Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2000, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2000, Page 13
13 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2000 I>V Hómósexúalisminn ríkir í andlega heiminum Stundum dvelur Sigurður Guðmunds- son á Djúpavogi þegar hann er á landinu vegna þess að þar á hann lítið hús. Ann- ars er heimshomaflakk Sigurðar með ólíkindum. Hann hefur ferðast um víða veröld og búið i Hollandi, Svíþjóð og nú 1 Kína. Hann hefur að sögn kunnugra bækistöðvar í öllum þessum löndum. En af hverju valdi hann Djúpavog af öllum stöðum á Islandi? „Ég hef í raun og veru aldrei valið neitt,“ segir Sigurður hugsi. „Og þeir sem velja ekki neitt, þeir hljóta að þróa með sér að vera eftirtökusamir menn. Þegar rétta augnablikið kemur þá geng- ur maður því á hönd. Það er til dæmis ekki hægt að ákveða að elska einhvem. Ef maður verður hins vegar ástfanginn þá hlýtur það að vera hið rétta. Það sama er uppi á teningnum með listina mina; ég tek ekki vitsmunalegar ákvarð- anir, þó ekki megi skilja það sem svo að ég vinni hana án nokkurrar hugsunar." Djúpivogm- hefur þá semsagt valið þig? „Já, ég gisti þar eitt sinn á ferðalagi, vaknaði mjög snemma morguns i yndislega fallegu veðri og hugsaði: This is the place! Daginn eftir hafði ég keypt húskofa í þorpinu, sem er nú óðum að komast í gagnið." Sigurður dvelur einnig oft hjá Kristjáni bróður sínum úti á landi þar sem hann á bústað og líka í Reykjavík þegar störfin kalla. Afkvæmi karlkynsins Fyrsta verkið sem Sigurður sýnir mér heitir Sigurður við verkiö Dúett, sem er nokk- urs konar afrit af barítón og sópran DV-MY Sigurður Guðmundsson myndlistarmaður Mér fmnst svo skrýtiö aö um allar aldir og árþúsund hafi kvenlegi þátturinn veriö virtur svo lítils. Raunar þykir mér þetta grunsamlegt í meira lagi... Skyldi þessi karlalist ekki vera dauöadæmt fyrir- bæri?“ lega mikinn áhuga á gagnstæða kyninu. Bæði vegna þess að það er ánægjulegt og til þess að við- halda mannkyninu. En i andlega heiminum, þar með talið listum og trúmálum, þá er hómósexúai- isminn ríkjandi." Heimurinn er hommi, segirðu í bókinni... „Já, en það þýðir ekki að ég sé haldinn neinni hómófóbíu. Mér finnst bara svo skrýtið að um allar aldir og árþúsund hafi kvenlegi þátturinn verið virtur svo lítils. Raunar þykir mér þetta grunsamlegt í meira lagi og set stórt spurningarmerki við það. Skyldi þessi karlalist ekki vera dauðadæmt fyrirbæri?" Dúett og er sérstaklega gert fyrir uppákomur á sýn- ingaopnunum, en er jafnframt formfagur skúlptúr. „Þetta er nokkurs konar afrit af barítón og sópr- an,“ segir listamaðurinn og útskýrir aö tveir söngv- arar af gagnstæðu kyni standi hvor sínum megin og syngi en líkamir þeirra eigi jafnframt að passa i skúlptúrinn - barítóninn sé hávaxinn en sópraninn þybbinn með stóran rass, ef söngvaramir eru í með- allagi að líkamsburðum. Tónverk er alltaf flutt á opnunum með alvöru söngvurum. Sigurður segir að verkin á sýningunni hafi öll á sér keim innsetningarinnar. „Ég hef líka unnið mikið með það á síðari árum að gefa ekki eina hreina mynd af veruleikanum, heldur hafa hana margbrotna. Að sú mynd sé í tveimur þremur átt- um, en verði ekki ein stór yfirlýsing." Sigurður sendi fyrr á þessu ári frá sér bókina Ósýnilegu konuna. Einhverju sinni lýsti Sigurður bókinni þannig í viðtali að hún væri kyngreining á honum sjáifum og vestrænni menningu. Tengist sýning hans i Listasafninu bókinni? „Eitt verk á sýningunni, sem er mér mjög hjart- fólgið, tengist bókinni en það var ég að vinna sam- hliða henni. Þetta er bronstík sem heldur á bolta úr hænsnaneti og heitir Female with ball. Verkið er ákaflega þýðingarmikið fyrir mig - en eftir því sem verkin eru þýðingarmeiri fyrir mig þeim mun minna get ég sagt um þau. Það er bara svoleiðis," segir Sigurður hálf afsakandi. En af hverju eru kynja- og kynferðispælingar svo ríkjandi hjá þér núna? „Það er vegna þess að ég varð svolítið tortrygg- inn þegar ég hugsaði um það að langstærstur hluti listar í veröldinni er afkvæmi karlkynsins. Ef hægt er að segja að manneskjan sé bæði líkamleg og and- leg vera - þá hefur líkamlega manneskjan afskap- Mýktin i Kína Ert þú allur að mýkjast sem listamaður? Er það e.t.v. Kína sem ýtir undir þá mýkt? „Vonandi er ég að mýkjast," segir Sigurður og brosir mjúkt. „Ég valdi a.m.k. góðan stað til þess að skrifa Ósýni- legu konuna. I mannlífinu í Kina - öfugt við stjóm- málin - er jing jang jafnvægi og hið kvenlega er ríkjandi í daglega lífinu. Þetta jafnvægi er bæði að finna í búddismanum og aldagömlum kínverskum kúltúr. En ég er ekki í Kína af því að það er svo gaman að vera í Kína. Ég var þó að uppgötva að það er rétt aö vera þar eins og 'sakir standa.“ Þú hefur sem sagt ekki leitað þangað meðvitað frekar en annað? „Nei, alveg eftir attitjútinu sem ég hef í listinni og lífinu. Þetta er svo mikið ákvarðanaþjóðfélag sem við lifum í. Einhvers staðar heyrði ég meira að segja frasann „þú átt aö velja vini þína.“ Ég hef nú aldrei heyrt meiri vitleysu." Heldurðu að maður hafi þá ekki val um nokkum skapaðan hlut? „Jú, en maður velur ekki grundvallaratriði. Það er hægt að velja innan leiðanna og túlka það sem er þegar til staðar. Hvað maður gerir við ástina sína er honum t.d. í sjálfsvald sett þó að hann ráöi ekki hvenær hann verður ástfanginn." Sigurður hefúr ekki tekið ákvörðun um hversu lengi hann ætlar að vera í Kína. Hann hefur þegar verið þar í nokkur ár og alveg óralengi í útlöndum. Langar hann ekkert að flytja tfi íslands? „Jú jú,“ segir Sigurður, en hefur að öllum líkind- um ákveðið að bíða þess að ísland taki ákvörðun um hann. -þhs Sýning á sjö þrívlddarverkum Sigurðar Guðmundssonar, sem aldrei hafa verið sýnd hér á landi fyrr, verður opn- uð I Listasafni Islands í kvöld. Einnig kemur út bók um Ijósmyndaverk hans hjá Máli og menningu samhliöa opnuninni. Sýning Sigurðar hefur verið valin á dagskrá Reykjavíkur menningarborgar Evrópu árið 2000. Tónlist Lifandi miðbær Þeir voru ófáir sem nutu lokaatriðis opnunar- hátíðar Art 2000 í miðbæ Kópavogs siðastliðið miðvikudagskvöld. Auk tónleikagesta sem nú höfðu stigið út dreif að fólk úr ýmsum áttum sem hafði tekið auglýstu boði um að njóta síð- ustu atriða á dagskránni. En það voru ekki bara útiatriðin sem kættu menn heldur reyndist opn- unarhátíðin öll hin fjörlegasta. Vikjum nú aö upphafinu. Gyða Valtýsdóttir var fulltrúi yngstu kynslóö- ar tónskálda og flutti hún í upphafi samkund- unnar verk fyrir harmoníku og tónband sem lof- ar góðu. Ávörp forsvarsmanna og ýmissa frammá- manna í menningarlífinu voru stutt og hnitmið- uð og í takt við verkin sem fylgdu í kjölfarið, bæði frjálsleg og persónuleg. Magnúsi Blöndal Jóhannssyni var afhentur nýr geisladiskur með safni raftónverka eftir þennan ókrýnda konung íslenskrar raftónlistar. Auðheyrt var að menn reyndu að setja auka- skammt af hlýju og aðdáun í klapp sitt. Tæplega þrjátíu ára gamalt verk Magnúsar, Sonorities 3, fyrir píanó og tónbandm hafði verið flutt fyrir afhendinguna og hverjum manni ljóst að aldur mun ekki ná að granda þessu þétta og augljós- lega síunga verki, frekar en svo mörgum öðrum eftir sama. Peter Máté lék á píanóið og gerði mjög vel. Bók um rímnakveðskap eftir Hrein Stein- grímsson var afhent ráðherra menntamála og tengdi Hilmar Þórðarson, tónskáld og fram- kvæmdastjóri Tónvers Tónlistarskóla Kópavogs, í ræðu sinni skemmtilega milli gamalla, ís- lenskra listgreina og svo nýrra. Annað þrjátiu ára gamalt verk var á dag- skránni, Fípur eftir Þorkel Sigurbjömsson, leik- ARJ2000 ið af tónbandi. Það er upplýsandi að heyra og finna hve tækni hefur fleygt fram og hvað tölv- an gefur mönnum mun meira vald en áður var yfir hljóðum og áferðum. Tveggja ára gamalt Brot eftir eftir Ríkharð H. Friðriksson var mikið og vel unnið rýmisverk þar sem bjartar og oft mjög fallega unnar hljóð- fléttur ferðuðust nánast í kringum hlustendur. CamiRa Söderberg flautuleikari flutti þrjú verk fyrir flautur af ýmsum stærðum og tón- bönd. Þriðji þáttur úr Sononymus II eftir Hilm- ar Þórðarson var mjög fallegt eintal kyrrlátrar sálar umkringt hrífandi hljóðtjöldum. Bassaflautuleikur Camillu hreint frábær. Tónleikasalurinn fegursti Þorsteinn Hauksson samdi Fléttur fyrir nokkrum árum. Þar er samhengi lifandi efnis og tónbandaefnis mikið. En sérlega athyglisvert er að heyra hve verkið byggir formlega á gömlum grunni, því í raun er þarna um konsert að ræða. Framvinda efnis og hlutverk þátttakenda er þannig þekkilegt þó efniviðurinn sjálfur sé ung- legur um margt. Þetta er sterkt og sannfærandi verk, sem mun örugglega eldast vel. Flutningur Camillu var sem fyrr framúrskarandi. Frá Lárusi H. Grímssyni kom verk annars eðl- is. Þar var hefðbundnara efni sett í þennan nýja rafræna búning og kom vel út. Dálítið eins og vel hefði tekist tU við að setja gamalt, klassiskt leikrit í nýjan tíma og nýjan búning. Þetta verk var því af léttara taginu vegna kunnugleika og góður undibúningur fyrir síðasta hluta tónleik- anna sem fór fram utan dyra. Þrir Pýramídar eftir Jóhann G. Jóhannsson fengu þann fegursta tónleikasal sem hægt er að hugsa sér. Stjörnubjartur himinn með einstaka lágskýi vakti yfir gestum sem drukku í sig áhrif- in. Erfitt er eftir á að greina hvað var hvað - en reynslan mjög upplífgandi. Að lokum var svo flutt verkið Target eftir Áke Parmerud fyrir tón- band og flugelda, og fyrir þá sem gaman hafa bæði af flugeldum og hljóðlist þá var þetta ógleymanlegt. Hljóð og sprengingar, ljós og myrkur fóðmuðust og léku eins og ástleitnir, lífsglaðir unglingar. Menn gátu ekki slitið af sér barnslegt brosið fyrr en langt var liðið á nóttina. Sigfríður Bjömsdóttir __________________Menning Urnsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Sýnir í Hafnar- borg og Kína Margrét Guðmunds- dóttir opnar sýningu á grafik í kaffi- stofu Hafnar- borgar á morgun í til- efni af því að myndir hennar og fleiri ís- lenskra grafiklistamanna eru lagðar upp í ævintýraferð til Kina. Þar verða þær á þremur alþjóðlegum grafiksýningum á næstu mánuðum, í Shanghai, Gu- angzhou og loks í Macao. Lokasýningin er stærst og er mikil viðurkenning fyrir íslenska listamenn að fá boð um að taka þátt í henni. Sýning Margrétar í Hafnarborg heitir „Gluggi til austurs" eins og glöggt má sjá á kínversku táknunum ofan við mynd- ina. Hún stendur til 6. nóv. ART2000 Dagskrá Raf- og tölvutónlistarhátíðar- innar í dag hefst kl. 17 með fyrirlestrum Bernhards Gúnters og Clarence Barlow í Salnum. I kvöld kl. 20 hefjast þar tónleik- ar og kl. 22 á Café 22. Á morgun verða fyrirlestrar i Salnum kl. 17, þá tala Wayne Siegel og Áke Parmerud. Um kvöldið kl. 20 verða verk fyrirlesara leikin á tónleikum í Salnum auk verka eftir Hilmar Örn Hilmarsson. Tónleikar hefjast svo á Café 22 kl. 22. Á sunnudag hefjast pallborðsumræður í Salnum kl. 17 um stöðu tónlistar á öld upplýsinga og um kvöldið kl. 20 verða stórtónleikar í samvinnu við Tónskálda- félag íslands og Erkitið þar sem leikin verða verk nokkurra helstu tónskálda okkar í aldarlok. Tónleikar hefjast svo á Gauk á Stöng kl. 22. Hátíðin er á dagskrá Reykjavíkur menningarborgar. Söngfélag 40 ára Söngfélag Þorlákshafnar heldur upp á 40 ára afmæli sitt á sunnudaginn með tónleikum í Þorlákskirkju kl. 16. Þar syngur kórinn og sérstakir heiðursgestir verða þau Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran- söngkona og Jónas Ingimundarson pí- anóleikari. Stjórn kórsins vill lika hvetja fyrrum söngfólk tO að koma og taka lag- ið með kórnum. Aðgangur er ókeypis og allir velkomn- ir. Olíumálverk í Man Eyjólfur Einarsson sýnir nú í listasaln- um Man á Skólavörðustíg átta ný olíumálverk. Fjörutíu ár eru síðan hann sýndi fyrst opinberlega en á þeim árum hefur hann haldið yfir 20 sýningar hér heima og er- lendis. Sýningin stendur tO 29. okt. og er opin virka daga kl. 10-18 en 13-18 á sunnudögum. Galdrakvöldvaka 0Á morgun kl. 20.30 stendur Strandagaldur fyrir Galdrakvöldvöku á veitingastaðnum Café Riis á Hólmavík. Galdrasýningin verður opin frá kl. 18 og verð- ur leiðsögn um hana. Á kvöldvökunni flyt- ur dr. Ólfna Þorvarðardóttir fyrirlestur- inn „Galdrasveimur á Ströndum" og fjaOar um galdrafárið í TrékyOisvík. Þá verður skemmtidagskrá með sagna- mönnunum Magnúsi Rafnssyni og Sig- urði Atlasyni þar sem þeir segja sögur, spreOa og leika. Lióð A mánu og djass iagskvöldið mánudagskvöldíð kl. 20.30 verður ljóða- og djassveisla í Listaklúbbi Leik- húskjaUarans. Þar munu ljóðskáld lesa úr nýjum frumsömdum og þýddum bók- um sínum, m.a. Ágústína Jónsdóttir, Gerður Kristný, Kristín Ómarsdóttir, Linda Vilhjálmsdóttir, Gyrðir Eliasson, Sölvi Sigurðarson og Þorsteinn Gylfason. Tómas R. Einarsson og félagar leika ljúf- an djass. Aðgangur er ókeypis og öUum heimill meðan húsrúm leyfir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.