Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2000, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2000, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000 Fréttir I>V ^ Staöa forstjóra Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar: Omar sækir ekki um - þarf ekki að koma mönnum á óvart, segir hann „Ég sæki ekki um þetta starf og það þarf ekki að koma mönnum á óvart,“ sagði Ómar Kristjánsson, settur forstjóri Flugstöðvar Leifs Ei- ríkssonar, við DV í morgun. Ómar tilkynnti starfsfólki sínu i gær að hann hefði ekki sótt um stöðuna. „Þetta eru að sumu leyti ágæt tímamót fyrir mig að hætta nú,“ sagði Ómar. „Að auki veit ég ekki hvort ég hefði fengið þetta starf þótt ég hefði sótt um, það er annarra að svara því. Ég hef verið hér í fjögur ár og tek- ið þátt í þeim breytingum sem orðið hafa. Það er mín skoðun að Flugstöð Leifs Eiríkssonar sé nú tilbúin til að mæta nýjum verkefnum og rekstur hennar standi traustum fótum. Það er aðalatriðið í málinu en ekki hver stendur i brúnni." Ómar lætur af störfum sem for- stjóri Leifsstöðvar um næstu mán- aðamót. Aðspurður um hvað tæki við sagði hann að sér hefðu boðist önnur tæki- færi sem hann ætlaði að nota. Það væri ánægjulegt að eiga þess kost að skipta um starf endrum og eins. Á förum Ómar Kristjánsson sótti ekki um starf forstjóra Leifsstöövar nú. Umboösmaöur Alþingis komst aö þeirri niöurstööu aö utanríkisráöherra heföi ekki veriö heimilt aö veita Ómari stööuna án auglýsingar áriö 1998, eins og ■ gert var. Hann kvaðst ekki vilja tjá sig um hvaða starf það væri sem hann færi í eftir að hann lyki störfum sem for- stjóri Leifsstöðvar. Hann kvaðst held- ur ekki vilja tjá sig um hvort hann myndi starfa erlendis eða hér á landi. „Ég hef unnið hér með mjög góðu fólki sem hefur haft áhuga á að laga til í þessum rekstri og breyta hon- um,“ sagði Ómar. „Að því leyti fer ég með eftirsjá. Að öðru leyti lít ég með tilhlökkun til þess að takast á við ný verkefni. Ómar var settur í starf forstjóra fyrir tæpum tveimur árum. í aprU 1999 auglýsti utanrikisráðherra starf- ið laust tU umsóknar. Þrír sóttu um, þar á meðal Ómar. Veiting þess dróst en i október sl. tók ráðherra ákvörð- un um að veita starfið ekki tU fimm ára, eins og auglýst hafði verið, held- ur setja Ómár í það tU árs. Einn um- sækjenda þá leitaði álits á þessari málsmeðferð hjá umboðsmanni Al- þingis sem komst að þeirri niður- stöðu að utanríkisráðuneytinu hefði ekki verið heimilt að veita stöðu for- stjóra Leifsstöðvar án auglýsingar eins og gert var. -JSS Rúma tvo mánuði í straumþyngsta vatnsfalli landsins: Bíllinn sem hvarf í Jökulsá fundinn - filmur hollenska feröafólksins fundust líka og virtust í lagi Rauð Toyota-bifreið frá bUaleigu, sem týndist í Jökulsá á Dal um miðjan júlí, fannst loks í gærmorg- un. Hún hafði verið týnd i rúma tvo mánuði. Bifreiðin fannst um hálfan annan kUómetra frá þeim stað þar sem hoUenskt par missti bUinn út i ána sem var í miklum vexti. Bæði komust þau lifandi frá hildarleikn- um við illan leik en ekki var laust við að menn fyrir austan hefðu efast um sannleiksgUdi frásagnar þeirra, enda haft á orði að Jökla skUaði ekki aftur því sem hún einu sinni tekur. í haust fannst hluti af farangri parsins við ána, poki með fjölda- mörgum áteknum fllmum og nýjum. Filmurnar voru sendar eigendum og voru óskemmdar, aö sögn. Og nú er ökutækið fundið. Það var Stefán Ólason, skólabílstjóri á bænum Merki í Jökuldal, sem sá glitta í bU- inn. Farið er að sjatna í ánni og þá kom biUinn í ljós en tU hans hafði ekki sést i þessari svörtustu og straumþyngstu á landsins. í aUt sumar hefur v.erið mikið í ánni og var hún búin að lemja gat á topp- inn. “BíUinn er skorðaður mUli steina. Það sér á toppinn sem er rif- inn í tvennt, þetta gerir áin, hún hefur bókstaflega skorið og klippt toppinn í sundur. Einhverjar rúður Þegar slysið varð komst maðurinn út með því að spenna upp hurðina en þá sökk bUlinn og konan festist í beltinu og flaut með honum niður ána eina fimm hundruð metra að talið var. Síðan tókst konunni að synda tU lands. Mörgum fannst þessi atburða- rás með ólíkindum," sagði Sólrún Hauksdóttir á Merki í Jökuldal. Bíllinn er sömu megin og bærinn að Merki og stutt frá honum, rétt framan við Hnappá. -JBP DV-MYNDIR SÓLRÚN HAUKSDÓTTIR Loksins fundinn Svona var Toyotan útlítandi eftir feröina niður eftir Jökulsá á Dal í sumar. El- van mikla haföi flett þakinu afbílnum. Merkilegt má heita aö fólkiö skyidi bjargast úr bílnum til lands. Til hliöar má sjá kaflann þaöan sem hollenska stúlkan slapp úr bílnum nálægt bakkanum hinum megin, þaö gerðist lengst til hægri á myndinni og haföi bíllinn því borist gegnum strauminn yfir í hinn helming árinnar og talsveröa vegalengd. virðast heilar og hurðir líka,“ sagði Stefán Óla- son í gær. Stefán sagði ætla að kippa bUnum á þurrt á næstu dögum þegar áin væri orðin skap- legri. „Bílinn hefur rekið en er ekk- ert langt frá þeim stað þar sem þau fóru út af, ég gæti trúað að hann væri tæpum kUó- metra neðar en þar sem konan komst úr bUnum. Pístólukjöt: Japönsk innrás í Borgarnes DV, BORGARBYGGÐ: A næstunni eru væntanlegar þrjár japanskar fjölskyldur sem munu setjast að í Borgamesi og starfa við útlutning Goða á hrossakjöti, eða pístólukjöti eins og það hefur verið kaUað af ýmsum. Um er að ræða nýja framleiðslu og munu Japanarnir sjá alfarið um að skera kjötið og flokka áður en það er flutt tU Japans. Samkvæmt heimUd- um DV mun þetta skapa atvinnu fyr- ir 10-15 manns i Borgamesi. Þá hefur staðið tU að Reykjagarð- ur flytji sláturhús sitt frá HeUu í gamla Mjólkursamlagshúsið og þar myndu skapast 30-40 ný störf í Borg- amesi. Eitthvað hefur dregist að Reykjagarður flytti starfsemi sína og eru uppi sögusagnir um að Reykja- garður sé í sameiningaviðræðum við aðra aðUa en það hefur ekki fengist staðfest. -DVÓ ^ Vatnsendamálið: Ovænt tillaga „Þessi tUlaga kom verulega á óvart því það hefur aUtaf verið vinnu- regla að nefndar- menn hafi fengið að kynna sér ein- stök mál áður en afstaða hefur verið tekin til þeirra," sagði Ármann Kr. Ólafsson formaður skipulagsnefndar Kópavogs eftir nýafstaðinn fund nefndarinnar. Þar voru lagðar fram athugasemdir sem borist höfðu vegna fyrirhugaðra bygg- inga í Vatnsendalandi. - um frestun Á fundinum lagði Tryggvi Felix- son, fulltrúi K-lista í skipulags- nefnd, fram tillögu þar sem sagði að þær athugasemdir og ábending- ar sem fram hefðu komið við kynningu á tillögu að deiliskipu- laginu á Vatnsendalandi væru þess efnis, að ekki væri skynsam- legt að vinna áfram að málinu á óbreyttum forsendum. Hann lagði til að algjörlega yrði fallið frá til- lögunum og málið tekið upp á nýj- um grunni. Þessi tillaga var felld með þrem- ur atkvæðum gegn einu. Síðan var samþykkt bókun þar sem sagði að tillaga Tryggva fengi ekki staðist. Það hefði verið vinnuregla í nefndinni að nefndarmenn fengju að kynna sér einstök mál áður en tekin væri afstaða til þeirra. Var samþykkt að fara að hefð- bundna leið og fela bæjarskipulagi að gera umsögn um framkomnar at- hugasemdir og ábendingar. Tryggvi lagði þá fram tillögu um að málinu yrði frestað. Sú til- laga var einnig felld. Ekki tókst að ná tali af Tryggva Felixsyni í gær. -JSS Tryggvi Felixson Forstjóri handsamaði þjóf "^sa Tveir menn voru ^■(Mhandteknir við Nor- 1» I ræna húsið í gær- I ... |r I kvöld á sama tíma og H| seti Finnlands, var ——■ forstjóri Landsvirkj- unar, gerði sér lítið fyrir og hjálpaði lögreglunni við að góma annan mann- anna. Samfyiking heimtar svör Þingmenn Samfylkingarinnar munu fara fram á að fjármálaráðuneytið láti þeim í té upplýsingar um fyrirkomulag um viðskipti og samninga rikisins vegna gagnaflutninga og annarra tölvu- samskipta. Bylgjan sagði frá. ekki Ingu Jónu Inga Jóna Þórðar- dóttir, oddviti sjálf- stæðismanna í borg- arstjóm, segir fram- boð Frjálslynda flokksins í Reykjavík í næstu sveitarstjóm- arkosningum ekki mundu ógna stöðu Sjálfstæðisflokksins og visar því á bug að forustukreppa sé innan flokks sins. Dagur sagði frá. Fá engin biðlaun Þeir 14 starfsmenn af 15 sem ekki fylgja Byggðastofnun á Sauðárkrók telja sig eiga rétt á biðlaunum en Kristinn H. Gunn- arsson, stjórnarfor- maður stofnunarinn- ar, segir þann rétt ekki fyrir hendi. Dagur sagði frá. Auglýsingar í miðri mynd Forráðamenn Sjónvarpsins em með til skoðunar þau áform markaðssviðs stofnunarinnar að gera stutt auglýs- ingahlé á kvikmyndum sem sýndar em um helgar. Mbl. sagði frá. Ammoníaksslys í Eyjafirði Ammoníak streymdi út í andrúms- loftið í gær hjá Kjamafæði á Svalbarðs- eyri. Maður við vinnu á lyftara í frysti- klefa mun hafa rekið gaffal lyftarans í rör með þessum afleiðingum. Dagur sagði frá. Válisti kynntur Náttúrufræðistofnun íslands hefur kynnt válista yflr fugla á íslandi en áður hefur verið gefmn út válisti fyrir plöntur. Meðal fugla sem skráðir era á listanum era hrafn, svaitbakur og grá- gæs. RÚV sagði frá. Fljúga áfram frá Akureyri Samkomulag hefur náðst milli Flug- félags íslands og samgönguráðuneytis- ins um áframhaldandi flug út frá Akur- eyri til ísafjarðar, Vopnafjarðar, Þórs- hafnar og Egilsstaða fram til áramóta. RÚV sagði frá. Segir Khiger óhressan Jón Ragnarsson, eigandi Valhallar, segist ekki ætla að taka þvi þegjandi að vera bannað að selja eign sína. Jón seg- ir kaupandann, Krúger, vera óhressan með afgreiðslu dómsmálaráðuneytisins en menn séu að skoða nýjar leiðir til að salan geti orðið að veruleika. Dagur sagði frá. Ekkert bannar afhendingu Úrskurðamefnd um upplýsingamál hefur áður fellt úrskurð þess efnis að Vegagerðinni beri að afhenda vinnu- gögn er tengjast útboði. Stjóm Heijólfs hf. hefur verið neitað um aðgang að gögnum Vegagerðarinnar sem stuðst var við í útreikningi kostnaðaráætlun- ar í nýlegu útboði á ferjusiglingum. Mbl. sagði frá. -GAR Sverrir ognar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.