Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2000, Blaðsíða 13
JD>*V MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000 Einn af þeim bílum sem veröa til sýnis á Samgöngusafni íslands. Þetta er Ford-bifreiö, árg. 1947. Skógar: Samgöngu- safn íslands - bílar, vélar og í Skógum undir Eyjafjöllum er ætl- unin að byggja nýtt safnhús sem hýsa á samgöngu- og tækniminjasafn. Sverrir Magnússon, framkvæmda- stjóri samgöngu- og tækniminjasafns byggðasafnsins í Skógum, segir að nú þegar sé húsnæðið sem fyrirhugað er að byggja orðið of lítið. Þó að alhliða ökutæki verði mest áberandi á safn- inu þá er þar margt fleira að finna. Þar má nefna safn raftækja, sem lýsandi er fyrir rafvæðingu sveitar- innar, og vatnstúrbínur, meðal ann- ars túrbinu Bjarna á Hólmi sem margir landsmenn kannast við. Einnig verður þama safn fyrstu raf- magns- og útvarpstækjanna sem ís- lendingar notuðu og líka tækja nútím- ans því þarna verður meðcd annars tölvusafn. Undirbúningur að byggingu 1500 fermetra sýningarhúss er vel á veg kominn. Áætlað er að hefja fram- kvæmdir um miðjan mánuðinn og á húsið að verða fullbúið vorið 2001. Samgöngusafn íslands verður hluti af Skógasafni en þar eru nú fyrir byggðasafn og héraðsskjalasafn. Byggðasafnið í Skógum er löngu landsþekkt stofnun, stofnað 1. desem- ber 1949 af Rangæingum og Vestur- Skaftfellingum. Þar er að finna mikið safn gamalla muna og bygginga er vitna um lífsbaráttu og menningu genginna kynslóða. Á safnlóðinni eru endurbyggð hús sem sýna þróun í húsakosti landsmanna frá torfbæjum til timburhúsa. Skógasafn er eitt fjöl- sóttasta safn landsins og fær allt að 30 þúsund gesti árlega. Safninu gefnir tugir ökutækja En Skógasafn hefur einnig að geyma merkilegt safn ýmiss konar tækniminja frá 20. öld: símaminja- safn, safn útvarpstækja og raftækja frá fyrri hluta aldarinnar, rafstöð og vatnstúrbinur, verkfæri og vélar af ýmsu tagi er meðal þess sem nú þeg- ar er til sýnis í safninu. Safnið á einnig bíla og önnur farartæki sem ekki eru til sýnis vegna skorts á hús- næði. Þá hefur Helgi Magnússon, áhugamaður um fombíla, safnað tug- um ökutækja sem hann hyggst gefa til hins nýja samgöngusafns. Sverrir seg- ir að safnið eigi einnig nokkuð af bú- vélum þó ekki sé ætlunin að fara í samkeppni við Búvélasafnið á Hvann- eyri. Mikilvægt er að búið verði betur að munum sem minna á þá hröðu tækniþróun sem íslenska þjóðin gekk í gegnum á þessari öld. Á fáum ára- tugum breyttist hið gamalgróna tækl af öllum stærðum og gerðum bændasamfélag í tæknivætt iðnaðar- samfélag sem er í stöðugri þróun. Það er skylda íslendinga að varðveita þá sögu. Nú hefur stjóm safnsins ákveðið að reisa veglegt sýningarhús yfir þessar samgöngu- og tækniminjar. í húsinu verður gestamóttaka, kaffistofa og safnverslun og mn 1200 fermetra sýn- ingarsvæði þar sem tækniminjar af ýmsum toga verða til sýnis, auk öku- tækja af ýmsum stærðum og gerðum, allt frá upphafi bílaaldar á íslandi og fram á okkar daga. Sýningin verður skipulögð með það fyrir augum að sýna sem best þróun samgangna á landi á 20. öldinni. Mikil áhersla verð- ur lögð á að gera sýninguna sem best úr garði, m.a. með nýjustu margmiðl- unartækni. Sýningarsalnum verður skipt niður i bása eða svæði þar sem ökutækin verða sýnd í viðeigandi um- hverfi. Sérstök sýningardeild verður helguð öræfaferðum með tilheyrandi myndefni og þá verða nokkrir gesta- básar í húsinu, en þar verður eigend- um fornbíla gefinn kostur á að geyma fáka sína og hafa til sýnis tímabund- ið. Einnig er gert ráð fyrir tíma- bundnum sýningum á t.d. torfærubíl- um, rallbílum eða sportbílum. Mikill velvilji í garð safnsins Skógasafn hefur notið mikils vel- vilja íbúa á Suðurlandi, sem og í öðr- um landshlutum, allt frá stofnun. Það er von safnstjórnar að svo verði einnig nú er safnið ræðst í þá stór- framkvæmd sem fyrirhuguð er. Fyrir- ætlanir safnsins um stofnun sam- göngusafns hafa mælst vel fyrir og hlotið góðar undirtektir víða í þjóðfé- laginu. Menntamálaráðherra hefur veitt 18 milljónir króna til verksins og fleiri ráðuneyti, stofnanir og einkaað- ilar hafa lýst yfir vilja til að styrkja þetta verkefni. Með sameiginlegu átaki þeirra aðila sem láta sig varða varðveislu samgönguminja þjóðarinn- ar mun takast að koma upp húsi yfir safn er rekur þróun samgangna í landinu á 20. öld. snjótennur sem ryðja öllu úr vegi þínum SÓLTÚN 1 • SÍMI: 551 5464 Ertþú leið(ur) á að skipta um perur? DÍÓÐUUÓSIN FRÁ OKKUR ERU: ORKUSPARANDI ÓBRJÓTANDI 10.000 KLST. ÁBYRGÐ PASSA FYRIR ALLAR GERÐIR VÖRU- OG FLUTNINGABÍLA Klettagarðar 11, 104 Reykjavík Sími 568 1580 • Fax 568 0844 Ljósinfrá okkurgeta lýst leiðþína lengi lengi... TRUCK - LITE Ljósasamlokurnar frá okkur eru: ÓBRJÓTANDI HÖGGÞOLNAR ENDAST OG ENDAST merkjallst

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.