Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2000, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2000, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000 Viðskipti I>V Umsjón: Vidskiptablaðiö Islenski fjármála- markaðurinn er of lítill - til að vekja áhuga erlendra banka, að mati breska blaðsins Financial Times Á íslandi eru allt of margir bankar og bankaútibú. Þetta er mat breska blaðsins Financial Times (FT) sem tel- ur að islenskur fjármálamarkaður kunni að vera of lítill til að vekja áhuga erlendra banka. FT bendir á að hér á landi starfl þrír viðskiptabank- ar og 26 sparisjóðir. Á íslandi sé eitt útibú á hverja 1.500 landsmenn en samanborið er eitt útibú á hverja 3.800 ibúa í Bandaríkjunum. FT segir banka hafa dregið lappimar í samein- ingu, hagræðingu og fækkun útibúa af ótta við að glata markaðshlutdeild. Hægt míðar í hagræðingu bankakerfisins í gær fylgdi breska dagblaðinu Fin- ancial Times sérblað um íslands. Þar er meðal annars fjallað um íslenska bankakerfið. I Financial Times segir að hægt hafi miðað að hagræða í ís- lenska bankakerfinu. Langþráð skref hafi þó verið stigið með sameiningu íslandsbanka og FBA fyrr á þessu ári og í framhaldinu er búist við samein- Flugleiðir fjórða stundvísasta flugfélag Evrópu Flugleiðir voru þriðja stundvís- asta flugfélagið í Evrópu í júlí sam- kvæmt niðurstöð- um rannsókna AEA, Evrópusam- bands flugfélaga, á stundvísi í millilandaflugi. Vélar Flugleiða fóru í loftið á réttum tíma í 80,7% tilvika en meðaltalið hjá evrópskum flugfélög- um var 67,5%. Þegar fyrstu sjö mán- uðir ársins eru taldir saman eru Flug- leiðir í fjórða sæti af 24 helstu flugfé- lögum í Evrópu, með 80,4% stundvísi. Flugleiðir voru samkvæmt sömu rannsókn stundvísasta flugfélagið af þeim 18 sem sem flugu yfir Norður- Atlantshafið í júlí og fóru vélar félags- ins af stað innan fimmtán mínútna frá áætluðum brottfarartíma í 81,7% tilfella. í frétt frá Flugleiðum segir að stundvísi sé einn af mikilvægustu þjónustuþáttum flugfélaga og hafa Flugleiðir náð því markmiði sínu að vera meðal fimm stundvísustu flugfé- laga í Evrópu. Að mati stjómenda Flugleiða var árangur félagsins í júlí mikilvægur í ljósi þess að í mánuðin- um urðu í tvígang umtalsverðar seinkanir sem töluverð umræða spannst um hér á landi og gáfú ef til vill villandi mynd af heildarframmi- stöðu félagsins í samanburði við önn- ur evrópsk flugfélög. Þess má geta að í júlí var fjöldi brottfara í áætlunar- flugi Flugleiða alls 1.144 og á fyrstu sjö mánuðum ársins tóku vélar félags- ins á loft alls 6.588 sinnum. 11 'M ingu Landsbanka og Búnaðarbanka en endanleg ákvörðun er í höndum ríkisstjómarinnar. Reyndar bendir FT á að likast til muni liggja fyrir í haust hvort ráðist verður í samein- ingu eða hlutur ríkisins seldur smám saman. FT segir stóm spurninguna vera hvort sameining bankanna tveggja standist samkeppnislög. Haft er eftir stjómendum hjá bæði Lands- banka og Búnaðarbanka að rikur vilji sé innan þeirra til sameiningar. Aðrir möguleikar em nefndir til sögunnar, svo sem sameining annars bankans við einhvern sparisjóðanna. FT segir það enga tilviljun að sam- eining banka hafi einmitt átt sér stað milli þeirra sem alfarið eru í eigu einkaaðila þar sem pólitik hafi jafnan staðið í vegi fyrir sameiningu banka. Rifiuð er upp tilraun sænska bankans SEB til að kaupa hlut í Landsbankan- um og bent er á að hún hafi strandað á stjómvöldum. Þá kemur fram að ítök stjórnvalda og byggðapólitík hafi iðulega komið í veg fyrir hagræðingu. Ör vöxtur einkennandi fyrir fjármálageirann FT segir öran vöxt hafa einkennt ís- lenskt efnahagslíf og fiármálageirann með samsvarandi aukningu útlána. Haft er eftir Bjarna Ármannssyni, for- sfióra Íslandsbanka-FBA, að nú séu blikur á lofti og því hafi bankarnir tekið upp stífari reglur um útlán. Þá er vikið að vexti í netbankaþjónustu og útþenslu islenskra banka með kaupum á breskum einkabönkum og hlut í dönskum netbanka. Haft er eft- ir Val Valssyni, forstjóra íslands- Síminn stofnar fyrirtæki um rekstur tölvukerfa og hugbúnaðarveitu Landssími íslands hf. hefur stofnað nýtt fyrirtæki, Mið- heima hf., sem mun sérhæfa sig í rekstri tölvukerfa og hugbún- aðarveitu fyrir fyrirtæki og stofnanir. Miðheimar, sem veröa alfarið í eigu Símans, taka til starfa 1. nóvember. Fyr- irtækið mun annast rekstur tölvukerfa Símans og hefur enn fremur samið við hugbúnaðar- fyrirtækin Destal hf. og Veftorg hf. um rekstur tölvukerfa þeirra. Viðar Viðarsson, núverandi framkvæmdastjóri upplýsinga- tæknisviðs hjá Landssímanum, verður framkvæmdastjóri Mið- heima. Meirihluti starfsmanna upplýsingatæknisviðs Símans kemur til starfa hjá nýja fyrir- tækinu, eða 46 manns. Meginmarkmið að auka hagræðingu „Meginmarkmiðið með stofn- un Miðheima er að auka hagræðingu í rekstri Símans. Með því að upplýsinga- tæknisviðið verði sjálfstætt eykst kostnaðaraðhald að öðrum hlutum fyr- irtækisins, sem kaupa af því þjónustu. Markmiðið er jafnframt að beisla þá tækniþekkingu sem býr innan fyrir- tækisins og skapa ný verkefni og tekj- ur. Við höfum fundið fyrir eftirspurn viðskiptavina okkar eftir þjónustu af þessu tagi og teljum að til þess að hægt sé að mæta þeim óskum þurfi aö gera þessa einingu sjálfstæða og sjálfbæra,“ segir Þórarinn V. Þórarinsson, for- sfióri Landssíma íslands hf. Fyrst um sinn munu Miðheimar einbeita sér að rekstri tölvukerfa fyr- irtækja en jafnhliða verður unnið að undirbúningi hugbúnaðarveitu sem felst í því að bjóða fyrirtækjum að- gang að vél- og hugbúnaði gegn fóstu áskriftargjaldi. „í framtíðinni mun það heyra sögunni til að hvert og eitt fyrirtæki reki eigin tölvudeild eða kaupi sjálft eigin hugbún- aðarleyfi. Miðheimar munu sérhæfa sig í að veita fyrir- tækjum vél- og hugbúnaöar- þjónustu gegn föstu gjaldi. Slík þjónusta mun skila sér i lægri rekstrar- og fiárfesting- arkostnaði vegna tölvu- og upplýsingakerfa," segir Viðar Viðarsson, framkvæmdasfióri Miðheima. Starfsemi Miðheima verður í Ármúla 31 þar sem verið er að klæðskerasníða skrifstofu- húsnæði og vinnuaðstöðu. Það er Tækniakur hf. sem annast verkið en í þessu húsi og á nærliggjandi lóðum verður byggt upp nútímalegt skrif- stofuhúsnæði sem verður sér- hannað fyrir tölvu- og tækni- fyrirtæki með tilheyrandi þjónustu. Svæðið er nærri hjarta fiarskiptakerfis Simans í Múlastöð. Formaður stjómar Miðheima er Þórarinn V. Þórarinsson, forstjóri Símans, en aðrir í sfióm eru Agnar Már Jónsson, framkvæmdastjóri sölu- sviðs Simans, og Jón Vignir Karlsson, skólastjóri Nýja tölvu- og viðskipta- skólans. Kögun selur DLM-kerfi til bandaríska flughersins Sendlar óskast Sendlar óskast á blaðadreifingu DV eftir hádegi. Æskilegur aldur 13-15 ára. Upplýsingar í síma 550 5746. Kögun hf. hefur samið um sölu á einu DLM-kerfi og tveimur notenda- leyfum til bandaríska flughersins. Söluverð er tæpir 450.000 dollarar og umsaminn afhendingar-, aðlögunar- og prófanatími er fiórir mánuðir. Við skráningu Kögunar hf. á VÞÍ var þess getið í skráningarlýsingu að fyrirtækið væri með í þróun kerfi með vinnuheitið DLM. Kerfið byggist alfar- ið á hugmynd sem til varð hjá starfs- mönnum Kögunar hf. en kerfíð hefur verið í þróun á annað ár og er áfallinn þróunarkostnaður þegar gjaldfærður. Nokkur vinna er eftir við aðlögun DLM að öðmm búnaði kaupanda. í frétt frá Kögun kemur fram að fyr- irtækið kynnti hugmyndina að DLM fyrir bandaríska flughemum á síðasta ári og ákvað flugherinn í framhaldinu að efna til útboðs á kerfi með eigin- leika DLM. Nú liggur fyrir undirritað- ur samningur um að Kögun hf selji bandaríska flughemum fyrsta DLM banka-FBA, að vöxtur bankanna' á innanlandsmarkaði sé takmarkaður og því verði vöxturinn fyrst og fremst erlendis. Hann segir bankann skoða þann möguleika að færa sér sérþekk- ingu á sjávarútvegi í nyt í erlendri út- rás sinni. FT segir að til langframa skipti miklu máli hvort stæstu bankar Norð- urlanda renni hýra auga til íslands og fiárfesti hér á landi. Blaðamaður FT óttast þó að íslenski markaðurinn sé einfaldlega of lítill til að vekja áhuga þeirra. Fram kemur að ef MeritaNordbanken tekur yfir norska Christiania bankann, eins og margt bendir til, sé ísland eina land Norður- landa þar sem MeritaNordbanken hef- ur ekki komið sér fyrir. Blaðið segir íslenska markaðinn þó líkast til vera of lítinn og stærri fiárfestingartæki- færi annars staðar í Evrópu. Undir þetta sjónarmið tekur Valur Valsson: „Fyrir flesta erienda banka er mark- aðurinn einfaldlega of lítill til þess að vekja áhuga.“ Þetta helst átH:i>þl;W:i:3K,ldiilIrT:4:á HEILDARVIÐSKIPTI 649 m.kr. Hlutabréf 243 m.kr. Húsbréf 400 m.kr. MEST VIÐSKIPTi 0 Íslandsbanki-FBA 35 m.kr. o Flugleiðir 28 m.kr. Oíslenski hugbúnaðarsj. 8 m.kr. MESTA HÆKKUN o Kögun 7,9% O Grandi 7,7% O Þormóður rammi 6,1% MESTA LÆKKUN O Haraldur Böðvarsson 12,1% o SR-mjöl 5,1% ! O Delta 2,3%ÚRVALSVÍSITALAN 1509,1 stig - Breyting O 1,086% Launavísitalan hækkar um 0,1% kerfið. Fyrirtækið hefúr s.l.ár unnið að þró- un á vömm sem ætlaðar em sem við- bætur við vamarkerfi frá öðrum fram- leiðendum. Þrjú mismunandi kerfi em nú tilbúin til sölu og hefur bandaríski flugherinn þegar keypt tvö af þessum kerfum þ.e. GSSG og DLM en auk þess býður Kögun hf til sölu kerfi er nefhist GSSG-RT. Kögun hf hefur ráðið starfsmann til að annast kynningu á þeim fram- leiðsluvörum fyrirtækisins sem ætlað- ar em til vamarmála, og er hann stað- settur í Norfolk í Virginiu. I frétt Kögunar er þess einnig getið að í nýlegri útboðslýsingu fyrir stórt verk á vegum NATO er að finna kröfu um að verkið bjóði upp á tengingu við GSSG og tekið fram að væntanlegir bjóðendur þurfi að semja við Kögun hf um hugverkarétt vegna slíkrar teng- ingar. Launavísitalan, miðað við meðal- laun í ágúst 2000, hækkaði um 0,1% frá fyrra mánuði og er 196,6 stig. Sam- svarandi launavísitala, sem gildir við útreikning greiðslumarks fasteigna- veðlána, er 4300 stig í október 2000. Vísitala byggingarkostnaðar hækk- aði um 0,04% frá í ágúst sé tekið mið af verðlagi um miðjan september. Samkvæmt útreikningum Hagstof- unnar er vísitalan 244,7 stig og gildir hún fyrir október. Hækkun vísitöl- unnar síðastliðna þrjá mánuði sam- svarar 0,2% lækkun á ári. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala byggingar- kostnaðar hækkað um 3,4%. MESTU VIÐSKIPTI 0 Íslandsbanki-FBA 0 Össur 0 Marel Q> Eimskip 0 ísl. hugb.sjóðurinn sídastlibna 30 daga 829.125 458.753 426.049 270.175 262.538 síbastlibna 30 daga 0 Marel o Vaxtarsjóöurinn O SR-Mjöl o Delta hf. O íslenskir aðalverktakar 21% 16% 13% 11% 11% MESTA LÆKKUN ▼ o Húsavíkur O SÍF O SH o ísl. hugb.sjóðurinn 0 KEA síbastiibna 30 daga -19 % ' -18% -17 % -12% -12% Hagkerfi Italíu hægir á sér Landsframleiðslan á Ítalíu óx um 0,3% á öðmm ársfiórðungi en vænt- ingar markaðsaðila höfðu verið um 0,7% vöxt. Það sem olli þessum mis- muni var hækkandi heimsmarkaðs- verð á olíu og sterkur dollar. Aukn- ingin var því 2,6% á ársgrundvelli en væntingar höfðu verið um 3,1% vöxt. iÉDOW JONES 10789,29 O 0,18% 1 • NIKKEI 16458,310 2,07% P-S&P 1459,90 O 1,07% RÍ NASDAQ 3865,64 O 3,73% SÍkftse 6378,40 O 1,40% PWdax 6933,490 0,06% I ICAC 40 6537,870 0,12% 21.09.2000 kl. 9.15 P Doilar KAUP 84,470 SALA 84,910 IsÍEPund 119,380 119,990 1*1 Kan. dollar 56,890 57,250 CSiDónsk kr. 9,6400 9,6930 hfclNorak kr 9,0080 9,0580 ESSænskkr. 8,5820 8,6290 HHh. mark 12,1016 12,1743 U Fra. franki 10,9691 11,0350 rÍBelit. frankl 1,7837 1,7944 □ Sviss. franki 47,6800 47,9400 ”Ho,l. gyllini 32,6507 32,8469 “^jpýsktmark 36,7888 37,0099 B lít lira 0,037160 0,037380 yUAutl. sch. 5,2290 5,2604 Port. oscudo 0,3589 0,3611 [*.' '.Isná. peseti 0,4324 0,4350 1 • jjap. yen 0,793100 0,797800 B { írskt pund 91,361 91,910 SDR 108,570000 109,220000 JgECU 71,9527 72,3851

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.