Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2000, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2000, Page 11
FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000 11 DV Útlönd Milosevic Júgóslavíuforseti á í vök að verjast fyrir kosningarnar: Tíu sinnum fleiri sóttu fundinn hjá Kostunica Rúmlega eitt hundrað og fimmtiu þúsund manns komu til að hylla Vojislav Kostunica, helsta frambjóð- anda stjómarandstöðunnar i Júgóslavíu í forsetakosningunum á sunnudag, á útifundi sem hann hélt í miðborg Belgrad í gærkvöld. Ekki nema fimmtán þúsund sóttu fund forsetans. „Ég er venjulegur maður eins og allir aðrir. Ég hef ekki í hyggju að endurskipuleggja heiminn. Ég ætla mér að endurskipuleggja þetta land okkar, með ykkar hjálp,“ sagði laga- prófessorinn fyrrverandi sem nýtur langtum meira fylgis en forsetinn, ef marka má skoðanákannanir. Sjaldan eða aldrei hafa stjómar- andstæðingar haldið jafnfjölmenn- an fund á þrettán ára valdaferli Milosevics. Milosevic, sem boðaði til kosning- anna vegna þess að hann var svo viss um að fara með sigur af hólmi, hélt áfram árásum sínum á and- stæðingana. Hann sakaði þá um hryðjuverk, njósnir og að spilla ungviði Júgóslavíu. Stuðningsmenn Júgóslavíufor- seta fögnuðu manni sínum ákaft og fengu að launum að hlýða á ættjarð- arsöngva og horfa á myndbandsbrot Kostunica kemur á útifund Vojislav Kostunica, helsti frambjóöandi stjórnarandstööunnar i forsetakosn- ingunum í Júgóslavíu á sunnudag, kemur hér til útifundar í miöborg Belgrad. Rúmlega 150 búsund stuðningsmenn hylltu frambjóöandann. af klaustrum rétttrúnaðarkirkjunn- ar og öðru sem minnir á þjóðernið. Fyrr um daginn hafði Milosevic heimsótt Svartfjallaland i fyrsta sinn i fjögur ár til að stappa stálinu i stuðningsmenn sína sem eru nú í stjómarandstöðu. Þar lýsti hann þvi yfir að kosningarnar á sunnudag snerust um líf og dauða sambands- ríkis Serbíu og Svartfjailalands. „Aðrir þjóðir hafa ekkert betra að gera en að reyna að stofna til átaka milli Serba og Svartfellinga," sagði Milosevic við um tuttugu þúsund stuðningsmenn sina á herflugvelli, einum fárra staða í Svartfjallalandi þar sem hann ræður enn. Milo Djukanovic, forseti Svart- fjallalands, svaraði í sömu mynt og sakaði Milosevic um að hræða kjós- endur af því að hann vissi að hann ætti ekki möguleika á að vinna. Sagði hann að Svartfellingar myndu verjast ef á þá yrði ráðist. Samkvæmt nýjustu skoðanakönn- un nýtur Kostunica sex prósentu- stiga meira fylgis en Milosevic. Mik- ilvægt er fyrir Milosevic að halda völdum þar sem það er besta trygg- ing hans fyrir því að verða ekki handtekinn og látinn svara til saka fyrir stríðsglæpi í Kosovo. Léttir fyrir Clintonhjónin Niöurstaöa saksóknarans var kær- komin frétt fyrir forsetahjónin. Ekki ákærð vegna Whitewater Bill Clinton Bandaríkjaforseti og eiginkona hans, Hillary Clinton, verða ekki ákærð vegna þáttar síns í hinu svokallaða Whitewater- hneyksli. Óháður saksóknari gat ekki sannað að forsetahjónin heföu brotið af sér við lóðaviðskipti í Whitewater í Arkansas á áttunda áratugnum. Bill Clinton, sem þá var ríkisstjóri í Arkansas, og Hillary tóku þátt í misheppnuðum viðskipt- um ásamt tveimur vinum sínum sem kostuðu skattgreiðendur um 6 milljarða íslenskra króna. Rannsókn málsins, sem hefur staðið yfir í 6 ár, hefur varpað skugga á forsetatíð Clintons. Niður- staða saksóknarans var að vonum léttir fyrir forsetahjónin. Farþegaflutningar í flóði Flóöin í suðausturhluta Asíu aö undanförnu eru þau verstu í marga áratugi og eru fórnarlömb flóöanna nú oröin 200. Myndin var tekin i gær í Phnom Penh í Kambódíu. Krefjast afsagnar Gordons Browns íhaldsmenn í Bretlandi krefjast nú afsagnar Gordons Browns íjár- málaráðherra, samtímis því sem fylgið heldur áfram að hrynja af Verkamannaflokknum. Fjármála- ráðherrann hefur neitað að lækka eldsneytisskattinn vegna hótana um ný mótmæli. Margir lita á afstöðu hans sem hreina ögrun. íhaldsmenn notuðu í gær tækifærið til að leggja fram tillögu um lækkun á bensín- og dísilolíuskatti. Brown er auk þess sakaður um að hafa logið í útvarpsviðtali og krefst stjómarandstaðan nú höfuðs hans á silfurfati. í bók Andrews Rawnsleys, sem er blaðamaður á Observer, er fullyrt að Brown hafi logið þegar hann kvaðst ekki vita um framlag til Verkamannaflokksins. Framlag- ið kom frá framkvæmdastjóra Formúlu 1-keppninnar, Bemie Ecclestone, og var upp á 1 milljón punda. Þetta gerðist í janúar 1997 og sama ár samþykkti ríkisstjómin að Formúla 1 yröi undanþegin banni við tóbaksauglýsingum á bílunum. Tony Blair forsætisráðherra segir ekki koma til greina að Brown segi af sér. AEG Nýttu hana í sláturtíð, framtíð, berjatíð, nútíð, vertíð og gúrkutíð því verðið er í þátíð Sú blákalda staðreynd, að AEG frystikisturnar okkar hafa verið á sama verði í ríflega eitt ár, ætti að ylja mönnum um hjartarætur. Verðfrysting Vörunr. Heiti Brútto Lítrar Netto Lítrar Hæð sm. Breidd sm. Dýpt sm. |l| Læsing Einangrun þykkt i mm. Rafnotkun mlfi 18°C umhv.hita kWh/24 klst. Verð áður Tilboðsverð 12HS HF120 132 126 86 55 61 1 Nei 55 0,60 43.092 29.900 23HL HFL 230 221 210 86 79 65 1 Já 55 0,84 47.843 33.900 29HL HFL 290 294 282 86 100 65 1 Já 55 1,02 51.039 35.900 38HL HFL 390 401 382 86 130 65 2 Já 55 1,31 54.599 39.900 53HL EL 53 527 504 86 150 73 3 Já 60 1,39 65.116 46.900 61HL EL 61 607 581 86 170 73 3 Já 60 1,62 73.287 53.900 B R Æ Ð U R N I R Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is RáDIOfMÖSf Geislagötu 14 • Sfmi 462 1300

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.