Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2000, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2000, Blaðsíða 19
i >V MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000 37 Molar Bilað hjá stráknum Einhverju sinni er frægur fjalJagarpur var á ferð um há- lendi landsins með farþega kom það fyrir að vél fjallatrukksins gaf sig og var ekki annað til ráða en láta aðra fjallarútu sem var þama draga bílinn til byggða. Gífurleg átök voru hjá rútu þeirri sem dró og þar kem- ur að svokallaður miUikassi gefur sig í bilnum. Þar sem menn dóu ekki ráðalausir á þessum árum var millikassan- um vippað úr vélarlausa bíln- um og settur í þann er dró. Þeg- ar lestin kemur svo til byggða furða menn sig á því að þessi frægi fjallagarpur sé í togi og spyrja hvers kyns sé. Og ekki stóð á svarinu: „Það bilaði hjá stráknum svo ég lánaöi honum millikassann." Já, nei, já, nei, ja Það var á stóru vörubílaverk- stæði í Reykjavík að verkstæð- isformaðurinn sem var ljúka umfangsmikilli viðgerð á ein- um vörubílnum og hugðist út- skrifa hann kallai' á nýliðann og biður hann um að hjálpa sér og gá hvort stefnuljósins að aft- an logi og ekki stóð á svarinu: Já, nei, já, nei, já, nei, já, nei.“ Áfengi og dekk Eins og margir vita var al- siða fyrr á öldinni að bílstjórar afmeyjuðu vínflöskur og fengju vænan toll af er farþegarnir voru við drykkju. Þá þótti ekki tiltökumál að bílstjórar vöru- Qutningabíla fengju sér lítillega „neðan í því“ viö aksturinn. Þegar þessir víkingar veganna hittust bar ýmislegt á góma og eitt sinn var verðlagning á áfengi th umræðu. Blöskraði mönnum hve langt væri gengið í þeim efnum og varð einum bílstjóranum að orði: Vínið er orðið svo dýrt að það er útilok- að að ég hafa efni á að fá mér ný dekk undir bílinn í sumar. Ekki aftur Metingur er mikill á mhli leigubílastöðva í höfuðborginni eins og vera ber. Eitt sinn er tveir kunningjar, annar af BSR og hinn af HreyQi, voru að met- ast um ágæti stöðva sinna spurði BSR-maðurinn hinn hvort hann væri ekki til í að koma með nýja bQinn sinn yfír, svaraði HreyfilsbUstjórinn, trúr sinni stöð: Við komum úr trján- um og það væri út í hött að fara þangað aftur --------------------------------------------------------------—--- Bylting í hjólabúnaði vörubíla: Ræði smaður með plastfelgur barðaverð í landinu um aUt að 30% enda sé fyrirtækið að selja nýja vörubUahjólbarða sem séu töluvert ódýrari en sólaðir hjól- barðar sem fyrir séu á markaðn- um hér. „Við erum með nokkrar gerðir SífeUt eru að koma á markað nýjungar tU bóta fyrir bUa og vinnuvélaeigendur. Nú er fyrir- tækið Kaldasel að hefja innflutn- ing á Dynaweel vörubUafelgum úr plasti. Þessar nýju felgur eru mun léttari en gömlu stálfelgumar og munar um það fyrir bQstjórana sem sífeUt eru að berjast við vigt- ina auk þess sem öU vinna við hjólbarðaskipti og annað slíkt verður mun léttari. „Þessar felgur eru þrisvar sinn- um léttari en hefðbundnar felgur. Þær hafa gengist undir mjög strangar prófanir i Þýskalandi þar sem þær stóðust aUar álagsprófan- ir og eru þær því TUV vottaðar. Þessar felgur virðast ekki skemm- ast við högg sem beygla hefð- bundnar felgur og það er hægt að fá þær í hvað lit sem viU aUt eftir smekk hvers og eins auk þess sem léttari hjólabúnaður er talin fara betur með fjaðra og demparabún- að bifreiða. Framleiðendurnir eru mjög ánægðir með þessar felgur og líkja þessu helst við að þeir hafi fundið dekkið upp á nýjan leik. Fyrir seldum við heUsteyptar álfelgur frá Aicoa sem er einn stærsti álf- ramleiðandi heims og eru þær einkum ætlaðar þar sem tryggja þarf öryggi við þungaflutninga, svo sem við flutning á olíum og gasi. Þessar felgur eiga það sam- eiginlegt að kæla sig betur en stálfelgumar og leiða því ekki eins mikinnhita upp í bremsu- kerfi bifreiða sem er mjög tU bóta,“ segir Runólfur Oddsson framkvæmdastjóri Kaldasels ehf., sem jafnframt þvi að stunda fjöl- breyttan innflutning rekur fuU- komið hjólbarðaverkstæði fyrir aUar stærðir bifreiða. Lækkuöum verð um 30% Kaldasel hóf innflutning á hjól- börðum 1994 og telur Runólfur sig hafa á þessum ámm lækkað hjól- Handhægir vinnuskúrar sem hægt er að raða saman eftir þörfum hvers og eins. Runólfur Oddsson, framkvæmdastjóri Kaldasels ehf., með eina af hinum fisléttu plastfelgum sem fyrirtækið er að hefja innflutning á. DV-mynd GS af nýjum hjólbörðum fyrir vöm- bUa og vinnuvélar áUt frá því smæsta og upp í barða sem vega yfir 500 kUó fyri stóm hafnarlyft- arana. Fyrirtækið byrjaði á að flytja inn Matador hjólbarða sem hlutu góðar viðtökur enda verðið á þeim langt undir því sem þá þekktist hér á landi og síðan höf- um við verið að aúka umsvif okk- ar með því að bjóða meira úrvcd. Nú erum við að hefia innflutning á sóluðum vörubílahjólbörðimi sem eru gæðavottaðir frá Evrópu og Ameríku þ.e. E og DOT merkt- ir. Hjólbarðar framleiddir hér á landi hafa ekki þessar gæðamerk- ingar. Við erum meira að segja með umboð fyrir flugvélahjól- barða sem era viðurkenndir af Boeingverksmiðjunum,“ segir Runólfur en viðurkennir að ekki hafi mikið verið spurt eftir þeim enn sem komið er. Vinnuskúrar í einingum TU að fullnægja enn frekar þörf- um verktaka og vinnuhópa hefur Kaldasel flutt inn frá Slóvakíu vinnuskúra sem raða má upp í einingar og em þeir búnir öUum þeim þægindum sem hver kýs sér og einangraðir með þykkri stein- uU. Að undanfomu hefiu fyrir- tækið selt um 100 slíka vinnu- skúra hér á landi. Vegna sívax- andi viðskipta fyrirtækisins við Slóvakíu hefur Runólfur verið skipaður aðalræðismaður lands- ins hér á íslandi. „Það er gott aö eiga viðskipti við Slóvakana enda erum við i viðskiptum við öU helstu fyrir- tæki landsins og höfiun meira að segja verið með fólk þaðan í vinnu hjá okkur hér á landi,“ segir þessi athafnasami ræðismaður að lok- um. -GS IVECO S e n d i b í 11 Vann þennan ársins 2000 í Evrópu eftirsótta titil með yfirburðum. Iveco Daily, sendibíll ársins 2000 er sterkur sigurvegari á góðu verði. Við bjóðum 3000 gerðir af Daily, einnig ótrúlegt verð á kössum og vörulyftum. ístraktor ?° BlLAR FYRIR ALLA SMIÐSBÚÐ 2 - GARÐABÆ - SlMI 5 400 800 ♦

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.