Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2000, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2000, Qupperneq 28
36 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000 Tilvera í f iö Shopping and Fucking í Nýló Egg leikhúsið synir í samvinnu við Leikfélag íslands í Nýlistasafninu verkið Shopping and Fucking í kvöld kl. 20. Uppselt var á opnunarsýning- arnar tvær. í tilefni leiksýningarinnar var opnuð myndlistarsýning í safninu um síð- ustu helgi. Þar sýna myndlistar- mennirnir Sara Björnsdóttir, Ása H. Rúnarsdóttir, Darri Lorenzen, Ingi- björg Magnadóttir, Jóhannes Hinriks- son og Magnús Siguröarson. Krár ft RÁMPÁGE Á PRIKÍNÚ Þcir sem vilja heyra alvörutónlist frá NYC og fleiri góðum negraborgum eru vin- samlegast beðnir um að drífa sig nú niður á Prikið í kvöld þar sem kóng- urinn og stóri maðurinn, Róbert Aron, Robbi Chronic, Rampage, verður á svæðinu og skaffar þetta allt. ■ GIIÐNÝ Á 22 Minimal-fönktónar breiða úr sér á neöri hæð Kaffi 22 í kvöld þegar skyggja tekur. PS Guðný veit hvað hún syngur, sem er reynd- ar mest lítiö, enda er hún plötusnúö- ynja. ■ OLD SKOOL Á 22 Það verður nostalgía á 22 í kvöld fyrir gömlu dansfíklana sem muna eftir því þeg- ar Ajax var upp á sitt besta og menn hlustuðu á B-hlið Útrásar og keyptu fötin sín í Undirgöngunum. Útvarpsþátturinn Skýjum ofar stend- ur fyrir Old Skooi Hardcore-kvöldi með Herb Legowitz, dj Bjössa, og dj Adda og Eidari. Leikhús ■ POTTIR SKALDSINS FIMMTA SINNI The lcelandic Take Away Theatre sýnir í Tjarnarbíói í kvóld kl. 20.30 Dóttur skáldsins eftir Svein Einarsson. Miðasala er á strik.is og T lönó. Kabarett ■ BACKGAMMON Á GRANDINU ís landsmótið í Backgammon hefst á ' Grandinu í kvöld, klukkan 20. Spennan í þessari grein hefur líkleg- ast aldrei veriö meiri eftir æsispenn- andi Reykjavíkurmót og opna Faxa- flóamótið. En, allavega, íslandsmót- iö er hafiö. Myndlist ■ SAMLAGH) Á AKUREYRI Halldóra Helgadóttir, sem nýveriö lauk námi frá fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri, sýnir um þessar mundir olíumálverk, vatnslitamyndir og krítarteikningar í Samlaginu Listhúsi á Akureyri. Sýningin er opin frá 14 til 18. ^ SKÚLPTÚRAR Nú stendur yfir sýning Kristínar Guðjónsdóttur á skúlptúrum úr keramiki og steyptu gleri í Baksalnum í Galleri Fold við Rauðarárstíg. Sýningin er opin daglega frá 10 til 18. Fundir ■ RABB A RANNSOKNARSTOF- UNNII dag veröur rabb á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum í Odda, stofu 201, kl. 12.00-13.00. Rannveig Traustadóttir félagsfræð- ingur mun ræða “Jafnrétti - fyrir hverja(r)?” Röbbin verða reglulega á dagskrá á fimmtudögum í haust. All- -^velkomnir. ■ VÖFFLUR OG KVENNABÆKUR í kvöld, kl. 17.30, verður boðaö til fundar hjá Kvennakirkjunni, Þing- holtsstræti 17. Gestir verða frá bókaútgáfunni SÖLKU sem er ný- stofnað kvennabókaforlag. Sagt verður frá útgáfubókum og lesið upp úr einhverri þeirra. Kaffi og heitar vöfflur verða á boðstólum. a? Matthías Viðar Sæmundsson og Sigurður Björnsson með nýja kennslubók: Dauðasyndir og lífsdyggðir - markmiðið er að skapa ágreining sem ekki er að finna í venjulegri samræðu. í Aðalnámskrá fyrir grunnskóla sem tók gildi haustiðl999 er gert ráð fyrir nýrri námsgrein sem nefnist lífsleikni og tekur til siðmenntunar ungsmenna. Þar segir „Námsgrein- in lífsleikni á að efla alhliða þroska nemandans. Það felur m.a. í sér að nemandinn geri sér far um að rækta með sér andleg verðmæti, líkamlegt heilbrigði og sálrænan styrk. Hann eflir félagsþroska sinn, siðvit og virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum. Auk þess verður leitast við að styrkja áræði hans, frumkvæði, eðl- islæga sköpunargáfu og aðlögunar- hæfni til að takast á við kröfur og áskoranir í daglegu lífi.“ Námsgagnastofnu gaf nýlega út bókina Hugsi - Um röklist og lífs- leikni ásamt kennarahefti. Bókin er að mörgu leyti áhugaverð og íjallar um efni sem ekki hefur farið mikið fyrir í námsefni grunnskóla fram að þessu. Höfundar bókarinnar eru Matthías Viðar Sæmundsson, dós- ent við Háskóla íslands, og Sigurður Bjömsson, lektor við Kennarahá- skóla íslands. Merking, viöhorf og breytni Aðspurðir segja þeir félagar að það hafi tekið þá um tvö ár, með hléum, að vinna bókina. „Hugsi er skrifuð til að koma til móts við kröfu í Aðalnámskrá um að kenna lífsleikni í skólum. Bókin er einkum ætluð unglingastiginu og fyrsta ári í framhaldsskóla og tilgangur hennar er m.a. að þjálfa dómgreind nem- enda og efla gagnrýna hugsun og færni i félagslegum samskiptum. Við hvetjum nemendur til að hugsa rökvíslega um merkingu, breytni og viðhorf, m.a. með notk- um íslenskra og erlendra spak- mæla, fréttum og fréttatengdu efni, ljóðum og þess háttar. Einnig eru í bókinni tillögur að verkefnum, rit- gerðum og samræðuefni. Bókinni er skipt í ellefu sjálfstæða kafla þar sem fjallað er um hroka, reiði, ham- ingju, hégómleika, grimmd og öf- und, það sem sumir vilja kalla dauðasyndir og lífsdyggðir. í hverj- um kafla er að finna inngang sem fylgt er eftir með spumingum, um- ræðuefnum, tilvitnunum í fréttir, reynslusögum og speki. Verkefnin útheimta markvissar rökræður og eiga örugglega eftir að reynast Sigurður Björnsson og Matthías Viðar Sæmundsson dósent Bókin einkum ætluö unglingastiginu og fyrsta ári í framhaldsskóla mörgum erfið þar sem fjaliað er um torleystar gátur um lífið og samfé- lagið. Bókinni fylgja kennsluleið- beiningar með frekari útfærslum og tilvitnunarskrá." Að undanförnu hafa þeir Matthí- as og Sigurður verið að fylgja bók- inni eftir með námskeiðum fyrir kennara um allt land. Námskeiðin eru að hluta til staðbundin og að hluta til á formi ráðstefnu á Netinu þar sem kennarar og nemendur geta rætt saman. „Markmiðið er að koma upp vefsetri um lífsleikni þar sem kennarar víðs vegar um land geta rætt reynslu sína og komið á framfæri upplýsingum sem nýst gætu öðrum í kennslu." Heimspekileg samræða Kennsluaðferðin sem bókin gerir kröfur til nefnist heimspekileg sam- ræða. „Aðferðin gengur út á að kenna krökkunum að virða rök og taka þátt í rökræðum, sem sumir virðast rugla saman við venjulegt spjall, en á þessu tvennu er grund- vallarmunur. Rökræður gera kröfu til þess að menn færi stöðugt rök fyrir sínu máli. Samræðan verður því mjög skipulögð og hver athuga- semd greind eins og kostur er. Markmiðið er að skapa ágreining sem ekki er að finna i venjulegri samræðu. Ágreiningurinn verður til þegar menn fara að færa rök fyr- ir skoðunum sínum. Það er kannski enginn ágreiningur í upphafl en um leið og kafað er dýpra og viðmiðin skoðuð sem gengið er út frá þegar felldir eru dómar um rétt og rangt eða gott og illt fer að spretta fram ágreiningur sem samræðan lifir á. Kennarar hafa hingað til ekki fengið þjálfun í að beita þessari að- ferð, þcumig að það er nauðsynlegt að byrja á að kenna kennurunum að nota efnið og þar er mikil vinna enn óunnin.“ Matthías Viðar hefur í rúmlega ár haldið úti riti á Netinu sem nefn- ist Kistan - vefrit um hugvísindi. Kistan er fyrsta vefrit sinnar teg- undar hér á landi og inniheldur viðamikið greinasafn á ýmsum svið- um hugvísinda og lista. Sem stend- ur eru um tvöhundruð efnisatriði og greinar í Kistunni eftir u.þ.b. sjö- tíu höfunda. Þegar kafað er ofan í Kistuna kemur margt skemmtilegt og spennandi í ljós, en þar er að finna myndlistarsýningar, fræðslu- greinar, fyrirlestraraðir og tengla. Þeim sem hafa áhuga á að skoða Kistuna er bent á vefslóðina www.hi.is/-mattsam/Kist- an/ index.htm. -Kip Grindjánar í boltabænum Glæsileg tilþrif Efnilegir fótboltastrákar á Suðurnesjum sýndu glæsileg tilþrif i síöasta Suöurnesjamóti sumarsins sem haldiö var nýveriö í Grindavík. Piltarnir í Grindavík ganga jafnan undir nafninu Grindjánarnir og eru stoltir af. DV. GRINDAVÍK: Síðasta Suðurnesjamót í knatt- spyrnu hjá 6. og 7. flokki drengja og stúlkna á þessu sumri var haldið í Sandgerði á miðvikudaginn í blíð- skaparveðri en einnig keppti 5. flokkur stúlkna. Mótin eru haldin af Grindavík og Reyni, Sandgerði og taka þátt auk þeirra Víðir, Garði, Þróttur, Vogum, og Njarðvík. Er þetta án efa dýrmæt og skemmtileg reynsla fyrir þessa ungu og upp- rennandi fótboltakrakka og ekki síst minni alvara á ferð en hjá þeim eldri. Áhugi á knattspymu á sumr- in og körfubolta á veturna er mikill á Suðumesjum og ekki síst í Grindavik þar sem eru úrvalslið í fremstu röð í báðum þessum grein- um. Grindvíkingar kalla sig Grindjána á veilinum og á þessum myndum má sjá upprennandi keppnismenn bæjarins sem ætlar sér að taka við af Akranesi sem boltabærinn. -ÞGK Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.