Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2000, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2000, Blaðsíða 16
34 MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000 y Árið 1971 varð uppi fótur og fit þegar flytja átti þrjá stóra steina úr stað til að rýma fyrir þjóðvegi númer eitt sem var verið að leggja um Grafarvog. í lagj einu sinni Það gerðist hjá þekktu rútufyrir- tæki að einn starfsmaðurinn kom til gjaldkerans og var honum þungt í skapi er hann kvartaði yfir þvi að hafa fengið of lítið útborgað. Gjaldker- inn benti honum á að hann hefði feng- ið töluvert of mikið útborgað síðast og þá hefði hann ekki kvartað. „Nei, maður fyrirgefur mistök einu sinni en ekki þegar þau fara að endurtaka sig...“ Verkfræðingar á miðilsfund - ef eðlileg skýring finnst ekki er skuldinni skellt á huldufólkið Samkvæmt þjóðsögunum borgar sig ekki að reita huldufólk til reiði því það hefnir sín grimmilega og því hafa verktakar sem ekki hafa látið segjast oft fengið að finna fyr- ir. Annað slagið koma upp sögur um undarleg atvik eða skrýtnar uppákomur sem tengjast vegagerð og huldufólki. Vegagerðarmenn lenda í ýmiss konar vandræðum og vélar bila eða brotna. í mörgum til- fellum er ekki hægt að fínna nokkra eðlilega skýringu á bilununum og hafa menn því skellt skuldinni á álfa eða huldufólk. Frægustu dæmin um samskipti vegagerðarmanna við hulduheima í seinni tíð eru líklega frá Hegranesi í Skagafirði, Álfhól við Álfhólsveg í Kópavogi og Grástein í Grafarholti. Hefndin í réttu hlutfalli við skemmdirnar Á sjöunda áratugnum ætlaði Vegagerðin að sprengja niður hæð í nýja vegarstæðinu í Hegranesi. Brá þá svo við að Hafsteinn miðill hafði samband við Vegagerðina og kom þeim skilaboðum áleiðis að ekki mætti sprengja klettana í Trölla- skarði því að á þeim hvíldu álög. Skömmu síðar komu skilaboð frá öðrum sjáanda sama efnis og nú þóttu góð ráð dýr. Verkfræðingar Vegagerðarinnar gripu því til þess ráðs að fara á fund Hafsteins miðils til að komast til botns í málinu því hér var mikið í húfi og skilaboðin skýr. Hefndin skyldi vera í réttu hlutfalli við skemmdimar. Niður- staða fundarins var sú að verkfræð- ingarnir báðu Hafstein að leita sátta við handanheimaverumar í stað þess að sniðganga viðvaranir þeirra. Ekkert varð þó úr samninga- umleitunum Hafsteins því hann lést skömmu síðar. Klöppin í Hegranesi stendur enn þvi hætt var við að sprengja og nýi vegurinn lagður yfir hana. Engin slys hafa orðið á veginum frá því hann var lagður og trúa sumir því að huldufólkið verndi vegfarendur og launi þannig tillitssemina. Tveir stórir borar skemmd- ust Álfhólsvegur í Kópavogi er kenndur við samnefndan hól, skammt frá Digranesskóla. Fyrir nokkrum áratugum voru gerðar til- raunir til að sprengja úr hólnum og leggja þar veg. Það er skemmst frá að segja að þegar vinna hófst við hólinn fór allt út um þúfur - vélar, verkfæri og tæki annaðhvort bil- uðu, skemmdust eða hreinlega hurfu. Að lokum var hætt við að sprengja hólinn og vegurinn lagður með fram honum. Við lok níunda áratugarins var svo aftur farið að huga að því að fjarlægja hluta af hólnum vegna malbikunarframkvæmda en allt fór á sama veg. Tveir stórir borar, sem nota átti til verksins, brotnuðu og að lokum var vegarstæðinu breytt og hóllinn látinn í friði. Verktakar, athugið Höfum til sölu notaðar vélar frá Þýskalandi Hver þorir að hreyfa stein- inn? Árið 1971 varð uppi fótur og fit þegar flytja átti þrjá stóra steina úr stað til að rýma fyrir þjóðvegi núm- er eitt sem var verið að leggja um Grafarvog. Steinamir voru fyrst fluttir úr stað um áramótin og fljót- lega upp úr því komust af stað sög- ur um að þetta væru álfa- eða Grásteinn við Vesturlandsveg, steinninn var tekinn inn á fornleifaskrá áriö 1983 og því friðaöur samkvæmt lögum. mót heildverslun Sóltúni 24, Reykjavík, sími 511 2300 fax 511 2301 -GSM 892 9249 huldufólkssteinar. Vísir gerði á sínum tíma góða grein fyrir gangi mála og í grein frá 29. júli 1971 segir. „Vegavinnumenn- imir fullyrða nú, að þeir sem áttu þátt í að flytja steininn um áramót hafl allir orðið fyrir einhverjum óhöppum og slysum. - Sá kvittur kom upp fyrir skömmu að nú ætti að flytja steinana á nýjaleik, en vegavinnumennimir eru ekki hrifn- ir af þeirri hugmynd, og þeir, sem Vísir talaði við sögðu afdráttar- laust, að þeir myndu neita að koma nálægt því verki.“ Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni var steinninn færður að lokum og ekki er vitað til þess að nein óhöpp hafi orðið á mönnum. En aftur á móti varð einn vélamað- ur, sem tók þátt í að færa steininn, fyrir því óhappi að rjúfa vatns- leiðslu að fiskeldisstöð og hlaust af því mikið fjárhagslegt tjón og 90 þúsund laxaseiði drápust úr súrefn- isskorti. Steinninn var svo færður aftur árið 1999 á þann stað sem hann stendur núna án þess að nokkur óhöpp hafl átt sér stað. Álfasagan var þá orðin föst í sessi og steinninn kominn á fomleifaskrá og því þurfti að sækja um leyfi til að flytja hann og það fékkst. Kip Liebherr: Peiner: Cibin: Merlo: Manitou: Caterpillar: Komatsu: Samsung: Fiat - Hitachi: Kramer-Allrad: Benmac: Fuchs: Bobcat: Amman - Yanmar: Rammax: Hamm: Wirtgen: Vögele: Montabert: Norberg: Bayer: Powerscreen: Minitrac: Ecoair/Ela: Eberhardt: Steinweg: Alimak: Vinnulyftur: Krings: Steypumót: Endurvinnsluvélar: Ymsar aðrar vélar Byggingarkranar, margar stærðir og gerðir Byggingarkranar, margar stærðir og gerðir Byggingarkranar, litlir Skotbómulyftarar Skotbómulyftarar Belta og hjólagröfur, jarðýtur, vegheflar Belta og hjólagröfur Belta og hjólagröfur Belta og hjólagröfur, jarðýtur, hjólaskóflur Traktorsgröfur, liðstýrðar gröfur Hjólagröfur Hjólagröfur Smávélar, mini—beltagröfur Mini—beltavélar, valtarar, jarðvegsþjöppur Jarðvegsvaltarar Jarðvegs og malbiksvaltarar Malbiksfræsarar Malbikunarvélar Brothamrar fyrir gröfur Grjótmulningsvélar Malarhörpur Malarhörpur Jarðvegsflutningsvagnará beltum (litlir) Loftpressur Vinnubúðir og skrifstofueiningar, allar stærðir Efnis og vörulyftur Fólks og vörulyftur fyrir nýbyggingar Margar gerðir af körfulyftum og vinnulyftum Mót til að halda jarðvegi í skurðum Margar gerðir, t.d. MEVA, Hunnebeck, D0KA, Noe, Haki, ABM. Margar gerðir, t.d. fyrir timbur, pappír, dekk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.