Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2000, Blaðsíða 10
28 MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000 DV Geymslusvæðið ehf. við Hafnarfjörð: Atvinnusagan hér í geymslu - segir Óskar Helgi Einarsson eigandi Olíubílar ganga líka úr sér. Hér er virðulegurVolvo-öldungur sem lokið hefur þjónustu sinni við þjóðina, kannski gefist upp á olíuverðinu. Á Geymslusvæöinu sunnan við Hafnarf]örð er griðarlega mikið af gömlum vinnuvélum og atvinnubil- um sem muna mega sinn fííil feg- urri. Allar gerðir af tækjum frá ýmsum tímum bera vitni fyrri blómaskeiðum í tækjainnflutningi til landsins. Nú stendur eitt inn- flutningsskeiðiö á atvinnutækjum í blóma samfara mikilli peninga- þenslu á höfuðborgarsvæðinu og má því sjá sífellt nýrri tæki sem horfið hafa úr notkun og eru komin á Geymslusvæðið til varðveislu. Óskar Helgi Einarsson eigandi Geymslusvæðisins tók sér hlé frá tiltekt á svæðinu og fór með DV um þetta tugþúsund fermetra svæði sem er fuílt af allskyns munum og ægir þar öllu saman. Óskar er ótæmandi fróðleiksnáma um allt sem lýtur að gömlum vélum og bíl- um og er mikill vísdómur að ganga með honum um og heyra sögur ein- stakra tækja þama. Enda eru þama merkir hlutir úr atvinnusögu þjóð- arinnar. Hann segir mjög gaman að vera innan um gömlu bílana, þeir hafi hver sinn karakter en aftur sé ekkert varið í nýju bílana þvi þeir hafi enga sál. Óskar segir ástæðu þess að hann kom Geymslusvæðinu á fót hafi verið að þegar hann var hjá Sindrasmiðjunum hafi verið stöðugt vandamál að geyma gamla dótið sem ekki var orðið ónýtt en engin not fyrir lengur og enginn tímdi að henda. Það hafi því tilfinn- anlega vantað afgirt svæði sem væri vaktað til að forðast eyðileggingu skemdarvarga. „Hér eru munir sem verður aö varðveita svo sem gamlar fjallrútur sem löngu hafa glatað tilgangi sin- um en eru nægilega heillegar til að koma þeim í horf á ný. Áratuga gamlir Weaponbílar, vörubílar, jarðvinnslutæki, slökkvibílar og Mesta úrval landsins af drifskaftsvarahlutum í Volvo F88 Var mjög öflugur vörubíll á sjöunda áratugnum þegar hann kom fyrst á markað. Aflið var endalaust og burðargetan mikil enda þjóna þessir bílar enn þann dag í dag. Öryggið uppmálað. Slökkvibílar eru tákn öryggis en hætt er við að lítið gagn verði að þessum í baráttu við bruna og slys nútímans. Strætisvagnar ganga líka úr sér og enda sína daga á geymslusvæðinu. Hér má sjá vagna sem flagga virðulegri auglýsingu frá DV með löngu gleymdu símanúmeri. margt fleira. Það væri löngu búið að farga mestu af þessu ef Geymslu- svæðið hefði ekki komið til og það hefði verið mikill skaði. Það kemur að því að þjóðin áttar sig á gildi þess að þekkja atvinnusögu sína og þá ekki síst á þeim miklu breyting- artímum sem mest öll 20 öldin var hér á landi. Það má eiginlega segja að sagan sé hér í geymslu. Svæðið hefði þurft að vera komið miklu fyrr þannig að meira hefði verið varðveitt,“ segir Óskar með fjar- rænt blik í augum þegar hann skoð- ar þessa gömlu virðulegu fjallabíla. Hann segir of lítið um að bílar þeir og tæki sem menn komi með í geymslu séu lagfærðir og komið í upprunanlegt ástand. „Ég reikna með að byrja í vetur á að gera upp gamlan Weapon, það eru skemmtilegir bílar ég átti svo- leiðis bíl þegar ég var ungur og fór víða um fjöll og nú er mig farið að langa aftur í svona trukk. Maður verður að gera þetta alveg orginal með spili og öllu saman,“ segir þessi síungi athafnamaður og er þegar tekin til við á ný að þrífa og snur- fursa svæðið sitt. -GS vörubíla, vinnuvélar og dráttarvélar HJÖRULIÐIR - FLANGSAR - DRAGUÐIR - KLOF DRIFSKAFTSRÖR - TVÖFALDIR UÐIR SMÍDUM NÝ - GERUM VIÐ - JAFNVÆGISSTILLUM (JALLABÍL, Stál og stansar ehf. Vagnhöfða 7-112 Reykjavík - Sími 567 1412 - 567 6844 Fljót og örugg þjónusta - Þjónum öllu landinu Búkolla á beit. Islenskir vinnuvélavíkingar gáfu þessum stóru trukkum nafnið Búkolla þegar þeir byrjuðu að koma til landsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.