Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2000, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2000, Qupperneq 25
26 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2000 Tilvera. DV Heimsmeistaraeinvígið í skák: Jafntefli og . Kasparov í fúlu skapi Skemmt sér á tónleikum Frá vinstri taliö: Sigríður Þorláksdóttir, Birgir Kjartansson, Vigdís Lea Birgisdóttir og Arnþrúöur Björnsdóttir. Tveir gítarleikarar Pétur Jónasson og Páll Eyjólfsson. Dj ass til heiðurs Eyþóri Eyþór Þorláksson, einn af frum- kvöðlum gítartónlistar á íslandi, er orðinn sjötugur. Af því tilefni fóru vin- ir og gamlir nemendur af stað með tón- leika og ljósmyndasýningu honum til heiðurs. Eyþór stóð i mörg ár í fremstu línu þeirra hljóðfæraleikara hér á landi sem skemmtu landsmönnum og var hann í ýmsum af þekktustu hljóm- sveitum landsins, svo sem KK-sextett- inum og Hljómsveit Svavars Gests, svo einhverjar séu nefndar, auk þess sem hann starfrækti eigin hljómsveit. Þá hóf hann snemma að kenna á gítar og Oiafur Gaukur Ólafur Gaukur er einn fjölmargra gít- arleikara sem hafa heiöraö Eyþór Þorláksson. Kynnir kvöldsins Friörik Theódórsson var kynnir á djasskvöldi til heiöurs Eyþóri Þor- lákssyni. Náttúrulegt framúrstefnuverk: Kartafla í mannsmynd DV. STOKKSEYRI:_______________________ „Það voru nokkur grös eftir í garðinum, ég var að hamast við að klára að taka upp úr blautum garð- inum í mold og leðju og tók ekki eft- ir þessu fyrr en ég var búin og var að ganga frá kartöflunum mínum,“ sagði Ingunn Sighvatsdóttir á Stokkseyri sem ræktar sér kartöflur í garði á staðnum. Úr garðinum hennar Ingunnar kom þetta árið Djass f Hafnarborg Friörik Theódórson kynnir til leiks eina af fjórum hljómsveitum kvöldsins. hafa margir af okkar fremstu gítarleik- urum, hvort sem er í skemmtigeiran- um eða í klassíkinni, haflð nám hjá honum. Þann 11. október héldu klass- ískir gítarleikarar konsert honum til heiðurs og 14. október var opnuð ljós- myndasýning í Hafnarborg þar sem eru myndir frá viðburðaríkum ferli hans. Þá voru djasstónleikar haldnir honum til heiðurs í fyrrakvöld í Hafn- arborg og komu margir gestir þangað, enda úrvalstónlist í boði. Ljósmyndari DV mætti á svæðið og festi á filmu gesti og tónlistarmenn. -HK stórkostlegt sköpunarverk, kartafla með mörgum öngum og hnúðum, svo fjölbreytilegum að hægt er að sjá út úr henni margar myndir. „Mér fannst þetta stórmerkilegt þeg- ar ég uppgötvaði hvers kyns var, nú þarf ég bara að komast að því hvernig ég get geymt hana án þess að hún láti á sjá eða skemmist,“ sagði Ingunn Sighvatsdóttir. -NH ' • _ DV-MYND NJORÐUR HELGASON. Skúlptúr. Ingunn Sighvatsdóttir meö kartöfl- una sína. Skakþatturmn Kasparov bauð jafntefli eftir 11 leiki og gaf síðan i skyn við blaða- menn að hann teldi ýmislegt at- hugavert við þetta einvígi! og sagði að hann myndi gefa yfirlýsingu um það eftir einvígið. Af hverju er Kasparov að segja að eitthvað at- hugavert sé við fyrirkomulagið? Hann hefur átt í talsverðum erfíð- leikum í skákunum, staðan er 4-3 Sævar Bjarnason skrifar um skák Kramnik í vil og 9 skákir eftir. Að- stoðarmenn Kramniks hafa fengið birtar skákskýringar sínar á net- síðu Kasparovs (kasparovchess.com) og er hann e.t.v. óhress með það þó skákskýr- ingarnar séu óhlutdrægar og góðar. Sennilega er þetta gamla sagan, hann sér óvini i hverju horni. Virtum breskum blaðamanni, John Henderson, var bannað að stíga inn í blaðamannaherbergið eftir að Raymond Keene, stórmeist- ari og mótshaldari, móðgaðist við hann. Raymond Keene, sem tefldi hér á alþjóðlega Reykjavíkurmótinu 1976, þykir fara óhefðbundnar leiðir í fjármögnun einvígisins. Mági hans og þekktum skákmanni, John Levy, sem rak fyrirtæki með Keene þar sem huga átti að útbreiðslu skákar- innar, blöskraði baktjaldamakk mágs sín og skildu þeir illir mjög að skiptum í sumar. Kasparov sveik Alexei Shirov um einvígi en Shirov hafði sigrað Kramnik í úrslitaein- vígi um hvor ætti að tefla við Kasparov. Kramnik fékk útborgað sitt verðlaunafé, nokkra tugi millj- óna íslenskra króna, en Shirov var sagt að hann fengi sitt verðlaunafé eftir einvígið við Kasparov sem ekk- ert varð af. Shirov á nú í málaferl- um við Garrí Kasparov um samn- ingsrof og standa flestir skákmenn með Shirov. Kasparov virðist þarna að ein- hverju leyti vera að fá í bakið fram- komu sína gagnvart Shirov og An- and sem hann lika sveik um einvígi. Enn er sem sagt á huldu hvað það eiginlega er sem Kaspi er óánægður með en það kemur væntanlega í ljós þegar Kasparov segir frá því eftir einvígið. Samt finnst mér skrýtið að maðurinn upplifir sig alltaf sem fórnarlamb ef ekki er algjörlega dansað eftir hans höfði. Hvítt: Garrí Kasparov Svart: Vladlmlr Kramnik Enski leikurinn (!) London 19.10. 2000 1. c4 c5 2. RÍ3 Rf6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. Rc3 e6 6. g3 Dc7 7. Dd3 Rc6 8. Rxc6 dxc6 9. Bg2 e5 10. 0-0 Be6 11. Ra4 Jafntefli sem Kasparov bauð með nokkrum vel völdum orðum! Kramnik þáði án þess að svara. Ja, þessir skákmenn! Smáauglýsingar 550 5000 ; • , Geisladiskur með ítarlegum upplýsingum um nærrí 600 íslensk fyrirtæki. Islenskt viðskiptalíf - 500 stærstu f Upplýsingar eru m.a. um veltu, afkomu, efnahag, stjórn og lykilstarfsmenn, upplýsingar um starfsemi og fréttir af Viðskiptavefnum á Vísir.is. íslenskt viðskiptalíf - 500 stærstu er samstarfsverkefni Viðskiptablaðsins og Lánstrausts hf. v\\ f//f Verð 4.950 kr. Tekið er á móti pöntunum i síma 511 6622, ///í shk {{4 Vv Irl ^ i fax 511 6692 og á netfangið mottaka@vb.is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.