Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2000, Blaðsíða 24
36 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000 Tilvera I>V 11 f iA E F T I R V : fj K' !i Leikrit aldarinnar I kvöld kl. 20 hefur göngu sína í Borgarleikhúsinu dagskráin Leikrit aldarinnar. Leikskáld tilnefna eitt íslenskt leikrit 20. aldar sem hefur haft áhrif á leikritun þeirra, þau telja merkilegt i leiklistarsögunni, eða eiga skilið að verða hampað af einhverri annarri ástæðu. í hverj- um mánuði rökstyður eitt leikskáld sitt val, fjallað verður stuttlega um verkið og höfundinn og leikarar lesa kafla úr verkinu. Þorvaldur Þorsteinsson ríður á vaðið og fjall- ar um 13. krossferðina eftir Odd Bjömsson. Aðgangseyrir 500 kr. Krár ■ CAFE ROMANCE Enski píanóleikarinn og söngvar- inn Miles Dowley spilar sig inn í hjörtu rómantískt sinnaðra á Café Romance. Klassík ■ KAMMERTONLEIKAR I GARÐABÆ I kvöld kl. 20 munu Andreas Schmidt óperusöngvari og Rudolf Jansen píanóleikari leika og syngja verk eftir Beethoven, C. Löve og H. Wolf. Tónleikarnír eru hluti af tón- leikaröðinni Kammertónleikar í Garöabæ. Tónleikarnir verða haldnir í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ, kl. 20.00. Aðgöngumiðasala hefst einni klukku- stund fyrir tónleikana. Leikhús ■ DANSLEIKHUS MEÐ EKKA svnir í kvöld, kl. 20, í Iðnó nýtt verk sem hlotið hefur nafnið Tilvist. Leikstjóri er Sylvía Von Kospoth. ■ HORFDU REIÐUR UM ÖXL verður sýnt í Þjóðleikhúsinu í kvöid á Litla sviðinu kl. 20.00. Uppselt. Opnanir ■ CÁFE9NET 16-18:... CONTinENT Virtual Hommage er verkefni þar sem 20 listamenn frá Brussel, Helsinki og París hafa gert sérstök vefverk. Röðin er nú komin að finnska listamanninum Kristian Simolin sem mun kynna 3 minnis- merki sem hann hefur gert fyrir Brusse 18-20: Contre la peur (Mót óttanum). Hér vinna listamenn í mörgum löndum saman að því að skapa í sameiningu skáldverk/sögur um óttann fyrir vefinn. Síöustu forvöð ■ BIRTAN I SIMASKRANNI Sýning Huldu Vilhjálmsdóttur, Birt- an í Símaskránni, í Listhúsi Ofeigs, Skólavörðustíg 5, var framlengd og lýkur í dag. Viðfangsefniö er „Birtan í símaskránni". Sýningin sam- anstendur af nokkrum meðalstórum olíumálverkum sem taka á tilfinning- um mannskepnunnar. Einnig eru trú- arleg tákn, dýr og bollar og margt fleira. Sýningar Huldu hafa þótt hafa á sér ævintyranlegan blæ í anda H.C. Andersens. Fundir ■ FYRIRLESTUR FYRIR FORELDRA Gylfi Jón Gylfason, sálfræðingur og kennari, flytur fyrirlestur um ofvirkni, hvatvísl og athyglisbrest á vegum Foreldrafélags misþroska barna. Fyrirlesturinn verður í kvöld kl. 20 í safnaðarheimill Háteigskirkju. Sjá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísi.is Sérkennarar frá þremur löndum vinna saman: Þroskaheft börn læra ensku Þau vilja örva fatlaða nemendur til að læra ensku Calogero, Guöni, Merja, Maria Carmeta og Kari fyrir utan Engidalsskóla í Hafnarfiröi. Tölvusamskipti fatlaðra nem- enda „Við fundum hvert annað á Inter- netinu,“ segir Guðni sem starfar í sér- deild fyrir þroskaheft böm. „Verkefnið gengur út á að fatlaðir nemendur í löndunum þremur hafi tölvusam- skipti.“ Kennaramir fimm hafa verið í tölvusamskiptum og undirbúið verk- efnið en em nú að hittast í fyrsta sinn á vinnufundi. „Þetta hefur verið óhemjumikil vinna,“ segir.Guðni og á við síðustu daga, en gestir hans frá Finnlandi og Italíu komu til landsins á fimmtudaginn og fara héðan aftur i dag. Verkefni vinnufundarins var að sefja niður áætlun um hvað ætti að gera eða hvemig þau gætu „minnkað Evrópu“. Hópurinn heimsótti fjóra grunnskóla og einn framhaldsskóla meðan á dvölinni stóð og dvaldi í Brekkuskógi alla helgina þar sem mik- ið var unnið. Enskan rauöur þráður „Við erum öll að kenna nemendum okkar ensku og ákváðum að nota hana sem rauðan þráð í verkefninu.“ Mark- miðið er að nýta verkefnið tO að auka áhuga nemendanna á að læra ensku. „Við ætlum að opna dyr milli Islands, Finnlands og Sikileyjar og vekja áhuga á ólíkum löndum, þjóðum og menn- ingu.“ Samskipti nemendanna eiga að fara fram á ensku og móðurmáli þeirra. „Við ætlum að byrja á að senda nokkrar setningar á milli einu sinni 1 mánuði. Þetta verða bara einfaldar setningar, eins og „Good moming, my name is... og svo á íslensku: „Góðan dag, ég heiti...“ Markmiðið er að nem- endumir flnni að það að kunna ensku Bíógagnrýni opni þeim fleiri dyr en ef þeir kunna bara móðurmál sitt, þótt ekki sé um að ræða nema bara svolítinn grunn. „Vonandi kveikir þetta áhuga nemend- anna á málum og á því að líta upp og horfa í kringum sig,“ segir Guðni og bætir við að kveikjan að þessu öllu hafi í raun verið að hann var að útbúa ratleik í skólanum og komst að því að nemendumir þekktu ekki nöfn á fjöll- um sem blasa við þeim dag hvem. Hvatning tíl aö tala „Flestir nemenda okkar hafa tak- markaða getu til að læra erlend tungu- mál og við erum að reyna að hvetja þá til að læra erlent tungumál, aðallega ensku, í þessu verkefni,“ segir Kari. „Við teljum að besta aðferðin til að kenna þeim ensku sé að hvetja þau til að tala,“ bætir Guðni við, „og við byggjum á ágætum grunni vegna þess að flest böm, bæði fötluð og ófotluð, þekkja mikið af enskum orðum.“ Að sögn Kari hentar það einnig þessum nemendahópum betur að vera í hópsamskiptum milli landa en á ein- staklingsgrunni. . Kennaramir hafa skipulagt skrefln fram í apríl á næsta ári. „Við ætlum að senda þessar setningar á milli í tölvu- pósti, læra þær og vinna með þær á þessum þremur tungumálum. í desem- ber ætlum við svo að senda vídeóspólu milli nemendanna þar sem þeir koma ffarn bæði í skólaumhverflnu sínu og næsta nágrenni skólans og segja setn- ingamar sem þeir hafa verið að vinna með. „Þannig heyra krakkamir fram- burðinn á setningunum." I janúar ætla þeir svo að bæta við digital-myndum og fara að senda ljósmyndir á Netinu. „Nemendumir eiga að fa að taka þess- ar myndir sjálfir og þær geta verið af hveiju sem er: skólafélögum, landslagi og öllu þar á milli. Hverri mynd fylgir svo stutt setning, bæði á íslensku og ensku.“ Næstu skref Næsti fúndur sérkennaranna verð- ur í Finnlandi í apríl og þá verða næstu skref skipulögð, en líklega mun verkefiiið standa i þrjú ár. Að sögn kennaranna standa skólamir í röðum til að fá að taka þátt í verkefhinu og hugsanlega verður einum skóla bætt við en við vinnum út frá mottóinu „Small is beautiful,“ segir Finninn Kari. Finnamir kenna í sérskóla en ítölsku kennaramir kenna í almenn- um skólum þar sem fötluðum og ófótl- uðum er kennt saman. Að sögn Mariu Carmela er fótluðum að mestu kennt í almennum skólum á Ítalíu. Nemendumir sem taka þátt í verk- efhinu era á aldrinum 8 til 13 ára. Samfúndir þessara nemenda era ekki á dagskrá að sinni, enda styrkir Comenius eingöngu samskipti kenn- ara og skólastjómenda. Timinn verður þó að leiða í ljós hvort i framtíðinni fá- ist fjármagn annars staðar frá til að styrkja bein samskipti nemendanna. „Comeniusarsamskipti era ómetanleg fyrir kennara vegna þess að þeir kynn- ast löndum, þjóðum og menntakerfum beint vegna þess hvað þeir hitta margt fólk og sérstaklega skólafólk. Ávinn- ingurinn nær þess vegna langt út fyrir það tiltekna verkefni sem verið er að vinna með og það tekur marga mánuði að vinna úr hverri ferð þegar heim er komið,“ segir Kari Kosta- mo að lokum. -ss Cozy denz - ★★i Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Venjulegt fólk með Evrópa minnkuð eða „Making Europe Smaller" er heiti verkefnis sem sérkennarar þriggja landa vinna að. Verkefnið er styrkt af Comenius sem er partur af Sókrates-áætlun Evr- ópusambandsins og miðar að því að tengja saman skóla í mismunandi löndum. íslenski þátttakandinn í verkefninu er Guðni Kjartansson, sérkennari í Engidalsskóla í Hafnarfirði, og aðrir eru Meija Hautala og Kari Kostamo, sérkennarar frá Járvenpaá í Finn- landi, og Maria Carmela Staropoli og Calogero Accardi, sérkennarar frá Sikiley. ólíkar skoðanir Allir sem þekkja til heimsmál- anna vita hvað við er átt með vor- inu í Prag árið 1968, þegar losnaði um jámkrumlur sovéska bjamarins um tíma - aðeins til þess að þær hertust enn meir í innrás sovéska hersins þegar þeim háu herrum í Moskvu þótti orðið nóg um fijáls- ræðið. Þetta er bakgrunnur tékk- nesku myndarinnar Cozy dens þó áhrifa af innrás rússneska hersins gæti ekki á persónumar fyrr en á síðustu mínútum hennar. Cozy dens hefst á jólunum 1967. Við fylgjumst með tveimur fjöl- skyldum sem búa í blokk. Fjöl- skyldufeðumir hafa ólíkar skoðan- ir. Annar er á bandi kommúnista en hinn hatar kommúnista og fara á milli þeirra margar skondnar setn- ingar út af þessum skoðEuiaágrein- ingi. Eitt eiga þeir þó sameiginlegt - þeir eru húsbændur á sínu heimili og líðst engum að gera neitt í óþökk þeirra. Til sögunnar koma einnig ættingjar og vinir sem búa í ná- grenninu. Þegar upp er staðið þá eru þama fjölmargar skrautlegar persónur; venjulegt fólk með ósköp venjuleg vandamál í óöruggu samfé- Hjónin á neöri hæöinni Flokksholl fjölskylda sem á í illdeilum viö nágranna sína. lagi. Sögurmaður myndarinnar er móti með besta vini hans svo það unglingurinn Michael sem er ást- eru ekki bjartir tímar hjá aumingja fanginn upp fyrir Michael sem er haus af Jindrisku B/.LrÞrið-ia h-ió1 undir sem býr á efri hæð- EWIKIliynUðllallO vagninum. inni. Hún er aftur á íRevkjavík Gæði Cozy dens byggjast meira á á einstökum atrið- um en heildinni sem slíkri - atrið- um sem sum hver hafa alvarlegan undirtón, eins og þegar tékkneskur herforingi er fenginn til að segja reynslusögur í skólanum og honum dettur ekkert annað í hug en að segja hvemig hann og félagi hans drápu vamarlausa andspyrnumenn. Þetta atriði er lýsandi dæmi um gamanatriði sem er bæði hlægilegt og grátlegt í senn. Atriðin eru þó fleiri sem byggjast á græskulausu gríni sem oftast er á kostnað fjöl- skyldumeðlima. Cozy dens er, að undaskilinni Kolya, vinsælasta tékkneska kvik- myndin sem sýnd hefur verið í Tékk- landi og er það skiljanlegt - hún höfð- ar öragglega sterkt til alþýðunnar sem man timana tvenna. Myndin er laus við pólitík, nema aðeins á yflr- borðinu. Hún er um fólk sem þarf að lifa við aðstæður sem okkur hér á klakanum eru framandi, fólk sem reynir að gera gott úr því sem það hefur. Það sem helst má finna að Cozy dens er að húmorinn er stund- um um of staðbundinn og svo er myndin of löng. Hilmar Karlsson Leikstjóri: Jan Hrebejk. Handrit: Petr Jarchovskí. Aöalleikarar: Miroslav Donu- til, Jirí Kodet, Simona Stasová og Emilia Vásaryová.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.