn af hugdett- unni, og ekki síst af tölvu- tækninni sem gerir honum kleift að þenja munninn á konu sinni eftir endilöngu góifinu og eyra sonar síns frá gólfi og upp í loft. Raunar virð- ist Tumi gera sér grein fyrir óljósum forsendum viðleitni sinnar, en í skrá lýsir hann verkinu sem „einhverskonar merkingarleysu, sem þó inni- heldur vísi að óljósum skila- boðum“. Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig listamaðurinn gerir þessa tækni fullkomlega merkingar- bæra. Aðalsteinn Ingolfsson Tónlist Gömlu dansarnir Sigurður Halldórsson selióleikari flutti þrjár einleikssvítur eftir Bach á tónleikum i Skálholti síðastliðinn laugardag. Tón- leikarnir voru seinni hluti heiidarflutnings Sigurðar á öllum selló- svítum Bachs, en þær Jóhann Sebastían Bach Sellósvítur hans eru meö því erfiö- asta sem samiö hefur veriö fyrir selló og telst þaö töluvert afrek aö flytja þær allar op- inþerlega eins og Sigurður Halldórs- son geröi í Skál- holti um helgina. eru sex talsins. Fyrir þá sem ekki vita er svíta röð af gömlum dönsum úr ýmsum átt- um, og fyrsti kaflinn er for- spil sem kallast prelúdía. Prelúdían er nokkurskonar upp- hitun og má rekja hana til þeirrar venju að stilla hljóðfærið áður en leikið er undir dansi. Svitur Bachs eru með því erfið- asta sem samið hefur verið fyrir selló og telst það töluvert afrek að flytja þær allar opin- berlega. Virtist óöruggur Sigurður lék á pinna- laust barokkselló eins og á fyrri tónleikunum fyr- ir hálfum mánuði, og fyrst á efnisskránni var svíta númer 3 í C- dúr. Olli flutningur- inn nokkrum von- brigðum, þvi upp- hafskaflinn, prelúdí- an, var fjarlægur og virkaði flatur. Sig- urður virtist ó- öruggur, hljómur sellósins var líka öðruvísi en á fyrri tónleikunum, hann skorti dýpt og var ör- lítið hás. Næsti þáttur, sem var Allemande- dans, var ekki mikið betri, túlkunin var sálar- laus og ekki nægilega mark- viss. Courrante sem á eftir kom leið sömuleiðis fyrir tækni- lega hnökra hér og þar, og i Sara- böndunni og Bourrée var sellóið ekki alltaf hreint. Bestur var hraður síðasti kaflinn, Gigue, en Sigurður hefur sýnt það áður að hann er á heimavelli í tónlist sem krefst mik- ils hraða og skýrleika. Næst á dagskrá var svíta nr. 4 í Es-dúr. Þar var selióleikarinn öruggari meö sig, og var fyrsti þáttur svítunnar að mörgu leyti tilþrifamikill. Einnig voru Allemande og Courrante fallega mót- aðir, sömuleiðis var sarabandan hrífandi yfirveg- uð. Gigue-dansinn var enn fremur glæsilega flutt- ur, en Bourrée var hins vegar dálítið klaufalegur og er ekki hægt að segja að hann hafi verið vel spilaður. Túlkun oft magnþrungin og skáldleg Bestur var Sigurður í hinni alvörugefnu svítu nr. 5 í c-moll. Þar var túlkunin lífleg og blæ- brigðarík, og margt var sérlega vel gert. Hröðu þættirnir voru hnitmiðaðir og hreinir, og túlkun- in oft magnþrungin og skáldleg. Aðeins Sara- bandan heppnaðist ekki nægilega vel, Sigurður lék þar ekki alltaf hreint og skemmdi það nokk- uð heildarsvip svítunnar. Ljóst er að Sigurður er prýðilegur sellóleikari sem getur allt undir réttu kringumstæðunum, en það er auðvitað ekki nóg. Bach-svíturnar krefjast gífurlegrar eljusemi, það þarf að fága þær og melta, nánast endalaust. Ekki má gleyma að sjálf- ur erkisnillingurinn Pablo Casals æfði þær dag- lega í tólf ár áður en hann flutti þær fyrst á tón- leikum. Sigurður hefur alla burði til að ná þess- um verkum svo vel að hann þurfi ekki lengur að hugsa um tæknileg atriði, heldur geti gefið sig anda tónlistarinnar á vald. Hann þarf bara meiri tíma til þess. Jónas Sen Ráðgátan Á menningarsíð- unni á fimmtudag- inn var rætt við Sig- urð R. Pétursson, formann Landssam- bands íslenskra frí- merkjasafnara. Sig- urður spjallaði fram og aftur um frí- merkjasýningarnar sem haldnar voru um helgina á Kjarvalsstöðum og gerði lesendum DV ljóst að bak við frímerkjasöfnun er heill heimur sem sjálfsagt er mjög forvitnilegt að kynna sér ef mann skyldi vanta ábatasamt tóm- stundagaman. Annað sagði Sigurður fróðlegt í viðtalinu en hann óskaði eftir að „Ingibjörg 8 ára“ gæfi sig fram þar sem hún hefði fyrir tuttugu árum teiknað inn á búlgarskt frímerki sem einhver grúskarinn fann á dög- unum og undraðist yfir. Áhrifamátt- ur fjölmiðla er mikill og sérlega ánægjulegt að tilkynna að Ingibjörg, sem nú er 28 ára, gaf sig fram við aðstandendur sýningarinnar. Hafði hún þá ekkert vitað af frægð sinni í Búlgaríu og ekki fengið svo mikið sem eitt stotinki fyrir höfundarrétt á teikningunni. Sigurður varð hlutskarpastur nym«iii wn— Menningarmála- nefnd Reykjavíkur efndi sl. haust til samkeppni um úti- listaverk í Reykja- vík. Ákveðið var að fyrri hluti sam- keppninnar yrði al- menn opin hug- myndasamkeppni en seinni hlutinn lokuð verksam- keppni milli þeirra sem dómnefnd veldi til þátttöku úr almennu hug- myndasamkeppninni. Stuðst var viö samkeppnisreglur Sambands ís- lenskra myndlistarmanna. Samkeppn- in var öllum opin. Alls bárust dóm- nefnd 147 tillögur. Dómnefnd valdi 9 tillögur til frek- ari útfærslu og höfunda þeirra til þátt- töku í síðari hluta samkeppninnar. Þessar 9 tillögur voru eftir Pál H. Hannesson, Sigþrúði Pálsdóttur, Finnu Birnu Steinsson, Vigdísi Klem- enzdóttur, Geirþrúði Finnbogadóttur Hjörvar, Þorvald Þorsteinsson, Rúrí, Sigurð Guðmundsson og Kristján Guðmundsson. Sýning á tillögunum var opnuð í Listasafni Reykjavíkur í Tryggvagötu á fimmtudaginn og um leið var kynnt niðurstaða dómnefndar um val á tillögu til útfærslu og fram- kvæmda. Tillagan sem valin var er til- laga Sigurður Guðmundssonar sem nefnist Ástarbrautarbletturinn. Verk- ið er hluti af steinunum í fjörugarðin- um sem umlykur Reykjavík, og verða þeir pússaðir og slípaðir þannig að áferð þeirra breytist og sker sig úr. I dómnefndarúrskurði segir: „Verkið er ljóðrænt, greypt í náttúruna, hluti af náttúrunni en sker sig jafnframt úr“. Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörun um staðsetningu verksins en það mun standa við norður- eða suð- urströndina í Reykjavík og munu framkvæmdir við það hefjast á næsta ári. Sýningin í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu stendur til 13. ágúst. Saga Rauöa krossins í desember voru stofnun Rauða kross íslands. Af þvi tilefni hefur nú verið gefið út hjá Máli og mynd, yfir- gripsmikið rit um áhrifamikla sögu mannúðastarfs fé- lagsins hérlendis sem erlendis árin 1924-1999. I fréttatilkynningu segir að I þágu mannúðar, en það heitir ritið, sé saga um hvemig litið félag, í upp- hafi undir stjóm Sveins Björnsson- ar forseta, hefur vaxið og þróast svo að það er nú ein öflugasta fjölda- og sjálfboðahreyfing landsins. Margrét Guðmundsdóttir sagn- fræðingur skráði og Sumarliði ís- leifsson sagnfræðingur valdi mynd- irnar. 75 ar liðin frá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.