Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2000, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2000, Side 27
FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000 35 x>v Tilvera Kevin Bacon: Leikari á ystu nöf Kevin Bacon leikur ósýnilega manninn í Hollow Man, sem frum- sýnd verður í kvikmyndhúsum hér á landi á morgun. í myndinni leikur hann vísindamanninn Sebastian Caine, vísindamann sem starfar á vegum Pentagon í tilraunaverkefni sem miðar að því að gera dýr ósýni- leg. Tilraunirnar ganga vel og í kjöl- farið ákveður Caine að gera tilraun á sjálfum sér, gera sig ósýnilegan. Kevin Bacon hefur lengi verið i fremstu röð leikara í Bandaríkjun- um og hefur tekið ýmsar U-beygjur á ferlinum, leikið í myndum sem best eru geymdar í glatkistununni ásamt því að leika í úrvalsmyndum sem lifa góðu lífl. Af og til hefur hann einnig leikið á sviði og í dag er hann í hópi leikara sem treystandi er fyrir hvaða hlutverki sem er, vinnur ekkert allt of mikið og gefur sér tíma til að lifa líflnu ásamt eiginkonu sinni, leikkonunni Kyru Sedgwick, og tveimur börn- um. Bacon fæddist inn í hamingju- sama millistéttarfíölskyldu i Fíla- delfíu og var faðir hans í góðri stöðu hjá borginni og móðir hans kennari og þekktur pólitíkus. Sautján ára gamall flutti hann til New York, þar sem hann varð einn yngsti nemandinn sem sest hefur á skólabekk í Square Theatre School. Meðfram náminu og ströglinu að því loknu vann hann sem þjónn á börum í New York. Bacon fékk litið hlutverk í National Lampoon’s Animal House, sem í fyrstu var sviðsverk, og í kjölfarið lék hann sama hlutverk í kvikmyndinni. Ferill Kevins Bacons í kvikmyndum National Lampoon’s Animal House, 1978 Starting Over, 1979 Hero at Large, 1980 Friday the 13th, 1980 Only When I Laugh, 1981 Diner, 1982 The Demon Murder Case, 1983 Footloose, 1984 Quicksilver, 1986 Lemon Sky, 1987 White Water Summer, 1987 Planes, Trains and Atomobiles, 1987 Criminal Law, 1988 End of the Line, 1988 She’s Having a Baby, 1988 The Big Picture, 1989 Tremors, 1990 Flatliners, 1990 He Said, She Said, 1991 Queens Logic, 1991 JFK, 1991 Pyrates, 1991 A Few Good Men, 1992 The River Wild, 1994 The Air Up There, 1994 Murder in the First, 1995 Balto, 1995 Apollo 13, 1995 Sleepers, 1996 Telling Lies in America, 1997 Picture Perfect, 1997 Digging to China, 1998 Wild Things, 1998 Stir of Echoes, 1999 HoUow Man, 2000 Fyrsta hlutverkið á Broad- way var í Slab Boys, þar sem mótleikarar hans voru Sean Penn og Val Kilmer, sem voru jafn óþekktir og Bacon á þessum tíma. Stóra stökkið kom þegar Barry Levinson fékk honum eitt stærsta hlutverkið í sinni fyrstu kvikmynd, Diner. Þar lék hann ríkan ungling sem átti við drykkjuvandamál að stríða. í þéssari þekktu mynd Levin- son voru fleiri væntanlegar Hollywood-stjörnur að stíga sín fyrstu skref í átt tO frægðar og má þar nefha Mickey Rourke, Ellen Barkin, Steve Guttenberg, Paul Reiser og Daniel Stem. Þetta var árið 1982. Tveimur árum síðar lék Bacon í Footloose og ný Hollywood- stjama var komin fram i sviðsljós- ið. Ferill Bacons gefur til kynna að annað hvort er hann mjög leitandi eða með vöntun á sjálfstrausti. Hef- ur hann oftsinnis látið góð hlutverk frá sér fara og leikið í staðinn ein- hver furðufyrirbæri í þess furðu- legri myndum. Ávallt hefur hann þó náð að standa uppréttur. Á Broad- way hefur honum gengið betur að feta sig áfram, leikið nokkur góð hlutverk og fengið Golden Globe-til- nefningar fyrir leik sinn. Ekki er þó hægt að ganga fram hjá því að hann hefur einnig leikið mörg góð hlut- verk i kvikmyndum, hlutverk sem hafa haldið nafni hans á lofti. Má þar nefna nýlegar myndir eins og A Few Good Men, Murder in the First, Apollo 13 og Sleepers. Bacon segist leika í einum til tveimur kvikmynd- um á ári: „Þegar hárið er farið að þvælast fyrir mér veit ég að nú er kominn tími til að fara að vinna, því yfirleitt er ég sendur í klippingu þegar ég hef fengið hlutverk." Tónlistin á einnig hug Kevins Bacon og árið 1994 stofnaði hann ásamt bróður sínum Michael hljóm- sveitina Bacon Brothers. Þeir byrj- uðu að leika í litlum klúbbum á norðausturströndinni og hafa hald- ið þessu tómstundastarfi sínu gang- andi. Fyrir þremur árum leikstýrði Kevin Bacon sinni fyrstu kvik- mynd, Losing Chase, sem fjallar um vinskap tveggja kvenna sem eiga við sálræn vandamál að stríða. Eig- inkona hans Kyra Sedgwick lék annað hlutverkið og mótleikkona hennar var Helen Mirren. -HK Hollow Man: Kostir þess að vera ósýnilegur í Hollow Man er sagt frá vísinda- manninum Sebastian Caine (Kevin Bacon), sem er að vinna að mjög þýðingamiklu verkefni fyrir Penta- gon. Hvað er betra fyrir hermenn framtíðarinnar en að vera ósýnileg- ir óvinum sínum? Þegar Caine ákveður að prófa ákveðna formúlu á sjálfan sig fer allt úrskeiðis sem hugsast getur, hann verður ósýni- legur með öllu. Samstarfsmenn hans, Linda (Elisabeth Shue) og Matthew Kensington (Josh Brolin) reyna að gera Caine aftur sýnilegan Osýnilegi maöurinn Elisabeth Shue viröir fyrir sér hinn ósýnilega Kevin Bacon. með annarri formúlu en hún virkar ekki sannfærandi. Caine verður óvinur samstarfsmanna sinna og smitast af þeim nýja krafti sem hann býr nú yfir, eða eins og hann segir sjálfur: „Það er ótrúlegt hvað þú getur gert, þegar þú þarf ekki lengur að horfa á sjálfan þig í spegl- inum.“ Leikstjóri Hollow Man er Paul Verhoven, sem hefur átt sínar hæð- ir og lægðir. Hann er Hollendingur sem vakti athygli heimsins með mynd sinni The Fourth Man. Hollywood tók hann upp á arma sína og varð hann einn af eftir- lætisprinsum borgarinnar í kjölfar vinsælda Robocop. Ekki minnkaði virðingingin fyrir honum þegar Total Recall var frumsýnd og í hæstu hæðir fór hann þegar hann sendi frá sér Basic Instict. Fallið af toppnum varð síðan stórt þegar Showgirls leit dagsins ljós og má segja að með Starship Troopers og Hollow Man sé hann að rembast við að klifra á toppinn aftur. -HK High Fidelity Á ★★★★ Þetta er sérlega skondin mynd um ofur venjulegt nútímafólk og ofur venjulegar raunir þess, þannig gerð aö manni stendur ekki á sama um fólkið í henni og vill því allt hið besta. Það er gott að finna þannig til þegar maður gengur út úr bíóinu. -ÁS Amerícan Psycho ★★★i Christian Bale leikur „sækó- inn" Patrick Bateman af mikilli snilld. Hann er óaðfinnanlegur á yfirborðinu en tómur undir niðri. Útlit myndarinnar er fullkomlega í takt við satíruna sem*- dregur miskunnarlaust dár að uppa- menningunni. American Psycho er lykiltexti í vestrænni menningu og Mary Harron gerir honum góð skil. -BÆN X-Men ★★★ X-Men er mikið sjónarspil, tæknilega fullkomin. Hraðinn í at- burðarásinni kemur þó aldrei niður á sögunni sjálfri, sem hefur marga anga, og það er merkilegt hvað tekist hefur að gera teiknimyndaofurmenni að jafnlifandi persónum og raunin er. Leikarar eru yfirleitt mjög góðir, með þá lan McKellan og Patrick Stewart fremsta meðal jafningja. -HK 101 Reykjavík ★★★ Hilmir Snær leikur auðnuleys- ingjann Hlyn sem lifir og hrærist í hverfi 101 Reykjavík. Líf hans er í föstum skorðum þar til vinkona móður hans kemur í heimsókn og úr verður einhver sérkennilegasti ástarþríhyrn- ingur íslenskrar kvikmyndasögu. Fjörug mynd sem býr þó yfir þungri og alvarlegri undiröldu. -BÆN Keepíng the Faíth ★★★ Jake og Brian eru afar skemmtilega skrifaðar persónur og, eins og við er að búast, eru Norton og Stiller óaöfinnanlegir í hlutverkum sínum. Jenna Elfmann hefur þá út- geislun sem þarf í hlutverkið og mað- ur skilur varla hvernig hægt er að vera ekki skotinn í henni. -PJ Islenski draumurinn ★★★ Líflegt og skemmtilegt handrit sem er uppfullt af lúmsku háði og skemmtilegum orðaleikjum. Styrkleiki myndarinnar er kannski einnig helsti veikleikinn. Persónurnar tala mikið í myndavélina og þótt handritið bjóði upp á skemmtileg tilsvör og orðaleiki, þar sem góðir leikarar skapa eftir- minnilegar persónur og fara vel með textann, þá er ekki laust við að at- burðarásin hafi hæðir og lægðir. ís- lenski draumurinn lofar góðu um framtíðina hjá Robert Douglas. -HK Titan A.E. ★★A Aðal Titan A.E. er útlitið. Myndin er litskrúðugt sjónarspil þar sem þeyst er á milli plánetna og sól- kerfa í einni andrá í farartækjum sem eru jafnfjölbreytt í útliti og persónur myndarinnar. Sagan, sem er hin skemmtilegasta, er hentug tyrir formiö og í anda þekktra stjörnustríðsmynda og gefur ekkert eftir mörgum leiknum myndum um sama efnið í spennu. -HK Music of the Heart ★★A Wes Craven tók sér smáhvíld . á milli „Öskur“mynda sinna númer tví* og þrjú og leikstýröi Music of the He- art, sem er eins langt frá hryllings- myndum hans og hægt er, hugljúft drama um kennslukonu sem kennir fátækum börnum á fiðlu. Og með henni sýnir Craven að honum er fleira til lista lagt en gera spennandi hryll- ingsmyndir sem fá hárin til að rísa. Með stórkostlegum leik bætir Meryl Streep enn einni skrautfjöðrinni við einstæðan leikferil í kvikmyndum. -HK Shanghai Noon ★★iÞegar best lætur er Shanghai^ Noon vel heppnaður farsi. Hraðinn í atburöarásinni er mikill. Fyndnar setn- ingar eru oftast á kostnað Jackies Chans og svo er myndin uppfull af vel útfærðum bardagasenum og áhættu- atriðum. Enginn slær þó Jackie Chan út í slíkum atriöum þar sem hann nánast prjónar sig í gegnum tug af kúrekum, eins og ballettdansari innan um glímukappa, og gerir svo hluti A. sem aðrir leikarar mundu fá áhættu- leikara til aö gera fyrir sig. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.