Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2000, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2000, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 2000 37 DV Tilvera* Bíófréttir Vinsælustu kvikmyndirnar í Bandaríkjunum: Slök aðsókn á langri helgi Frídagur verkamanna var á mánu- daginn í Bandaríkjunum og því var þar löng helgi. Yfirleitt þykir ástæða í Bandaríkjunum til að setja stórmyndir á markaðinn þegar aukadagur bætist við helgina en ekki þegar frídagur verkamanna á í hlut. Það hefur sýnt sig að einhverra hluta vegna er aðsókn í bió einna minnst á árinu þessa helgi. Voru því settar á markaðinn kvik- myndir sem ekki þóttu til stórra af- reka, enda fór það svo að gagnrýnend- ur rökkuðu niður tvær þeirra, Whipp- ed og Higlander: Endgame. Aöstand- endur þeirrar síðastnefndu höfðu enga sérstaka sýningu fyrir gagnrýnendur og þurftu þeir sem skrifuðu um mynd- ina að borga sig inn á hana eins og hver annar kvikmyndahúsagestur. Þótt dómar þeir sem birst hafa um Hig- hlander: Endgame séu slæmir er það ekkert miðað við þá útreið sem Whipp- ed fær, en hún er af mörgum talin það versta sem komið hefúr fyrir augu þeirra í langan tíma. Annars eru litlar breytingar á listanum frá því í síðustu Highlander: Endgame Christopher Lampert bregöur sér í fjóröa sinn í gervi Hálendingsins Connar Macieods. viku. Stelpumyndin Bring It Out er enn vinsælasta kvikmyndin en spennumyndin Art of War dettur nið- ur í florða sæti og minnkaði aðsóknin á hana um 40% sem þýðir að hún hef- ur „floppað". HELGIN 1. til 4. september ALLAR UPPHÆÐIR i ÞÚSUNDUM BANDARÍKJADOLLARA. SÆTI FYRRI VIKA TITILL HELGIN : INNKOMA ALLS: FJÖLDI BÍÓSAL © 1 Bring It On 14.170 36.649 2410 0 3 The Cell 8.929 46.270 2444 Q 4 Space Cowboys 8.640 74.535 2795 O 2 The Art of War 7.685 24.451 2630 O Highlander: Endgame 6.223 6.223 1543 o 6 What Lies Beneath 5.952 138.783 2407 o 5 The Orginal Kings of Comedy 5.803 28.790 952 o 7 The Replacements 4.475 36.879 2485 o 9 Nutty Professor II: The Klumps 3.882 115.031 2133 © 8 The Crew 3.714 9.215 1515 © 10 Autumn in New York 3.603 31.976 2216 0 17 Saving Grace 2.971 6.744 875 © 11 Coyote Ugly 2.873 53.548 1822 © _ Whipped 2.729 2.729 1561 © 12 Hollow Man 2.517 70.202 1949 © 13 Bless the Child 2.436 26.244 1942 © _ Gone In 60 Seconds 1.711 98.696 1426 © _ Dinosaur 1.711 135.606 1426 © 10 The Perfect Storm 1.699 177.845 1004 © 8 X-Men 1.640 153.257 848 Vinsælustu myndböndin: Kóngarnir á toppinn Leonardo DiCaprio hefur ekki tekist að fylgja eftir sigri sínum í Titanic, hefur mun meira verið á síðum æsifréttablaða vegna atvika í einkalífi sinu heldur en vegna starfs síns. Fyrsta stóra hlutverkið sem hann lék í á eftir Titanic var í The Beach, sem náði litlum vin- sældum. DiCaprio þarf því að fara að hugsa sinn gang svo hann verði ekki innan við þrítugt ein af fyrr- verandi stórstjörnum kvikmynd- anna. The Beach kemst aðeins í fjórða sæti listans í fyrstu tilraun. Þrír kóngar með Ge- orge Clooney og Mark Wahlberg (leika einnig saman í The Perfect Storm) fer aft- ur á móti með látum í fyrsta sætið. Þar er á ferðinni óvenjuleg og skemmtileg kvik- mynd sem segir frá þremur hermönnum í Persaflóastríðinu sem ætla að nota tækifær- ið áður en farið er heim á leið og ná sér í fjársjóð sem þeir hafa fréttir af. Ein önnur ný mynd er á listan- um, hin danska I Kina spiser de hunde, ágæt mynd frá frændum okkar Dönum sem ör- ugglega eru í fremsta sæti af Norðurlanda- þjóðunum hvað varð- ar kvikmyndir. Þrir kóngar George Clooney ieikur einn þriggja hermanna sem ætla aö hagnast á stríöinu. SÆTI FYRRi VIKA TITILL (DREIFINGARAÐIU) VIKUR ÁUSTA O _ Three Kings (sam-myndböndí í Q í American Beauty (sam-myndböndi 3 Q 2 Man on the Moon (sam-myndböndi 2 Q _ The Beach (skífan) 1 Q 5 Joan of Arc (skífan) 2 Q 3 The Whole Nine Yards (myndform) 6 Q 6 Stigmata iskífan) . 4 O 4 Final Destination (myndform) 5 O 7 The Green Mile (háskólabíö) 7 © _ 1 Kina spiser de hunde (myndformj 1 © 8 Mystery Alaska (sam-myndböndi 4 © 12 Anywhere But Here (skífani 3 9 Double Jeopardy (sam-myndbönd) 8 © 11 Fíaskó (HÁSKÓLABÍÓ) 4 © 13 Angela's Ashes (háskólabíó) 2 © 17 Tarzan (sam-myndbönd) 3 © 10 Dogma (skífan) 8 © _ Magnolia (myndbönd) 6 © 14 The Bone Collector iskífan) 10 © - Myrkrahöfðinginn iháskólabíó) 1 Þjoöiog, dægurlog, djass og gospel Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur leggur áherslu á létta og skemmtilega dagskrá. Nýr kvennakór á gömlum merg: Syngjandi sveifla Nýr kvennakór, Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur, hefur verið stofnaður í Reykjavik. Fyrirrenri- ari kórsins er Léttsveitin sem áður tilheyrði Kvennakór Reykjavíkur. í vor slitnaði upp úr samstarfi Léttsveitarinnar og Kvennakórs Reykjavíkur en áhugasamir félag- ar Léttsveitarinnar ákváðu þá að halda áfram hinu gróskumikla starfl sem unnið hefur verið innan kórsins undanfarin 5 ár. Kvenna- kórinn Léttsveit Reykjavíkur er annar kórinn sem stofnaður er í kjölfar breytinga hjá Kvennakór Reykjavíkur en Margrét Pálma- dóttir, stofnandi Kvennakórs Reykjavíkur, hefur þegar stofnað listhús raddarinnar sem hún nefn- ir Domus Vox. Léttsveitin leggur áherslu á létta og skemmtilega tónlist, eins og nafn hennar gefur tO kynna. Sung- in er bæði islensk og erlend tónlist, þjóðlög, dægurlög, djass og gospel. í haust eru bæði ný og nýstárleg verkefni á efnisskrá kórsins. Á komandi starfsári eru tvennir tónleikar á dagskrá Léttsveitarinn- ar en kórinn tekur líka að sér að koma fram við ýmis tækifæri, svo sem á árshátíðum og þorrablótum. Stjómandi Léttsveitarinnar er sem fyrr Jóhanna Þóhallsdóttir og Aðalheiður Þorsteinsdóttir verður áfram píanóleikari hennar. Kórinn hefur undanfarin ár ver- ið skipaður um 100 konum en með-’*- al markmiða hans er aö efla söngá- huga kvenna á höfuðborgarsvæð- inu. Á hverju ári eru breytingar í röðum söngkvenna kórsins þannig aö í haust veröur nýjum félögum samkvæmt venju gefmn kostur á að ganga í kórinn. Formlegur stofnfundur Kvenna- kórsins Léttsveitar Reykjavíkur verður haldinn 22. september næstkomandi kl. 20 í húsi Karla- kórs Reykjavíkur, Ými. ■e ÐV-MYND ÖRN ÞÓRARINSSON Spjallaö um laxinn Hér sitja þeir viö heita pottinn í makindum og spjalla, eflaust meira og minna um laxinn, þeir Ólafur Valgeirsson, iaug- arvöröur i Selárdalslaug, ásamt Vopnfiröingunum Siguröi Björnssyni í Holti og Gunnari Sigmarssyni. Sundlaug á frábærum stað: Fylgst með glímunni við laxinn af laugarbakkanum DV. VQPNAFIRÐI:______________________ „Heimafólk er duglegt að sækja laugina en í sumar hefur líka komið margt aðkomufólk. Sumarið hefur verið með eindæmum gott eftir að hlýnaði um miðjan júlímánuð og fjöldi ferðafólks lagt leið sína hingað. Ætli laugargestir verði ekki rúmlega fjögur þúsund talsins. Svo kemur á hverju ári margt fólk hingað 1 fjörð- inn í sambandi við laxveiðina," sagði Ólafur Valgeirsson, starfsmaður Sel- árdalslaugar, þegar fréttamaður staldraði við hjá honum á dögunum. Sundlaugin í Vopnafirði er í Selár- dal um 12 km frá þorpinu en malbik- aður vegur er alla leið. Hún er á sér- lega skemmtilegum stað við bakka Selár í skjólgóðu og vel grónu gili. Stærðin er 12,5 x 6 metrar og dýpið frá einu og að tveimur metrum. Ágæt búningsaðstaða er við laugina, einnig heitur pottur og stór sólpallur. Af bakka laugarinnar geta gestir fylgst með veiðimönnum glíma við laxinn í Selá á svokallaðri Sundlaugarbreiðu sem er einn af bestu veiðistöðum ár- innar. Ólafur sagðist starfa við laugina yfir helsta ferðamannatimann í júlí og ágúst. Þess utan væri þar ekki fast- ur starfsmaður. Hins vegar stæðu mannvirkin opin þeim sem vildu fara í laugina. Það væri gerð sú krafa til fólks að það gengi bærilega um bæði laug og hús og það væri nær undan- tekningarlaust gert enda lægi fyrir að ef umgengni væri ekki í lagi yrði þessu einfaldlega lokað því enginn grundvöllur væri fyrir að hafa starfs- mann þama á launum yfir haust- og vetrarmánuðina. -ÖÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.