Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2000, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2000, Blaðsíða 29
45 MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 2000 I>V Tilvera DV-MYNDIR INGÓ Far þú í dans en gættu hvar þú stígur Haraldur Blöndal séntilmaöur og Guðrún Ögmunds- dótti afmælisbarn. Glæsileg hjón Þorsteinn Húnbogason viöskiptafræöingur og Siv Friöleifsdóttir umhverfisráöherra. Guðrún Ögmunds- dóttir fimmtug Guðrún Ögmundsdóttir alþingismaður hélt upp á hálfrar aldar afmæli sitt í Rúgbrauðsgerðinni á fóstudagskvöldið. Hátt á þriðja hundrað manns var í veislunni, veislugestir skemmtu sér allir vel og voru sammála um að Guðrún ætti að verða fimmtug á hverju ári. Glaóir á góðri stund Óskar Guömundsson blaöamaöur og Össur Skarphéðinsson aiþingismaöur. Víða mátti sjá fólk hópast saman og ræða um heima og geima Þór Þórarinsson, framkvæmdastjóri Svæöisskrifstofu Suöur- lands, Magnúsína Valdimarsdóttir, símabella Aiþingis, og Ólafía Jónsdóttir, ritari Alþingis. Glettni og dulúð Margrét H. Blöndal og Andrea Jónsdóttir mættu til veislu í spariskapinu. DV-MYNDIR EINAR J. Teflt á tvær hættur Sigríöur Dúna Kristmundsdóttir mannfræðingur og Siv Friöleifsdóttir umhverfísráðherra í þungum þönkum. Keppendur boðnir velkomnir til leiks Guðríöur Lilja heilsar keppendum áöur en hún leikur fyrsta leik. Kvennaf j öltefli: Skák og mát Fyrsta kvennafjölteflið sem haldið hef- ur verið hér á landi fórfram í Ráðhús- inu í Reykjavík á sunnudaginn. Ólymp- íusveit kvenna í skák keppti við fjöl- mennan hóp af konum sem standa framarlega í þjóðlífinu. Þar í hópi voru m.a. alþingiskonur, borgarfulltrúar, pró- fessorar, rithöfundar og íþróttakonur. Olympíusveit kvenna í skák Guöríöur Lilja Grétarsdóttir, Harpa Ingólfsdóttir, Áslaug Kristinsdóttir og Aldís Rún Lárusdóttir. Ungir og aldnir... Keppendur voru á öllum aidri og allir höföu gaman af. DV-MYND INGÓ Sara Hlín Hálfdánardóttir, formaður Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Nemendur viröast almennt hafa tekiö nafninu vel og finnst það bæði ögrandi og frumlegt. Geðveikir dagar í Háskóla íslands: Tilgangurinn að vekja fólk til umhugsunar - milli 1500 og 1600 nemar eiga við geðræn vandamál að stríða ** Dagana 23.-26. október næstkom- andi mun Stúdentaráð Háskóla ísland í samstarfi við Námsráðgjöf HÍ og Geðrækt standa fyrir ráðstefnu, sem ber yfirskriftina Geðveikir dagar, í Háskóla íslands. Sara Hlín Hálfdánardóttir, formað- ur Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs, segir að hugmyndin að Geðveikum dögum sé sprottin í framhaldi af Kynjadögum og Hinsegin dögum, sem Stúdentaráð hefur staðið fyrir á und- anfornum árum. „Hugmyndin vakti strax mikla athygli og umræður, menn voru ekki á einu máli um nafn- ið og töldu jafnvel að það myndi móðga eða særa einhverja. En að lok- um var ákveðið að reyna að yfirfæra þá jákvæðu merkingu sem orðið geð- veiki hefur hjá ungu fólki í dag. Nem- endur skólans virðast almennt hafa tekið nafninu vel og finnst það bæði ögrandi og frumlegt. Tilgangurinn var að ögra og um leið að vekja fólk til umhugsunar og ég held að það hafi tekist." Markmiðiö að eyða fordóm- um Að sögn Söru Hlínar er markmið ráðstefnunnar að vekja fólk til um- hugsunar um eigin geðheilsu og ann- ara. „Við viljum með þessu auka um- ræðuna og draga úr fordómum, þetta helst allt í hendur og er liður i því for- varnarstarfi sem Stúdentaráð vill taka þátt í. Nemendur sem eiga við geðræn vandamál að stríða verða að eiga möguleika á að leita sér aðstoöar ef eitthvað bjátar á. Það þekkja það allir sem eru að byrja í háskóla hvað sumum finnst það erfitt og þeir vita ekki hvert þeir eiga að leita til að fá hjálp. Þeir sem sjá um námsráðgjöf í skólanum eru að vissu leyti best í stakk búnir til að takast á við svona vandamál en hafa þvi miður ekki að- stöðu til þess. Flestir háskólanemar þekkja fyrirbæri eins og prófkvíða og þunglyndi. Að mínu mati skiptir miklu máli að fólk geti leitað sér að- stoðar áður en það þarf að fara inn á _- bráðamóttöku geðdeilda eins og* reyndin hefur verið. Ég hef sjálf lent í því að fylgja samnemendum mínum þangað og það er mjög erfitt fyrir alla aðila.“ Alvarlegt mál Talið er að tuttugu og tvö prósent þjóðarinnar þjáist af einhvers konar geðröskun og ef það hlutfall er yfir- fært á nemendur við Háskóla íslands má reikna með að á milli 1500 og 1600 nemar eigi við geðræn vandamál að stríða. „Það ætti því að vera fullkom- lega ljóst hversu alvarlegt mál þetta er. Viðbrögðin hafa líka verið góð, því fólk er að stoppa okkur sem stöndum að ráðstefnunni á göngum og þakka Stúdentaráði fyrir. Við verðum meójB fyrirlestra á hverjum degi, þar sem fjallað er um geðræn vandamál út frá ýmsum sjónarhornum, og í lokin ætl- um við að bjóða stúdentum í leikhús að sjá verðlaunaverkið Háaloft, sem fjallar um sama efni.“ -Kip Aðalfundur Aðalfundur Leigjendasamtakanna verður haldinn laugardaginn 28. október kl. 14 í húsi MÍR að Vatnsstíg 10, Reykjavík. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Gestur fundarins: Ögmundur Jónasson alþm. Stjórnin Risaútsala Rýmum fyrir nýjum vörum Ekta pelsar kr. 95.000 20% afsl. af húsgögnum opa Sigurstjarnan virka daga 11-18, í bláu húsi við Fákafen. laugarð. 11-16 Símj 588 4545. *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.