Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2000, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2000, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 2000 ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 2000 DV Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sírni: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritsfjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyrí: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerö: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverö 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Auður sjór á norðurpól Fjölþjóðlegur hópur vísindamanna, sem kom til norður- pólsins á rússneskum ísbrjóti fyrir helgina, komst að raun um, að þar var auður sjór. Slíkt hefur ekki gerzt í 50 millj- ón ár, svo vitað sé og er talið mikilvægt sönnunargagn í umræðunni um hækkun hitastigs jarðar. Sigla varð ísbrjótnum Jamal níu kílómetra frá pólnum samkvæmt GPS-mælingu til þess að hægt væri að taka hina hefðbundnu pólarmynd af leiðangursmönnum. Þegar ísbrjótnum var siglt til pólsins fyrir sex árum, var ís- þykktin tveir til þrír metrar á sjálfum pólnum. Þetta er í samræmi við mælingar á meðalþykkt ísþekj- unnar í norðurhöfum. Hún hefur á skömmum tíma minnkað úr þremur metrum í tæpa tvo metra og heildar- rúmmál hennar minnkað um helming. Fræðimenn eru nú famir að tala í alvöm um, að ísþekjan sé að hverfa. Á sama tíma hafa rannsóknir í Bandaríkjunum leitt til þeirrar niðurstöðu, að fjórðungur af losun gróðurhúsaloft- tegunda út í andrúmsloftið stafi af náttúrulegum ástæðum á borð við eldgos og skógarelda og þrír fjórðu hlutar vegna afskipta mannkynsins af umhverfi sínu. Til skamms tíma hafa stórfyrirtæki í mengunargrein- um borgað stórfé til rannsókna, sem eiga að draga í efa, að samhengi sé milli losunar gróðurhúsalofttegunda og hækkunar hitastigs í heiminum og eiga að draga í efa, að hiti sé að hækka í heiminum og að það sé hættulegt. Nú hafa ráðamenn margra þessara fyrirtækja snúið við blaðinu og tekið upp stuðning við samtök gegn losun gróð- urhúsalofttegunda. Að eigin frumkvæði hafa þeir sett fyr- irtækjunum markmið um minnkandi mengun og segja þau ekki kosta eins mikið og áður hafði verið talið. Með nýjum rannsóknum og auknum flótta í liði fyrir- tækja í orkugeiranum fækkar stuðningsmönnum sjónar- miða umhverfisfjandsamlegrar ríkisstjómar íslands og hagsmunaaðila í orkumálum og sjávarútvegi. Þá er nú helzt að finna í austri hjá ríkisstjórn Rússlands. Þar er fólk ofsótt fyrir að fylgjast með mengun og kært fyrir iðnaðarnjósnir. Frægasta dæmið er Alexander Nikitin, sem hefur níu sinnum á fimm ámm verið ákærð- ur fyrir góða og fræðilega skýrslu á vegum Norðmanna um kjamorkuúrgang rússneska norðurflotans. Afleiðingar hækkunar hitastigs á hnettinum em marg- víslegar, sumpart góðar og sumpart vondar. Ef breytingin gerist hratt, verða vondu afleiðingamar meiri, af því að umhverfið þarf langan aðlögunartíma. Sums staðar geta auknir þurrkar til dæmis leitt til eyðingar jarðvegs. Fyrir ísland verður flutningur fiskistofna eitt erfiðasta málið. Þeir hafa hingað til flutt sig til eftir hitastigi og kunna margir bezt við sig við mörk heitra og kaldra strauma. Ef sjávarhiti eykst og straumaskil færast norðar, kunna fiskistofnar að leita í átt til norðurpólsins. Allt samhengið ætti að vera stórmál fyrir þjóð, sem er háðari frumvinnslugreinum en flestar auðþjóðir heims- ins. Losun gróðurhúsalofttegunda og breytingar á hita- stigi í lofti og í sjó ættu að vera ofarlega á gátlistum hags- munaaðila i þessum greimun og ríkisstjómarinnar. í staðinn leggur forsætisráðherra lykkju á leið sína i hátíðaræðum til að veitast að Kyoto-sáttmála ríkja heims um takmörkun losunar gróðurhúsalofttegunda. Og utan- ríkisráðherra flækist um heiminn til að reyna að hafa ráðamenn ofan af stuðningi við Kyoto-sáttmálann. Róður þeirra þyngist, því að upp hlaðast gögn, sem benda til, að mannkynið í heild og íslendingar sérstaklega muni lenda í erfiðleikum vegna þessarar mengunar. Jónas Kristjánsson I>V Framkvæmdastjóri Sam- fylkingarinnar, Björgvin G. Sigurðsson, ritaði grein í DV þar sem hann talaði um að- gerðir Heimdallar hjá Skatt- stjóra nú fyrir stuttu. Bar grein hans fyrirsögnina Um hræsni Heimdallar. Um aðgerðir Heimdallar Þegar álagningaskrár voru birtar almenningi á dögunum lögðu félagar úr Heimdalli leið sína á Skattstofu Reykja- víkur til að hindra að al- menningur kæmist í þessar skrár eins og kunnugt er. Þetta vakti athygli og varð tilefni umræðna í ýmsum fjölmiðlum. Einn þeirra sem sá ástæðu til að flalla um þessar aðgerðir var Björg- vin Sigurðsson, framkvæmdastjóri Samfylkingar. Hann sagði meðal annars að þær væru í sjálfu sér góð- ar og blessaðar, enda spurning hverju það skilaði að fólk gæti velt sér upp úr launum nágrannans. Björgvin var því greinilega hlynntur aðgerðunum og sagði enn fremur: „Það sem sker í augun við aögerðina er sú yflrgengilega hræsni sem einkennir Sjálfstæðisflokkinn, hvar sem fæti er niður drepið ... Ungmennin sem í gær vömuðu fólki því að kom- ast í álagningaskrámar i nafni persónuvemdarinn- ar eru sömu ungmennin og sitja í kjörklefum fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins til að fylgjast með því hverjir neyta atkvæðis- réttar síns. Hjá Sjálfstæð- isflokknum skal allt fela sem viðkemur fjármáluni og launum og ekki er skirrst við að brjóta lög í því sambandi en svo er fólk elt uppi til að vita hvort það hafl ekki kosið Flokkinn." Nú veit ég ekki hvaða lögbrot það eru sem Björgvin talar um, og efast reyndar um að hann geri það sjálfur, en vangaveltur hans eru atíiyglisverð- ar. Tilgangurinn með því að fá fólk til að sitja í kjörklefum er að sjálfsögðu ekki sá að vita hvaða flokk fólk kýs, enda slíkt með öllu ómögulegt sem betur fer. Þar er hins vegar verið að fylgjast með því hvort kosningamar fari heiðarlega fram. Eftirlit fram- bjóðenda með lýðræðiskosningum er sjálfsagt mál enda eitt megineinkenni lýðræðisfyrirkomulagsins. Auk þess birtir Sjálfstæðisflokkuriim ekki nöfn þeirra sem ekki koma á kjörstað. Hræsnin Það sem er ekki síður athyglisvert við þessar vangaveltur er úr hvaða átt þær koma. Flestir þeir sem hafa eitthvað fylgst með stúdentapólitík vita að Björgvin Sigurðsson var virk- ur liðsmaður Röskvu fyrir fáeinum missenun. Sömu menn vita líka að einu sinni á ári er gengið til stúd- entaráðskosninga og í þeim kosning- um sitja ávallt fulltrúar frá Röskvu í kjördeild, í þeim sama tilgangi og Björgvin gagnrýnir unga sjálfstæðis- menn fyrir. Björgvin gagnrýnir sjálf- stæðismenn því fyrir eitthvað sem hann tók sjálfur þátt I áður. Það læðist óneitanlega að manni sá grunur að ef Sjálfstæðisflokkur- inn væri ekki tvöfalt stærri en Sam- fylkingin og Samfylkingin hefði haft afl til að manna allar kjördeildir í síðustu alþingiskosningum þá hefði hún gert það. Upphlaup fram- Haukur Örn Birgisson varaformaöur Heimdallar „Einu sinni á ári er gengið til stúdentaráðskosninga og í þeim kosningum sitja ávallt fulltrúar frá Röskvu í kjördeild, í þeim sama tilgangi og Björgvin G. Sigurðs- son gagnrýnir unga sjálfstœðismenn fyrir. “ kvæmdastjóra Samfylkingarinnar er Samfylkingarmenn verið samkvæm- því frekar neyðarlegt og honum ir sjálfum sér. varla til framdráttar. Aldrei geta Haukur Öm Birgisson ísland er villt sædýrasafn Eitt af því sem ég leita gallhörð uppi í hverri borg sem ég heimsæki er sædýrasafnið. Heilluð af marglit- um fiskum og grámóskulegum há- körlum ligg ég með flata lófa og nef uppi við rúðu og mæni mig hása á þetta geimverska lífform sem sjávar- verur eru. Af öllum þeim sædýra- söfnum sem hafa hrifið mig í London, Kaupmannahöfn og Benidorm er mér samt alltaf minnis- stæðast gamla góða íslenska sædýra- safnið sem auglýsti sig svo fallega: Apar, ljón og ísbimir, Sædýrasafnið. Það er í raun ótrúlegt að sjávar- land eins og ísland skuli ekki hafa komið sér upp almennilegu sædýrasafni. Meðan land- búnaðinum eru gerð góð skil í Húsdýragarðinum liggja fískamir, þeir sömu og við byggjum afkomu okk- ar á og halda landbúnaðin- um gangandi, eins og hrá- viði um allan sjó, afskiptir nema rétt þau andartök sem sjómennimir losa þá úr lín- um til að henda þeim aftur út í sjó. Við höfum náttúr- lega alla aðstöðu og hinar bestu aðstæður til að útbúa hér hið glæstasta sædýrasafn þar sem þorskurinn, ýsan og rækjan fá loks að njóta sin í allri sinni dýrð og laxar myndu stökkva fagurlega upp tilbúna fossa og flúöir. í raun höfum við þegar stigið fyrsta skreflð í út- búnaði sædýrasafna, því hægt ætti að vera um vik að breyta eldisstöðv- um fiska í útsýnisstaði. Með þessum hætti fengi hin villta náttúra lands- ins að njóta sín sem aldrei fyrr en af henni hafa menn nú nokkrar áhyggj- ur vegna ofvaxtar í skóglendi, sem illskeytt og uggvænlegt þokar sér nú yflr gervallt landið og lætur hvorki hálendi, sanda né hraun aftra sér frá sigurgöngu sinni. (Mér var reyndar kennt að þegar Golli mætti hefði landið verið skógi vaxið milli fjalls og fjöru og þvi verður hugtakið villt dálitið villt; hvar nákvæmlega (í tíma og rúmi) byrjar hin villta náttúra landsins?) Vatni hleypt á mióbælnn Og talandi um villu og vdlinga, þá er það náttúrlega staðreynd að ts- land er grátlega tamið. Ég hef oft orðið að hugga tárvota túrista sem komu hingað með gleði í hjarta, fullir vissu um að hitta hér fyrir frumstæð samfélög (eru samskiptin við frumbyggjana góð? spyr fólk) og villt heimskautalíf, ísbimi, úlfa og mörgæsir sem vafra hamingjusamlega millum snjóhúsa. ísland hefur hvort sem er óðum verið að breytast í ímynd af íslandi og þvi ætti ekki að vera mikið mál að kippa þessu í liðinn, ekki síst þar sem sibreytilegt alheims- loftslag gefur góðar vonir um að eyj- an verði að alvöru heimskautasvæði og þjóðsögur geyma heilu ísbjama- hjarðirnar, auk annarra ánægjulega villidýrslegra skrímsla. Meðan land- ið byggist ísbjörnum og mörgæsum sem róma það þvert og endilangt í samfélagi við heimskautarefi og timburúlfa gæti Reykjavíkurborg tekið að sér hlutverk sædýrasafnsins og gerst eins konar Maraþaraborg. Fyrsta skrefið hefur þegar veriö stig- ið þegar Ráðhúsinu var sökkt í Tjörnina, með sama hætti mætti grafa niður allan miðbæinn og hleypa á hann vatni. Þar gætu borg- arbúar svamlað um í kafarabúning- um innan um seli, hveli og síli, allt þar til tekst að rækta á þá tálkn svo þeir geti oröið að talandi flyðrum. Kannski miðbærinn myndi þá loks- ins eignast líf. ísland hefur jú einmitt verið eins konar villt sædýrasafn síðustu árin, eða alveg síðan hveljan Keikó brot- lenti svo illa á Vestmannaeyjaflug- velli, nú er bara að sýna víkinglegan kjark og dug og stíga skrefið tO fulls. Úlfhildur Dagsdóttir hingað með gleði í hjarta, fullir vissu um að hitta hér fyrir frumstœð samfélög (eru samskiptin við frum- byggjana góð? spyr fólk) og villt heimskautalíf, ísbimi, úlfa og mörgœsir sem vafra hamingjusamlega millum snjóhúsa. “ Úffhildur Dagsdóttir bókmermtafræöingur Með og á móti astöður sem ekki fást réttindákennarar í? Menntun til framtíðar J „VOjum við ..-ÁÍ". menntun tO fram- | tíðar? Ef svarið er já, eigum við ekki að láta aðra kenna en þá sem hafa tO þess menntun. Má vera að einhverjum flnnist þetta harðneskjulegt og að verið sé að gera leiðbeinend- ur að blórabögglum í kjara- baráttu kennara. Sú er ekki ætlun mín heldur hef ég áhyggjur af þeirri staðreynd. að enn eitt haustið tekst skólastjór- um ekki að ráða nægOega marga grunnskólakennara tO starfa. í stað þess að leysa vandamálið tO fram- Leiðbeinendur með góða menntun Guðrún Ebba Ólafsdóttir formaöur félags grunnskólakennara herra þurfi ara.“ tíðar, krossleggja menn fing- ur og reiða sig á að grunn- skólakennarar sem fyrir eru bjargi vetrinum eins og þeir hafa aUtaf gert. Það gera þeir með þvi að taka ungu leið- beinenduma í fóstur, bæta á sig enn fleiri kennslustund- um og kenna fjölmennari bekkjardeildum. Þetta er ólíð- andi fyrir nemendur, kenn- ara og foreldra. Að lokum tek ég undir orð menntamálaráð- og borgarstjóra að endurskoða launakjör grunnskólakenn- r„Auðvitað á að ráða leiðbeinend- ur í þessar stöður eins og gert hefur verið frá því kennarar fengu lögverndað starfsheiti. Þeir sem halda því fram að ekkert eigi að gera eru að segja að leiðbeinendur séu verri en enginn í kennslustofunni. Leiöbeincndur eru almennt með góða menntun. Það get- ur hins vegar verið að nú í þessari miklu þenslu á vinnumark- aði sé erfiðara en áður að fá kennara tO starfa því þeir eru eftirsóttir í Vilhjálmur Þ. Vílhjálmsson formaöur samtaka sveitarfélaganna önnur störf. Hvað launamál opinberra starfsmanna varð- ar þá hafa laun kennara hækkað umfram tekjuaukn- ingu sveitarfélaga vegna auk- ins hagvaxtar í þjóðfélaginu. Auk þess hafa sveitafélögin greitt kennurum verulegar upphæðir umfram kjara- samninga. Ég hef heyrt að einhverjir telji það lögbrot að ______ ráða réttindalausa kennara. Ég vísa því alfarið á bug. Ég tel hins vegar að ráða ekki leiðbein- anda og feUa þar með niður kennslu sé lögbrot." Sífellt fleiri kennarar hverfa úr skólunum í önnur störf og eru stöður þeirra oftar en ekki fylltar með lelðbeinendum. Ummæli Alhvít málverk „TOhugsunin um að ég muni ein- hvem daginn ná þessum fuOkomna hvíta lit, þar sem tölumar og grunn- urinn verða eins á litinn, hvetur mig áfram. Það eina sem mun að- greina þær er tegund litarins svo þeir sem efast geta leitað svara með hjálp röntgengeisla.“ Roman Opalka myndlistaramaöur, pólsk/franskur listamaöur, í viötali viö Margréti Elísabetu Ólafsdóttur í Degi. Lifrarbólga C „íslendingar smitast nær ein- göngu af lifrar- bólgu C með því að sprauta sig i æð með áhöldum sem sprautufikl- ar með langvinna lifrarbólgu C hafa notað. Óhreinar sprautur em aðalskað- valdurinn en nálamar og Oátið eða skeiðin sem amfetamínið er leyst upp í áður en því er sprautað getur líka haft veiruna að geyma. Fyrir þá sem sprauta sig er hættan mest þegar þeir sprauta sig í fyrstu skiptin. Nær enginn gerir slíkt einn og án aðstoðar og sú aðstoð sem fæst er oft veitt af smitandi sprautufíkli.“ Þórarinn Tyrfingsson I Morgunblaöinu. Virðulegasta tré borgarinnar „Ég held að mér þyki aOtaf silfurreynirinn í gamla kirkju- garðinum við Aðalstræti virðu- legasta tréð. Schierbech land- læknir gróður- setti hann 1884.“ Jóhann Pálsson, garöyrkjustjóri Reykjavlkurborgar, aöspuröur í Morgunblaöinu. Um rútubílaslysin „Það þýðir ekki að tala aOtaf um gífurlega aukningu í ferðamennsku og ætlast á sama tíma tO að aOir bOstjórar séu með 100 ára reynslu. Ég held að við höfum sloppið nokk- uð vel fyrir horn þegar kemur að slysum i ferðamennsku en núna erum við að upplifa það sem hægt var að sjá fyrir. Það verður að fjaOa meira um þessi mál og ítreka mun- inn á því að keyra á bundnu slitlagi og upp til fjaOa.“ Kristbjörn Óli Guömundsson, fram- kvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í Degi. Skoðun Geir H. Haarde og börnin SkyndOega hefur ríkisstjórnin orðið fyrir uppljómun. Nú þarf að hækka barnabætur. Að vísu var þessu lofað fyrir kosningar og ætti í sjálfu sér ekki að vera neinar fréttir. Það er hins vegar svo komið að það þykja mikO tíðindi ef þessi ríkis- stjóm hyggst efna einhver fyrirheit gagnvart almenningi í landinu. Spurningin er svo hvemig það verði gert. Hér þarf að hafa hugfast að bama- bætur hafa verið lækkaðar jafnt og þétt aOan undangenginn áratug og eru nú rúmum mOljarði lægri í krónum talið en árið 1991. Þá námu þær 4.819 mOljónum króna en voru 3.779 milljónir árið 1999. Hér munar rúmum miBjarði. Að raungOdi er munurinn þó miklu meiri. Sam- kvæmt núvirðisreikningum skeikar rúmum tveimur miUjörðum króna. í svari við fyrirspurn minni á Alþingi síðastliöið vor fékkst það staðfest af hálfu fjármálaráðuneytisins að barnabætur hefðu með hliðsjón af neysluverðsvísitölu Þjóðhagsstofn- unar numið 5.867 milljónum árið 1991 eða rúmum tveimur mOljörðum meira en þær voru árið 1999. Þetta þýðir að barnabætur þyrftu að hækka um tvo mOljarða króna á ári tO þess að við stæðum í sömu spor- um og fyrir áratug. Þýða yflrlýsingar Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks aö dreg- ið veröi úr þessari skerðingu eða er verið að tala um aö auka stuðning- inn frá því sem hann var áður en Sjálfstæðisflokkurinn hóf skeröing- una með pólitískum hjálparkokkum sínum? Við þessu þurfum við að fá svör. Pétur og Vilhjálmur vilja hækka skatta á láglaunafólk Við þurfum líka að fá því svarað hvaða áform önnur eru uppi í skatta- málum. Er ætlunin að láta undan kröfum þingmanna Sjálfstæðis- flokksins, þeirra Péturs H. Blöndal og VOhjálms Egilssonar um að hækka stórlega skatta á lágtekju- og miOitekjuhópa. Lækkun tekjuskatts- prósentu samfara afnámi persónuaf- sláttar að ógleymdum vaxtabótum sem þeir vilja leggja niður myndu, ef tiUögur þeirra næðu fram aö ganga, hækka skatta á aUa sem eru með minna en 130 þúsund krónur í tekjur á mánuöi en draga hins vegar stór- lega úr sköttum hátekjufólks. Óli Björn Kárason, ritstjóri DV, segir í leiðarskrifl þessar tiUögur vera tO ein- földunar. Það má vissulega tO sanns vegar færa. En eitthvað er Sjálfstæðis- flokkurinn feiminn við að taka þessa ótrúlega ósvifnu tiUögu þeirra félaga upp á sína arma að svo stöddu. Forgangsröðun fjármálaráherra Hins vegar hefur fjár- málaráðherrann sýnt í verki hvernig hann forgangsraðar. Geir H. Haarde fjármálaráherra hef- ur nú fengið það samþykkt á þingi að niðurgreiða hlutabréfakaup í út- löndum meö sérstökum styrkjum úr ríkissjóði. TUdrögin voru þau að vís- ir menn höfðu fundið það út að ver- ið væri að mismuna með því að styrkja í gegnum skattkerfið ein- vörðungu hlutabréfakaup hér á landi. Þetta væri ekki í samræmi við reglur sem giltu á Evrópska efna- hagssvæðinu. í stað þess að afhema niðurgreiðslurnar var ákveðið að auka þær og láta þær ná út‘ fyrir landsteinana. Svipuð viðhorf voru uppi þegar ákveðið var að heimOa hlutafélögum að greiða starfsfólki laun í hlutabréf- um án þess að flokka þau sem skattskyldar tekjur. Al- varlegasta málið af þessu tagi er svo náttúrlega að heimila fyrirtækjum sem skrá sig sem alþjóðavið- skiptafyrirtæki að sleppa nánast við að greiða tekju- skatt. AUtaf er vaktin fyrir fjármagnseigendur og hátekjufólk. Nú er reiðialdan vegna bamabóta- skerðinganna orðin slík að ekki verður lengur vikist undan því að gefa eftir á því sviði. En hversu langt verður gengið? Er ætlunin að barna- bætumar verði ríflegri en þær vom áður en fariö var að sveifla niður- skurðarhnífnum fyrir fáeinum árum eða verður þjóöin enn eina ferðina vitni að blekkingarleik ríkisstjómar- innar? ögmundur Jónasson „Þetta þýðir að bamabœtur þyrftu að hcekka um tvo milljarða króna á ári til þess að við stœðum í sömu spomm og fyrir áratug. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.