Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2000, Side 10
10
Útlönd
ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 2000
DV
Schröder á ferð og flugi
Þýskalandskanslari heimsótti skóla-
börn viö upphaf feröalags síns um
austurhéruö landsins í gær.
Schröder segir
austrið á eftir
Gerhard Schröder Þýska-
landskanslari viðurkenndi við upp-
haf tveggja vikna ferðar um austur-
hluta landsins að hann ætti enn
langt í land með að ná þeim vestari,
tíu árum eftir sameiningu þýsku
ríkjanna.
„Allir í vestrinu verða að skilja
að það mun líða langur tími áður en
við getum jafnað lífskjörin í austri
og vestri. Aðstoðar sambandsstjóm-
arinnar og samheldni héraðanna er
þörf,“ sagði Schröder við frétta-
menn.
Margir óttast að mikið atvinnu-
leysi í austurhluta Þýskalands hafi
orðið til þess að hægriöfgamenn
njóta þar vaxandi stuðnings.
Vilja nýja samn-
inga um Thule
Sósíalíski þjóðarflokkurinn (SF) í
Danmörku krefst þess að samning-
urinn um ratsjárstöð Bandaríkja-
manna í Thule á Grænlandi verði
tekinn upp á nýtt svo heimamenn
geti fengið neitunarvald um málefni
sem varða utanríkis- og öryggismál.
Núverandi samningur var gerður
árið 1951.
SF og grænlenskur systurflokkur
hans, IA, hafa snúið bökum saman
til að berjast gegn áformum Banda-
ríkjamanna um að gera ratsjárstöð-
ina í Thule að hluta væntanlegs eld-
ílaugavamakerfis.
Sendinefnd danskra og banda-
rískra embættismanna kom til
Nuuk í gær til að upplýsa græn-
lensk stjómvöld um fyrirætlanim-
ar. Heimastjórnin vill að leitað
verði samþykkis Rússa.
Ofbeldisalda ríður yfir N-írland:
Breskir hermenn
taka sér stöðu
Breskir hermenn tóku sér aftur
stöðu á götum Belfast í morgun til
að koma í veg fyrir frekari blóðsút-
hellingar í deilum kaþólikka og
mótmælenda.
Morð tveggja manna í Belfast í
gærdag urðu til þess að gripiö var
til þessara ráðstafana af bresku
stjórninni til þess að vemda við-
kvæmt friðarferli þar i landi.
„Öll átök á götum úti hafa bein
áhrif á friðarferlið," sagði Mitchel
McLaughlin, formaður Sinn Fein,
stjómmálaarms írska lýðveldis-
hersins.
Morðin komu í kjölfar deilna á
milli þriggja hópa mótmælenda.
Deilt er um landsvæði, stjómmál og
persónuleg mál þeirra sem átt hafa
í hlut.
Talsmaður lögreglunnar í Belfast,
Bill Stewart, sagði að mikil spenna
væri í N-írlandi, en bjóst þó við því
að aukinn fjöldi breskra hermanna
á götum Belfast væri „tímabundið
Á verði
Breskir hermenn hafa nú tekiö sér
stööu á götum Belfast til þess aö
tryggja friöarferliö.
ástand". Um helgina hafa tiu slasast
í átökum og fjöldi húsa verið
brenndur. Einnig var skotið á
höfuðstöðvar tveggja stjómmála-
flokka mótmælenda, UPD og PUP.
Breski herinn hefur verið minna
áberandi eftir undirritun friðar-
samningsins sem kenndur er við
fóstudaginn langa frá 1998. Herinn
var þó kallaður til stuttlega í júlí
það ár þegar sló í brýnu á milli
deiluaðila. Þá haföi göngumönnum
Óraníumanna var meinað að ganga
í gegnum hverfl kaþólikka.
John White, formaður Ulster-
flokksins, sagði í viðtali við blaða-
menn að ástandið væri að verða „al-
gjörlega stjórnlaust“.
Peter Mandelson, ráðherra N-ír-
landsmála bresku stjórnarinnar,
ræddi við blaðamenn í gær.
„Enginn mun vinna og enginn
hagnast á þessu (ástandi)," sagði
Mandelson. „Við munum binda
enda á þetta nú þegar.“
UPPBOÐ
Uppboð munu byrja á skrifstofu
embættisins að Stillholti
16-18, Akranesi, sem hér segir
á eftirfarandi eignum:
Akursbraut 22, efsta hæð, Akranesi,
þingl. eig. Selma Guðmundsdóttir,
Kristrún Guðmundsdóttir, Björgheiður
Jónsdóttir og Bettý Guðmundsdóttir,
gerðarbeiðandi Lífeyrissjóðir Banka-
stræti 7, þriðjudaginn 29. ágúst 2000 kl.
14,00,___________________________
Einigrund 13, Akranesi, þingl. eig. Einar
Gíslason, gerðarbeiðandi Búnaðarbanki
íslands hf., Akranesi, þriðjudaginn 29.
ágúst 2000 kl. 14.00.
Garðabraut 2, hluti 0102, 73,81% heild-
areignar, Akranesi, þingl. eig. Trípolí ehf,
gerðarbeiðendur Akraneskaupstaður og
Ferðamálasjóður, þriðjudaginn 29. ágúst
2000 kl. 14,00,__________________
Garðabraut 45, hluti 0101, Akranesi,
þingl. eig. Eyrún Sigríður Sigurðardóttir
og Hjálmur Þorsteinn Sigurðsson, gerðar-
beiðandi Akraneskaupstaður, þriðjudag-
inn 29. ágúst 2000 kl. 14.00.
Höfðabraut 1, hluti 0201, Akranesi, þingl.
eig. Sigurður Þór Mýrdal Gunnarsson,
gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður, þriðju-
daginn 29. ágúst 2000 kl. 14.00.
Höfðabraut 14, hluti 0402, Akranesi,
þingl. eig. Húsnæðisnefnd Akraness,
gerðarbeiðandi lbúðalánasjóður, þriðju-
daginn 29. ágúst 2000 kl. 14.00.
Höfðabraut 16, hluti 0301, Akranesi,
þingl. eig. Húsnæðisnefnd Akraness,
gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður, þriðju-
daginn 29. ágúst 2000 kl. 14.00.
Höfðabraut 16, hlnti 0302, Akranesi,
þingl. eig. Húsnæðisnefnd Akraness,
gerðarbeiðandi Ibúðalánasjóður, þriðju-
daginn 29. ágúst 2000 kl. 14.00.
Kirkjubraut 12, Akranesi, þingl. eig; Mar-
ía Jósefsdóttir, gerðarbeiðendur Ibúða-
lánasjóður og Vátryggingafélag Islands
hf., þriðjudaginn 29. ágúst 2000 kl.
14.00.
Sóleyjargata 13, hluti 0102, Akranesi,
þingl. eig. Erlingur Birgir Magnússon,
gerðarbeiðendur Ibúðalánasjóður og Líf-
eyrissjóður Austurlands, þriðjudaginn 29.
ágúst 2000 kl. 14,00,________________
Vallarbraut 3, hluti 0304, Akranesi, þingl.
eig. Bjöm Þór Reynisson, gerðarbeiðandi
íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 29. ágúst
2000 kl. 14.00.______________________
Vallarbraut 5, 1. hæð til hægri, Akranesi,
þingl. eig. Tómas Friðjónsson, gerðar-
beiðendur Búnaðarbanki fslands hf.,
Akranesi, og Sparisjóður Rvíkur og nágr.,
útib., þriðjudaginn 29. ágúst 2000 kl.
14.00.____________________
Vallholt 11, efri hæð, Akranesi, þingl. eig.
Þórdís Kristjánsdóttir, gerðarbeiðandi
Lífeyrissjóðurinn Lífiðn, þriðjudaginn
29. ágúst 2000 kl. 14.00,____________
Vesturgata 71, rishæð, Akranesi, þingl.
eig. Sigurður Hallgrímsson, gerðarbeið-
andi Lífeyrissjóður sjómanna, þriðjudag-
inn 29. ágúst 2000 kl. 14.00.
SÝSLUMAÐURINN Á AKRANESI
Harry Potter loksins fundinn
Ellefu ára breskur piltur, Daniel Radcliffe, sem hér er fýrir miöri mynd, hefur
verið valinn til aö fara með hlutverk hins ástsæla Harrys Potters í fýrstu kvik-
myndinni sem gerö verður eftir vinsælustu skáldsögum síöustu ára. Meö á
myndinni eru þau sem fara meö hlutverk Rons og Hermione.
George W. Bush vill styrkja her BNA:
Herinn illa búinn
A1 Gore, forsetafram-
bjóðandi Demókrata í
Bandaríkjunum (BNA),
hefur nú tekið forystu í
kosningaslagnum. Gore
hefur nú forystu með 44
prósentustig, en George
W. Bush, frambjóðandi
repúblikana nýtur
stuðnings 41 prósents
kjósenda.
Bush hefur deilt hart
á Gore undanfama daga
og segir hann bera
ábyrgð á því að her
Bandaríkjamanna sé nú
verr búinn en nokkurn
tíma fyrr. Bush telur
herinn vera í niður-
níðslu. Komist Bush til valda ætlar
hann að beita sér fyrir því að her-
menn fái launahækkun sem nemur
750 dollurum á ársgrundvelli.
„Ég mun endurreisa ameríska
herinn,“ sagði Bush þegar hann
ávarpaði samtök hermanna í
Milwaukee-fylki í gærkvöld.
„Ég mun efna loforð okkar og
verja vini okkar fyrir árásum. Ég
mun ekki senda menn
okkar í óvissuferðir,
heldur þaulskipulagð-
ar hernaðaraðgerðir,"
bætti Bush við.
Talsmenn Gores
segja að Bush muni
ekki koma til með að
hafa efni á þvi að
hækka laun her-
manna svo mikið.
Samkvæmt útreikn-
ingum þeirra munu
skattalækkanir þær
sem Bush hyggst beita
sér fyrir hafa étið upp
það sem eftir verður af
tekjuafgangi rikis-
sjóðs.
Varnarmálaráðherra Banda-
ríkjanna, William Cohen, sagði í
gær að hann teldi herinn vera á
uppleið, ekki niðurleið eins og Bush
hefúr haldið fram.
„Aldrei hefur verið jafn vel
menntað fólk í hernum og nú. Þessu
fólki á eftir að fjölga í framtíðinni,"
sagði Cohen.
Sterkan her
George W. Bush vill
styrkja herinn til muna.
Stuttar fréttir
Aznar meðal syrgjenda
José Maria Azn-
ar, forsætisráð-
herra Spánar, fór
fyrir þúsundum
syrgjenda í gær
sem minntust sið-
ustu tveggja fómar-
lamba drápsher-
ferðar ETA, sam-
taka aðskilnaðarsinna Baska. Sam-
tökin hafa verið sökuð um sex morð
og fjölda árása frá miðjum júlí.
Flugvélar saknað
Svissnesk yfirvöld sendu tvær
þyrlur í gær til að leita að smáflug-
vél sem óttast er að hafi farist í Ölp-
unum með fimm manns um borð.
Flugvélin var á leið frá Ítalíu til
Þýskalands.
Óveður í aðsigi
íbúar Taívans hafa margir hverj-
ir lokað sig inni á heimilum sínum
og búa sig undir komu fellisbylsins
Bilis upp að suðausturströndinni.
Ákveðnir að friðmælast
Dennis Ross, sendimaður Banda-
ríkjastjómar í Mið-Austurlöndum,
sagði í gær að hann teldi að bæði
ísraelar og Palestínumenn væru
staðráðnir í að semja um frið en við-
urkenndi að enn væri skoðanaá-
greiningur milli þeirra.
Þrír létust í rútuslysi
Þrír létu liflð og sjö slösuðust
mikið þegar langferðabíll og flutn-
ingabíll lentu í árekstri nærri bæn-
um Peterborough á Bretlandi í nótt.
Del Ponte pirruð
Carla del Ponte,
aðalsaksóknari
stríðsglæpadóm-
stólsins fyrir fyrr-
um Júgóslavíu, lét
hafa eftir sér í gær
að hún væri pirruð
yfir því að hersveit-
ir NATO hefðu ekki
enn haft hendur í hári Radovans
Karadzics, fyrrum leiðtoga Bosníu-
Serba sem hefur verið ákærður fyr-
ir stríösglæpi.
Misnotað hryssur
Dómstóll í Kaliforníu hefur dæmt
mann í fjögurra ára fangelsi fyrir
kynferðislega áreitni við hryssur.
Maðurinn hafði atvinnu af því að
selja hrossaeigendum gulrætur.
Hættið að veiða hvali
Fulltrúar fimmtán landa hafa
hvatti Japani, sem borða þjóða mest
af hvalkjöti, að hætta öllum hval-
veiðum í vísindaskyni.
Suharto fyrir rétt
Hforseti Indónesíu,
ir rétt í næstu viku
til að svara til saka
fyrir ásakanir um
spillingu á áratuga-
löngum harðstjóm-
arvaldatíma sínum.
Suharto hefur lýst yfir sakleysi sínu
af öllum ákærum.
Góðir strákar
Bandaríska utanrikisráðuneytið
og leyniþjónustan CIA hafa sýnt
vilja til að aflétta leynd af skjölum
um kúgun á valdatíma Augustos
Pinochets, fyrrum einræðisherra í
Chile, að sögn embættismanna.