Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2000, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2000, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000 Fréttir DV íbúar við Langarima búa við slysahættu og aðgerðaleysi: Börn í hættu á bílastæði - segir aðstoðarleikskólastjóri Lyngheima íbúar í Rimahverfi í Grafarvogi segjast orðnir langþreyttir á að- gerðaleysi borgaryfirvalda vegna umferðar um Langarima. íbúarnir hafa gagnrýnt umferðarmálin í rúm níu ár og telja að grípa verði til að- gerða til aö draga úr umferðarhraða sem hefur aukist í götunni. í fyrra- dag var ekið á tíu ára telpu við Langarima og telja íbúarnir að það sýni að eitthvað þurfi að gera áður en fleiri slys verða. íbúarnir eru einnig óánægðir með að umferðin þurfi að fara um hjáleið sem liggur öðrum megin í gegnum bilastæði leikskólans Lyng- heima. „Bílastæðið er slysagildra og fólk er hrætt við að missa bömin út á planið,“ segir Thelma Baldursdótt- ir, aðstoðarleikskólastjóri á Lyng- heimum. Að sögn Thelmu hafa foreldrar, sem eiga börn i leikskólanum, ítrek- að lýst yfir áhyggjum sin vegna DV-MYNDIR E.ÓL Börnin í hættu Thelma Baldursdóttir aóstoöarleikskólastjóri telur aö bílastæðiö viö Lyng- heima sé slysagildra. Bílstjórar tillitslausir Anna Bragadóttir, móöir drengs í Lyngheimum, segir aö bílstjórnarnir taki ekki tillit til barnanna þegar þeir aka hjáleiöina. þessa og foreldrafélagið lagt fram undirskriftarlista bæði í Lyngheim- um og öðrum leikskólum í nágrenni Langarima. „Þegar foreldarnir koma með börnin verða þeir að nota planið og sem betur fer hefur ekkert komið fyrir en það hefur stundum munað litlu,“ segir Thelma. Best væri ef hægt væri að losna við um- ferðina út af planinu eða eitthvað verði gert til að draga úr hraðanum. Thelma segir að það þurfi að bæta umferðarmálin víða í Langarima, t.d. vanti gangbrautir fyrir börn sem þurfa að komast yflr götuna til að komast í Rimaskóla. Anna Bragadóttir á fimm ára strák á Lyngheimum og hún segir það mjög slæmt að bílamir séu látn- ir aka í gegnum bílastæðið við Lyngheima. „Mér finnst þetta alveg ferlegt, „ segir Anna og bætir við að það sé stórhættulegt ef maður geti ekki haldið í bamið á planinu. Hún er alls ekki ánægð með ástandið og vonar að eitthvað verði gert í mál- inu fljótlega. „Bílstjórarnir taka ekkert tillit til bamanna þegar þeir aka í gegnum bílaplanið," segir Anna. -MA Umferðin við Langarima: Núverandi ástand gengur ekki upp - segir formaöur skipulags- og umferðarnefndar Reykjavíkurborgar „Við ræddum um umferðarmál í Grafarvogi á fundi hjá skipulags- og umferðarnefnd fyrir nokkru og það eru hugmyndir í gangi um breyting- ar á umferðinni þar en engar tillög- ur hafa verið settar fram,“ segir Árni Þór Sigurðsson, formaður skipulags- og umferðarnefndar Reykjavíkurborgar. Hann telur lík- ur á að nefndin muni halda ein- hvers konar kynningu á tillögum til úrlausnar þegar þær eru komnar fram. „Við vitum að ástandið eins og það er nú gengur ekki en það hafa verið skiptar skoðanir um hvort opna eigi götuna eða loka henni fyr- ir umferð annarra en strætó,“ segir Árni Þór og er þar að vísa til þess hvort halda eigi áfram að beina um- ferðinni um hjáleið sem liggur með- al annars í gegnum bílaplan leik- skólans Lyngheima sem er á homi Langarima og Mururima. Að sögn Áma Þórs er verið að skoðað hug- myndir um breytingar en það verð- ur ekki hægt að gera hvorti tveggja. Ámi á von á að nefndi geti kynnt tillögur um breytingar á umferðinni í Langarima fljótlega. -MA Samantekt um vinnuslys: Sex létust í vinnuslysum í samantekt tímaritsins Vinnu- vemd kemur fram að á árinu 1999 urðu 1304 skráð vinnuslys hér á landi. Flest slysin, eða 167, urðu í bygg- ingariðnaði, en í málmiðnaði voru vinnuslysin 116 talsins. í opinberri stjórnsýslu voru skráð 112 vinnuslys. Bent skal á að þar er um að ræða mjög fjölmenna stétt manna, en undir hana heyra m.a. löggæslustörf, stjórnsýslustörf og störf við félagsþjónustu. í tveimur öðrum atvinnugreinum voru á skrá yfir 100 vinnuslys í fyrra. Við rekstur pósts og síma urðu 108 slys og í hraðfrystiiðnaði urðu slysin 107 talsins. Nefna má að þess utan urðu 16 vinnuslys við síld- arsöltun og loðnubræðslu. Varhugavert vinnuumhverfi Samkvæmt samantekt Vinnu- verndar má rekja um þriðjung vinnuslysa til vinnuumhverfisins. í þessu felast þættir eins og lausir stigar og tröppur, hálka og vinnu- pallar sem fólk fellur af. Algengt var að fólk dytti í stigum eða misstigi sig í þeim. Þá áttu ýmis handverkfæri eða áhöld drjúgan þátt í vinnuslysum. Flestir áverkanna í vinnuslysun- um voru tognun og beinbrot. Al- gengast var að menn meiddu sig á fótum og öxl eða handlegg en einnig á fingrum, höfði eða hálsi. í fyrra urðu 969 karlar fyrir vinnuslysum en 334 konur. Nærri 60% þeirra sem slösuðust voru 40 ára eða yngri. Fjórir karlar og tvær konur létust í vinnuslysum í fyrra. -GAR Tálknafjörður: Bíll lenti utan í tengivagni Fólksbíll, sem var að mæta vöru- flutningabíl með tengivagni aftan í ofan við Húsadal í Tálknafirði seinnipartinn á mánudag, lenti utan í tengivagninum með þeim af- leiðingum að hjól fólksbílsins rifn- aði undan honum. Ein kona var í bilnum og brákaði hún rifbein vib áreksturinn. Að sögn lögreglunnajr á Patreksflrði slapp hún ótrúlegk vel vegna þess að hún var spenntjí bílbelti og líknarbelgur bílsins blés upp. Bíll konunnar er ónýtur en lítið sést á tengivagninum. Öku- mann vöruflutningabílsins sakaði ekki. -SMK VeíRid ij Ivv cild: Sólariag í kvöld 19.31 Sólarupprás á morgun 07.11 Síódegisflóö 24.28 Árdegisflófi á morgun 00.28 19.15 06.55 05.01 05.01 Skýj-ingai- á veÁurtáitnum ^^VINDATT *---HITI “I -10° XVINBSTYRKUR Vedoct HEIÐSKIRT I metrum á sekúndu '+kusi LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ ALSKÝJAO SKÝJAÐ Varað við stormi Viðvörun: Búist er við stormi (meira en 20 m/s) viö suðurströndina og á miöhálendinu. Austanátt, 18 til 23 m/s, með suðurströndinni en annars víöa 10 til 15. Rigning eða súld á Suðurlandi og á Austfjörðum, skýjaö aö mestu og úrkomulítið á Norður- og Vesturlandi. ÉUAGANGUR RRUMLL VEOUR SLYDDA SNJÓK0MA SKAF- ROKA RENNINGUR mmmímma'ímim Góð færð um land allt Greiöfært er um helstu þjóövegi landsins. Hálendisvegir eru þó aöeins færir stærri bílum og jeppum. Vediið íi motglin Fremur hæg austlæg átt Á morgun verður fremur hæg austlæg átt og súld eða rigning á Austurlandi en skýjað meö köflum og að mestu þurrt annars staðar. Hiti verður víöast á bilinu 8 til 13 stig, mildast suðvestan til. Lahgaji Snniju Mámi Vindun''^ 5-8 m/» Hiti 7” til 11“ Breytlleg átt, 5 tll 8 m/s. Stöku skúrir norfiaustanlands en vifia léttskýjaö annars stafiar. Hlti 7 tll 11 stlg. Vindur: — Hiti 6“ til 11“ * 5-8 m/. -qty Hiti 6° tii 11* 1 Hæg austlæg átt og Hæg breytlleg átt, rignlng sufiaustan tll en léttskýjafi og hltl 6 til U annars vifia léttskýjafi. Hitl stig, mildast á Sufiuriandl. 6 tll 11 stig. Vindun AKUREYRI BERGSSTAÐIR BOLUNGARVÍK EGILSSTAÐIR KIRKJUBÆJARKL. KEFLAVÍK RAUFARHÖFN REYKJAVÍK STÓRHÖFÐI BERGEN HELSINKI KAUPMANNAHÖFN ÓSLÓ STOKKHÓLMUR ÞÓRSHÖFN ÞRÁNDHEIMUR ALGARVE AMSTERDAM BARCELONA BERLÍN CHICAGO DUBLIN HALIFAX FRANKFURT HAMBORG JAN MAYEN LONDON LÚXEMBORG MALLORCA MONTREAL NARSSARSSUAQ NEW YORK ORLANDO PARÍS VÍN WASHINGTON WINNIPEG skýjað 11 léttskýjað 6 skýjað 6 11 skúr 10 alskýjað 10 alskýjað skýjað 9 11 skúr 10 skýjað 9 léttskýjað 5 hálfskýjað 11 skýjað 8 1 alskýjað 11 léttskýjað 10 þokumóða 13 heiðskírt 12 léttskýjað 8 léttskýjað 10 rigning 13 þokumóða 18 rignmg skýjað þoka léttskýjað skýjað léttskýjað heiðskírt alskýjað 11 8 6 8 9 11 20 4 hálfskýjað 23

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.