Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2000, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2000, Qupperneq 22
34 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 I>V Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 80 ára Ágúst Guöjónsson, Hrygg II, Selfoss. 75 ára__________________________ Aöalsteinn iúlíusson, Einimel 5, Reykjavík. Friögeir Guömundsson, Kumbaravogi, Stokkseyri. Helga Gunnólfsdóttir, Aðalgötu 5, Keflavík. Leó Munro, Engjaseli 33, Reykjavík. Sigurbjörg S. Kristjánsdóttir, Bláhömrum 2, Reykjavík. Viðar Björgvinsson, -^?unnubraut 7, Vík. 70 ára__________________________ Agnes Guörún Ingólfsdóttir, Lautasmára 1, Kópavogi. Einar Hjálmtýsson, Kleppsvegi 136, Reykjavík. Slguröur Báröarson, Smáraflöt 46, Garöabæ. Sverrir V. Kjærnested, Kleppsvegi 136, Reykjavík. 60 ár?__________________________ Auöur Guðvinsdóttir, Skólabraut 12, Garði. Elsa Axelsdóttir, Ytri-Brekkum, Þórshöfn. Eyvindur Sigurfinnsson, Vesturbergi 138, Reykjavik. Gísli Valdemarsson, Móaflöt 13, Garðabæ. -t María Jakobsdóttir, Ásholti 2, Reykjavík. Sigmundur Hermundsson, Ægisgrund 15, Garðabæ. Þóranna Eria Sigurjónsdóttir, Bleikjukvísl 16, Reykjavík. 50 ára__________________________ Auður Harðardóttir, Lindasmára 35, Kópavogi. Guömundur Gunnarsson, Norðurtúni 3, Bessastaðahreppi. Haukur Högnason, Skriðufelli, Mosfellsbæ. Hugrún Hjartardóttir, ■p Fjósum, Búðardal. Jakob H. Magnússon, Skildinganesi 3, Reykjavík. Jóhanna Elín Guömundsdóttir, Öldugranda 9, Reykjavík. Koifinna Guömundsdóttir, Urðargötu 22, Patreksfirði. Lára R. Metúsalemsdóttir, Rfubarði 2, Eskifirði. Sigurbjörg Egilsdóttir, Öldustíg 14, Sauðárkróki. Sæmundur T. Guömundsson, Ægisgrund 11, Garðabæ. 40 ára__________________________ Bjarki Harðarson, Tjarnarmýri 27, Seltjarnarnesi. Bóas Eiríksson, Grandavegi 9, Reykjavík. Brynja Ásta Haraldsdóttir, ^ Þuríðarbraut 7, Bolungarvík. Geröur Stefánsdóttir, Þingási 16, Reykjavík. Gísli Ágústsson, Gauksrima 5, Selfossi. Guörún Elfa Hauksdóttir, Höfðaholti 10, Borgarnesi. Kristján Jónsson, Laugarnesvegi 64, Reykjavík. Sveinn Frimann Bjarnason, Mosgeröi 1, Reykjavík. Andiát Ágúst V. Guöjónsson, Hólmgarði 13, lést á Hrafnistu í Reykjavík, fimmtudaginn 27.7. Guðjón Henning Hilmarsson íslandsmeistari í golfi drengja Guöjón Henning Hlmarsson, Islandsmeistari í golfi drengja. Guöjón Henning er í hópi efnilegustu kylfinga landsins en framfarir yngstu kylfinganna hafa veriö ótrúlega miklar á undanförnum árum. Guðjón Henning Hilmarsson í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæj- ar, Krókamýri 34, Garðabæ, varð ís- landsmeistari í golfi drengja, þrett- án ára og yngri, á Golfvellinum í Grafarholti um síðustu helgi á 240 höggum. Starfsferill Guðjón fæddist í Reykjavík 14.6. 1988 en hefur alltaf átt heima í Garðabænum. Hann er í Flataskóla og fer i Garðaskóla i haust. Guðjón hefur æft golf hjá GKG frá þvi hann var átta ára. Þetta er í fjórða sinn sem hann tekur þátt í landsmóti unglinga en í fyrra fékk hann undanþágu vegna aldurs til að fá að keppa í flokki tólf til þrettán ára. Hann var nú yngsti keppand- inn á landsmótinu. Guðjón hefur verið valinn í sveitakeppnir á vegum GKG frá því hann var níu ára. Hann vann sitt fyrsta mót, Setbergsmótið í GKG, er hann var niu ára, hefur unnið nokk- ur innanfélagsmót GKG og sigraði á meistaramóti GKG í flokki fjórtán ára og yngri nú í sumar með 26 högga mun. Forgjöf hans er nú kom- in í 12.6. Fjölskylda Systkini Guðjóns eru Pollý Hilm- arsdóttir, f. 23.1. 1987, sem æfir og keppir í fímleikum fjrir Stjömuna og í golfi með GKG; Bragi Hilmars- son, f. 15.10. 1994. Foreldrar Guðjóns eru Hilmar Guðjónsson, f. 28.12. 1957, ökukenn- ari í Garöabæ, og k.h., Agnes Henn- ingsdóttir, f. 7.3.1959, húsmóðir. Ætt Hilmar er sonur Guðjóns, fyrrv. forstöðumanns í Reykjavík, bróður Matthíasar, fyrrv. fulltrúa tollstjóra i Hafnarfirði. Guðjón er sonur Andrésar, b. i Berjanesi, Andrésson- ar, b. á Steinum, Pálssonar, af Sel- kotsætt. Móðir Andrésar í Berjanesi var Katrín Magnúsdóttir, af Selkot- sætt, systir Jóhönnu, ömmu Þórðar í Skógum. Móðir Guðjóns var Marta Guðjónsdóttir, b. á Raufarfelli, Vig- fússonar, b. á Lambafelli, Jónsson- ar, b. þar, bróður Gúðlaugar, langömmu Ingibjargar, móður Dav- iðs Oddssonar forsætisráðherra. Jón var sonur Jóns, b. í Amar- dranga, bróður Eiríks, afa Gísla Sveinssonar alþingisforseta. Móðir Hilmars er Árna Steinunn, systir Guðbrands, fóður Heiðars heitins í Súðavík. Áma er dóttir Rögnvalds, verkstjóra í Reykjavík, Guðbrandssonar, b. í Sælingsdals- tungu, Ormssonar á Eiði, Brands- sonar, hreppstjóra á Hvoli, bróður Jóns, langafa Jóns, afa Ara Edwald. Systir Brands var Ingibjörg, amma Halldóm, ömmu Auðar Eydal leik- listargagnrýnanda, móður Eyjólfs Sveinssonar framkvæmdastjóra. Brandur var sonur Orms, ættföður Ormsættar, Sigurðssonar. Móðir Árnu var Steinunn Þorkelsdóttir, b. í Lambhaga, Ámasonar, af Bergs- ætt. Móðir Steinunnar var Ingveld- ur, systir Sigriðar, langömmu Harð- ar Sigurgestssonar í Eimskip. Ing- veldur var dóttir Jóns, ættfoður Set- bergsættar, bróður Sigurðar, afa Ottós N. Þorlákssonar, fyrsta for- seta ASÍ. Agnes er dóttir Hennings, fyrrv. flugstjóra, sonar Ásgeirs, rafveitu- stjóra á Siglufirði, Bjamasonar, pr. og tónskálds á Siglufirði, bróður Þorsteins í Þórshamri, afa Þorsteins Gunnarssonar, leikara og arkitekts. Móðir Ásgeirs var Sigríður Blöndal, systir Haralds, afa Halldórs Blöndal alþingisforseta. Systir Sigríðar var Jósefina, amma Matthíasar Johann- essen, skálds og ritstjóra, fóður Har- alds ríkislögreglustjóra. Sigríður var dóttir Lárusar Blöndal, sýslu- manns á Komsá, sonar Bjöms, ætt- fóður Blöndalsættar, Auðunssonar. Móðir Sigríðar var Kristín Ásgeirs- dótir, dbrm. á Lambastöðum, Finn- bogasonar, bróður Jakobs, langafa Vigdísar Finnbogadóttur. Móðir Kristínar var Sigríður, systir Þurið- ar, langömmu Vigdísar. Sigríður var dóttir Þorvalds, pr. í Holti, Böðvars- sonar, pr. í Holtaþingum, Presta- Högnasonar. Móðir Henning var Friedel Bjamason, dóttir Johans Franz, vélgæslumanns í Karlsruhe í Þýskalandi, og Karolínu Franz. Móðir Agnesar er Pollý Gisladótt- ir, vélstjóra í Ólafsfirði, Vilhjálms- sonar, ferjumanns á Eyrarbakka, hálfbróður Árna, afa Áma Vil- hjálmssonar prófessors. Vilhjálmur var sonur Gisla, b. á Stóra-Hofi, Fel- ixsonar og Styrgerðar Filippusdótt- ur, b. í Bjólu, Þorsteinsonar, bróður Önnu, langömmu Svövu, móður Matthiasasr Mathiesen, fyrrv. ráð- herra, föður Áma sjávarútvegsráð- herra. Móðir Styrgerðar var Styrgerður Jónsdóttir, systir Guð- rúnar, langömmu Ásgeirs Ásgeirs- sonar forseta. Móðir Gísla var Guð- björg Jónsdóttir frá Vétleifsholti. Móðir Pollýjar er Lára Guðmunds- dóttir, sjómanns í Ólafsfiröi, Jóns- sonar og Sigriðar Þorsteinsdóttur, b. í Hólakoti í Ólafsfirði, Jónssonar. Móðir Sigríðar var Sigurbjörg, systir Elinar, ömmu Baldvins Tryggvasonar, fyrrv. sparisjóðs- stjóra í SPRON. Sjötugur____________________________________________________'■ ,, ■ Sæmundur Guðmundsson lögregluvarðstjóri í Kópavogi Sæmundm- Guðmundsson, lög- regluvarðstjóri í Kópavogi, Ekm- smára 1, Kópavogi, er sjötugur í dag. Starfsferill Sæmundur fæddist 1 Kvígindis- firði í Austur-Barðastrandarsýslu og ólst þar upp. Hann vann við land- búnaðarstörf til tvítugs og viö ýmis störf til sjós og lands eftir það, aðal- lega hjá Vegagerð ríkisins, á bátum frá Ólafsvík og Hafnarfirði og hjá Fínpússningargerðinni í Reykjavík. Sæmundur hóf störf í lögreglu Kópavogs árið 1964. Hann var í stjóm starfsmannafélags Kópavogs þar til lögreglan var gerð að ríkis- lögreglu, í stjóm og varastjóm Landssambands lögreglumanna frá stofnun þess og í stjóm og vara- stjórn BSRB um nokkurra ára skeið. Sæmundur hefur einnig unnið í fjölda nefnda sem tengjast störfum að félagsmálum. Fjölskylda Bamsmóðir Sæmundar er Sonja Sigrún Nikulásdóttir, f. 23.7. 1940, á Akranesi. Dóttir þeirra er Sigrún, f. 9.4. 1959, grafískur hönnuður i Reykja- vík og á hún eina dóttur og eitt bamabarn. Sæmundur kvæntist 30.12. 1965 Erlu Jónsdóttur, f. 31.8. 1939. Þau skildu. Foreldrar Erlu voru Dag- björt Jóhannesdóttir húsmóðir og Jón Gíslason en fósturfaðir hennar var Hálfdán Helgason, leigubifreið- arstjóri hjá BSR. Böm Sæmundar og Erlu: Ólöf Bára, f. 26.11.1959, skrifstofumaöur, en maður hennar er Jón Svavarsson ljósmyndari og eiga þau þrjú böm; Jóhannes Ragnar, f. 17.8. 1962, bíla- smiður, en hann á eina dóttur; Sæ- unn Ósk f. 23.6. 1975, verslunar- stjóri, en maður hennar er Eðvarð Hlynur Sveinbjömsson og eiga þau fjögur böm. Sæmundur átti tiu alsystkini en tvö dóu í bemsku. Systkini hans: Einar, f. 27.7. 1926; Guðmundur, f. 14.7. 1934; Jóhannes, f. 25.2. 1936; Ingimar, f. 15.1. 1940; Sæunn, f. 25.12. 1941; Guðbjörg, f. 17.8. 1945; Gunnar, f. 30.12.1948. Foreldrar Sæmundar voru Guð- mundur Guðmundsson, f. 2.7. 1889, d. 1.9.1958, bóndi og Ólöf Jóhannes- dóttir, f. 25.5.1912, d. 30.4. 1999, hús- móðir. Ætt Ólöf var dóttir Jóhannesar Guð- mundssonar, bónda í Bæ í Múla- hreppi, og konu hans, Oddnýjar Jó- hannesdóttur. Guðmundur, b. í Kvigindisfirði, var sonur Guðmundar, f. 2. desem- ber 1848, bónda og hreppstjóra í Svínanesi í Múlasveit, og konu hans, Sæunnar Sæmundsdóttur. Guðmundur, b. í Svínanesi, var son- ur Guðmundar, f. 14. september 1816, bónda og hreppstjóra á Vattar- nesi, Múlasveit, og konu hans, Ingi- bjargar Runólfsdóttur. Guðmundur, b. á Vattamesi, Guðmundsson, f. 1794, bónda á Vattamesi, og konu hans, Helgu Guðmundsdóttur. Guð- mundur, b. í Vattamesi, var sonur Jóns, f. 1751 í Svefneyjum, smiðs og hreppstjóra í Skálanesi, Gufudals- sveit. Sæmundur verður staddur í Kvígindisfirði á afmælisdaginn. Smáauglýsingar Mcrkir íslcndingnr — Stefán Stefánsson DV Þjónustu- auglýsingar ►I550 5000 Stefán Jóhann Stefánsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, fæddist 1. ágúst 1863. Foreldrar hans voru Stefán Stefánsson, bóndi á Heiði í Gönguskörð- um, og k.h., Guðrún Siguröardóttir frá Heiði. Systir Stefáns var Þorbjörg, móðir Haralds Bjömssonar leikara. Bróðir Stefáns var Siguröur, pr. og alþingis- maður í Vigur, afi Sigurðar Bjamason- ar, fyrrv. alþm. og ritstjóra Morgun- blaðsins. Böm Stefáns og k.h., Stein- unnar Frímannsdóttur frá Helgavatni, voru Valtýr, ritstjóri Morgunblaðsins, og Hulda skólastjóri, móðir Guðrúnar Jóns- dóttur arkitekts. Stefán lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1884 o. las náttúrufræði við Háskólann í Kaup- mannahöfn 1884-1887. Stefán var kennari við Gagnfræðaskól- ann á Möðruvöllum og síðan Gagnfræða- skólann á Akureyri 1887-1908 og skóla- meistari Menntaskólans frá 1908. Stefán var alþingismaður Skagfirð- inga 1900-1908 og síðan konungkjörinn 1908-1916. Hann sat í hinni frægu dönsk-íslensku milliþinganefnd um sambandsmálið 1907, var amtráðsmað- ur og bæjarfulltrúi á Akureyri 1906-1918. Stefán ferðaðist mikið um landið við gróðurrannsóknir. Hann sat í stjórn ýmissa fyrirtækja og var aðalhvata- maður að stofnun Náttúrufræðifélags ís- lands og náttúrugripasafnsins. Hann lést 1921. Guðmundur J. Kristjánsson, Seijahlíö, heimili aldraðra, Hjallaseli 55, Reykjavík, verður jarösunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 2.8. kl. 15.00. Laufey Guðný Kristinsdóttir, Álfheimum 44, verður jarðsungin frá Langholtskirkju þriðjudaginn 1.8. kl. 13.30. Greftrun fer fram í Skarðskirkju. Einar Einarsson vélstjóri, Kaplaskjólsvegi 51, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Neskirkju miövikudaginn 2.8. kl. 13.30. Útför Gests Pálssonar prentara verður gerö frá Áskirkju þriðjudaginn 1.8. kl. 15.00. Valtýr Jónsson, Gautlandi 9, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju þriöjudaginn 1.8. kl. 13.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.