Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2000, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000 15 DV Evrópska listaþingið heldur haustfund sinn á íslandi: Sjálfstæð listahátíð Ekki þurfum við að bíða tvö ár eftir nœstu listahátíð. Hún verður satt að segja strax upp úr nœstu mánaðamótum, nánar tiltekið 5.-8. október. Þá hálda samtök sjálfstæðra leikhúsa og listamanna í 42 löndum árlegan haustfund sinn í fyrsta skipti hér á landi og í tilefni af því munu innlendir og erlendir aðilar drífa fram allt sem þeir hafa glœsilegast á boðstólum um þessar mundir og sýna fund- argestum og öðrum gestum. Alls verða tlu leíksýningar á há- tíðinni, allar íslenskar, átta dans- sýningar, þar af tvær gestasýningar erlendis frá, Dansleikhús með ekka sameinar leikhús og dans og auk þess verða ýmsir aðrir viðburðir sem erfiðara er að flokka. Og þetta er allt utan við sjálf þingstörfín. Einn af skipuleggjendum þingsins er Mary Ann de Vlieg sem situr á skrif- stofu Evrópska listaþingsins IETM (Informal European Theatre Meet- ing) í Brussel. Þegar við hringdum til hennar til að njósna um megin- mál fundarins sagði hún að hann hefði verið lengi í undirbúningi. „Ég kom til íslands i febrúar til að athuga hvort okkur hentaði að halda þingið þar og heillaðist strax af land- inu sem var snævi þakið og fagurt. Ég hélt ótal fundi með íslenskum listamönnum og fór á fjölda sýninga og viðburða sem þá voru í gangi og varð bæði hissa og hrifín,“ segir Mary Ann af einlægni. „Ég hafði ekki hugmynd um við hveiju ég átti að búast og það sem ég upplifði snart mig djúpt.“ Kraftmiklir íslendingar Mary Ann hefur árum saman ferðast sem starfsmaður samtakanna víða um lönd og séð og heyrt margt á þeim ferðum. Samt komu að- standendur sjálfstæðra leikhúsa á íslandi henni á óvart með frumleika sínmn og krafti. „Þeir tóku á vandamálum sínum - sem eru sömu vandamál og mæta okkur alls staðar - á allt annan hátt en aðrir,“ fullyrðir hún. - Viltu nefna mér dæmi? spyr vantrúaður blaðamaður. „Eitt af því sem fólk var að kljást við meðan ég var á íslandi voru lág tilboð ríkisstyrktra leikhúsa á leikhúsmiðum sem aðstandendum sýningartímum ýmislega til að laða að nýja hópa áhorfenda. Háttur íslendinga í hverjum vanda virtist vera að bretta upp ermar og segja: Allt í lagi, nú kippum við þessu í lag! Þetta orkaði á mig eins og frískur gustur. Flestir setjast bara á rassinn og segja: Ææ, hvað við eigum erfitt!" Listir og vísindi Mary Ann sneri aftur til skrif- stofu sinnar í Brussel og sagði frá þessari reynslu sinni með þeim afleiðingum að haustfund- urinn 2000 verður haldinn hér á landi. En um hvað á hann að snúast? „Evrópska listaþingið heldur tvo fundi á ári, vor og haust, og haustfundurinn er sérstaklega fyrir stjórnendur samtakanna í aðildarlöndunum og áhuga- menn um listir í landi gestgjaf- anna. Á hverjum degi eru um- ræðufundir um ýmis efni sem eru ekki síst til að menn kynnist innbyrðis, skiptist á hugmynd- um og komist að sameiginlegum áhugaefnum. Ég á von á að það verði mikil gróska í umræðun- um á íslandi." Aðalþema fundarins er Listir og vísindi sem Mary Ann og Ása Richardsdóttir á skrifstofu Sjálf- stæðu leikhúsanna í Reykjavík skipuleggja í samvinnu við Reykjavíkurakademíuna. Sú hugmynd að ræða hvað lista- menn og vísindamenn geta lært hverjir af öðrum kom frá ís- lensku skipuleggjendunum og hefur hún þegar skapað heitar umræður og bréfaskriftir milli manna og landa. Önnur mál verða til umræðu í smærri hópum, aðferðir til að ná í styrktarfé, vandi ungra listamanna við að koma sér á framfæri, margvíslegt samstarf milli landa, áhyggjur af vexti og viðgangi öfga- hópa í Evrópu og fleira. „Kosturinn við þessi samtök er sá að í þau kemur hver og einn með sín málefni og sína sýn og lausnir," segir Mary Ann de Vlieg. Og fólk kemur víða að; frá Miðjarðarhafslöndun- um, Austur-, Suður-, Norð-Vestur- og Mið-Evr- ópu og Bandarikjunum. Alls verða hér í kring- um 150 erlendir gestir, stjórnendur leikhúsa, listahátíða og menningarstofnana, leikskáld, tónskáld og aðrir listamenn. Enn er tekið við umsóknum frá íslendingum í síma 552 9119. Þingið er aðeins opið skráðum þátttakendum en listviðburða geta allir notið sem vilja. Mary Ann de Vlieg Hafði ekki hugmynd um viö hverju hún átti aö búast á íslandi og það sem hún uppliföi snart hana djúpt. sjálfstæðra leikhúsa fannst ósanngjörn sam- keppni. Mótmæli eins og þau sem þá voru gerð eiga sér ekki hliðstæðu annars staðar í Evr- ópu, svo mér sé kunnugt. Mér fannst þetta at- hyglisverð barátta - en ég hef ekki fylgst með því hvemig henni lyktaði. Svo var líka merki- legt að fylgjast með deilunni um leikara sem voru bæði í sýningum stóru leikhúsanna og þeirra litlu. Sjálfstæð leikhús og hópar geta að sjálfsögðu ekki boðið langtímasamninga eins og stóru leikhúsin gera, þetta veldur miklum vanda víða, ekki síst í Austur-Evrópu og finnst ekki lausn á því máli, en á íslandi var þó ver- ið að ræða þetta af hita og skynsemi til að reyna að finna lausn. Svo var gaman að sjá hvemig hópamir eru að koma sér fyrir í alls konar húsnæði, laga það og skreyta og haga ___________Menning Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Heimsliós á þvsku Steidl Verlag hefur gefið ut Heimsljós eftir Halldór Laxness í Þýskalandi í nýrri þýðingu Huberts Seelows prófessors. Þetta er tólfta bókin í flokki innbundinna verka Halldórs hjá forlaginu og hefur Hubert Seelow ýmist þýtt þau upp á nýtt eða endurskoðað eldri þýðingar. í fyrra komst hann í úrslitasæti Evrópsku bókmenntaverðlaunanna fyrir þýðingu sína á Brekkukotsannál. Heimsljós kom fyrst út á þýsku í heilu lagi árið 1955 og var prentað aftur ári síðar en síðan ekki fyrr en verkið kom í kilju árið 1987 í sérstakri aldarútgáfu Rowohlt-forlags- ins. Nú er þessi kunna skáldsaga Halldórs loksins aftur fáanleg á þýska málsvæðinu. Frumútgáfa Heimsljóss kom út í fjórum hlutum 1937-1940. Verkið hefur verið þýtt á 19 tungumál og komið út í um fjörutíu útgáf- um erlendis. Nýverið gerði Vaka-Helgafell nýjan heild- arsamning við Steidl Verlag um verk Hall- dórs Laxness til tiu ára og er það umfangs- mesti samningur sem gerður hefur verið um verk Nóbelsskáldsins á erlendum vettvangi. f nágrenni Síðastliðinn vetur unnu nemendur í 4. bekkjum Grandaskóla í Reykjavík og Mártensbro skola í Esbo í Finnlandi að myndlistarverkum sem tengdust nánasta umhverfi skólans. Hluti af þessum listaverkmn verður á sýningu er kall- ast í nágrenni - Min hembygd og verður opn- uö í Norræna húsinu á morgun, kl. 18. Myndlist- arkennarar við þessa tvo skóla standa að verkefn- inu og það er á dagskrá Reykjavíkur menningar- borgar sem einnig er styrktaraðili. Heimasíða verkefnisins er: httÐ://www.grandaskoli.is/Biossi/nagr/nagrenni.html Sýningin stendur til 18. október og er opin frá kl 9-17.00 mán.-laug. en kl. 12-17 á sunnu- dögum. Hún verður síðan flutt til Esbo þar sem hún verður opnuð i Esbostads Kult- urcentrum 6. nóvember. Leikiist Bandamenn í góðum gír DV-MYND HILMAR ÞÓR Jötnar taka á móti Skími í edda.ris Ekkert skorti á litadýrð og hugmyndaauögi í sjónrænni útfærslu. Sýning Bandamanna á edda.ris tekur jtupp tóninn frá fyrri uppfærslum hóps- Ins. Efnið er sótt i Skímismál hin fomu Sog kryddað minnum úr Snorra-Eddu eins og stendur í leikskrá. Sveinn Ein- arsson er í tvíeinu hlutverki höfundar og leikstjóra og má segja að þeir herra- menn bæti hvor nokkru við annars verk. Frumhugmyndin er útfærð af gáska og möguleikar leikhússins nýttir til þess að færa persónur og atburði í yfirstærðir, sem henta inntakinu vel. Helsti veikleiki sýningarinnar, sem augljóslega er ætluð bæði til að fræða og skemmta, era efnistökin. Framvind- an er fremur bláþráðótt og þegar skyggnst er bak viö frontinn er ljóst að ókunnugum gæti reynst snúið að púsla hlutunum saman, hvað þá að lesa út úr þeim dýpri merkingu og heimfæra upp á samfélagsvandamál okkar tima. í upphafi sýningarinnar mæta leik- arar í áheynarpróf, þar sem „leikstjóri" metur frammistöðu þeirra. í þessum kafla, sem reyndar leiðir áhorfandann skemmtilega að efninu, hefði til dæmis verið hægt að koma þéttari upplýsingum á frEunfæri fyrir misfróða áhorfendur. Textinn er að öðra leyti prýðilega tilreiddur, kryddaður gullkom- um úr hinum fomkveðnu ljóðum og æsir öðl- ast einfóld en skýr persónueinkenni. Hvað sjónræna útfærslu varðar skortir ekk- ert á. Búningar Helgu Bjömsson eru kapítuli út af fyrir sig og í seinni hluta verksins hrein- lega stela þeir senunni. Litadýrð og hugmynda- flugi eru þar engin takmörk sett og þríhöfða þursar slá við flestu, sem sést hefur á sviði. Leikendumir hafa leikstílinn vel á valdi sínu og gefa eins og fyrr er sagt sínum „persónum" skýr einkenni. Eins og allir sem þekkja Banda- mannastílinn vita, er lítt farið með löndum i framsetningunni en á bak við ærslafullt yfirbragðið er úthugsuð heildarstefna sem gerir það að verkum að sýningin leysist ekki upp í kaos. Hópurinn samanstendur af leikurum sem þekktir eru úr fyrri sýningum, Stefáni Sturlu Sigurjónssyni, Þóranni Magneu, Jakobi Þór Einarssyni, Felix Bergssyni, Steinunni Ólínu Þorsteins- dóttur og Borgari Garðarssyni, sem bú- settur er í Finnlandi en lætur sig ekki muna um að bregða sér „heim“ til aö taka þátt í sýningum hópsins. Ég sakn- aði hins vegar Guðna Franzsonar, sem ekki var sýnilegur í þessari sýningu eins og hinum fyrri, þó að hann legði til málanna ágæta og vel viðeigandi tónlist sem gaf framvindunni dramatískan hljómbotn. Auður Eydal Bandamenn sýna í samvinnu viö Þjóöleikhúsiö: edda.ris eöa Skirnismál aö nýju. Leikstjóri og höf- undur: Sveinn Einarsson. Tónlist: Guöni Franzson. Búningar: Helga Björnsson. Leikmynd: Stefán Sturla Sigurjónsson. Lýsing: Björn Bergsteinn Guömunds- son. Hreyfingar: Lára Stefánsdóttir. Vettvangsferðir Fræðsludeild Arbæjarsafns hefur gefið út hentugan bækling til kynn- ingar á vettvangsferðum sem grunnskólanemendum bjóðast á söfii og fyrirtæki af ýmsu tagi á höfuðborgar- svæðinu. Áfangastaðir era flokkaðir í femt undir yfir- skriftunum Listir, Saga, Menning, Náttúra og hver kaíli tekinn fyrir sig í bæklingnum. Gefnar eru upplýsingar um yfirstandandi og vænt- anlegar sýningar í listasöfnum Reykjavíkur- borgar, einnig það sem menningarstofnanir bjóða upp á. Loks er yfirlit yfir opnunartíma allra staðanna og aðrar nauðsynlegar upplýs- ingar um þá. Jiirgen Witte á förum Snemma i júlí var opnuð sýning í GUK á verkum þýska myndlistarmannsins Júrgen Witte. Hann sýnir þar verk sem hann kallar „home is where this heart is“. Þjóðfánarnir þrír (sá danski, þýski og íslenski) vísa til sýningarstaðanna, en birtast í röngum lönd- um. Danski fáninn á fánastöng á íslandi (úti), þýski fáninn á vegg í Danmörku (inni) og íslenski fáninn á stálþræði í Þýskalandi (inni). Stórt hjartaform hefur verið klippt úr fánunum og veldur því að fánamir geta ekki blakt í vindinum. Hin yndislegu hjartaform aftnynda fánana. íslenska sýningin er í Garði, Ártúni 3 á Selfossi, og lýkur sunnudaginn 24. septem- ber.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.