Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2000, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2000 Hagsýni I>V Það er gamall og góður íslenskur siður að taka slátur: Haggis í Skotlandi, blóðmör á íslandi - margar aðrar þjóðir þekkja þennan sið og notfæra sér afurðirnar Lifrarpylsa, blóðmör, svið og steikt nýru eru gamall og þekktur matur á íslandi. Innmatur, og þá sérstaklega lifur og blómör, er blóð- aukandi og var löngum gefið þeim er þjáðust af blóðleysi. í gamla daga voru fjallagrös stundum mulin og sett saman við blóðmörinn sem þá var hefðbund- inn með mör. Engar tölur eru til um magnið en sé mikið notað af fjalla- grösum er dregið úr mjölmagninu. Þetta þótti gefa kraftmikið slátur, enda fjallagrösin góð og innihalda talsvert magn fæðubótarefna, svo nútímamál sé notað. Mysan var gerjuð og lageruð þar til hún var orðin vel súr og notuð til drykkjar og til að sýra í henni mat. Áður fyrr var notað miklu minna rúgmjöl í slátur, það var einfaldlega ekki til í jafnmiklum mæli og nú er. Jafnvel kom fyrir að aðeins fjalla- grös voru notuð og þá var blóðið ekki vatnsblandað heldur hafður mikill mör og fjallagrös. Seinna þeg- ar meira rúgmjöl fór að fást óx hlut- ur þess á kostnað fjallagrasanna en eftir því sem meira er af rúgmjöli þarf minna af mysunni eða súrnum og sé fullt ílátið af blóðmörskeppum með rúgmjöli er nóg að setja aðeins vatn því rúgmjölið sýrir vatnið. Rúsínuslátur og fjallagrös Sumir vilja fá sætt bragð af blóð- mömum og setja rúsínur í stað mörs. Það minnkar um leið fitu- magnið en rúsínuslátur er heldur stifara en venjulegur blóðmör. Hvaðan siðurinn er kominn veit ég ekki en hann þekkist víða. Yfirleitt er búið til minna af því en hefð- bundnum blóðmör og þá notaðir um 2 1 af blóði og á móti því 2,7 kg rús- ínur. Hlutfóllin af þurrefnum eru þau sömu og í hefðbundnum blóð- mör. Gamaldags lifrarpylsa Lifrarpylsan var talin ástarréttur á íslandi í gamla daga og fylgdi henni sú trú að hún væri náttúru- aukandi, sérstaklega að borða hana heita og var kveðið: „Lifrina étur lastagjam / lungun góðhjartaður." Eru til margar sögur um slíkar máltíðir. Lifrin var oft sett í vinstur en vinstrin er meö langan og mjóan enda sem kallaður var „kvennagóði" en pylsan í endanum þeim var sér- staklega ætluð kvenna- mönnum. Gaman væri að vita hvort einhverjir setja enn lifrarpylsu í vinstur. Gömul vísa segir: Galsapylsu gef ég oft Geira mínum á kvöldin áður en förum upp á loft undir rekkjutjöldin. (Heimild Gísladóttir) Hér kemur skriftin Hallgerður svo upp- 4 kg lifur 3,33 1 mjólk 160 g salt 400 g haframjöl 400 g hveiti 2 kg 400 g rúgmjöl 4 kg mör Lifrin hreinsuð og hökk- uð. Þurrefnin sett saman við og mjólkinni blandað út í eftir þörfum. Mörinn skorinn smátt og honum ýmist blandað út í deigið eða tekið smávegis og troðið með í keppinn. Keppirnir soðnir í um það bil 2 1/2 tíma. Hægt er að frysta lifrarpylsu bæði soðna ósoðna. Innmatur, og þá sérstaklega lifur og blómör, er blóðaukandi og var löngum gefiö þeim er þjáöust af blóöleysi. og Blóðmör á hefðbundinn hátt Þessi blóðmörsuppskrift er gömul og hefur reynst vel áratugum sam- an. Uppruninn er óljós en sennilega hefur verið stuðst við matreiðslu- bók Helgu Sigurðar sem mikið var notuð á sínum tíma. 3 1 blóð 1.5 1 vatn 75 g salt 200 g hveiti 250 g haframjöl 3,3 kg rúgmjöl 3.6 kg mör Hrærið saman blóði og vatni og salti. Þurrefnin sett út i og hrært vel. Mörinn skorinn vel niður. Sum- ir vilja blanda mörnum strax saman við blóðið en aðrir hafa hann sér og setja hann smám saman með í kepp- inn. Blóðmörskeppi á að sjóða í um það bil þrjár klukkustundir. Hægt er að fyrsta þá soðna og ósoðna eft- ir atvikum. Grísk sviðasulta Ýmislegt fleira er hægt að gera úr innmat og aðrar þjóðir eiga sínar uppskriftir líka. Grikkir eru til dæmis hrifnir af sviðum eins og við, en þeir krydda dálítið öðruvísi með hvítlauk, stein- selju, lauk og sitrónusafa. Sjóðið tvo hausa á hefðbundinn hátt og kreistið safa úr einni sítrónu. Saxið 2-3 hvítlauksrif flnt og eins og eitt steinseljuknippi. Tak- ið kjötið af beinunum og leggið í form með kryddi og sítrónusafa sem hrært er saman við, malið ofurlítið af pipar yfir. Kælið sultuna á venjuleg- an hátt. Þessi sulta er best ný og flnt að bera fram gott brauð með henni. Öðruvísi innmatur í stað mörsins í lifrar- pylsu getur verið gott að setja eitthvað annað eins og t.d. beikon eða jafnvel pepperoni til tilbreyting- ar. Hjörtu henta vel í pott- rétti og gott er að skera þau í litla bita og láta þá liggja í grillsósu í ca sólar- hring. Steikið á pönnu, sjóðið í smávatni í 20 mín. og setjið svo rjóma til að þykkja sósuna sem kemur af bitunum. í grillsósuna er ágætt að láta frosið grænmeti um leið og kjöt- ið er sett í hana og mat- reiða það um leið. Auðvitað hentar vel að borða grænmeti og brauð með þessu. Haggis frá Skotlandi Skotar hafa löngum búið til rétt sem líkist lifr- arpylsu okkar íslendinga. Þessi réttur heitir Haggis, borið fram Hag-ish og er gerður með því að hakka innmat ásamt lauk, fitu og haframjöli og troða í maga kindar. í Skotlandi fer árlega fram mót þar sem keppt er um bestu upp- skriftina og margar uppskriftir eru til allt frá 15. öld. Vegna samkeppn- innar eru margir óviljugir að deila uppskriftum sínum með öðrum og sumir láta þær hverfa með sér þeg- ar þeir deyja. Nútíma haggis er búið til á þann veg að innmatur, lifur, hjarta og lungu eru þvegin vel og soðin þar til þau eru mjúk. Þegar kjötið er soðið, er kjötið saxað fint og blandað sam- an við það haframjöli, lauk, salti, pipar og kryddi sem getur verið negull eða múskat, ásamt mör. Þess- ari blöndu er rennt í gegnum grófa hakkavél og sósu blandað saman við, yfirleitt kjötsósu eða kjötsoði. Þvi næst er blandan sett í maga eða annan poka og honum lokað og síð- an er pylsan soðin í eina til íjórar klukkustundir eftir stærð. Sítrónulifur Sítrónur fara vel með ýmsum mat og ekki síst lifur. í þennan rétt er hægt að nota hvort heldur sem er kálfa- eða lambalifur. Gott er að krydda með timian, steinselju, oregano eða einhverri blöndu af kryddjurtum. Rétturinn dugar fjórum. 800 g lifur safi úr tveim sítrónum 1 msk. kryddjurti pipar, salt olía 2 laukar, fínt saxaðir Skerið lifrina í þunnar sneiðar og blandið safanum saman við jurtirn- ar og piparinn. Hellið þessu yfir lifr- arsneiðarnar og látið standa á borði i 1/2 -1 klst ,eða allt að 12 klst. í kæliskáp. Hitið olíu og látið laukinn malla í henni, gjaman undir loki. Takið laukinn af pönnunni og steikið lifr- ina þannig að hún soðni í gegn en þorni ekki. Hæfilega steikt er hún mjúk, safarík og ljúffeng. Setjið laukinn saman við steikta lifrina og blandið vel saman. Með þessu er gott að bera fram hrísgrjón sem bragðbætt eru með bráðnu smjöri. Nýru í hvítlauks/steinseljusósu 1/2 kg af vel hreinsuðum nýrum eru skorin í bita og steikt í matarol- íu á vel heitri pönnu, steikt 1 ca. 4-5 mín. Haldið heitum á meðan sósan er búin til. Hrærið saman við matarolíuna á pönnunni eftirfarandi: 1-2 msk. sinnep 1 tsk. worcestershiresósa svartur pipar salt 1 tsk. sítrónusafi 1-11/2 dl rjómi Setjið nýrun saman við og látið sjóða í 10 mín. Berið fram með hrís- grjónum eða stöppuðum kartöflum. Tilboö verslana Hraðbuöir ESSO Gildir til 30. september. | Q Merrild 103, kaffi, 500 g 339 kr. Q Stjörnupopp, 100 g 75 kr. Q Stjörnu-ostapopp, 100 g 75 kr. Q Lindubuff, 40 g 49 kr. Q Egils Orka, 1/2 1 119 kr. Q Heyrnartæki 895 kr. Q Fiesta gasgrill meö hellu 18.900 kr. \ Ö ö © Uppgrip-verslanir Olís 1 Septembertilboö. j 0 Risahraun, 64 g 50 kr. Q Mentos Mint, 40 g 45 kr. Q Mentos Fruit, 40 g 45 kr. Q Mentos lakkrís, 40 g 45 kr. Q Yankie giant, 80 g 65 kr. Q Fresca, 1/21, piast 95 kr. Q Langlokur, Sóma 195 kr. Q Arinkubbar, 3 Ibs 139 kr. Q Arinkubbar, 5 Ibs 199 kr. Q Mottusett 1990 kr. Þín verslun Tilboöin gilda til 13. september. 1 Q 1944 sjávarréttasúpa 20% afsl. Q Heinz bakaöar baunir, 4 ds. 189 kr. i Q ísblóm. 4 stk. 229 kr. 0 Cheerios, 567 g 229 kr. Q Holland kruöur, 115 g 69 kr. 0 Kókómjólk, 6 stk. 279 kr. Q ABT m/músli 65 kr. Ö Ö © Nvkaup Tilboöin gilda tll 13. september. j 0 Avocado 199 kr. kg Q GK nautahakk, 400 g 699 kr. kg Q Holta kjúklingahlutar, bl. 499 kr. kg Q Mariachi tortiiia chips 199 kr. 0 Sprite, 21 149 kr. Q Freska, 21 149 kr. Q Egils pllsner, 0,51 59 kr. ö Ö © Tilboöin gilda til 13. september. 0 Aviko franskar, 750 g 149 kr. Q Holger bruöur 99 kr. Q Egils orka, 0,5 1 89 kr. 0 Bayonneskinka 799 kr. kg 0 SS pylsur, lkg+ úr/klukka 749 kr. 0 Bananabix, 500 g 269 kr. Q Oetker búöingar, 2 teg. 59 kr. 0 Rauö epli 119 kr. kg 0 Fílakaramellur, 250 g 199 kr. 0 MS skólajógúrt, 5 teg. 45 kr. stk. 10-11 Tilboöin gilda til 14. september. 0 Eöalgrís, gordon bleu 898 kr. kg 0 Steiktar beikonbollur 749 kr. kg 0 St. hakkabollur í súrsætri 486 kr. kg 0 Roast-beef 998 kr. kg 0 Kjúklingaborgarar og brauö 198 kr. 0 Pepsi, 21 129 kr. 0 Lays fíögur, mexico 189 kr. 0 Lays fíögur, natural 189 kr. 0 Lays fíögur, paprika 189 kr. 0 Buffalóbiti 159 kr. Nóatún Tilboöin gilda á meöan birgöir endast. 0 Knorr pastaréttir, bolognese 189 kr. 0 Knorr pastar. lasagne 189 kr. 0 Knorr pastar. mexik. lasagna 189 kr. 0 Knorr mix kryddréttir 169 kr. Q Knorr spaghettería 129 kr. ö o ö Ö © Nettó ■ Tilboöin gilda á meöan birgöir endast. j 0 Folaldasnitsel 699 kr. kg 0 Folaldagúllas 699 kr. kg 0 Verkuö sviö, frosin 229 kr. kg 0 lceberg 209 kr. kg 0 Gulrófur 98 kr. kg 0 Pringles pizza, 200 g 189 kr. Q Kexsm. hrískökur m/súkk. 139 kr. \ 0 Always Alldays, 64 stk. o © 459 kr. Beint samband við neytendasíðu Lesendur sem vilja ná sam- bandi við neytendasíðu DV hafa til þess nokkrar leiðir. í fyrsta lagi geta þeir hringt í beinan síma: 550 5821. Faxnúmerið er: 5505020 og svo er það tölvupósturinn en póst- fangið er: vigdis@ff.is Tekið er á móti öllu því sem neytendur vilja koma á framfæri, hvort sem það eru kvartanir, hrós, nýjar vörur eða þjónusta - eða spurningar um eitt og annað sem kemur upp á í daglegu lífi. Sé umsjónarmaður ekki við er tekið við skilaboðum. Vigdís Stefánsdóttir umsjónarmaður neytendasíðu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.