Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2000, Blaðsíða 6
24 MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000 33"V Margar nýjungar hjá ís-hlutum: Endurunninn qjaldeyrir Mikill innflutningur hefur verið á vinnuvélum og öðrum tækjum og tólum fyrir verktakafyrirtæki und- anfarin misseri. Eitt þeirra fyrir- tækja sem hefur haslað sér völl í innflutningi vinnuvéla er fyrirtæk- ið ís-hlutir ehf. Fyrirtækið er í eigu þriggja reyndra sölumanna; þeirra Gunnars Bjömssonar, Kristjáns Lárussonar og Péturs Ingasonar RAFVER sem allir eiga sér langa sögu sem sölumenn vinnuvéla hér á landi. Fyrirtækið flytur inn bæði nýjar og nýlegar vélar og er ekki bundið neinum sérstökum framleiðanda heldur reynir að uppfylla óskir hvers kaupanda óháð merkjavöm. „Við höfum flutt inn mikið af vél- um að undanförnu og erum að styrkja okkur á markaðnum auk þess að flytja inn allar stærðir af vinnuvélum emm vð með umboð fyrir „trailer vagna,“ bæði véla- vagna og flatvagna og nú á dögun- um vorum við einmitt að afhenda einn slíkan. Við höfum einnig um- boð fyrir vökvafleyga og borvagna á samt mörgu fleiru sem tilheyrir verktökum og flutningsaðilum,“ segja þeir félagar. Fyrirtækið er nú að láta smíða hjá Komatsu verksmiðjunum stærstu beltagröfu sem til íslands hefur komið. Um er að ræð 120 tonna vél sem afhent verður í des- ember nk. „Þessi vél er ætluð til að dýpka hafnir og þess háttar. Vélin grefur niður á 18 metra dýpi og lyftigeta hennar er á milli 70 og 80 tonn og er hún búin rúmlega 800 hestafla vél. Þessi grafa er sérsmíðuð eftir þörf- um kaupandans hér enda búin til að vinna í sjó og þola saltið sem að öllu jöfnu fer afar ifla með vinnuvélar.“ Ýmsar nýjungar aðrar má telja hjá fyrirtækinu, þar á meöal eru vogir sem ætlaðar eru í malarnám- ur þannig að vörubílarnir aka yfir þær á leið sinni til og frá námunum og verður því efnissalan ljós jafnóð- um auk þess sem bílstjórarnir eiga ekki að þurfa að fara með of mikla hlassþyngt út á vegi landsins. Vinnuvélaleigu komið á fót Það er vandi margra stórra sem smárra verktakafyrirtækja að þurfa að liggja með vinnuvélar sem nýtast afar illa og eru verkefnalausar stór- an hluta ársins. Til að ráða bót á þessum vanda hafa þeir félagar hjá Ís-Hlutum ákveðið að koma á fót vinnuvélaleigu þannig að verktakar geti leigt sér vélar þegar um stærri verk er að ræða. „í samstarfi við erlent fyrirtæki á þessum markaði erum við að hefja útleigu á stórum vinnuvélum og er þá einkum horft til þess að leigja vélar í stór verkefni og verður ein- Við bjóðum til sölu CARNEHL malarvagna og skúffur á allar gerðir vörubíla Á. /AFLRAS Einhöfða 14 110 Reykjavík S: 587 8088 Fax: 587 8087 Hér má sjá Furukawa-fleyginn sem búinn er nýrri gerð af loftrásum. göngu um að ræða nýjar og nýlegar vélar. Að loknum vekefnum verða vélamar seldar úr landi á ný þannig að um þjóðhagslega hag- kvæmt verkefni er að ræða enda fáum við gjaldeyri aftur inn í land- ið fyrir þessar gömlu vélar.“ Vandamál mikils innflutnings á stórum tækjum til lítils lands er að losna við gömlu tækin af markaðn- um. Ein af þeim nýjungum sem ís- hlutamenn hafa ráðist i er að selja gamlar vinnuvélar úr landi og hafa þær verið seldar til meginlands Evr- ópu, þaðan sem þær hafa farið það- an bæði austur fyrir jámtjald og allt til Afríku. „Það hefur nokkuð verið selt úr landi af gömlum vinnuvélum og við hreykjum okkur af því að vera þrautryðjendur á þessu sviði. Helsta vandamálið við þennan út- flutning er hversu flutningsgjöld eru há og skemmir það mjög fyrir þvi að losna við þessar vélar og fá erlendan gjaldeyri fyrir,“ segja þeir félagar hjá Is-hlutum sem eru að endurvinna gjaldeyri fyrir þjóðina. -GS Mikið afl leysist úr læðingi þegar Furukawa-borvagninum er beitt á bergið. Áhugaverðar vinnu- vélasíður á Netinu Á Netinu er að finna ýmsar heimasíður fyrir þá sem áhuga hafa á vinnuvélum og vinna í faginu. Stærstu vinnuvélaframleiðendur heims Catepillar og Komatsu er báð- ir með heimasíður á Netinu þar sem hægt er að fræðast um þau tæki sem þeir framleiöa og ýmislegt því tengdu. Slóðirnar á heimasíður þeirra eru www.cat.com og www.komatsu.com. Á heimsiðunni www.bigtoy.com er hægt að finna ýmsar áhugaverða upplýsingar um vinnuvélar og allt sem að þeim snýr. Þar er til dæmis hægt að fá upplýsingar um veffóng ýmis framleiðanda, áhugasamtaka, uppboða, safna og fleira sem tengist vinnuvélaiðnaðinum. Þeir sem áhuga hafa á að eignast gröfu, ýtu eða vörubílamódel ættu til dæmis að kíkja á heimasíðu fyr- irtækisins Model Excavator Company en slóðin er www.users.globalnet.co.uk en það fyrirtæki sérhæfir sig í framleiðslu á vinnuvélamódelum. Það voru tveir áhugamenn um vinnuvéla- módel sem stofnuðu fyrirtækið en upphafið má rekja til þess að fram- leiðendur og safnarar komustu yfir módel frá þeim. Módelin þóttu það góð að þeir báðu félagana um að búa til auka módel fyrir sig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.