Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2000, Síða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2000
MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2000
29
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aöstoöarritstjórí: Jónas Haraldsson
Auglýsingastjórí: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvik, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dréifing: dvdreif@ff.is
Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf.
Filmu- og plótugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverð á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrír viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af jjeim.
Verkefhi Jjármálaráðherra
Geir H. Haarde fjármálaráöherra hefur lagt fram frum-
varp til fjárlaga fyrir komandi ár. Frumvarpiö gerir ráð
fyrir að afgangur af rekstri ríkissjóðs verði 30 milljarðar
króna sem er töluvert betri afkoma en á þessu ári. Mestu
skiptir hins vegar að lánsfjárafgangur hækkar töluvert
milli ára og verður 35 milljarðar króna á næsta ári nái
frumvarpið fram að ganga óskaddað á Alþingi.
Ekki er hægt að deila um að töluverður árangur hefur
náðst í fjármálum ríkisins á undanförnum árum, enda
ríkissjóður notið góðæris. En jafnvel þótt litið sé fram hjá
ávinningi sem ríkissjóður hefur notið vegna uppgangsins
í efnahagslífinu er ljóst að fjármálastjórn hefur verið með
styrkari hætti á síðustu árum en íslendingar hafa átt að
venjast. Hitt er hins vegar rétt, þegar litið er á þróun rík-
isútgjalda undanfarin ár, að ríkisstjórnarflokkamir, und-
ir forystu fjármálaráðherra, hafa ekki stigið fast á brems-
urnar. Á komandi ári munu útgjöld enn halda áfram að
aukast og verða 11 milljörðum króna hærri en áætlað er á
yfirstandandi ári og 17 milljörðum hærri sé litið á fjárlög
ársins 2000.
Sterk staða ríkissjóðs gefur Geir H. Haarde fjármálaráð-
herra og ríkisstjórnarflokkunum einstakt tækifæri tH rót-
tækra kerfisbreytinga, eins og ítrekað hefur verið bent á
hér á þessum stað. Uppstokkun i heHbrigðis- og trygginga-
kerfmu skiptir mestu þar sem annars vegar er tekið mið
af því að innleiða samkeppni í heHbrigðiskerfið og hins
vegar tryggja að tryggingakerfið nýtist þeim sem á því
þurfa að halda.
Nýleg skoðanakönnun DV leiddi í ljós sterka stöðu
Sjálfstæðisflokksins meðal kjósenda. Sú staða kann að
breytast fljótt á næstu mánuðum taki fjármálaráðherra og
ríkisstjórnin ekki fast á rotnuðu tekjuskattskerfi sem er
að sliga ungt barnafólk og lyfti um leið grettistaki í mál-
efnum aldraðra. í stjórnmálum er óskynsamlegt að huga
ekki að framtíðinni og hagsmunum þeirra sem erfa skulu
landið - jafn óskynsamlegt og það er að standa ekki þétt-
an vörð um hagsmuni aldraðra. Og ríkisstjórnin hefur öU
tækifæri tH að sýna skynsemi.
Geir H. Haarde mun fylgja fjárlagafrumvarpinu úr
hlaði með formlegum hætti á Alþingi á morgun og þar
gefst honum einstakt tækifæri tH að líta fram á veginn og
leggja á borðið hugmyndir sínar um framtíðina, Enginn
íslenskur fjármálaráðherra hefur haft önnur eins tæki-
færi og Geir H. Haarde. Stjórnmálamenn með framtíðar-
sýn nýta tækifæri betur en flestir aðrir.
Forseti svarar forseta
HaUdór Blöndal, forseti Alþingis, notaði tækifærið þeg-
ar þing kom saman síðastliðinn mánudag tH að svara öðr-
um forseta.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, taldi það við
hæfi að hnýta með ósmekklegum hætti í Alþingi og ís-
lenska stjórnmálaflokka þegar hann tók við embætti öðru
sinni í sumar. Nú hefur honum verið svarað með kröftug-
um hætti af forseta Alþingis.
Gagnrýni HaUdórs Blöndal á innsetningarræðu forseta
íslands er að líkindum einsdæmi en undirstrikar enn og
aftur breytta stöðu embættis þjóðhöfðingjans. Forseti ís-
lands er ekki lengur hafinn yfir dægurþras stjórnmálanna
og enginn hefur átt meiri þátt í þeirri breytingu en Ólaf-
ur Ragnar Grímsson. ÓH Bjöm Kárason
DV
Skoðun
Leiðrétting almannatrygginga
„Lífeyrisþegar, aldraðir og öryrkjar hafa undanfarið
gert að umrœðuefni „gliðnun“ milli grunnlífeyris og
tekjutryggingar annars vegar og dagvinnulauna verka-
manna á höfuðborgarsvœðinu hins vegar. “ - Aldraðir
minna á sig á Austurvelli 2. okt. sl.
Svo sem oft hefur komið
fram í fjölmiölum starfar nú
á vegum forsætisráðuneytis-
ins nefnd, sem fæst við end-
urskoðun almannatrygginga,
þ.e.a.s. lífeyrisþáttinn. Starfið
er umfangsmikið og tíma-
frekt og málið hefur margar
hliðar. Þrátt fyrir starf nefnd-
arinnar, sem vonir eru
bundnar við að skili af sér
fyrir áramót, hefur heilbrigð-
isráðherra tekið afmarkaða
þætti til endurskoðunar án
þess að bíða eftir niðurstöðu
nefndarinnar.
Þar er um að ræða þætti sem ráð-
herra hefur talið að ekki þyldu bið,
þætti sem að mjög takmörkuðu leyti
hafa áhrif á annað starf nefndarinnar.
Þar má nefna hækkun bóta til sam-
ræmis við meöalhækkun verkamanna-
launa, hækkun á rekstrarstyrk vegna
bifreiðar og að dregið er úr lækkun
bóta vegna tekna maka, svokaOaðri
makatengingu. Eftir er þá meginstarf
nefndarinnar en í skipunarbréfi henn-
ar er lagt fyrir að bæta kjör þeirra sem
verst eru settir, vinna að einfoldun
kerfisins ásamt fleiri atriðum.
Lagfæringar
Lífeyrisþegar, aldraðir og
öryrkjar hafa undanfarið gert
að umræðuefni „gliðnun"
milli grunnlífeyris og tekju-
tryggingar annars vegar og
dagvinnulauna verkamanna
á höfuðborgarsvæðinu hins
vegar. Samkvæmt mati hag-
deildar Samtaka atvinnulifs-
ins og hagdeildar ASÍ hélt
þessi gliðmm áfram á þessu
ári, það er vegin meðaltals-
hækkun dagvinnulauna er
metin 5,2% en hækkun trygg-
ingagreiðslna 4,5%. Ríkisstjórnin
ákvað að hækka tryggingagreiðslur til
samræmis við hækkun dagvinnulauna,
þ.e. um 0,7%. Þar með er ljóst að gliðn-
un heldur ekki áfram þó ekki sé tekin
afstaða til hver gliðnunin á undaníorn-
um árum hafi verið. Raunar verða all-
ir mælikvarðar erfiðir þegar að þessu
kemur.
Á þenslutimum hækka laun og yfir-
borganir koma fram. Þá dregur í sund-
ur með tryggingagreiðslum og launum,
á samdráttartímum snýr dæmið öðru-
vísi.
Hér áður voru reglur um greiðslur
vegna rekstrarkostnaðar bifreiðar
þannig að þær áttu að duga fyrir 800
ltr. af bensíni á ári. Með hækkuðu
bensínverði hefur þetta skekkst að
maður tali ekki um hækkun trygginga.
Hækkun greiðslna vegna reksturs bif-
reiðar nú gerir að verkum að nú duga
greiðslur fyrir 860 ltr. á ári miðað við
verðlag nú um mánaðamótin.
Skiptar skoðanir
Mjög hefur verið gagnrýnt, einkum
af öryrkjum, að bætur skuli skerðast í
hlutfalli við tekjur maka, í hlutfalli við
tekjur heimilisins. Reiknað hefur verið
út að það kosti um 360 m. kr. á ári fyr-
ir ríkið að sleppa þessari tengingu. Sú
aðgerð sem heilbrigðisráðherra hefur
fengið samþykkta nú miðar að því að
helminga þennan lið. Dregið er úr
makatengingu um helming, þ.e. kostn-
aður ríkisins við aðgerðina nemur um
180 m. kr.
Mjög eru skiptar skoðanir um þetta
mál. Lífeyrisþegar telja það mannrétt-
indamál að bótaþegi fái sinar bætur án
tiliits til tekna maka. Hins vegar eru
þeir sem telja fráleitt að tekjuhá heim-
ili fái greiðslur frá Tryggingastofnun.
Hér var stigið skref hálfa leið til að af-
nema þessa tekjutengingu. Þau mál
sem hér hefur verið drepið á eru sér-
mál innan kerfisins og snerta ekki
nema að litlu leyti heildarendurskoðun
kerfisins en eru mikilvæg engu að síð-
ur og rangt hjá hagsmunaaðilum að
gera lítið úr þeim leiðréttingum sem
nú hafa fengist fram.
Guðmundur G. Þórarinsson
Guðmundur G.
Þórarinsson
verkfræöingur
Erlendir fjárfestar í sjávarútvegi
Samstarf kauphallanna í Svíþjóð,
Danmörku og Islands er á næsta
leiti. Ljóst er að Norðmenn munu
einnig taka þátt i þessu samstarfi og
Eystrasaltsríkin hafa skrifað undir
viljayfirlýsingu um þátttöku. Með
því verður Islenski hlutabréfamark-
aðurinn viðfang erlendra aðila ekki
síður en íslenskra því erlendir fjár-
festar fá með þessari breytingu mun
greiðari aðgang að íslenskum mark-
aði en nú er.
„Ákvœði sem tryggir bæði eignarráð þjóðarinnar yfir
auðlindinni og skilgreinir nýtingarréttinn er sú heima-
vinna sem menn verða að inna af hendi áður en farið
er að tala um eignaraðild útlendinga að útgerðinni. “
Með og á móti
Erlendir íjárfestar hafa
ekki verið ýkja áfjáðir í að
festa fé sitt í íslenskum fyr-
irtækjunum. En við hið
sameiginlega viðskiptakerfi
binda nú einhverjir þær
vonir að með því muni er-
lent áhættufjármagn aukast
til muna í íslenskum fyrir-
tækjum. Vonandi ganga
þær væntingar eftir.
Samstarf kauphalla
opnar markaði
En hvað mun gerast og
hvað getur gerst? Erlendir aðilar
mega ekki fjárfesta í íslenskum sjáv-
arútvegsfyrirtækjum. Og það sem
meira er, hömlur eru á fjárfestingum
útlendinga í þeim íslensku fyrirtækj-
um sem nú eiga hlut í sjávarútvegs-
fyrirtækjunum. Óbein fjárfesting er
leyfð en aðeins að tilteknum mörk-
um. Það munu því loga rauð ljós á
ýmsum fyrirtækjum með viðvörun
um að þar megi ekki fjárfesta.
Og hvað mun það þýða fyrir sjáv-
arútvegsfyrirtækin? Munu þau ein-
angrast svo harkarlega að jafnvel
þau íslensku fyrirtæki sem nú eiga
of stóran hlut í þeim til að vera gjald-
geng til erlendrar fjárfestingar selji
hluti sína? Munu þau fjármála-,
trygginga- og samgöngufyrirtæki
sem þegar eiga stóra hluti í sjávarút-
vegsfyrirtækjum selja hluti sína til
að geta orðið valkostur fyrir erlenda
fjáffesta við þessar breyttu aðstæð-
ur? Hvað mun það þýða fyrir gengi
bréfa í sjávarútvegsfyrirtækjum?
Það má líka velta því fyrir sér
hvort áhugi erlendra fjárfesta á ís-
lenska markaðnum muni ekki dofna
þegar mönnum verða ljósar þær
Svanfríður
Jónasdóttir
þingmaöur
Samfylkingar
flóknu reglur sem gilda
varðandi beina og óbeina
fjárfestingu í íslenskum
sjávarútvegi. Hann er jú
það sem líklegast er að veki
fyrst forvitni útlendinga.
Það er alla vega ljóst að það
getur þrengt mjög að sjáv-
arútvegsfyrirtækjunum við
þessar aðstæður og spurn-
ing hvort við svo búið má
standa lengi. Þess vegna
verða ábyrgir stjórnmála-
flokkar, og stjórnmála-
menn, að vinna sína heima-
Þjóðareign skilgreind í stjórn-
arskrá
Nú liggur fyrir það álit auðlinda-
nefndar að sameiginlegar auðlindir
þjóðarinnar, þ.m.t. fiskimiðin, eigi
að skilgreinast í stjórnarskrá sem
þjóðareign sem hvorki megi selja eða
afhenda varanlega. Menn geti hins
vegar fengið að nýta slika þjóðareign
en þá gegn gjaldi enda sé afnotarétt-
urinn tímabundinn eða uppsegjan-
legur. Ákvæði eins og þetta, sem
tryggir bæði eignarráð þjóðarinnar
yfir auðlindinni og skilgreinir nýt-
ingarréttinn, er sú heimavinna sem
menn verða að inna af hendi áður en
farið er að tala um eignaraðild út-
lendinga að útgerðinni.
Hvað varðar fiskvinnsluna eru
hins vegar engin vandkvæði á að
aflétta öllum hömlum nú þegar. Þeg-
ar liggur fyrir Alþingi frumvarp þess
efnis svo þar ætti mönnum ekki að
vera neitt að vanbúnaði.
Svanfríður Jónasdóttir
og staða íslendinga eftir leikana
Allt getur gerst í Frakklandi Himinn og haf skilur að
J „Handboltinn, sem
JÉL maðurfékkað sjá
MÉHr frá Ólympíuleikun-
um, fannst mér
mjög góður og skemmtilegur.
Þar sá maður allt það besta í
heiminum í dag. Allir leikir
virtust leiknir fyrir fullu húsi
áhorfenda og umgjörðin öll Þorbergur
hefur enn fremur verið góð. Aóalsteinsson
Svo virðist sem 6-7 þjóðir séu handknattleiks-
í sérflokki en Rússar og Svíar þjálfari
eru samt áberandi bestir enn þá. Það náum
sýnir sig að þaðan sem liðin koma eru okkar
deildarkeppnimar sterkar. Ég held að
eftir HM í Frakklandi muni
línumar enn frekar skýrast.
Út frá styrknum í Sydney er
erfitt að dæma stöðu íslend-
inga þar sem liðið hefur leikið
fáa leiki eftir EM í Króatiu.
Það er því ekki hægt að hafa
miklar væntingar til liðsins
því manni virðist það ekki
ætla að leika marga leiki fyrir
HM í Fraklandi. Við eigum
sterka einstaklinga og ef við
einu af fjórum efstu sætunum í
riðli getur allt gerst.“
„Sú breyting sem
varð á handknatt-
leikskeppni á
Ólympíuleikunmn
var að þar var verið að leika
besta boltann síðan á ÓL í
Seúl 1988. Svíar og Rússar
sýndu mikinn styrk í keppn-
inni en það er alveg ljóst að
aðrar þjóðir t.d. á borð við
Spánverja og Júgóslava, eru
með lið sem koma til með að
velgja Rússum og Svíum und-
ir uggum á komandi árum. Það verða
einhverjar breytingar á liðum Svía
Guðjón
Guðmundsson
iþrótta-
fréttaritari
og Rússa eftir ÓL og það eru
ekki sjáanlegir arftakar. Sví-
ar standa þó betur í þeim efn-
um. Handboltinn er greini-
lega i þróun eftir nokkra lægð
en keppnin á ÓL var allt önn-
ur og betri en á síðasta Evr-
ópumóti. íslendingar þurfa
fyrst og síðast að æfa og leika
fleiri landsleiki til aö nálgast
þá bestu. Við erum langt á eft-
ir þeim bestu, raunar aftur f
rassgati. Það skilur að
himinn og haf, það er verk að vinna
fyrir okkur.“ -JKS
Sömu þjóðirnar hafa á síðustu árum einokaö baráttuna um sigur á stórmótum í handknattleik. Er óvinnandi vegur að ógna þessum þjóðum og hvernig var
handboltinn sem lelkinn var á Ólympíuleikunum. Er þróun í gangi um þessar mundir eða stendur íþróttin í stað
Ummæli
Aldraðir greiða
fulla skatta tvisvar
„Er hægt að bera
virðingu fyrir alþing-
ismönnum og öðrum
þeim sem virða
hvorki lög né rétt?
Aldraðir greiða
tvisvar fulla skatta af
llfeyrissjóðsgreiðsl-
um, það er þegar þeirra er aflað og
við töku ellilauna eða örorkubóta,
38,37%, eru þær því tvískattlagðar en
ættu að vera samkvæmt áliti og nið-
urstöðum hæfustu lögmanna 10% -
sama og greitt er af fjármagnstekjum.
Eldra fólk er einu aðilamir sem
greiða skatt af sömu tekjunum
tvisvar."
Bjarni Jakobsson, fyrrv. form. löju, í
Mbl. 3. október.
Myndun matvælaverðs
„Flókið samfélag nútímans krefst
þess að almenningur hafi aðgang að
glöggum upplýsingum sem geri hon-
um kleift að fylgjast með verðþróun
og verðmyndun vara. Miklu skiptir að
úrvinnslu gagna sé hagað á þann hátt
að niðurstaðan verði ekki túlkuð á
misvísandi hátt... Það er því fagnað-
arefni að nú er viðskiptaráðherra að
láta gera ítarlega könnun á myndun
matvælaverðs á íslandi."
Úr forystugrein Bændablaösins 3. okt.
Grundvöllur til sátta?
Ég sé ekki, við
fyrstu sýn, að tiEög-
ur Auðlindanefndar
breyti aðstöðu sjáv-
arútvegsbyggða frá
því sem nú er. Ef
við þurfum að ná
sátt um eitthvert
mál þurfum við fyrst að vita um hvað
er ósætti. Ósætti um fisveiðistjórnun-
arkerfið hefur til þessa byggst á því
hvar viðkomandi situr við borðið."
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á ísa-
firði, f Degi 3. október.
Milljarðar úr landi
„Árið 1998 setti Alþingi lög, sem
kveða á um, að erlendir aðilar greiði
20% skatt af söluhagnaði af hlutabréf-
um í íslenskum fyrirtækjum ... Eign-
arhaldsfélag í eigu Islendinga í Lúx-
emborg flokkast í þessu samhengi sem
erlendur aðili. Nánast má ganga út frá
því sem vísu að peningamir sem
sendir voru út með löglegum hætti til
þess að losna við skattgeiðslur verða
ekki sendir heim aftur til þess að
lenda í þessari tilteknu skattgreiðslu
... Alþingi hlýtur að skoða þetta mál
ofan í kjölinn og gera ráðstafanir til
þess að breyta löggjöf sem augljóslega
hefur allt önnur áhrif en að var
stefnt."
Úr forystugrein Mbl. 3. október.
Dömur mínarl bíðið...
Éjg er góður gæi...
Ejg viðri ykkar skoðanir...
Eg er sonur hennar Barböru!!!
\I\íKssg£aaam
cp 'oo THe
þ ■ A TI4.es- $YNt>l£A.T£
Siðferðilegar spurn-
ingar um framtíðina
Framtíðin er óræð öllu
mennsku fólki, en umhverfi
og sambúð manna við nátt-
úruna tekur sifelldum breyí-
ingum, sem túlkaðar eru á
ýmsa vegu, bjartsýna eða
svartsýna; allt fer eftir því
hvaða niðurstöðu spá- eða
vísindamenn vilja sjá. Al-
menningur áttar sig illa á
því hver er raunverulegur
spámaður í hópi margra fals-
spámanna; á undanförnum
áratugum hafa margir gert
spár um ástand mála nú um
þessi aldamót, en enginn þeirra hefur
getað spáð rétt um helstu atriði sem
máli skipta. Sumar spánna hafa jafn-
vel gefið verri niðurstöðu en maður
hefði fengið með því að kasta upp ten-
ingi.
Er hitastig á jörðinni að hækka af
manna völdum og getur það leitt til
þess að Golfstraumurinn hætti að
flytja heitan sjó til íslands? Er nytja-
land að dragast saman hnattrænt séð?
Fer hungur vaxandi og getur fólksfjölg-
un leitt til stórátaka um land og gæði
heimsins? Er skortur á jarðefnaelds-
neyti framundan? Eru iðnaðarþjóðir
heims búnar að pissa í skóinn sinn
með orkusóun og mengun umhverfis
með eiturefnum, koltvísýringi og óson-
eyðandi efnum?
Flestir vilja fá að vera í friði fyrir
áleitnum spurningum af þessu tagi; á
vissan hátt er sem fólk verði fyrir
áreiti frá sértrúarhópum, sem boða
hina einu réttu trú.
Jónas Bjarnason
efnaverkfræöingur
in fari í hergögn og lystisemd-
ir Saddams? Hann hefur í
raun böm landsins í gíslingu
til að storka og koma höggi á
þá sem ráku hann frá Kúveit.
Umhverfis- og siöferö-
isgildra
Bedúíni nokkur (hjarðmað-
ur) í suðurhluta Saharaeyði-
merkurinnar var flesta daga
á ferðalagi á úlfaldabaki milli
heimilis síns og vatnsupp-
sprettna eða næsta verslunar-
staðar. Fjölskylda hans gætti
beitarfénaðar, kinda og nautgripa, sem
gengu á óræktað land þar sem trauðla
mátti nokkurn gróður sjá. Honum
fannst verðugt markmiö í sjálfu sér að
búa við þessa lifnaðarhætti þar sem
hann var sjálfstæður. Hann taldi hlut-
skipti sitt annað og betra en manns úr
fjölskyldunni, sem fluttist til verslun-
arstaðar og dró þar fram lífið í til-
gangsleysi.
Þegar að er gáð má sjá að einmitt
þessir lifnaðarhættir hafa leitt til stór-
kostlegrar gróðurspillingar um allan
heim með þeim afleiðingum að eyði-
merkur hafa sífellt stækkað. Hefur fólk
í ríkum löndum siðferðisgrunn til að
segja þessu fólki að stöðva gróðureyð-
ingu? Þetta á t.d. við um Islendinga,
sem ekki enn hafa stöðvað eyðingu i
sínum ranni.
Hið' sama á við um orkuframleiðslu
með brennslu jarðefnaeldsneytis eða
notkun pláguvarnarefna sem menga
heiminn. Þegar ríkar þjóðir telja að
minnka beri hitt og þetta vegna al-
heimsþarfa, þá segja aðrar þjóðir að nú
sé röðin komin að þeim að iðnvæðast
og verða rík; hinir verði bara að spara
allt. Fjórðungur mannkyns býr nú í
Kína og stærstur hluti hans stundar
nú stórkostlega gróðurspiUingu sem
endar með ósköpum fyrr eða síðar. Þar
brenna nú öllum til tjóns um 60 kola-
námur, en ekki hefur tekist að hemja
eldana í þeim.
Jónas Bjarnason
Fátæktargildrur
Starfsmaður hjálparstofnunar ræddi
nýlega við konu í suðurhluta Afríku;
hún var spurð hvað hún gerði til að
forðast eyðni. „Eyðni?“ spurði hún og
horfði í augu fyrirspyrjanda. „Ég veit
ekki einu sinni hvað ég á að gefa börn-
unum að borða á morgun og þú spyrð
um eyðni!“ íbúar ríku landanna geta
ekki sett sig í spor fólks sem lifir á
barmi tortímingar. Menntun er jú und-
irstaða alls annars; böm sem búa við
sult eða prótínskort á uppvaxtarárum
ná aldrei fullum andlegum þroska og
geta því ekki notið menntunar síðar
meir, þetta á m.a. við um böm í Afr-
íku, Norður-Kóreu eða írak.
Fólk getur dottið í fátæktargildru og
ekki átt þaðan afturkvæmt. Hvemig á
þá að koma til hjálpar án þess að taka
ráðin af viðkomandi stjórnvöldum?
Peningar lenda einfaldlega í vasa
spilltra stjórnmálamanna. Hver getur
hjálpað börnum í írak án þess að hjálp-
„Peningar lenda einfaldlega í vasa spilltra stjómmála-
manna. Hver getur hjálpað bömum í írak án þess að
hjálpin fari í hergögn og lystisemdir Saddams? Hann
hefur í raun börn landsins í gíslingu til að storka og
koma höggi á þá sem ráku hann frá Kúveit. “ -
Saddam blessar bömin.