Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2000, Blaðsíða 8
ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2000 8 __________________________________________________________________________________________________________ Útlönd Fjögurra sekúndna koss Gore hitti í mark er hann kyssti eig- inkonuna á landsþinginu. Bush fékk loksins líka tækifæri. Kjósendurnir vilja kossa George Bush, forsetaframbjóð- andi repúblikana í Bandaríkjunum og ríkisstjóri Texas, varð örvænt- ingarfullur á dögunum. A1 Gore, varaforseta og forsetaframbjóðanda demókrata, tókst að hitta banda- ríska kjósendur í hjartastað með því að kyssa Tipper eiginkonu sína i 4 sekúndur á sviði á landsþingi demókrata. Kjósendur sáu allt í einu nýja hlið á Gore. Tækifæri Bush kom þó að lokum. Þegar hann birtist í spjallþætti sjón- varpsdrottningarinnar Oprah Win- frey, sem milljónir heimavinnandi húsmæðra horfa á, fleygði hann sér beint í fangið á henni og smellti koss á kinn hennar. Það hefur aldrei verið kysst svona mikið í kosningabaráttu í Bandaríkjunum. Áfram mótmæli gegn bensínverði Mótmælum gegn háu eldsneytis- verði var haldið áfram víðs vegar um V-Evrópu í gær. Vörubílstjórar og leigubílstjórar hindruðu umferð um vegi á Spáni, í Grikklandi og í Belgíu. í Þýskalandi eru ráðgerð mótmæli í dag. Hundruð vörubíla og leigubila hindruðu í gærmorgun umferð um leiöir að Madríd á meðan sjómenn héldu áfram mótmælum í Katalón- íu, Valenciu og Alicante. Mótmæl- endur reyndu að koma í veg fyrir flutning á fiski á markaði. í Þýskalandi er ráðgert að efna til fjöldamótmæla í dag við fjölfamar leiðir í Berlín. Búist er við að um 2000 vöruflutningabilar taki þátt í mótmælunum. Mikil spenna eftir forsetakosningarnar í Júgóslavíu: Beðið eftir Slobo - Bandaríkin segja stjórnarandstöðuna hafa sigrað Júgóslavía var eins og hengd upp á þráð i morgun þegar leiðtogar stjómarandstöðunnar og stuðnings- menn þeirra biðu eftir því aö Slobodan Milosevic forseti svaraði fullyrðingum þeirra um að þeir hefðu sigrað hann í forseta- og þing- kosningunum á sunnudag. Vestur- lönd taka undir þær yfirlýsingar stjómarandstæðinga. Þúsundir andstæöinga Milosevics héldu upp á sigurinn um alla Júgóslavíu í gær en til þessa hafa forsetinn og menn hans ekki sýnt nein merki þess að þeir ætli að við- urkenna ósigur sinn. Vesturlönd, með Bandaríkin í broddi fylkingar, þrýstu mjög á Milosevic í gær að játa sig sigraðan. Bandarísk stjómvöld sögðu að stjómarandstæðingar heföu unnið sannfærandi sigur og að þau grun- aði að Júgóslavíustjóm dragi að kynna úrslitin á meðan hún reyndi að breyta talningunni Milosevic í hag. „Miðað við atkvæðin sem hafa verið talin til þessa virðist sem þjóð- Kostunica bíður Vojislav Kostunica, helsti frambjóö- andi júgóslavnesku stjórnarandstöö- unnar, bíöur eftir viöbrögöum Slobodans Milosevics forseta viö úr- slitum forsetakosninganna. Kostun- ica segist hafa sigraö. in vilji Milosevic úr embætti," sagði William Cohen, landvamaráðherra Bandaríkjanna, við fréttamenn í gær. „Og þjóðir heims myndu svo sannarlega fagna þeim úrslitum. Rúmlega sólarhring eftir að kjör- stööum var lokaö sáust þess engin merki að opinber úrslit kosning- anna væru á næsta leiti. Forseti Júgóslavíuþings sagði að talning gengi eðlilega og að hann gæti full- ur bjartsýni sagt aö Milosevic yrði kjörinn forseti í fyrri umferð kosn- inganna. Vojislav Kostunica, helsti fram- bjóðandi stjómarandstæðinga, sagði að hann ætti með réttu að taka við af Milosevic eftir sigur þjóðarinnar. Samkvæmt talningu stuðnings- manna Kostunica fékk hann 55 pró- sent atkvæða en Milosevic 35 til 37 prósent. Sósíalistaflokkur forsetans sagði aftur á móti að hann hefði fengið 45 prósent en Kostunica 40 prósent þegar búið var að telja 37 prósent greiddra atkvæða. Úrslit verða hugsanlega tilkynnt um miðjan dag í dag. Blaðberar óskast í eftirtalin hverfi: Bolholt Gautland Dunhaga Skipholt 50-64 Geitland Fornhaga Skeggjagötu Grundarland Hjarðarhaga Túngötu Álfhólsveg 70-100 Nýlendugötu Marargötu Tunguheiði Melaheiði Mýrargötu Leifsgötu Grettisgötu Laugarásveg Egilsgötu Njálsgötu Sunnuveg Sendlar óskast á blaðadr. DV eftir hádegi. Æskilegur aldur 13-15 ára. Upplýsingar í síma 550 5000 Rigning á OL í Sydney Áhugamenn um strandblak létu rigninguna ekki aftra sér frá því aö fjölmenna á leik Portúgata og Þjóöverja um bronsverölaunin á Bondi-ströndinni í morgun. Ekki lá Ijóst fyrir hverjir sigruöu þegar blaöiö fór í prentun. Síöar í dag keppa Bandaríkin og Brasilía um gullverðlaunin. Landsfundur Verkamannaflokksins: Tony Blair tilbúinn í slaginn við íhaldið Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, viður- kennir í ræðu sinni á landsfundi Verkamanna- flokksins í dag að stjómin og flokkurinn hafi átt und- ir högg að sækja undan- famar vikur. Hann sé þó reiðubúinn að berjast við íhaldsflokkinn sem hefur skotist upp í fylgiskönnun- um síðustu daga. Blair ætlar að reyna að sannfæra almenning um að hann skilji gremju borgaranna yfir svimandi háu bens- ínverði, að því er háttsettur talsmað- ur í Verkamannaflokknum sagði í gær. Blair hefur leitt Verkamannaflokk- inn á sex landsfundum og oft þurft að beijast fyrir skoðunum sínum en and- staðan við hann hefur aldrei verið jafnmikil og nú. Allt frá því Verkamannaflokkurinn komst til valda eftir kosn- ingamar 1997 hefur flokk- urinn haft yfirburðastööu í fylgiskönnunum. En í kjöl- far mótmælanna miklu gegn háu eldsneytisverði hefur dæmið snúist við að nokkru og mælist íhalds- flokkurinn nú með meira fyigi. Bæði flokksmenn og kjósendur mimu fylgjast grannt með Blair á lands- fundinum til að kanna hvort hann þoli mótlætið jafnvel og meðbyrinn. „Hann gerir sér grein fyrir því að vegna erfiðleika flokksins og ríkis- stjómarinnar að undanfömu er þetta mikilvæg ræða,“ sagöi talsmaður Verkamannaflokksins. „Hann tekur baráttunni fagnandi." Tony Blalr Breski forsætisráö- herrann heldur mikil- væga ræöu í dag. Tugmilljaröabætur __ Alríkisdómstóll i sk-serbneski leið- ur til ættingja fómarlamba þjóðar- morðsins á múslímum í Bosníu- Herzegovinu og þeirra sem komust lífs af úr hörmungunum. Frjóvguö egg rugluöust Talið er aö um 80 konur í Bret- landi hafi gengið með fóstur sem ekki var þeirra eigiö vegna mistaka starfsmanns á glasafrjóvgunardeild- um. Olíuverö hækkar Olíuverð hækkaði í morgun á mörkuðum í Asíu og fór upp í 31,77 doflara á tunnuna. Arafat og Barak á fundi Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, og Yasser Arafat Palestínu- leiðtogi hittust í gærkvöld norðan við Tel Aviv. Var þetta í fyrsta sinn sem þeir hittust síöan friðarviöræð- umar í Camp David fóru út um þúf- ur i sumar. Yfirdómari víkur Yfirdómari i kínverska dómstóln- um, þar sem réttað er vegna gífur- legs spillingarmáls, hefur hætt störfum. Sagt er hann hafi fengið annað embætti. Hundrað opinberra starfsmanna hafa verið ákærðir fyr- ir mútur og smygl. Frægir styðja Nader Fjöldi frægra bandarískra tónlist- armanna, leikara og menntamanna hefur lýst yfir stuöningi við Ralp Nader, forsetafram- bjóðanda Græn- ingja. Samkvæmt nýjustu könnunum nýtur Nader fylgis 5 prósenta kjósenda. Gefast ekki upp Þrátt fyrir að yfirvöld á Filipps- eyjum hafi fyrir rúmri viku sent um 4 þúsund hermenn og lögreglumenn gegn uppreisnarmönnum hefur ekki tekist að frelsa gísla þeirra. 105 upp- reisnarmenn hafa þó verið fefldir. Aukiö eftirlit í Jakarta Lögreglan í Jakarta í Indónesíu ætlar að auka ör- yggiseftirlit á fimmtudaginn þeg- ar réttað verður á ný yfir Suharto, fyrrverandi forseta. Sprengjuárásir hafa verið gerðar að undanfómu í borg- inni og hafa stuðningsmenn Suhartos verið grunaðir um að bera ábyrgð á þeim. Suharto er ákærður um að hafa dregið sér stórfé. Mótmæli í Prag Hundruð mótmælenda fóra snemma á fætur í morgun tfl að safnast saman við fundarstaði full- trúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.