Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2000, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2000, Qupperneq 13
FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000 13 I>V Hagsýni Garðshorn: Sumar að vetri - einfaldir garðskálar lengja sumarið um fjóra til sex mánuði Garðskálaplönfur Plöntur fyrir kalda gróðurskála Plöntur sem ekkl lifa veturínn af utandyra Purpurasópur Sígrænn runni sem blómstrar rauöleitum blómum. 60 sm. _ Eptatré Blómstrar hvítu á vorin, þolir vel klippingu. Ýviður Sígræn, tré 2-3 m. Súlulífvlður Runni sem getur oröiö 1-1,5 m. Barriö litfagurt. Fúksía Blómviljug, margir litir og afbrigöi. Vínviður Klifurplanta meö bragögóöum berjum. Þarf klipplngu. Japanshlynur Smágreinótt tré meö purpuralituö blöö. Blööin veröa rauö á haustin. Kllfurhortensía Skuggþolin, blómstrar hvítu. Róslr Margar tegundir. irv^; Plöntur i svala skála Plöntur sem ekki mega frjósa en þurfa vetrarhvíld Mahónía Hvit og bleik blóm, blómstra fyrir iaufgun. Bláregn Klifurjurt meö hangandi blöö og blá blðm. Gardenía Blaöfallegur runni sem blómstrar hvítum ilmsterkum blómurri? Kívl Blaöfalleg og sérkennileg klifurplanta, hefur boriö ávöxt hér á landi. Buxusrunni Fingerö sígræn blöö, auövelt aö forma meö klippingu. Japanskur beinviður 1-2 m, sígrænn. Blööin gulflekkött á gulum greinum. Róslr Margar tegundir. Bambus Til í mörgum stæröum, ræktaöur vegna sérkennilegra biaöa. Plöntur í heita skála Piöntur sem dafna best vib stööugan hita, um 20°C. Tigulskrúð Blööin geta veriö rauö, gul eöa hvít. 4 v-v--. Gelslamaðra Hvlt blóm - þarfmikla birtu. Nílarsef Lágvaxiö, dökkgrænt, meö fallega blaöhvirfingu. Bananar Stórvaxin iurt meö stór blöö, flölgar sér hratt. Fíkjutré Hávaxiö, þolir vel klippingu, bráöfallegt, getur myndaö ávöxt. Kafflplanta Paradísarblóm Hávaxinn runni meö dökkgræn blöö og rauö ber. Hávaxin jurt sem biómstrar óvenjuiega stórum og faiiegum blómum. Kaktusar Margar tegundir þurfa lítinn loftraka og litla vökvun. Samspil Ijóss og skugga Plönturnar veröa aö vera í samræmi viö stærö skáians og blómstra á mis- jöfnum tíma. ... Við íslendingar kvörtum oft og iðulega yfir því hversu sumarið er stutt og sjaldan logn. Garð- og gróð- urskálar eru því tilvaldir til að lengja sumarið og veita skjól. Ein- faldir skálar geta lengt sumarið um fjóra til sex mánuði og heitir skála bjóða upp á sumar allt árið. Það ætti því að vera sjálfsagt að gera ráð fyrir garðskálum við nýbyggingar og gera fólki auðvelt að byggja þá við eldri hús. Fyrstu gróðurskálarnir á hjól- um Garð- og gróðurskálar eiga sér langa sögu. Rómverjar ræktuðu t.d. sjaldgæfar plöntur frá skattlöndum sínum í gróðurskálum og í staðinn fyrir gler notuðu þeir ljóshleypna steintegund sem höggvin var í þunnar flögur. Á Ítalíu hafa fundist gróðurskálar frá fyrstu öld e.Kr., plönturnar stóðu í kerum og í loft- inu voru leiðslur fyrir heitt loft. Það var þó ekki fyrr en á tíma endur- reisnarinnar og landafundanna miklu að gróðurskálar náðu veru- legri útbreiðslu, þeir urðu tískufyr- irbæri og stöðutákn. í kjölfar ný- lendusöfnunar Evrópumanna barst mikið að framandi plöntum til álf- unnar og fæstar þeirra þoldu veður- farið. Kóngar og aðalsmenn keppt- ust við að reisa stóra og til- komumikla gróðurskála á landar- eignum sínum og fylla þá með fram- andi plöntum. Fyrstu gróðurskál- arnir voru á hjólum og þeir dregnir að plöntunum til að hlífa þeim yfir veturinn en fljótlega fóru menn að rækta plöntumar í kerum og bera þær inn í skálann. Flokkaðir eftir hitastigi Gróðurskálar eru flokkaðir, eftir hitastiginu sem haldið er í þeim, í Kartöflurnar þurrefnisríkar Kona að vestan hafði samband við Neytendasíðuna og langaði að vita af hvetju hýðið á kartöflunum hennar losnaði af við suðu. Sam- kvæmt upplýsingum frá Magnúsi Ágústssyni, ylræktarráðunaut hjá Bændasamtökunum, stafar þetta af því að kartöflumar eru þurrefnis- ríkar vegna lítillar áburðargjafar. Magnús segir að þetta séu í raun bestu og hollustu kartöflurnar sem hægt sé að fá og auðvelt sé að koma í veg fyrir þetta með því að salta vatnið eHítið þegar þær eru soðnar. -Kip LEE gallabuxur á tilboðsverði Vinnufatabúðin á Laugavegi verður með buxnadaga frá 20. sept- ember og verða þá LEE-Ranger gaUabuxur á mjög góðu verði, 3900 krónur. Á sama tíma verða aUar aðrar buxur með 20% afslætti í búðinni. Beint samband við Neytendasíðu Lesendur sem vHja ná sambandi við Neytendasíðu DV hafa tH þess nokkrar leiðir. I fyrsta lagi geta þeir hringt í beinan sima: 550 5821. Faxnúmerið er: 5505020 og svo er það tölvupósturinn en póstfangið er: vigdis@ff.is. Tekið er á móti öUu þvi sem neytendur vilja koma á framfæri, hvort sem það em kvartanir, hrós, nýjar vörar eða þjónusta - eða spumingar um eitt og annað sem kemur upp á í daglegu lífi. Sé umsjónarmaður ekki við er tekið við skilaboðum. Vigdís Stefánsdóttir, umsjónarmaður Neytendasíðu kalda skála, svala skála og heita skála. í köldum eða óupphituðum skál- um er engin hitalögn og líkist hita- stigið því sem er í kaldtempraðabet- inu í Vestur-Evrópu. Hitastiginu í Garöskálaplöntur Blómstrandi bláregn og blaöfalleg nería. svölum skálum er haldið fyrir ofan frostmark aUan ársins hring og get- ur verið á bUinu 1-10°C á veturna, allt eftir veðri. Segja má að loftslag- ið í þeim líkist heittempruðu lofts- lagi Suður-Evrópu. í heitum skálum eru hitalagnir og lofthita haldið yfir 10°C aHt árið og jarðvegshiti á að vera stöðugur við 18”C. Loftslagið í þeim líkist mest hitabeltisloftslagi Suður-Ameríku. Rakastig er eitt af því sem menn verða að gæta vel að í skálanum, æskUegt er að það sé miUi 60% og 80% en má ekki fara niður fyrir 40%. Gólfið þarf að vera þannig að hægt sé að bleyta það tU að auka loftrakan í þurru veðri. Loftræsting verður að vera góð og opnanleg fög þurfa að vera um 40% af grunnfleti skálanna. Einnig er gott að hafa viftu tU að halda loftinu á hreyfingu. Þegar sól er hæst á lofti þarf að vera hægt að skyggja skálann tU að koma í veg fyrir að plönturnar brenni vegna mikUs sólarhita. Bambus- eða rimlagardínur duga yf- irleitt ágætlega til að skyggja þó finna megi dýrari lausnir. Aftur á móti þarf að grípa tU lýsingar í skál- um þar sem plöntur vaxa á vetuma, þetta á aðallega við svala og heita gróðurskála. Byggingarefni Burðargrind skálanna er yfirleitt úr áli, timbri eða PVC og grunnur- inn úr steypu. Ál- og PVC-grindur eru fyrirferðaminni en timbur- grindur en timbrið heldur betur hita. í grunninn á að nota járnbenta steypu sem nær niður fyrir frost. Grunnurinn verður að vera vel framræstur og standa að a.m.k. 10 sentímerta upp úr jörðinni. í klæðningu má nota gler, akrU eða polycarbonat. Fram til þessa hefur gler verið vinsælast og er að öllum líkindum best. Gler er hægt að fá í ýmsum þykktum, það rispast lítið og það er auðvelt að þrífa gler, gaUinn er bara sá hversu brothætt það er. Akríl og polycarbonat er sterkara en gler en ekki með sömu ljóshleypni. Æskilegt að blanda saman tegundum Þegar plöntur eru valdar í skál- ann þarf að gera það með tiUiti til hitastigsins í honum. Það er tU lítUs að setja hitabeltisplöntur í kalda skála bara til að horfa á þær frjósa i hel. Plöntumar verða að vera 1 samræmi við stærð skálans, þær eiga að blómstra á misjöfnum tíma og fara vel saman. Heildarmyndin verður að vera sem best og því æskUegt að blanda saman hávöxn- um og meðal háum plöntum ásamt botngróðri og klifurplöntum. Það er reyndar ekki hægt að setja neinar ákveðnar reglur um plöntuval þar sem smekkur og framboð hverju sinni ráða mestu. Það er líka sjálfsagt að nota skálana á hátíðum eins og jólum og páskum. Um jólaleytið má skreyta þá með seríum, jólastjörnum, hýj- asintum og setja upp jólatré. Og fyr- ir páska á að sjálfsögðu að setja nið- ur páskaliljur. Það ætti því að vera auðvelt að njóta skálans allan árs- ins hring. -Kip Reglur um afnot séreigna í fjölbýli: Mögulegar innan vissra marka íbúðareigandi í litlu fjölbýli hafði samband við Húsráð. Hversu itar- legar húsreglur er hægt að setja í fjölbýlishúsum? Er hægt að setja húsreglur um séreignir fólks? Fanny Kristín Tryggvadóttir, framkvæmdastjori Húsráða svarar: Skv. 74. gr. fjöleignarhúsalaga (FEHL) skal stjóm húsfélags semja húsreglur og leggja fyrir húsfund tU samþykktar. Lögin byggjast þannig á því að húsreglur séu fyrir hendi í öUum fjöleignarhúsum, stórum og smáum. Það fer þó eftir atvikum og staðháttum hversu nákvæmar og it- arlegar þær þurfa að vera. í 74. greininni eru nánar tUgreind þau atriði sem húsreglur íbúðar- húsa skulu fjaUa um en sú upptaln- ing er ekki tæmandi. Húsreglur eru fyrst og fremst reglur um um- gengni, afnot og hagnýtingu sam- eignar hússins. Þannig er um að ræða nánari útfærslu á þeim megin- reglum FEHL um hagnýtingu sam- eignar, sem settar eru í 34. og 35. gr. en þar kemur m.a. fram: 1. Að réttur eigenda nái tU sam- eignar í heUd og takmarkist aðeins af hagsmunum og jafnríkum rétti annarra eigenda. 2. Að réttur tU að hagnýta sam- eign fari ekki eftir hlutfaUstölum og allir eigendur hafi jafhan hagnýt- ingarrétt. 3. Að eigendum beri skylda til að taka eðlUegt og sanngjarnt tillit tU annarra eigenda við hagnýtingu sameignar. 4. Að eigendum sé óheimUt að nota sameiginlegt húsrými eða lóð tU annars en það er ætlað. 5. Að eigendum sé skylt að ganga vel og þrifalega um sameiginlegt húsrými og og lóð og sömuleiðis um sameiginlegan búnað hússins og gæta þess í umgengni sinni að valda ekki öðrum í húsinu óþægindum eða ónæði. 6. Að einstökum eigendum megi ekki veita aukinn og sérstakan rétt tU hagnýtingar sameignar umfram aðra eigendur nema aUir ljái því samþykki. Ekki gegn vilja eigenda Þótt húsreglur fjaUi fyrst og fremst um afnot sameignarinnar þá eru þær ekki einskorðaðar við hana. Húsfélag getur innan vissra marka sett reglur um afnot sér- eigna. Verulegar skorður eru þó settar á setningu slíkra reglna. Hús- félag getur ekki tekið ákvarðanir gegn vilja eigenda sem fela í sér meiri og víðtækari takmarkanir á ráðstöfunar- og umráðarétti hans yflr séreign en leiðir af ákvæðum FEHL eða eðli máls (3. mgr. 57. gr.). Hins vegar er eiganda skylt að haga afnotum séreignar sinnar og hag- nýtingu hennar með þeim hætti að aðrir eigendur verði ekki fyrir ónauðsynlegu og óeðlilegu ónæði (2. mgr. 26. gr.). Húsráð - Ráðgjafarþjónusta hús- félaga er að Suðurlandsbraut 30 og veitir margvislegar upplýsingar og leitar ráða við álitamálum sem upp geta komið varðandi samskipti fólks í íbúðarhúsnæði. Síminn þar á bæ er 568 9988.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.