Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2000, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2000, Síða 24
FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2000 Tilvera DV i í f i ft Vitleysingarnir í Hafnarfirði Hafnarfjaröarleikhúsiö sýnir í kvöld nýtt leikrit eftir Ólaf Hauk Símonarson. Leikritið er svört kómísk sýn á nútímasam- félagið, hraða þess og firringu. Aðalhlutverk leika María Elling- sen, Gunnar Helgason, Björk Jakobsdóttir, Dofri Hermanns- son, Erling Jóhannesson, Jó- hanna Jónas og Halla Margrét Jóhannesdóttir. Leikstjóri er Hilmar Jónsson. Krár ■ LETTIR SPRETTIR A GULLOLP- INNI Stórsveitin „Léttir sprettir" fagnar vetrarkomu með leik sínum á hverfiskránni Gullöldinni, Grafarvogi. Tilboð á ölinu til kl. 23:30 alla daga. ■ NELLY'S Dj Le Chef trimmar stuðið fram eftir nóttu.Aliar veigar á hálfvirði. Stór+skot á 500 kr. ■ PÉTURS PUB Opiö 15:30 - 03:00. Sýnum Tyson og Golgata föstudagsnótt. Sýnum boltann alltaf i beinum útsendingum. Bjórinn alltaf á sama góða verðinu. ■ VEGAMÓT Skífuþeytirinn góð- kunni Herb Legowitz leikur á föstu- dagskvöldið. ■ PUBLINER Fiðringurinn fer ham- förum á efri hæðinni á Dubliner um helgina. Djamm og djæf og sveiflan - svo vitnað sé í gamlan dægurlaga- texta. Böll ■ KJALLARINN OPNAR! I kvöld opnar í húsakynnum Leikhúskjallar- ans nýrskemmtistaður undir nafninu Kjallarinn. Tónlistin er-Salsa, R’n’B og rjóminn af því sem heyrist á FM 95,7 og Mono 87,7. í tilefni af því að Skjár 1 er eins árs verður gleði strax aö lokinni útsendingu „Djúpu laugarinnar" um kl. 23:30. Boðsmið- ar í boði hjá Skjá 1. 22 ára tak- mark. Klassík V ART-2000 Alþjoöleg raf- ogtölvu- ónlistarhátíð í fýrsta skipti á Islandi Salnum í Kópavogi. Leikhús ■ DRAUMUR A JONSMESSUNOTT í kvöld hefjast aftur sýningar á Draumi á Jónsmessunótt í Þjóðleik- húsinu. Takmarkaður sýningarfjöldi. ■ HÁALOFT Háaloft er einleikur um konu með geðhvarfasýki eftir Völu Þórsdóttur. Sýningin hefst kl. 21.00 i.Kaffileíkhúsinu í Hlaðvarpanum. Örfá sæti laus. Tveir fýrir einn. ■ LÉR KONUNGUR Lér konungur í Borgarleikhúsinu í kvöld kl. 20.00. Leikstjóri Guðjón Pedersen. ■ MEP FULLRI REISN Leikritið IVIeð fullri reisn er sýnt í Tjarnarbíói kl. 20.30 í kvöld. Miðapantanir í síma 561 0280. ■ Á SAMA TÍMA AP ÁRI Á sama tíma að ári veröur sýnt nokkrum sinnum sem upphitun fýrir framhald- iö, A sama tíma síðar sem frumsýnt verður á næstunni. Sýningin í kvöld hefst kl. 20 og er í Loftkastalanum. ■ HELLISBÚINN Bjarni Haukur er enn þá Hellisbúinn í íslensku óper- unni. Sýningin gengur enn fyrir fullu húsi. Holl lexía fýrir bæöi kynin. Leikstjóri er Sigurður Sigurjónsson. Sýning í kvöld kl. 20. Sjá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísi.is Ingibjörg Sigurðardóttir þyrluflugsnemi Þaö þarf temja sér vissa einbeitingu og nákvæmni í vinnubrögöum til aö fljúga svona farartæki. Þyrluflug: Fékk leikfangaþyrlu í jólagjöf - kom aldrei neitt annað til greina en að læra að fljúga, segir Ingibjörg Sigurðardóttir Ingibjörg Sigurðardóttir er tutt- ugu og tveggja ára Reykjavíkurmær og fyrsta íslenska konan sem hljóta mun réttindi til að fljúga þyrlu. Ingibjörg byrjaði að læra í haust og segir að námið sé alveg stórkostlega skemmtilegt. „Flugið hefur alltaf heillað mig og í fyrstu ætlaði ég að læra á venjulega flugvél en eftir að hafa skoðað möguleikana ákvað ég að læra á þyrlu.“ Fékk leikfangaþyrlu í jóla- gjöf „Það erfitt að útskýra áhuga minn á þyrlum,“ segir Ingibjörg, „en ætli helikopter hafi ekki verið fyrsta loftfarið sém ég kom í sem Biogagnrýni bam. Ég man ekki nákvæmlega hvenær það var en mig minnir að það hafi verið á flugsýningu fyrir norðan. Svo fékk ég einu sinni leik- fangaþyrlu og þyrlupall í jólagjöf og síðan hefur ekkert annað komið til greina en að læra að fljúga. Þegar ég var seytján ára fór ég í kynningar- flug en ákvað að bíða í nokkur ár og núna er ég byrjuð að læra.“ Ingibjörg segir að námið sé ansi dýrt en vill ekki segja hversu mikið hún borgar fyrir það en á hljómnum í röddinni má heyra að það er þónokkuð. „Stefnan hjá mér er að klára at- vinnuflugmannspróf en til að byrja með stefni ég á að vera einkaflug- maður. Það þarf að ljúka 60 flugtím- um áður en maður má fljúga með farþega en 150 tímum til að fá at- vinnumannsréttindi." Miklir atvinnumöguieikar „Ég held að það sé fullt af mögu- leikum á vinnu eftir að ég lýk námi. Það eru ekki svo margir að læra á þyrlu og því ólíklegt að við verðum eitthvað að þvælast hvert fyrir öðru í framtíðinni. Vonandi fæ ég vinnu hjá Gæslunni eða við sjúkraflug til að byrja með en maður veit svo sem aldrei hvað gerist. Það er svo ótrú- lega margt sem er hægt að gera, eins og að fljúga á Grænlandi." Að sögn Ingibjargar er námið þess eðlis að fólk þarf að leggja sig allt fram. „Það þarf temja sér vissa einbeitingu og nákvæmni í vinnu- brögðum til að fljúga svona farar- tæki. Þyrlan sem ég er að læra á heitir Schweizer 300C og það eina sem ég get sagt um flugið er það er ótrúlega skemmtilegt og spennandi. Eitt af því sem kom mér á óvart við námið er hversu mikið maður lærir í landafræði með fram fluginu. Ég er farin að þekkja helling af fjöllum úr lofti. Margir halda að þyrluflug sé mjög hættulegt en svo er ekki ef maður veit hvað maður er að gera,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir, til- vonandi þyrluflugmaður, að lokum. -Kip Laugarásbíó/Háskólabíó - Lost Souls: + Djöfsi reynir yfirráð Myrkrahöfðinginn er 1 tísku í kvik- myndum þessa stundina, það sýnir flóra kvikmynda sem boðið hefur ver- ið upp á á undanfómum misserum, má þar nefna End of Days, Stigmata, Devil’s Advocate og The Ninth Gate. í öllum þessum kvikmyndum kemur djöfullinn við sögu og er nánast ein aðalpersónan þótt hann sé í ýmsum gervum. Til staðfestingar á þessum mikla áhuga á Djöflinum er hin sí- gilda Exorcist. Hún var nýlega tekin aftur til sýningar í kvikmyndahúsum vestanhafs og er meðal vinsælustu kvikmynda þar um þessar mundir. Nýjasta myndin í þessum hópi mynda er Lost Souls, sem frumsýnd var sama dag í Bandaríkjunum og á íslandi. Á hún það sameiginlegt með Exorcist að særingarmenn koma mikið við sögu en þar lýkur samanburðinum því Lost Souls er nokkrum gæðaflokkum neð- ar og er satt best að segja illa gerð að flestu leyti. í Lost Souls fylgjumst með ungri stúlku sem hafði eitt sinn verið and- setinn illum anda og er nú hjálpar- kokkur eins helsta særingarmeistara prestastéttarinnar. Hún kemst að því að ef ekki verði eitthvað gert muni djöfullinn setjast að í líkama metsölu- Wynona Ryder og Ben Chaplin. Rithöfundurinn leitar ráöa hjá særingakonunni. rithöfundar. Hún fer af stað með að- stoð presta að telja rithöfundinum trú um að í náinni framtíð mun hann verða andkristur á jörðu. Að sjálf- sögðu verður henni ekki mikið ágengt í þessari viðleitni sinni í fyrstu en þegar rithöfundurinn gerir sér loks grein fyrir alvöru málsins er djöfsi þegar byrjaður að hreiðra sig um í sálu hans. Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Engum vafa er bundið um það að gera mætti ágæta kvikmynd úr þess- ari sögu, annað eins hefur nú verið gert að góðri kvikmynd en Janusz Kaminski hefur ekki sömu hæfileika sem leikstjóri og kvikmyndatökumað- ur þar sem hann meðal annars á ógleymanlegan hátt kvikmyndaði Sav- ing Private Ryan. Hann vantar til að mynda innsýn í þá vandvirkni í upp- byggingu spennuatriða sem síðan enda á einhverju sem fær hárin til að rísa, eins má sjá í What Lies Beneath mun betri mynd sem hefur hkt þema. Myndir á borð við Lost Souls þurfa að ná áhorfandanum á sitt vald. Til þess að svo gerist þarf að ná upp spennu svo hægt sé að koma á óvart og þá má sagan ekki vera um of fyrir- sjáanleg eins og staðreyndin er í Lost Souls. Myndin fellur því fyrst og fremst vegna þess að hún nær ekki til- gangi sínum að ná upp spennu og hræða í leiðinni. Leikstjóri: Janusz Kaminski. Handrit: Pi- erce Gardner. Kvikmyndataka: Mauro Fiore. Tónlist: Jan A. P. Kaczmarek. Aöal- leikarar: Winona Ryder, Ben Chaplin, John Hurt og Elias Koteas.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.