Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2000, Blaðsíða 14
32 MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000 JD"V* STEPHILL EINS OG ÞRIGGJA FASA BENSÍN OO DÍSEL RAPVER 6KCIFUNNI DC'F . ElMI 601 !333 • FAX 668 0215 n(VBréHlrrhBl.l« ■ •'» n Hjá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða bera vinnuvélarnar nöfn: Snæfríður og Stubbarnir VINNULYFTURf 544 8444 Útleiga og sala Smiðsbúð 12 Garðabæ www.vinnulyftur.is Ólafur Snorrason, framkvæmdastjóri Ræktunarsambands Flóa og Skeiöa, segir þann sið aö gefa vinnuvélunum nöfn mjög skemmtilegan. nöfn,“ segir Ólafur. Hann segir að oft séu forsendur nafngiftar ekki augljósar í fyrstu en að yfirleitt séu rökréttar ástæður fyrir þeim. Það virðist sem Ræktunarsambandið sé ekki eitt um að nefna stór tæki því fyrir skömmu fékk það afhentar þrjár nýjar vélar frá Noregi og komu þær allar með nöfnum frá framleiðanda. „ Þetta voru þrjár nýjar „Búkollur", stórir námutrukkar sem notaðir eru utan vega, og þær heita Teresa, Lucy og Sindra. „ Vélamar fá nafh af ýms- um tilefnum. Sem dæmi má nefna að einn af heflum fyrirtækisins var nefndur Skafti sökum fjölda drif- skafta sem í honum eru. Svo feng- um við nýjan hefil fyrir fjórum árum og á hann var settur maöur sem hélt honum mjög vel við. Hann var alltaf nýbónaður og finn og því hlaut hann nafnið Geisli,“ segir Ólafur. Landráður verður Einráður Ræktunarsambandið á nokkra jarðbora og þegar það byrjaði að bora, fyrir um fimmtán til tuttugu árum, var bara eitt fyrirtæki á land- inu sem sá um rannsóknaboranir, þ.e. Orkustofnun. Starfsmönnum jarðborana Orkustofnunar þótti ekki gott að komin væri samkeppni á þessu sviði og kölluðu því bor Ræktunarsambandsins Landráð það sem þeim þótti jaðra við landráð að annað fyrirtæki væri að fara inn á þeirra svið. „Landráður var rann- sóknabor og boranimar gengu svo vel hjá okkur að við yfirtókum öll helstu rannsóknarverkefni. Því breytti ég nafninu á honum og kall- aði hann Einráð,“ segir Ólafur og hlær. Síðar fékk fyrirtækið annan bor sem var heldur minni og fékk hann því nafnið Tritill. Á stóran bor sem keyptur var fyrir tveimur árum fannst ekki nafn fyrr en dóttir Ólafs fékk þá hugmynd að kalla hann Trölla. Einnig á fyrirtækið 45 tonna jarðýtu sem kölluð er Efa. Að sögn Ólafs var þessi jarðýta meðal þeirra stærstu á landinu á sínum tíma og voru starfsmennirnir eflns um að það hefði verið rétt ákvörðun hjá honum aö kaupa hana, þeir voru hræddir um að lítið yrði að gera fyr- ir svona stóra vél. Sigurður, eða séra Sigurður, eins og Ólafur kallar hann, nefndi jarðýtuna Efu því hann var efins um að hún fengi nokkuð að gera. „Sá efi hvarf nú fljótt því þessi vél hefur ekki stopp- að síðan þannig að ég efast um að hún beri nafn með rentu,“ segir hann. Ekki nöfn kvenna Stubbamir eru stórir Volvo- trukkar, eða dráttarbílar, sem fyrir- tækið fékk í vor. Nafngiftin er þannig komin til að stutt er á milli hjóla á þessum bílum og vinnufélagi ökumanna þeirra vildi stríða þeim og fann upp á þessu nafni. Þessi sami maður fékk stuttu síðar nýjan bíl, af tegundinni MAN, og öku- menn Stubbanna voru ekki seinir á sér og nefndu hann Snæfríði. Nú em því Snæfríður og Stubbamir í verkefnum um allt land. Aðspurður segir Ólafur að þeir hafl lítið gert að því að gefa vélunum nöfnin á kon- unum sínum. „Þá væri hætta á því að enginn annar en viðkomandi ökumaður fengi að fara á þær. Það yrði ekki mjög vinsælt.“ Vélar Ræktunarsambandsins eru í verk- efnum úti um allt land. Fyrirtækið á yflr hundrað vélar, séu bílar tald- ir með, en þeim hefur ekki öllum verið gefið nafn. Ólafur segir að það séu yfirleitt stærri tækin sem hljóta þann heiður að fá nöfn. „En þetta er skemmtilegt og því gerist það oftar en áður að- við nefnum tækin á þennan hátt,“ segir Ólafur að lok- um. -ÓSB Hjá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða hefur um árabil tíðkast sú skemmtilega hefð að gefa stærri tækjum og vélum nöfn. Nöfnin em yfirleitt vísanir í einhver einkenni vélanna eða þeirra manna sem á þeim vinna. Ólafur Snorrason, framkvæmdastjóri og einn af eig- endum Ræktunarsambandsins, sagði okkur frá þessum skemmti- lega sið. Þessi siður hefur verið við lýði hjá fyrirtækinu í hartnær tíu ár. „Það vinnur hér hjá okkur maður sem heitir Sigurður og ég kalla hann cilltaf séra Sigurð þar sem hann er alltaf að finna nöfn á vél- arnar. Þær eru orðnar ansi margar, vélarnar, sem hann hefur geflð '|a®ir -*-loípúðar-»- sérpante Mikið úrval af íjöðrum og loftpúðum í jeppa, vagna, vöru- og sendibifreiðar. Einnig laus fjaðrablöð, fjaðraklemmur, slit- og miðfjaðraboltar. Sérpöntum vara- og aukahluti í JBC-vinnuvélar, ýmsar gerðir dráttarvéla, vörubifreiða o.fl. Hringið og leitið upplýsinga. FJAÐRABÚÐIN PARTUR EHF. verslun, verkstæði Eldshöfða 10,110 Reykjavík. Sími 567 8757 og 587 3720 Fax 567 9557 >Tnmo GAMAHUS Mvnipnpnni Kynnum í tlag og næstu daga Færanleg einingahús í ótal útfærslum. ÓTRÚLEGT VERÐ! V Skútuvogl 12a Síml 568 1044

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.