Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2000, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2000, Qupperneq 2
2 MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 2000 Fréttir Formaður samninganefndar ríkisins um launakröfur framhaldsskólakennara: Ekkert svigrúm til slíkra hækkana - mikið skilur á milli og þunglega horfir í samningamálum „Þaö er ekk- ert svigrúm til þeirra launa- hækkana sem framhalds- skólakennarar eru aö fara fram á,“ sagði Gunnar Bjömsson, for- maður samn- Elnu Katrínar Jóns- inganefndar dóttur. ríkisins, viö DV í gærkvöld. Félag framhaldsskólakennara hef- ur samþykkt verkfallsboðun 7. nóv- ember nk. Fylgjandi verkfallsboðun voru 81,9 prósent en nei sögðu 15,7 prósent. Kröfur framhaldsskóla- kennara em tvíþættar. Annars veg- ar að laun verði leiðrétt til samræm- is við laun annarra háskólamanna hjá ríkinu. Þar er miðað við tölur frá kjararannsóknamefnd opinberra starfsmanna. Þær sýna að dagvinnu- laun framhaldsskólakennara þyrftu að hækka um 34 prósent, að sögn Elnu Katrínar Jónsdóttur, formanns Félags framhaldsskólakennara. Þá er einungis miðað við samanburð sem nær til og með mars 2000. Síðan hafa framhaldsskólakennarar gert kröfu sem meta má til 30 prósent hækkunar til viðbótar, þ.e. 15 pró- sent á ári. Elna Katrín sagði að dagvinnu- laun annarra háskólamannafélaga heföu stórhækkað með vinnustaða- samningum og aðlögunarsamning- um. Á meðan væra kennarar lokað- ir inni í miðlægum kjarasamningi af því að þeir hefðu ekki farið vinnu- staðasamningaleiðina 1997. Gunnar sagði að samninganefnd ríkisins hefði sagt við framhalds- skólakennara að hún væri tilbúin að breyta launasamsetningunni hjá þeim, þannig að dagvinnuhlutur launa yrði stærri hiuti af heildar- launum þeirra. „Það yrði með því aö breyta því hvemig menn skilgreina greiðslur fyrir ýmis störf innan skólans og þannig að þau störf teljist þá meira hluti af reglubundinni vinnuskyldu en séu ekki talin sér- staklega. Með því móti sé hægt að hækka töluvert dagvinnuhluta laun- anna, en það hefði hins vegar lítil sem engin áhrif á heildarlaun. Ef DV-MYND S Slipphúsló í nýjan búnlng Gamla slipphúsiö (Stálsmiöjan) endurnýjaö og einangraö aö utan. Kristján S. Jóhannsson verktaki ásamt Martin, breskum starfsmanni sinum. við ættum að nálgast þeirra kröfu, þ.e.a.s að dagvinnuhlutur launa þeirra væri kominn i svipað horf og dagvinnuhlutur annarra stéttarfé- laga innan BHM þá þyrfti um það bil 50 prósent af þeirra yfirvinnu að fara inn í dagvinnulaun. Hlutfoliin eru þannig núna að dagvinnuhlutur launa hjá þeim er um 60 prósent af heildarlaunum, en hjá öðrum félög- um innan BHM er dagvinnuhlutur- inn um 75 prósent. Fyrir siðustu Scimninga vora hlutfóllin 65 prósent hjá öðrum BHM-félögum en 63 pró- sent hjá kennuram. Þannig hefur hlutur dagvinnulauna minnkað hjá kennurum meðan hann hefur aukist hjá öðrum. Það er fyrst og fremst vegna þess að öll önnur félög innan BHM völdu að fara aðra leið í síð- ustu samningsgerð þar sem eitt af markmiðunum var að hækka hlut dagvinnulauna í heildarlaununum. Við teljum að kennarar geti ekki borið sig saman við þessi félög, það sé óraunhæfur samanburður.“ Bæði Elna Katrín og Gunnar töldu að þunglega horfði í samninga- málum sem stæði. Gunnar sagði að mikið bæri á milli deiluaðila. Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir ríkisins og Félags framhaldsskólakennara á sinn fund í dag. -JSS Menntskælingar: Teppum gatnamót - verði verkfall langvinnt „Við erum með litla verkfalishópa í menntaskólum úti um allt land og lát- um undirskriftalista ganga sem styðja kröfur kennara um bætt launakjör," segir Steinunn Vala Sigfússdóttir, for- maður Félags framhaldsskólanema, um yfirvofandi verkfall framhalds- skólakennara. Steinunn segir framhaldsskóla- nema ekki styðja allt sem kennaram- ir krefjast heldur sé ætlunin fyrst og fremst að vekja athygli á því hvemig síendurtekin verkföll bitni á nemum. Hún segir harkalegri aðgerðir yfirvof- andi ef verkfall skellur á og varir lengi. „Fari þetta að skemma fyrir okkur heilar annir munum við gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að vekja athygli á hversu stór hópur við erum. í versta falli munum við safnast sam- an við stór gatnamót í borginni og setjast þar með borðin okkar við lær- dóm og loka þannig borginni," segir formaður Félags framhaldsskólanema um hugsanlegt verkfall framhalds- skólakennara. -jtr Tveir rjúpnaleiðangrar, annar frá Akranesi, hinn frá Reykjavík, fastir við Hagavatn: Sex skyttur týndust - annar leiðangurinn var að hjálpa hinum - bílar skyttnanna festust í jökulleir Björgunarsveitarmenn frá Bisk- upstungum, Laugarvatni og Borgar- firði leituðu aðfaranótt sunnudags- ins að samtals sex rjúpnaskyttum sem höfðu verið í tveimur leiðöngr- um - við Skjaldbreið og Bláfells- háls. Skytturnar sex fundust á sama stað, á tveimur bílum, í gljúp- um leirjarðvegi í kolsvartamyrkri við Hagavatn, sunnanvert við Lang- jökul, um klukkan fimm á sunnu- dagsmorguninn. Bílar skyttnanna höfðu þá fest og hvorki GSM-símar né NMT-tæki mannanna höfðu náö sambandi til byggða. Annar leið- angurinn var að hjálpa hinum við að losa bU upp úr leirdrullunni en ekki hafði betur viljað tU en svo að báðir bílamir voru orðnir fastir. Svo ólíklega vildi til að báðir jeppamir era af gerðinni Toyota HUux, árgerð 1991, og eru líka nákvæmlega eins á litinn - ljósbláir. Klukkan rúmlega tíu á laugar- dagskvöldið höfðu aðstandendur tveggja Reykvíkinga samband við lögregluna á Selfossi þar sem þeir höfðu ekki skUað sér á tilsettum tíma úr rjúpnaleiðangri frá Bláfells- hálsi. Fóru björgunarsveitarmenn úr Biskupstungum og Laugarvatni af stað. Þegar þeir vora komnir upp á fiöll kom önnur tilkynning - nú voru aðstandendur fiögurra manna frá Akranesi búnir að hafa sam- band við lögreglu rétt eftir mið- nætti og óska eftir að svipast yrði eftir þeim. Þeir höfðu ætlað tU veiða við Skjaldbreið en voru ekki komnir fram og ekkert frá þeim heyrst. Björgunarmönnum þótti fremur líklegt aö eitthvað hefði komið fyr- ir þar sem báðir leiðangramir vora vel búnir. Annar var meira að segja með NMT-síma. Um klukkan fimm um morgun- inn sáu björgunarsveitarmenn bU- ljós í næturmyrkrinu við Hagavatn. Kom þá í Ijós að þar voru báðir bU- ar rjúpnaleiðangranna tveggja. Ak- umesingamir Qórir höfðu fest sig um miðjan dag á laugardag og menn úr þeirra hópi lögðu síðan fótgangandi af stað tU að sækja að- stoð. Gengu þeir þá fram á Reykvík- ingana sem fóra Skagamönnunum tU aðstoðar. VUdi þá ekki betur tU en svo að hjálparbUlinn festist líka. Björgunarsveitarmenn náðu að losa báða bUana og voru þeir ásamt rjúpnaskyttunum sex komnir tU byggða undir morgun. Samkvæmt upplýsingum Friöriks Sigurjóns- sonar í Björgunarsveitinni Biskups- tungum voru fimm bUar notaðir við leitina um nóttina. -Ótt Annir Kjá lögreglunni Nóttin var erUsöm hjá lögreglunni í Reykjavík. Um 700 manns vora i mið- bænum þegar mest var og þótti það mikið miðað við árstíma. 15 voru teknir fyrir ölvun undir stýri. Þá var nokkuð um líkamsárásir en í fimm tUvikum varð lögregla að sker- ast í leikinn. Þær voru hins vegar minni háttar og meiðslin litil. VIII ekki verkfall Jónina Bjart- marz, formaður Landssamtakanna HeimUi og skóli, segir það óþolandi ef kæmi tU verkfaUs framhaldsskóla- kennara einu sinni enn. Jónína sagði í samtali við Bylgj- una að reynslan sýndi að nemendur fiosnuðu frekar frá námi þegar vinnu- stöðvun kennara ætti sér stað. Fjöltefli kvenna Fjöltefii 40 kvenna var haldið í Ráð- húsi Reykjavíkur í gær á vegum Ólympíusveitar kvenna í skák. Kon- umar sem tefldu voru úr öUum geir- um þjóðfélagsins. Geðveikt stuð í Höllinni! HúsfyUir var á hápunkti Airwaves- hátíðarinnar í LaugardalshöU á laug- ardagskvöld, en þá komu fram hljóm- sveitirnar Thievery Corporation, Flaming Lips og Suede. Mikið stuð var i höUinni þegar hljómsveitin Suede steig á svið. Tónleikarnir fóru vel fram að sögn lögreglunnar. Símaklám í Fljótum Bónda í Fljótum hafa borist simreikn- ingar upp á 900 þús- und krónur samtals, frá Landssímanum og Íslandssíma, aðal- lega fyrir símtöl í klámsímalinur. Dótt- ir bóndans segir reikningana ekki rétta og föður sinn ekki borgunarmann fyrir skuldunum. Stöð 2 sagði frá. Auglýsing á pólsku HjúkrunarheimUið Sólvangur í Hafnarfirði greip tU þess frumlega ráðs að auglýsa á pólsku í atvinnu- auglýsingu. I viðtali viö Stöð 2 sagði Svemn Guðbjartsson, hinn úrræða- góöi forstöðumaður Sólvangs, vöntun á fólki tU starfa og að hann heföi góða reynslu af erlendu starfsfólki og þess vegna hefði verið ákveðið að auglýsa á pólsku. Kæra Landssímann Videoheimar, sem reka svonefnda Bíósjálfsala, hafa kært Landssímann tU Samkeppnisstofnunar fyrir brot á samkeppnislögum. Bíósjálfsalinn samdi við Landssímann um aö senda SMS-skUaboð tU starfsmanna Bíó- sjálfsalans með upplýsingmn um nýt- ingu og tilkynningum um bUanir. Fyrir skemmstu hættu aö berast boð í farsíma eins starfsmannsins sem er með síma frá Tal. Vatnslaus mjöður Frá og með 1. apríl á næsta ári mun ÁTVR ekki selja bjór í versl- unum sínum öðra- vísi en að fram komi á umbúðum að hann innihaldi vatn. VUhjálmur EgUsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslunarinnar, segir þetta út í hött, þar sem ekki sé um virkt efni að ræða. Sumir innflytjendur bjórs hafa þegar brugðist viö og end- urmerkt vörur sínar, en eru óhressir með aukinn kostnað sem af hlýst. Stöð 2 greindi frá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.