Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2000, Síða 24
36
ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 2000
Tilvera I>V
lí f iö
f r i p y i n n u
Tónleikar í
, Straumi
Tónleikar veröa haldnir í
Straumi (litla bóndabænum við
stóra álverið) í Hafnarfirði kl. 22.00
i kvöld. Þar verður flutt ný tónlist,
islensk og erlend. Þeir sem fremja
gjöminginn eru Þórunn Björns-
dóttir, blokkflauta og fleira, Kjart-
£in Guðnason, slagverk, Paivi
Turpeinen, söngur, Valdimar K.
Sigurjónsson, kontrabassi, ásamt
Karen Maríu Jónsdóttur og Emi
Elíasi Guðmundssyni. Flutningur-
inn stendur yfir í um klukkustund.
Klassík
, ■ ÞRIÐJUDAGSTONLEIKAR I
LAUGARNESINU I kvöld, kl. 20.30,
verða Ijóöatónleikar í Listasafni Sig-
urjóns Ólafssonar þar sem fram
koma sópransöngkonan Erla Þór-
ólfsdóttir og píanóleikarinn William
Hancox. Á efnisskrá eru verk eftir
Malcolm Williamson, Francis Pou-
lenc, Richard Strauss og Hugo
Wolf.
Myndlist
■ ÞÝSK MYNDLIST Í GERÐAR-
SAFNI I Gerðarsafni í Kópavogi er
þessa dagana í gangi sýning á graf-
íkverkum og skissum eftir 6 þýska
1 myndlistarmenn. Þessir listamenn,
Otto Modersohn, Paula Modersohn-
Becker, Fritz Mackensen, Hans am
Ende, Fritz Overbeck og Heinrich
Vogeler, lifðu allir sitt blómaskeiö á
mörkum 19. og 20. aldarinnar.
Þetta listafólk telst til fremstu lands-
lagsmálara og áhugaverðustu lista-
manna Þýskalands á þessum tíma.
Sýningin er sett uþþ í samvinnu
Goethe-Zentrum Reykjavík og Lista-
safns Kópavogs. Hún er opin alla
daga nema mánudaga frá kl. 11-17
og henni lýkur sunnudaginn 17.
september.
■ MÁLVERK FRÁ MARS Nú er í
gangi málverkasýningu Williams K.
Hartmanns í Odda. Sýningin er í
tengslum við alþjóðlega ráðstefnu
um könnun heimskautasvæða og
jökla á Mars sem haldin verður dag-
ana 21.-25. ágúst. Sýningin, sem
nefnist Rauða plánetan, er opin frá
09.00-22.00. Sýningunni lýkur 28.
ágúst. Um sölusýningu er að ræöa.
■ KERAMIK OG LÁGMYNPIR j
MAN Margrét R. Kjartansdóttir og
Sigurborg Jóhannsdóttir sýna verk
sín í listasalnum MAN aö Skóla-
vöröustíg 14. Á sýningunni eru ker-
amikverk og lágmyndir unnar í tré.
Opið er á verslunartíma virka daga
og milli klukkan 13 og 17 um helg-
ar. Sýningin stendur til 29. ágúst.
■ ANNE KATRINE DOLVEN í 18
Þessa dagana sýnir norska listakon-
an Anne Katrlne Dolven málverk og
myndbandsverk sín í i8. Sýningin
stendur til 10. september. Opið er
fimmtudaga til sunnudaga frá
14-18.
■ BEZTI HLEMMUR í HEIMI 9 ÍS-
lenskir myndlistarmenn auk erlendra
gesta búa til listaverk fyrir sýning-
una, sem samanstendur af Ijós-
myndum, skúlptúrum, málverkum,
Ijósi, hljóöi, gjörningum, vefsvæði og
tónlist sem allt hefur tilvísun í um-
hverfi og mannlíf Hlemms.
■ PAKKHÚSH) Á HÓFN í
HORNAFIRÐI Fjórir listamenn sýna
skúlptúr, lágmyndir og málverk
dagana 17. ágúst til 3. september.
Listamennirnir eru Inga Sigga
Ragnarsdóttir, Fellcltas Gerstner,
Jockel Heenes og Inga Jónsdóttir.
■ RAUÐAVATN 17 listamenn hafa
sett upp útilistaverk við Rauðavatn.
Reyndu aö finna þau.
■ LANDSVIRKJUN Tvær myndlistar-
sýningar eru í orkustöðvum Lands-
virkjunar til 15. seþtember. Annars
vegar við Ljósafoss við Sogið og
hins vegar í Laxárstöð í Aðaldal.
Sjá nánar: Líflö eftlr vinnu á Vísi.is
Skúli Nielsen rakari
Á nýju rakarastofunni í Bolholti þurfa menn ekki lengur aö ganga í brakandi sloppum.
Skúli Nielsen hefur klippt og rakað menn í tæp fimmtíu ár:
Kunnu ekki að klippa sítt hár
Skúli Nielsen hefur klippt og rakað
menn í 47 ár. „Ég ætlaði aldrei að
verða rakari. Það var ekki auðvelt að
komast í nám og því gripu strákar
tækifærið fegins hendi ef þeir komust
í nám. Ég var að spá í siglingar og
byrjaði því sem messagutti á Esjunni.
Þegar ég kom í land eftir fýrsta túrinn
fékk ég flensuna. Það var illa þokkað
að maður gengi um götumar og gerði
ekki neitt. Faðir minn Orla Nielsen,
sem þá var rakari, sagði að það væri
laus sloppur á rakarastofunni sinni
svo ég skyldi bara prófa rakarastarf-
ið,“ segir Skúli.
Það gerði Skúli og eftir að hann
lauk námi gerðist hann síðan meðeig-
andi fóður síns, fyrst á Hverfisgötu en
síðar opnuðu þeir rakarastofú í Heklu-
húsinu inni á Laugavegi. „Við fengum
boð um húsnæði þar en það þótti ekki
mjög spennandi staður því hann var
svo langt út úr. Við vildum því ekki
sleppa hinni svo ég byijaði einn upp
frá. Ári seinna var þetta orðið fimm
manna stofa og önnur stærsta stofa
Giftist sömu
konunni aftur
Hinn ástr-
alski Mel
Gibson hef-
ur löngum
haldið
tryggð við
fjölskylduna
og það þrátt
fyrir frægð,
frama og
kvennafans
kvikmynda-
heimsins. Gibson, sem er sjö bama
faðir, veit fátt betra en að knúsa og
kjassa bömin sín sem em á aldrin-
um 14 mánaða til 19 ára. í nýjustu
mynd sinni, The Patriot, lék hann
einmitt sjö bama foður en reynslan
úr daglega lífinu kom þar í góðar
þarfir að eigin sögn. Mel er giftur
Robyn Gibson og á síðasta afmælis-
degi hennar ákváðu þau að gifta sig
í annað sinn frammi fyrir bömun-
um. Mel viðurkennir þó að stutt sé
í töffarann.
bæjarins. Við fluttum svo í Sjónvarps-
húsið þegar Hekla þandist út,“ segir
Skúli.
Sinn eigin herra
Þegar faðir Skúla hætti tók síðan
við samstarf með öðrum rakara þang-
að til í júlí síðastliðnum þegar Skúli
ákvað að gerast sinn eigin herra aftur
því hann var ekki tilbúinn að leggja
skærin á hilluna. Miklar breytingar
hafa orðið á faginu síðan Skúli byrjaði
fyrst að klippa en ekkert breytti eins
miklu og bítlatímabilið þegar karl-
menn fóru að safna hári. „Þegar bítla-
hárið kom til sögunnar varð að gripa
til nýrra ráða og Meistarafélagið brá á
það ráð að fá erlenda rakara til að
kenna mönnum að klippa upp á nýtt.
Menn þurftu að læra að klippa sítt hár.
Þetta þjappaði félagsmönnum saman
og varð til góða fyrir greinina," segir
Skúli og bætir við að það sama hafi
gerst þegar menn fóm að klippa af sér
bítlahárið. Þeir sem lærðu á meðan
tímabilið stóð yflr þurftu að læra að
khppa stutt hár. „Herrar em í dag
mun meðvitaðri um hártískuna og
vilja því meira en klippingu, t.d. strip-
ur og litun. Þeir gera líka meiri kröfúr
um að hárið sé í lagi,“ segir Skúli. Þá
er ekki lengur talað um rakara og hár-
greiðsludömur heldur er fagið orðið
það eitt og sama.
Brakandi sloppar
Rakstur var eitt af því sem menn
fengu á rakarastofum áður fyrr, eins
og nafn þeirra gaf til kynna. „Finir
herramenn í bænum komu og létu
raka sig tvisvar í viku en aðeins örfá-
ir láta raka sig á stofu í dag. Eldri rak-
arar kunna að raka en þeir yngri em
ekki eins vanir því,“ segir Skúli og
bætir þvi við að hann hafi samt ákveð-
ið að kalla nýju stofuna rakarastofu.
Fram til 1960 urðu rakarar að ganga í
hvítum sloppum vegna heilbrigðiseft-
irlitsins. „Þeir komu í heimsókn reglu-
lega til að athuga með hreinlætið.
Sloppamir vom hálfgerð pína, sérstak-
lega á mánudagsmorgnum þvi þá
komu þeir nýþvegnir og það brakaði í
þeim því stífelsið var svo mikið Það
var varla hægt að ná þeim í sundur og
maður þurfti að fara í góða leikfimi
áður til að komast í þá,“ segir Skúli.
Hann segir að það sem honum líki
best við starfið sé að þjóna viðskipta-
mönnum sínum sem fléstir em karl-
menn. Skúli á marga fasta kúnna sem
hafa fylgt honum lengi og sumir hafa
komið í stólinn til hans í fjörutíu ár og
hann hefur klippt allt upp í fjóra ætt-
liði í einu. „Slikir viðskiptavinir em
mjög tryggir. Ég þarf ekki að spyrja
þannig menn hvað þeir vilja, því ég
veit hvað þeir viija,“ segir Skúh. Rak-
arar era heilmiklir sálfræðingar, að
mati hans, því mönnum fmnst gott að
létta á sínum málum viö þá og tala
stundum úm mál sem þeir myndu ekki
einu sinni segja eiginkonunni frá.“
Svo opnar rakarinn sig líka stundum
fyrir viðskiptavinunum en þegar rætt
er um persónuleg mál em þau líka
gleymd þegar dymar lokast,“ segir
Skúli að lokum. -MÓ
C. Zeta Jones á
heimleið
Velska stjaman Catherine Zeta
Jones, unnusta kynlifsfíkhsins
Michael Douglas, ætlar th Wales til
þess að
skira
nýfæddan
son sinn,
Dylan
Michael. Að
sögn Jones
vill hún
einnig að
amma
hennar, sem
er 84 ára og
á bágt með
að ferðast,
fái tækifæri til þess að hitta
langömmubamið sitt.
Skírnin mun eiga sér stað í
Clyne-kapehunni í Swansea, en
þangað mun Jones oft hafa farið
þegar hún var barn að aldri.
Einkaþota bíður þess nú að
mæðginin verði ferðbúin.
mwmk
ittMn
mUTTJTF
HllMli
• iu’U il
iitilm
■i
■i"iiii'ii.
n „'in'j.
... 7!!
§ //íl(!í íj!
ittiíim
■ ■; w
mwv
KClttJtj
•*»»" '
Getur vel viö unaö
David Beckham ætti aö geta vel við unaö þessa dagana. Nýveriö fór
matvælaframleiöandinn Nestlé fram á þaö viö kappann aö hann myndi
auglýsa fyrir þá morgunkornið þeirra, Shreddies. Taki hann tilboöinu mun
hann hafa um sjö milljónir punda í árslaun.