Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2000, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 2000 13 Fjölbreytt verkefni á nýju starfsári Þjóðleikhússins: Tsjekhov, Antígóna og Andri Snær Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri hóf setning- arávarp sitt á að lýsa því hve ánægjulegt hefði verið að fylgiast með viðbrögðum gesta á Sjálfstæðu fólki í Þýskalandi i vikunni sem leið, en sýning Þjóðleik- hússins á þessu mikla verki var hluti af framlagi ís- lands til heimssýningarinnar EXPO 2000 í Hannover. „Leiksýning leikin á íslensku í á sjötta klukkutíma heiilaði greinilega Þjóðveija svo rækilega að fagnað- arlátum, klappi, stappi og bravóhrópum ætlaði aldrei að linna," sagði Stefán, að vonum stoltur og glaður. Fram undan er 51. leikár hússins en ekki láta starfsmenn þar deigan síga þótt afmælishófíð sé búið. Fram undan eru ellefu nýjar sýningar auk ýmissa uppákoma og verka sem tekin eru upp frá því í fýrra. Þeirra á meðal er hin frábæra sýning á Draumi á Jónsmessunótt sem frumsýnd var á afmælisdeginum sl. vor. Tvö ný íslensk verk Á Stóra sviði hússins verður fýrst frumsýndur Kirsuberjagarðurinn eftir Tsjekhov undir stjórn Rimasar Tuminas og hans aðstoðarmanna. Þetta er vinsælasta verk þessa sívinsæla höfundar og verður spennandi að sjá hvemig Rimas túlkar það. Uppsetn- ingar hans hér á landi hafa alltaf vakið mikla athygh og fýrir Mávinn eftir Tsjekhov sem hann setti upp í Þjóðleikhúsinu hlaut harrn Menningarverðlaun DV árið 1994. Aðrar sýningar á Stóra sviðinu verða á bamaleikritinu Blái hnötturinn eftir Andra Snæ Magnason en sú saga fékk sem kunnugt er íslensku bókmenntaverðlaunin fýrr á þessu ári, hið sígilda gríska stórvirki Antígóna eftir Sófókles um banvæna árekstra valds og tilfmninga, Laufrn í Toscana eftir Lars Norén og söngleikurinn Syngjandi í rigning- unni. Á Litla sviðinu verður hitt nýja íslenska verkið á árinu frumsýnt í janúar, Já, hamingjan eftir Kristján Þórð Hrafnsson. Önnur verk þar era Horfðu reiður um öxl eftir John Osbome og Maðurinn sem vildi vera fúgl eftir William Wharton og Naomi Wallace. Á Smíðaverkstæðinu fá Ástkonur Picassos að segja sög- ur af lífinu með listmálaranum sem Brian McAvera leggur þeim í munn, auk þess verða þar gamanleik- ritið Með fúlla vasa af gijóti eftir Marie Jones og átakaverkið í hjarta Emmu eftir David Hare. Leikstjórar em jafnmargir og verkin í Þjóðleikhús- inu. Þórhallur Sigurðsson stýrir Bláa hnettinum, Kjartan Ragnarsson Antígónu, Viðar Eggertsson Laufunum í Toscana, Stefán Baldursson stýrir sjálf- ur verki Osbomes, Melkorka Tekla Ólafsdóttir stýrir Já, hamingjan en henni tókst fima vel upp við Abel Snorko fyrir fáeinum misserum, Hilmir Snær Guðnason stýrir Manninum sem vildi vera fugl og Vigdís Jakobsdóttir stýrir I hjarta Emmu. Gunnar leikur Pétur Gaut Auk þess verða ýmsir viðburðir í húsinu og ber þar helst að geta þess að í tilefni af 75 ára aftnæli Gunnars Eyjólfssonar 24. febrúar flytur hann ein- leiksútgáfu á Pétri Gaut eftir Ibsen, en Pétur sá á líka stórafmæli, var frumsýndur fýrir 125 árum þann sama dag. Sérstök samstarfsverkefni leikhússins við aðra hópa em á harmleiknum Medeu undir stjóm Hibnars Oddssonar sem sett er upp með Leikfélagi Is- lands og fleiri aðilum og edda.ris sem er nýstárleg út- færsla Bandamanna á Skímismálum. Frumleiki og fágun Reynslan hefur kennt þeim sem þetta ritar að ekki skyldi maður búa sig undir eintómar leið- inda uppákomur þegar nútíma- eða tilraunatón- list er annars vegar. Þótt vissulega geti þetta ver- ið misjafnt er það svo að oftast er manni komið skemmtilega á óvart. Það gerðist á Hótel Borg á mánudagskvöld er leiddu þar saman hljóðfæri sín og hugmyndir Hilmar Jensson gítarleikari, Teije Isungset slagverksleikari, Arve Henriksen trompetleikari og Jorma Tapio saxófón- og flautuleikari. Þeir eru frá menningarborgunum Helsinki, Bergen og Reykjavík og kallast uppá- koma þeirra Tré... IA77HÁTÍD Vm REYKJAVÍKUR 2 -10. lemMIER 2000 Ég veit ekki hvort tónlist fjórmenninganna hef- ur beinlínis þann tilgang að koma áheyrendum yfir á nýtt vitundarstig án nokkurra kemískra efna en mér fannst Tré komast nálægt því og einnig því að sýna fram á frumþörf mannskepnunnar fyrir heim úr hljóði til jafns við hinn efnislega heim. Til dæm- is þá þörf að klappa á hluti úr viði og málmi og spá í hvemig þeir hljóma. Það kom fram í frumsmíð- uðu ásláttarverkfærasafni Terje og hvernig hann meðhöndlaði það og í því hvemig nýjasta tækni með ýmsum effektum, hljóðsörpum og tónbreytum var beitt til að ná fram býsna mögnuðum áhrifum, jafnvel einhverju sem minnti á veður og vinaa og náttúrudulmögn. Þetta voru eiginlega fremur hljóð- leikar en tón- eða hljómleikar og geysilega magnað- ir og ekki spillti fýrir mynd- og dansverk Helenu Jónsdóttur. Annar heimur Úr þessum frumlega, frumstæða en jafnframt tæknivædda hljóðheimi á Hótel Borg var gangið inn í annan, fágaðan en ekki síður merkilegan, hljóðheim hjá píanóleikaranum Arne Forchammer og tríói hans. Forchammer er alveg dásamlegur píanóleikari og sama má segja um hjálparkokka hans, Birgit Lökke Larsen trommara og Jesper Bodilsen bassaleikara. Það má segja að þetta kvöld hafi verið slagverksveisla því að Birgit var ekki spör á slagverkið fremur en Terje. Var hún með gjöll ýmisleg og bjöllur og symbala og gong af ýmsum stærðum og gerðum og lék firnavel á þetta allt saman. Aðallega lék tríóið frumsamið efni eftir Ame og Birgit en líka tvö lög eftir George Gerschwin. Frumsömdu verkin spunnu nokk- uð vítt svið, voru ýmist jarðbund- in eða sveimandi, daðrað var við frjálsdjass en heildin samt fremur rómantísk eða jafnvel impressjón- isk. Svei mér þá ef andi Debussys sveimaði ekki yfir vötnunum í lagi sem ber nafn eftir frönskum bæ, La Balance, og jafnvel í laginu Spor líka. Ekki orð um það meir. Næstsíðasta lag þeirra, Tango- mania, verður að teljast alger snilld. Frábær samleikur og ljúf stemning einkenndi þessa tón- leika. Að svo komnu var úthald pistla- skrifara að þrotum komið og líka plássið í blaðinu svo að tríóin Jazzandi og Fortral Hávarðar Valdimarssonar urðu, veskú, að bíða betri tíma enda ekkert nema framtíð sem blasir við þeim ungum mönnum. Ingvi Þór Kormáksson ___________________Menning Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Dís segir sjálf frá Hún heitir Dis og er alin upp í Bú- staðahverftnu, þessu umkomulausa hverfi sem húkir utan í brekkunni milli Elliðaárdals og Sogavegar, og hún öf- undar þá sem era úr Notting Hill Vog- anna þar sem allir frægu strákamir ólust upp. í haust kemur út hjá Foriag- inu sagan sem er að gerast í lifi hennar þessa dagana - gott ef þetta slúður næst ekki inn í handritið. Sagan byijar sem sé í júní 2000 og endar laust fýrir útgáfu- dag í lok október. Þetta verður svona „hveijir vom hvar“ samtímasaga og ef þú ert ekki með i henni ertu algert slát- ur, vinur... Höfundamir em þrjár reykvískar yngismeyjar sem skrifa bókina saman og Dís og upplifanir hennar em eins konar samnefnari þeirra allra. Fyrst i stafrófinu er Bima Anna Bjömsdóttir (f. 1976) , blaðamaður á Morgunblaðinu, svo kemur Oddný Sturludóttir (f. 1977). Hún er píanóleikari og píanókennari en var áður hljómborðsleikari í rokksveitinni Ensími. Loks er svo Silja Hauksdóttir (f. 1977) . Hún er BA í heimspeki, var á tímabili framleiðandi þáttanna Sílikon á Skjá 1 og Sjáðu á Stöð 2. Eins og við munum kom hún eins og vatnadís i rauðum kjól (sjá mynd) upp úr sjónum við Viðey í Draumadísum Ásdísar Thorodd- sen um árið og lék líka stórt hlutverk í Fíaskó. Ansi fín á báðum stöðum. Nýr útgáfu- stjóri Forlagsins, Kristján B. Jónas- son, neitar því ekki að þessar þrjár draumadísir hafi verið honum mikil upplyfting í sumar- stressinu... Söngsveitin Fílharmónía Síðasta starfsári Söngsveitarinnar Fílharmóníu lauk í maí með því að kór- inn fagnaði fjörutíu ára afmæli sínu þegar hann frumflutti ásamt Sinfóniu- hljómsveit íslands verkið Immanúel eft- ir Þorkel Sigurbjömsson sem hann samdi sérstaklega fýrir Söngsveitina. Verkefnin í vetur em spennandi. Á að- ventunni verða hefðbundnir aðventu- tónleikar í Langholtskirkju en aðalverk- efnið er flutningur C-moll messu eftir Mozart á tvennum tónleikum um mán- aðamótin mars-apríl, einnig i Lang- holtskirkju. Fleiri tónleikar em fýrir- hugaðir og utan ætlar Söngsveitin næsta sumar. Við upphaf þessa starfsárs gengst Söngsveitin fyrir námskeiði fyrir áhugafólk um kórsöng. Þar verður farið yfir undirstöðuatriði í nótnalestri og raddbeitingu undir leiðsögn Huldu Guð- rúnar Geirsdóttur söngkonu og em þeir sem áhuga hafa á að starfa í Söngsveit- inni hjartanlega velkomnir á námskeið- ið. Enn þá em laus sæti í öllum röddum Söngsveitarinnar. Stjómandi er Bem- harður Wilkinson sem einnig gegnir stöðu aðstoðarhijómsveitarstjóra Sin- fóníuhljómsveitar íslands, og undirleik- ari er Guðríður Sigurðardóttir píanó- leikari. Formaður er Lilja Ámadóttir sem veitir allar nánari upplýsingar í síma 898 5290. Hvað ungur nemur Börn koma gersamlega hjálparvana í heiminn en á aðeins 5-6 árum verða þau að einstaklingum sem búnir em marg- víslegum hæfileikum, geta talað, haft þroskuð samskipti við aðra og hugsað sjálfstætt. í bókinni Hvað ungur nemur... Fróðleikur fyrir for- eldra til að örva þroska og námshœfni bama frá fæóingu til skólaaldurs er út- skýrt í máli og fjölda mynda hvað barnið tileinkar sér á hverju þroskastigi, hvemig það skynjar umhverfl sitt á ólíkan hátt eftir aldri og rannsakar heiminn. Bókinni er ætlað að aðstoða foreldra við að örva bamið til frekari þroska með leikjum og öðrum athöfhum sem gagn og gaman er að. Höfundur er Dorothy Einon sálfræð- ingur og sérfræðingur í þroska bama. Kolbrún Sveinsdóttir þýddi og Mál og menning gefur út. dohothybmom hvað'unguf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.