Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2000, Blaðsíða 6
6
FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2000
Fréttir
DV
Halldór Ásgrímsson í yfirheyrslu DV:
Það er ekkert
fararsnið á mér
Yfirheyrsla
Garðar Orn Ulfarsson og
Höröur Krisijánsson
blaðamenn
Rætt hefur verið um að þú
flytjir þig um set og bjóðir þig
fram í Reykjavík í næstu al-
þingiskosningum. Hver væri
helsti kostiu* þess?
„Það er afar þýðingarmikið fyrir
alla stjórnmálaflokka að hafa
sterkt fylgi á höfuðborgarsvæðinu.
Sumir halda því fram að ég geti
kallað það fram. Ég legg ekki dóm
á það en held að þetta gerist á
lengri tíma og með öðrum hætti.
Við erum að byrja að endurskipu-
leggja okkur í nýjum kjördæmum
og erum ekki farin að ræða um
framboð í næstu kosningum. Ég
hef verið á Austurlandi síðan 1974
og hef aldrei ætlað mér annað. Nú
er komnar upp nýjar aðstæður
sem ég hef ekki enn tekið á en ég
hef heyrt þessar raddir og er að
sjálfsögðu ánægður með aö menn
halda að það geti verið eitthvert
áframhaldandi gagn í mér í stjóm-
málum. Það er hins vegar ekki
mitt að taka ákvörðun um fram-
boðsmálin í Reykjavík."
Stuöningsmaður R-listans
Hverjir væru helstu kostir
þess fyrir Framsóknarflokkinn
að bjóða fram sjálfstæðan lista
í næstu borgarstjómarkosning-
um?
„Með því yrði Framsóknarflokk-
urinn sýnilegri í borgarmálum.
Ókostirnir eru þeir að flokkurinn
hefur staðið af fullu afli í því sam-
starfi sem þar á sér stað og mjög
margir flokksmenn lagt sig fram í
því. Við erum ekki einir í þessu
samstarfi og erum ekki þeir einu
sem munu taka ákvörðun um
framhald þess. Það eru fyrst og
fremst framsóknarfélögin í Reykja-
vík sem þurfa að vinna úr þessu
máli og taka ákvörðun. Ég hef ver-
ið stuðningsmaður R-listans og
verð það svo lengi sem Framsókn-
arflokkurinn starfar með honum
og hefur þar þau áhrif sem honum
sæmir.“
Fáir snertifletir viö VG
öfl á vinstri vængnum hafa
áhuga á myndun vinstri stjórn-
ar með þátttöku Framsóknar-
flokksins. Hvað á Framsóknar-
flokkurinn helst sameiginlegt
með vinstri-grænum?
„Vinstri-grænir hafa nánast ver-
ið á móti öllu sem við höfum verið
að gera. Það hafa því ekki verið
margir snertifletir með þeim. Það
hefur ekki verið í utanródsmálum
og stefna okkar í iðnaðar- og stór-
iðjumálum hefur verið þeim
andsnúin. Einnig margt af því sem
við höfum verið að gera til að færa
ríkisreksturinn nær nútímanum og
færa margt sem talið hefur verið
sjálfsagt að ríkið
Miklir ókostir Evrópusam-
bandsins
Hver er helsti ókostur þess
fyrir íslendinga að ganga ekki í
Evrópusambandið?
„Spurningin er þessi: Hverra
kosta eigum við völ? í stórum drátt-
um eigum við kost á því að vera
áfram í Evrópska efnahagssvæðinu,
með þeim kostum og göllum sem
því fylgir, eða að verða fullir þátt-
takendur í Evrópsamstarfmu. Báð-
ar þessar leiðir hafa mjög mikla
ókosti. Stundum er það létt í lifinu
að segja að af tvennu illu verði
hvorugt valið en þegar upp er stað-
ið er það nú ekki leiðin. Þetta er
einfaldlega erflðasta og mikilvæg-
asta verkefni íslenskra stjómmála á
næstu árum og það krefst mikillar
umræðu þar sem engin leið er ein-
hlít og ekkert svar er einfalt. Sem
stjómmálamaður, sem er búinn að
vera að í meira en
stæði fyrir til einka- Ég er dð sjálfsögðu aldarfjórðung, tel ég
aðila. Við höfum að við verðum að
lýst því margoft yfir anœ§ður með Clð mentl a við þetta
að við viljum taka halda að það geti verið viðfangsefni. Og það
að okkur forystu-
hlutverk i ríkis-
stjóm á nýjan leik.
Það gerum við ekki
nema hafa til þess
afl. Vinstri-grænir
hafa kenningu gamla Alþýðu-
bandalagsins um þeim mun veikari
sem Framsóknarflokkurinn sé,
þeim mun betra fyrir þá: Eftir þvi
sem Framsóknarflokkurinn sé
veikari þeim mun lfklegri sé hann
til að vinna með þeim. Þetta er
grundvallar misskilningur og á
meðan þessi trú þeirra er svona rik
held ég að það geti ekki orðið mik-
ið samstarf á milli þessara flokka.
Þeir verða að vita það að Fram-
sóknarflokkurinn verður að hafa
afl og styrk til þess að hafa forystu
í ríkisstjórn. Ég á ekki von á því að
mönnum detti það almennt í hug
að þeir muni gera það.“
eitthvert áframhald-
andi gagn í mér í
stjómmálum.
ætlum við að gera í
mínum flokki.“
Er þriðja leiðin
ekki til?
„Að mínu mati er
hún ekki fyrir hendi. Nema þá hún
verði til í samningum við Evrópu-
sambandið. Svisslendingar hafa far-
ið þriðju leiðina með beinum samn-
ingum um ákveðin mál. Eftir að
menn hafa skoðað þá samninga eru
allir á því að það sé ekki leið.“
Hagsmuni þjóðarinnar í húfi
Er ekki von til þess að EES-
samningnum verði breytt svo
hann dugi?
„Það hefur engin breyting orðið á
EES-samningnum frá upphafi og
það eru nánast engar líkur á því að
það verði miklar breytingar á hon-
um. Við höfum reynt að ná fram
ýmsum lagfæringum á samningn-
um og það hefur gengið Ula. Nú er
verið að ræða verulegar breytingar
á Evrópusambandinu. Það á sér
stað gífurleg þróun sem við erum
litlir þátttakendur i en hefur þó
áhrif á okkar stöðu. Það liggur til
dæmis fyrir að ef sameiginleg mynt
nær yfir allt Evrópusambandið, sem
ekki er ólíklegt aö verði, þá skapast
vandkvæði hjá okkur að standa
utan við það samstarf.“
Myndi það ekki skapa vanda
við peningastjómun hér á landi
að taka upp aðild að þessu mynt-
samstarfi?
„Jú, en hins vegar kallar það á
mjög styrka fjármálastjórn að halda
gengi íslensku krónunnar stöðugu í
slíku umhverfi og verja hana gagn-
vart spákaupmennsku og ýmsum
utanaðkomandi áhrifum. Við höfum
þegar tekið yfir frelsin fjögur, þar á
meðal algjörlega frjálsa fjármagns-
flutninga, bæði til og frá landinu, og
það hefur að sjálfsögðu áhrif á gengi
íslensku krónunnar. Við þurfum að
taka ákvarðanir sem tryggja hags-
muni okkar sem þjóðar. Sem trygg-
ir hagsmuni atvinnuvega okkar og
samkeppnishæfni þeirra í þessu
nýja umhverfi. En þetta eru ekki
spumingar sem við þurfum að
svara á morgun. Þetta eru spuming-
ar framtiðarinnar og við þurfum að
búa okkur undir hana.“
DV-MYNDIR ÞOK
Nafn: Halldór Ásgrímsson
Staða: Formaður Framsóknarflokksins og utanríkisráðherra
Efni: Framsóknarflokkurinn, Evrópusambandið og Landssíminn
Flutningsnetið skiliö frá
Símanum
Það er meiningarmunur milli
stjórnarflokkanna varðandi
hvemig skuli standa að sölu
Landssímans. Verður hugsanlega
ekki af sölunni á þessu kjörtíma-
bili?
„Ég tel að það verði af einkavæð-
ingu Landssímans. Það er komin
mikil samkeppni á þessum markaði,
bæði innlend og alþjóðleg og hinn rík-
isrekni sími verður að svara þessum
aðstæðum. Ég veit ekki til þess að
það sé neinn ágreiningúr um það að
það sé nauðsynlegt að tryggja jafnan
aðgang að flutningsnetinu til þess að
stuðla þar að eðlilegri samkeppni.
Þetta er ekki aðeins spurning um það
að fá sem hæst verð fyrir símann
heldur líka um það hvemig fyrirtækj-
um og fólki í landinu er þjónað. Við
viljum átta okkur á
þvi áður en þetta
skref er stigið til fulls
hvort á að aðskilja
flutningsnetið algjör-
Við höfum lýst því
margoft yfir að við
viljum taka að okkur
lega með því að hafa forystuhlutverk í ríkÍS- miðöldum og það
um það sérstakt fyr- , • - - - • 7 •» varð til þess að það
irtæki. Við erum að StJÓm á nýjan leik. var ]agt niður."
hvemig
farið á markað, sem hefur komist hjá
því að eiga samvinnu á alþjóðlegum
markaði. Ég held að það blasi við að
það muni gerast í þessu fyrirtæki."
Áttu von á að brjóti á Lands-
símamálinu milli stjómarflokk-
anna?
„Nei, ég sé engar slíkar hindranir í
málinu."
VIII heyra flelra en já
Verður auðlindagjald tekið upp?
„Það má vel vera að það verði gert
í framtíðinni. Aðalatriðið er það að
viðkomandi atvinnugrein geti staðið
undir því en fari ekki á hnén. Ég á
von á því að einhverjar breytingar
verði og að menn nái því sem ég kalla
sátt. En sáttin gengur ekki út á það að
gera hvern einasta mann glaðan og
hrifmn. Þannig hefur
lýðræðið þar sem ég
þekki til aldrei virk-
að. Pólska þingið
haföi neitunarvald á
ræða hvernig það
verður gert og ég tel að það sé allt of
snemmt að segja að um það sé ágrein-
ingur.“
Erlend aöild blasir vlð
Formaðin- einkavæðingamefnd-
ar hefur sagt að sala Landssímans
geti hugsanlega farið fram í mars
á næsta ári.
„Ég vil ekki útiloka neitt í því en
ég hef ekki nokkra möguleika á að
setja dagsetningu á það fýrr en ég hef
séð heildarmyndina “
Hann nefhir þátttöku erlendra
fjárfesta?
„Mér þykir mjög eðlilegt að þegar
Landssíminn hefur verið seldur komi
erlendir aðilar inn i það vegna hinn-
ar alþjóðlegu samkeppni. Ég veit ekki
um neitt símafyrirtæki, sem hefur
Em flokksmenn þínir órólegir
vegna stöðu Framsóknarflokksins
í ríkisstjórnarsamstarfinu?
„Stundum er það. En við höfum
líka verið í stjómarandstöðu og þá
hefur líka verið óróleiki í einhverjum
í flokknum. Ég á von á því að það sé
í öllum flokkum og held að það sé
merki um líf. Ég hef engan áhuga á
því að vera í flokki þar sem aldrei er
nein hreyfing og aldrei heyrist neitt
annað en já. Það er hins vegar ágæt-
ur starfsandi og starfsgleði í Fram-
sóknarflokknum og viö þurfum á því
að halda því við erum heldur fá til að
reka þetta nauðsynlega verk okkar í
stjómarsamstarflnu. Ég skil það því
vel að menn þreytist og auðvitað lát-
um við á sjá eins og annað fólk. En
það er ekkert fararsnið á Framsókn-
arflokknum og það er ekkert farar-
snið á mér.“