Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2000, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2000, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000 37 DV Tilvera kar ** i* ci I/1/ r\ i ct iv SJALFSVðRN JIU JITSU fyrir börn og unglínga Nú heflum við kennslu fyrir bðm og unglinga. Tökum nemendur frá 6 éra aldri tll 15 éra. Æfingar verða á laugardögum I vetur einu slnni I viku tll að byrja með. Eflir sjélfstraust og öryggl, FRÍR PRUFUTIMI. 863-2801 ÍR Helmlllð 863-2802 Skógarsell 12 Rvk Laugardaga kl 13:55 SKRÁNING HAFIN REUTER Fyrsti sundhákarlinn Nýi sundgallinn mun fyrst hafa veriö hannaðurásundkappann lan Thorpe. Nokkrar útfærslur á sundgöllum Hér sýna sundmenn í Ólympíuliði Ástrala nokkrar útfærslur á sundgöllum. Tískan fer í hringi og svo virðist einnig vera með sundfatnað: Kappklæddir. sundmenn likja eftir húð hákarls, sem er sleip og veitir litla mótstöðu í vatninu, og hins vegar er efnið gríðarlega teygj- anlegt og lagar sig þess vegna fuU- komlega að líkama sundmannsins, heldur að honum og dregur þar með úr sýrumyndun vöðvanna þannig að sundmennirnir munu síður þreytast, án þess þó að dragi úr hreyfigetu líkamans. Áður var talið að því minni sem sundfatnaðurinn væri því minna viðnám en með nýja sundfatnaðin- um er þetta öfugt - þvi meira efni því betra vegna þess að viðnám efn- isins er minna en líkamans, jafnvel þótt hann sé rakaður, eins og líkam- ar sundmanna eru gjarnan. Ekki munu þó liggja fyrir vísindalegar at- huganir á áhrifum efnisins á frammistöðu sundmanna. Umdeildur fatnaöur Umræður standa yfir rnn hvort þessi fatnaður mismuni sundfólki og margir sundmenn halda því fram að þeir nái betri árangri eftir að þeir fóru að synda í nýju búningun- um, þeir bæði smjúgi vatnið betur og fijóti betur. Notkun umræddra sundfata var mótmælt formlega fyrr á árinu á þeim forsendum að sundmenn flytu betur í fatnaðinum en án hans og það stríddi gegn reglum Alþjóða- sundsambandsins, FINA. Þessum mótmælum var hafnað. Sumt sund- fólk er á þeirri skoðun að allir kepp- endur í sundi ættu að klæðast sam- bærilegum sundfatnaði til að jafn- ræðis sé gætt. Aðrir eru hins vegar á þeirri skoðun að nýi sundfatn^ urinn sé liður í eðlilegri framþróun sem ekkert sé athugavert við. Ekki á almennum markaði Verðið kemur þó líklega enn sem komið er i veg fyrir almenna út- breiðslu nýja sundfatnaðarins en það er um 200 dollarar, eða um 15.000 kr„ fyrir einn sundgalla. Fatnaðuriim hefur fram að þessu eingöngu verið framleiddur fyrir keppnisfólk í sundi en nú í haust á hann að fara að fást á almennum markaði. Lausleg athugun í íþrótta- verslunum í borginni leiddi í ljós að sundbúningarnir munu væntanlega fást hérlendis í vor. Verslunarstjór- ar eiga þó ekki von á að þeir veroi hér á almennum markaði vegna þess hversu dýrir þeir eru. íslenskir sundmenn eru famir að keppa í nýju búningunum. Örn Am- arson var líklega sá fyrsti sem sást á sundbol en nú er Ólympíuliðið allt í sundgöllum. Eftirtektarvert er þó að sundmennirnir nota mismun- andi búninga eftir sundgreinum þannig að sundföt taka áreiðanlega talsvert meira pláss í ferðatöskum sundmanna en áður. -ss Þeir sem fylgst hafa með keppni í sundi á Ólympíuleikunum í Sydney rmdanfarna daga hafa tekið eftir því að sundfatnaðaður keppenda er mun fjölbreytilegri en áður tíðkað- ist. Áður kepptu sundkarlar á sund- skýlum, sem lengst af voru afar litl- ar, og sundkonur á sundbolum sem yfirleitt fylgdu einhverjum tísku- straumum. Hákarlabúningar Nú er öldin önnur og allt er til í sundfatnaði, bæði karla og kvenna (nema hvað konur synda aldrei ber- ar að ofan). Sundfatnaður keppnis- fólks nær allt frá litlum sundskýl- um upp í heilgalla. Nýi sundfatnað- urinn, sem er efnismeiri en sá sem við þekktum áður, er búinn til úr sérstöku efni sem á að gera að verk- um að sundmaðurinn klýfur vatnið betur. Byggt er á tvennu í hönnun efnisins. Annars vegar er reynt að Fækka fötum í þágu dýranna Fyrrverandi sílíkongellan Pamela Anderson og kærastinn hennar, sænska fyrirsætan Marcus Schenken- berg, ætla að fækka fótum í barátt- unni gegn notkun pelsa og leðurs. Pamela tekur virkan þátt í starfsemi bandarískra dýraverndunarsamtaka og hefur að sögn skosks blaðs sam- þykkt að sitja fyrir nakin ásamt Marcus. Sjálf er Pamela fyrir löngu hætt aö ganga í leðurflíkum. Nú verður líklega Marcus, sem er ein af þekktustu fyrirsætum Calvins Kleins, að sleppa því að sýna pelsa á tískusýningum vUji hann vera trú- verðugur i nýja hlutverkinu sínu sem andstæðingur pelsa. Pamela og Marcus hafa verið kærustupar síðan í Menningarminjadegi Evrópu: Merkir fornleifa- staðir á íslandi Þjóðminjasafn íslands stendur fyrir opinberri dagskrá á Menning- arminjadegi Evrópu í öllum lands- fiórðungum í samvinnu við heima- menn á hverjum stað helgina 30. sept.-l. okt. nk. Menningarminja- dagur er haldinn árlega í öllum að- ildarfélögmn Evrópuráðsins og Evr- ópusEunbandsins og að þessu sinni er yfirskriftin: Merkir fomleifastað- ir á íslandi. Dagskráin tengist þjóðargjöf Al- þingis á Þingvöllum 2. ágúst sl. og er ætlað að styrkja fornleifarann- sóknir á minjastöðum í landinu. Valdir hafa verið fiórir staðir eða minjasvæði, einn í hverjum lands- fiórðrmgi, til skoðunar og umræðu. Staðirnir eru Reykholt í Borgar- firði, Hólar í Hjaltadal, Skriðuklaustur á Héraði og Þing- vellir. Minjaverðir og fræðimenn frá Þjóðminjasafninu munu ásamt heimamönnum og staðarhöldurum á hverjum stað miðla af þekkingu og ræða framtíðarrannsóknir. , DV-MYND PJETUR Islenskir sundmenn fylgja straumnum Ríkarður Ríkarðsson keppir í sundgalla eins og aðrir íslenskir sundmenn á Ólympíuleikunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.