Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2000, Side 25
37
ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000
X>V Tilvera
Bíófréttir
Frumsýningar í Bandaríkjunum:
Hálfheilsulaus en •
Klikkaði prófess-
orinn í fyrsta
Nutty Profess-
or II: The
Klumps rauk í
efsta sætið líkt
og spáð hafði
verið. Eddie
Murphy leikur
prófessorinn
klikkaða og
flestar aðrar að-
alpersónumar
reyndar einnig.
Þrátt fyrir að
myndin hafi
fengið frekar
slæma dóma
hafa áhorfendur
flykst á hana og
halaði hún inn
alls 42,7 milljón
dollara. Harrison Ford og Michelle
Pfeiffer standa sig ágætlega aðra
helgina í röð og bætti við 22 millum
í safnið og stefnir allt í að What Lies
Beneath nái hundrað milljón doH-
ara markinu.
Líkt og Ford og Pfeiffer fellur X-
Men um eitt sæti en er þegar búin
að gera betur en
flestir áttu von á.
Sama gildir um
Scary Movie og
The Perfect
Storm en sú síð-
astnefnda verður
án efa með allra
vinsælustu
myndum ársins.
Pokémon the
Movie 2000 virð-
ist aftur á móti
ekki ætla að gera
miklar rósir
enda æðið i rén-
um í Bandaríkj-
unum. The Pat-
riot náði loksins
milljón dollara
markinu um helgina en forvitnilegt
verður að sjá hversu vel hún verður
sótt hérlendis. Thomas and the
Magic Railroad var eina nýja mynd-
in auk klikkaða prófessorsins sem
skilaði sér á topp tíu en náði ekki
nema níunda sæti.
-BÆN
Eddie Murphy sem Mamma Klump
Myndin náöi efsta sætinu örugglega
þrátt fyrir efasemdir gagnrýnenda
vestra um gæöin
HELGIN 28. til 30. júlí
ALLAR UPPHÆÐIR I ÞUSUNDUM BANDARIKJADOLLARA.
FYRRI INNKOMA
SÆTI VIKA TITILL (DREIRNGARAÐIU) HELGIN : ALLS:
O - Nutty Professor II: The Klumps 42.519 42.519 3242
Q 1 What Lies Beneath 22.864 69.353 2825
Q 2 X-Men 12.681 122.937 3107
O 4 Scary Movie 8.309 132.142 3256
O 5 The Perfect Storm 7.518 158.054 3093
O 3 Pokémon the Movie 2000 6.203 33.057 2752
O 6 Disney’s The Kid 5.211 52.057 2328
o 7 The Patriot 4.443 101.207 2329
o - Thomas and the Magic Railroad 4.155 6.564 2106
© 9 Chicken Run 3.439 92.877 2114
0 8 Loser 2.706 12.044 2016
0 10 Me, Myself & Irene 1.636 86.074 1560
© 11 Big Momma’s House 918 113.035 920
© 16 Gladiator 875 179.696 966
© 13 Mission: Impossible 2 841 211.274 820
© 14 Gone in 60 Seconds 780 95.014 803
0 12 The In Crowd 682 4.444 1335
© 17 Rocky and Bullwinkle 478 23.416 650
© 15 Shaft 455 68.813 757
© 18 Michael Jordan to the Max 371 8.819 56
Vinsælustu myndböndin:
Willis og Perry á toppinn
Gamanmyndin The Whole Nine
Yards með repúblikanum Bruce Willis
og vininum Matthew Perry rauk í
efsta sæti íslenska myndbandalistans.
Tom Hanks og fangaverðimir I Green
Mile stukku upp í annað sæti úr því
fjórða meðan myndimar Double Jeo-
pardy og Dogma urðu að gefa eftir tvö
efstu sætin. The Bone Collector er
þrautseig og er í funmta sæti eftir
fimm vikur á lista. Furðu vekur að
hin magnaða mynd Mart-
ins Scorsese Bringing
Out the Dead skuli ekki
ná nema 6. sæti sina
fyrstu viku þótt ekki
hafi nú margir séð hana
í bíó. Þessi sjúkrahús-
hamagangur á ekkert
skylt við væmnina í ER
og Chicago Hope. Með
aðalhlutverk fara
Nicolas Cage, Patricia
Arquette, Ving Rhames
og John Goodman.
Það er markvert að
hasarmyndirnar End of
Days og The World is
Not Enough hrapa niður
listann á ógnarhraða.
Hafa ber þó í huga að
þær hafa staldrað nokk-
uð lengi við á listanum
en þó ekki jafn lengi og
öldungurinn Random
Hearts sem er búið að
vera á listanum í hvorki
meira né minna en tíu
vikur. -BÆN
Matthew Perry og Rosanna Arquette
The Whole Nine Yards fór beint I efsta sæti
Vikan 24.- -31. iúlí
FYRRI ' | VIKUR
SÆTl VIKA TTTILL (DRÐRNGARAÐIU) ÁUSTA
O Ný The Whole Nine Yards (myndformi 1
Q 4 The Green Mile iHÁSKómBíó) 2
Q 1 Double Jeopardy isam-myndbönd) 3
O 2 Dogma (skífan) 3
Q 3 The Bone Collector (skífan) 5
Q Ný Bringing Out the Dead (sam-myndböndi 1
Q 6 Magnolia (myndformj 2 i
Q 5 The Insider (myndform) 3 i
Q 8 Anna and the King (skífanj 2 |
© Ný Bicentennial Man (sam-myndböndi 1 i
0 Ný Rawless (góðar stundir) 1
© 12 Fucking Ámál (Sammyndbönd) 6 :
© 16 Friends 6 (21-24) (sammyndbönd) 2 í
© 7 End of Days isam-myndbönd) 6 :
© 10 Flght Cluh (SKÍFAN) 9
© 13 Friends 6 (13-16) (sam-myndböndi 2
© 14 Friends 6 (17-20) (Sam-myndböndi 2 :
© 15 Random Hearts iskífan) 10 |
© 17 Two Hands (bergvík) 3 !
© 9 The World Is Not Enough (skífan) JJ
m
kjafturinn er í lagi
- segir Grétar Kristjónsson, fyrrum formaður G-samtakanna
DV, HELLISSANDI:__________________
„Eg fæddist á Gilsbakka hér á
Hellissandi 2. mars, 1944, en á þeim
tíma sá Adolf Hitler að leiknum
væri að verða lokið og gafst því upp
skömmu síðar,“ segir maður friðar-
ins Grétar Kristjónsson, sjómaður,
rithöfundur, skáld og föndrari á
Hellissandi, í viðtali við DV. „Ég
ólst hér upp á Hellissandi og má
segja að maður hafi drukkið í sig
með móðurmjólkinni,
allt sem laut að sjó og
sjómennsku, enda var
maður varla búinn að
slíta barnsskónum,
þegar maður var kom-
inn út á sjó. Fyrsta
reynsla min af sjó-
mennsku var með foð-
ur mínum, Kristjóni
Jónssyni, á bátnum
Blika, en hann var
skipstjóri á honum
lengi. Bliki ,er nú
geymdur og til sýnis á
Sjóminjasafni hér á
Hellissandi og honum
er þar mikiU sómi
sýndur af forráða-
mönnum þar. Ég var
síðasti hásetinn á
Blika, en bátnum var
róið sleitulaust frá 1850
til 1965 eða í 115 ár.“
Konan heyrði
neyðarkallið
Grétar varð fyrst
stýrimaður á vertíðar-
bát tvítugur að aldri,
og stundaði sjó til 1985.
„Á því tímabili átti ég
fjóra báta. Þann fyrsta
missti ég í vonskuveðri
við Öndverðames árið
1973 og er smásaga í
kringum það. Við vor-
um á landleið á þessum
bát sem var 8 lestir og
hét Grímur. Við vorum
þrir á bátnum og ég
var skipstjórinn.
Skyndilega finn ég að
það er kominn sjór í
bátinn og ekki ræðst
við að lensa hann. Ég
kalla þá í aðra báta,
bæði á neyðarbylgj-
unni 2182, sem þá var,
og eins vinnurásum
bæði 2261 og 2311, og
segi hvað sé að, en það
heyrir enginn í mér.
Ég komst svo að því
seinna að kona annars
mannsins sem var með
mér heyrði í mér í útvarpinu á báta-
bylgjunni en þá var hægt að fylgjast
með samskiptum báta þar. Hún
hleypur út og segir hvaö sé að en
það skildi hana enginn því hún var
svo óðamála, blessuð konan.
Nú voru góð ráð dýr: Ég tek á það
ráð að sigla bátnum upp í fjöru í
Skarðsvíkinni og þar komumst við í
land, skólausir og illa til reika. Við
göngum svo þaðan talsverðan spöl
upp á götu og fyrsti bíllinn sem við
mætum er rúta með þýska ferða-
menn. Ég man alltaf furðusvipinn á
þeim þýsku er þeir sáu okkur skó-
lausa og illa til reika. Við fengum
síðan far með rútunni til Hell-
issands og ekki varð okkur meint af
volkinu."
Crsamtökin stofnuö
Eins og áöur sagði hefur Grétar
átt fjóra báta en að lokum varö
hann gjaldþrota: „Mér hefur alltaf
gramist hvemig fór með útgerðina
mina en hún varð gjaldþrota 1985.
Því var það að ég stofnaði samtök
fólks í greiðsluerfiðleikum og ég
varð formaður samtakanna. Fyrst
var þetta eins og hvert annað
áhugamannafélag og allir í sjálf-
sekknum, eins og sagt er, þá getur
þú ekkert gert. Þú ert bara útskúf-
aður úr öllu sem heitir fjármála-
heimur. Og eitt get ég sagt og það er
að bankamir lærðu af þessum sam-^-
tökum þótt þau störfuðu ekki nema
í þrjú ár. Nú fá allir, sem skrifa upp
á fyrir annan, að vita hvað þeir eru
að gera. Vonandi lærir fólk af
reynslunni því að það er slæmt að
lenda í fjárhagslegum erfiðleikum."
Kjafturinn er í
góðu lagi
Grétar hefur tals-
vert sinnt ritstörf-
um og hefur gaman
af því að skrifa um
menn og málefni.
Hann hefur gefið út
alls fjórar bækur,
þar af tvær ijóða-
bækur. Undir hamr-
inum er bók sem
kom út fyrir nokkr-
um árum en það eru
reynslusögur þeirra
sem lent hafa í fjár-
hagslegum erfiðleik-
um. Þá kom út á sl.
ári bókin Nætur-
regn en það eru
smásögur og þættir.
Eftir útgerðar-
vafstrið fluttist
Grétar og fjölskyld-
an suður og fór^
hann að vinna á Sól-
heimum í Gríms-
nesi við alls konar
létt störf, a.m.k. lík-
amlega eins og
hann segir: „Nú er
ég kominn á heima-
slóðir aftur og hef
það bara gott þrátt
fyrir 75% örorku.
Ég hef verið hálf-
heilsulaus alla ævi
en kjafturinn er í
góðu lagi. Ég rek
svolítið gallerí sem
ég kalla Skondru.
Það er í gömlu húsi
sem kallað er Ás-
bjamarhús en w
langalangafi Ás-
bjarnar Óttarsson-
ar, forseta bæjar-
stjórnar, byggði það
fyrir aldamótin.
Þama fondra ég við
eitt og annað, við
smíðar og fleira. Ég
hef alltaf gaman
þegar menn koma
hér inn og fá sér
kaffisopa og ég gef þeim alltaf Merr-
Od-kaffi. Ástæðan fyrir því er sú að
ég hringdi á umboðsmenn Merrild-
kaffisins á íslandi og spurði þá
hvort þeir gætu ekki útvegað mér
kaffi á góðu verði og ég sagði þeim
hvað ég væri að gera. {
Þeir tóku þessu mjög vel og létu
útbúa þetta flotta skilti sem er utan
á húsinu, mér að kostnaðarlausu.
Kann ekki að halda á pensll
Eiginkona Grétars heitir Guðný
Sigfúsdóttir og er hún lærður
þroskaþjálfi og vinnur hún í Snæ-
fellsbæ. Hún lauk prófi frá Háskóla
íslands árið 1995, þá fimmtug að
aldri. Hún gerir meira en að vinna
við þroskaþjálfun því að hún málar
þá hluti sem Grétar er að smíða.
Guðný og Grétar eiga tvo syni, þá
Jóhann, sem er kerfisfræðingur í
Reykjavík, og Krisfjón, sem er skip-
stjóri og rær hann frá Rifi. „Ég
reikna með að enda ævina hér, á
sama stað og ég hóf hana,“ segir
þessi hressi maður á Hellissandi,
Grétar í Skondru, sem vill fá sem
flesta í kaffi til sín.
-PSJ _
boðavinnu við þetta. Margir urðu til
að misskilja okkur og töldu að við
berðumst fyrir því að menn þyrftu
ekki að greiða skuldir sinar. En það
var ööru nær. Það sem við reynd-
um, var að leitast við að fá lánar-
drottna og skuldara til að tala sam-
an af viti svo gera mætti sem best
úr hlutunum. Á þessum tíma starf-
aði kerfið eins og hver önnur
hausningavél. Algengt var að ung-
Grétar Kristjónsson
Hann föndrar viö smíöar og fleira á vinnustofu sinni.
lingar undir tvítugu væru úrskurð-
uð gjaldþrota af minnsta tilefni án
þess að vita nokkuð af því. Og svo
var baráttan varðandi sundraðar
fjölskyldur vegna þess að einn hafði
gengið í ábyrgð fyrir annan.
Bankamir á íslandi hafa aldrei
gert sér ljóst að þeir eru í áhættu-
rekstri og að það að lána mönnum
fé á auðvitað að vera á þeirra
ábyrgð. Þess í stað verða menn að
veðsetja gamalmenni á elliheimil-
um sem löglærðir rakkarar elta sið-
an niður í gröfina. G-samtökin
gerðu gagn, svo langt sem það náði,
þar til þau fengu peninga í hendur.
Við fengum nokkrum sinnum pen-
inga á fjárlögum og þá varð allt vit-
laust. Þá fór að bera á skúrkum sem
vildu komast yfir þessa peninga."
Bankarnir hafa lært af þessu
Eitt vil Grétar nefna, sem honum
finnst áberandi á íslandi: „Ef þú
ferð út í búð og kaupir vöru sem síð-
an reynist gölluð þá getur þú bara
einfaldlega skilað vörunni eða feng-
ið aðra í staðinn. En ef þú kaupir
búðina alla, og hún reynist alls ekki
vera sú tekjulind sem þér var sagt -
þú hefur sem sagt keypt köttinn í