Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2000, Side 21
4
MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2000
DV
37
Tilvera
Heston 76 ára
Sá ágæti kvik-
myndaleikari, Charlton
Heston, verður sjötíu
og sex ára i dag og ber
hann aldurinn vel. Á
sjötta, sjöunda og í
byijun áttunda áratug-
arins var hann ein
helsta kvikmyndastjama í Hollywood
og lék í hverri stórmyndinni á fætur
annarri. Heston hefur ekki legið á skoð-
unum sínum. í fyrstu skipaði hann sér
i hóp róttækustu leikara en sneri síðan
við blaðinu og er einna lengst til hægri
af leikurum og er í dag forseti hins um-
deilda félagsskapar manna sem vilja
vemda rétt allra til að eiga skotvopn.
Gildir fyrir fimmtudaginn 5. október
Vatnsberinn (20. ian,-18. febr.l:
I Nú er gott tækifæri til
að koma hugmyndum
þínum á framfæri, sér-
staklega varðandi nýj-
ungar. Happatölur þínar eru 7,13
og 34.
Fiskarnlr (19 febr-20. marsl:
■Einhver persóna, sem
hefur verið þér ofar-
lega í huga, kemur þér
mjög á óvart. Það
verður Dreyting á einhverju
heima fyrir.
Hrúturinn (21. mars-19. apríl):
, Dagurinn verðiu-
I skemmtilegur og þú
tekur þátt í áhugaverð-
um umræðum. Eitt-
hvað sem þú hefúr beðið eftir
lengi gæti gerst í dag.
Nautið (20. apríl-20. maíl:
/ Morgunninn verður
V f annasamur og þú átt
fullt í fangi með að
V J ljúka verkefhum
semþér eru fengin.
niuiuiiini ui
ÖPI
Tvíburarnir 121. maí-21. iúníi:
Viðskipti ættu að
* ganga vel og þú ert
heppinn í samningum.
Andstæðingur þinn
ber mikla virðingu fyrir þér.
Tvíburarnir (2
/vi
-x'
ber míkla v:
Krabblnn 122. iúní-22. iúiíi:
Vertu á verði gagnvart
I manneskjum sem eru
þér ósammála. Þær
____ gætu reynt að beita
brögðúm til að fá sínu framgengt.
Uónið (23. iúlí- 22. éeúst):
f^~\ Fjölskyldan kemur
M J mikið við sögu í dag.
Þú ættir að eyða meiri
tíma með henni og
huga að íoforði sem þú gafst fyrir
stuttu.
Mevlan (23. áeúst-22. seot.i:
íi*. Þú færð efasemdir um
' VlM heiðarleika eða ein-
^^^Llægni einhvers. Þú átt
- r rétt á að fá skýringu á
þvi sem þú áttar þig ekki á.
Vogin (23. sent.-23. oktJ:
Það verður mikið um
að vera fyrri hluta
dagsins. Láttu ekki
freistast þó að fólkið í
krlngum þig sé kærulaust. Haltu
þig við áætlun þína.
Sporðdrekl (?A. nkt.-?1. nnvJ:
Ákveðin manneskja
gerir eitthvað sem þér
, gremst og þú átt erfitt
I = <i með að sætta þig við.
Astandið batnar með kvöldinu.
Bogamaður (22. nóv.-2i. des.):
iÞér finnst ailt ganga
r hægt í byxjun dagsins
en það borgar sig að
vera þolinmóður.
Kvöldið verður ánægjulegt.
Steingeltin (22. des.-l9. ian.):
Þú færð einhveijar
óvæntar fréttir og
veist líklega ekki alveg
hvernig þú átt að
túlka þær. Þú ættir bara að bíða
og sjá hvað verður.
Einleikurinn Háaloft verður frumsýndur í kvöld:
Geðhvarfasýki í návígi
í einleiknum Háalofti
upplifa áhorfendur veröld
Karítasar Ólafsdóttur, sem
er geðhvarfasjúklingur, á
afar náinn hátt. Kaffileik-
húsið er lítið og persónu-
legt leikhús og áhorfendur
eru því í miklu návígi við
Karítas og upplifa upp- og
niðursveiflur hennar
sterkt.
Vala Þórsdóttir er bæði
höfundur og leikari í leik-
ritinu Háalofti sem verður
fumsýnt i Kaffileikhúsinu í
kvöld. Það er þriðji einleik-
urinn í einleikjaröð Kaffi-
leikhússins, í öðrum
heimi.
Vildi kynna geð-
hvarfasýki
Vala hefur lengi haft á
prjónunum að skrifa verk
til að opna umræðuna um
geðhvarfasýki sem svo lít-
ið er talað um. „Ég missti
vinkonu mína úr þessum
sjúkdómi árið 1986 og dán-
arorsök flestra gerðhvarfa-
sjúklinga er sjálfsmorð.
Sjúkdómnum skaut seinna
upp í fjölskyldunni minni
og þá varð ég alveg stað-
ráðin í að gera eitthvað í
málinu," segir Vala. Tvö ár
eru liðin síðan hún ákvað
að skrifa verkið en fjár-
mögnun uppsetningar lán-
aðist ekki í fyrstu atrennu.
Hún lagði því hugmyndina
á hilluna þar til leiklistar-
hátíð sjálfstæðu leikhús-
anna, Á mörkunum, aug-
lýsti eftir hugmyndum að
leikritum. „Þá henti ég
hugmyndinni inn og hún
var svo valin inn á hátíð-
ina.“ Vala gekk svo inn í
einleikjaröð Kaffileikhúss-
ins með verkið og leitaði
samstarfs við Geðhjálp.
Hún tekur þátt í verkefn-
inu Geðrækt sem er
þriggja ára átak til kynn-
ingar á geðsjúkdómum sem
Geðhjálp stendur að ásamt
Vala Þórsdóttir
Er bæði höfundur og leikari í leikritinu Háalofti sem verður fumsýnt
í Kaffíleikhúsinu í kvöld.
öðrum. Vala sýnir leikrit-
ið í tengslum við átakið,
bæði á alþjóðlega geðheil-
brigðisdeginum og á Geð-
veikum dögum í háskól-
anum.
Skemmtileg vinna
Þótt tvö ár séu liðin síð-
an Vala ákvað aö skrifa
leikritið byrjaði hún ekki
fyrr en í vor. „Ég vildi
ekki ekki fara að taka við-
töl við fólk, sjúklinga, aö-
standendur, lækna o.fl.
fyrr en tryggt væri að af
sýningunni yrði vegna
þess að ég vildi ekki vera
að róta í tilfinningum
fólks fyrr.“
Ágústa Skúladóttir leik-
stýrir Völu, Rannveig
Gylfadóttir gerir leik-
mynd og búninga, Jóhann
Bjami Pálmason hannar
lýsingu og Pétur Hall-
grímsson sér um tónlist- *
ina. Sýningarstjóri er Kol-
brún Ósk Skaftadóttir og
hljóðfæraleikarar eru
Dean Ferrel og Úlfur Eld-
járn. „Einleikjaformið get-
ur verið mjög einmana-
legt,“ segir Vala en svo er
þó ekki með uppsetningu
Háalofts vegna þess
hversu margir koma að
sýningunni og samstarfið
segir hún hafa verið alveg
einstaklega skemmtlegt.
„Hópurinn hefur smollið 'm'
einstaklega vel saman og
það hefur komið á daginn
að allir hafa einhverju að
miðla í sambandi við geð-
hvarfasýki, ailir þekkja til
sjúkdómsins þótt svona
lítið sé talað um hann.“
Geðhvarfasýki er gríð-
arlega algengur sjúkdóm-
ur og aukin þekking al-
mennings á honum er því
brýn. Einleikurinn Háa-
loft gefur lifandi mynd af
sjúkdómnum og á því
brýnt erindi við alla. -ss
Bíógagnrýni
Onegin -
Tilbrigöi við ást ~~
um kvikmyndir.
Það er vetur í Pétursborg, vindur-
inn er eins og éljadrífa í andlitið á
þeim sem úti eru. Inni í hitanum
eru nokkrir aðalsmenn aðm
skemmta sér, aðallega yfir því
hversu ljót og leiðinleg dans- og
söngkonan á sviðinu er. Sá sem læt-
ur mest níðandi setningar falla er
Evgení Onegin (Ralph Fiennes), lífs-
leiður ungur maður sem er með
hjartahita á við veturinn úti. í fram-
haldi fylgjumst við með andhetju
okkar þegar honum berst bréf um
að frændi hans sé að deyja. Eina
ástæðan fyrir því að hann fer á fund
frændans er sú að hann á von á arfi.
Þegar Onegin kemur á leiðarenda er
frændinn dáinn og Onegin hefur
ekki aðeins erft herrasetur og pen-
inga heldur einnig yfirráðin yfir
bændum.
Onegin er byggð á klassísku ljóði
sem raunar er heil bók eftir Alex-
ander Pushkin, ljóði sem ópera og
ballet hefur verið samið upp úr.
Sagan er eins og við mátti búast
þungt rússneskt drama og sýnir
Martha Fiennes talsverðan kjark að
ráðast inn á lendur rússneskrar
klassískur í fyrstu kvikmynd sinni.
Henni hefur samt að mörgu leyti
tekist að gera athyglisverða kvik-
mynd sem hefur góða stígandi.
Onegin er köld persóna, svo ekki
sé meira sagt, og þegar Tatjana (Liv
Tyler), nágranni hans, feúur fyrir
honum þá er það meðal annars
vegna þess að í sakleysi sínu heldur
hún hann byltingarkenndan hug-
sjónamanh. Staðreyndin er að það
sem hún sér sem hugsjón er hroki,
áhugaleysi og skeytingarleysi gagn-
vart þeim sem hann umgengst.
Hrokinn kemur best fram þegar
hann skilar Tatjönu ástarbréfi, sem
hún hafði skrifað honum, með þeim
orðum að ást sé eitthvað sem hann
viti ekki hvað er og að hann sé ekki
gerður fyrir hjónaband.
Kaflaskiptin í lifi Onegins verða
þegar eini vinur hans skorar hann í
einvígi. Þessi vinur hans er heitbund-
inn systur Tatjönu, og hafði Onegin
gert sér dælt við hana ásamt því að
fara ófógrum orðum um hana við vin
sinn. Onegin verður vini sínum að
bana í flottu atriöi þar sem kuldi og
þoka spilar inn í. Yfir líki vinar síns
gerir Onegin sér grein íyrir gjörðum
sínum og hverfur á brott, birtist sex
árum síðar í Pétursborg, hittir Tatjönu
sem nú er gift prinsi og sér að sjálf-
sögðu of seint af hverju hann hefúr
misst.
Það er kuldalegur blær en um leið
heillandi yfir Onegin og einstaka atriði
eru mjög vel gerð. Áður hefur verið
minnst á einvígið en vert er einnig að
minnast á atriðið þegar Tatjana opnar
dymar á danssalnum og í einu vet-
fangi eru sex ár liðin. Þetta er kvik-
myndalist eins og hún gerist best.
Helsti gallinn við myndina er að
kuldalegt yfirúorð myndarinnar nær
inn leik flesta leikarana og þá sérstak-
lega Ralphs Fiennes sem einhverra
hluta vegna passar ekki í persónuna.
Ég hefði ég viljað sjá Jeremy Irons
túlka Onegin. Lyv Tyler, sem fyrir
fram hefði mátt telja of reynslulausa1
til að túlka Tatönju, sýnir í leik sínum
óvæntan tilfinningahita, sérstaklega í
lokin. Hilmar Karlsson
Leikstjóri: Martha Fiennes. Handrit:
Michael Ignatieff og Peter Ettedgui. Kvlk-
myndataka: Remi Adafarasin. Tónllst:
Magnus Fiennes. Aöalleikarar: Ralph _
Fiennes, Liv Tyler, Lena Headey og Toby T
Stephens.