Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2000, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2000, Blaðsíða 32
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 NISSAN PRIMERA á frábæru verbi Ingvar Helgason hf. FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 2000 Snæfellsnes: 19 ára stúlka beið bana 19 ára stúlka beið bana þegar hún kastaöist út úr bíl og varö undir honum þegar hann valt á Hrauns- múlavegi, afleggjara út frá Ólafsvík- urvegi rétt viö Kaldármela. Lögregl- an rannsakar tildrög slyssins en talið er að bíllinn, sem stúlkan var ein í, hafi rásaö á veginum áður en hann fór út af og valt - sprunginn hjólbaröi er talinn möguleg orsök. Lögreglan segir ólíklegt aö stúlkan hafi verið í bílbelti. -Ótt Nokkrir spörk- uðu í liggjandi mann Lögreglunni var tilkynnt um að maður hefði verið laminn í götuna og síðan hefðu nokkrir menn sparkað í hann liggjandi við Ingólfsstræti aðfara- nótt sunnudags. Árásarmennimir fóru við svo búið upp í bíl og óku á brott. Sá sem fyrir árásinni varð vildi ekki kæra málið til lögreglu. Um svipað leyti og árásin varð í Ing- ólfsstræti varð erlendur maður fyrir kýlingum og spörkum frá karlmanni sem veittist að honum þegar hann var úti á dansgólfi á veitingahúsinu Spotlight. Árásin var kærð til lögreglu en ekki er ljóst hver árásarmaöurinn er. Þriðja líkamsárásin þessa nótt varð þegar ungum manni var ýtt harkalega í steinsteypta stétt við Laugardalshöll- ina. -Ótt DV-MYND KK Suede sveik engan Mögnuö stemning var í Laugardalshöll þegar bresku poppararnir í Suede spiluöu fyrir troöfullum sal. Þetta eru síöustu tónleikar Suede á þessu ári þar til ný plata sveitarinnar kemur út og gafst áheyrendum i höllinni færi á aö hlusta á frumflutning nokkurra laga. Uppselt var á tónleikana. Enn tekist á í Góðtemplarareglunni: Rjúpnaskyttur á Gagnheiði: Tvær skyttur sótt- ar að Hlöðufelli Tvær rjúpnaskyttur hringdu í Neyðarlínuna í gærkvöld og létu vita í gegnum shtrótt GSM-sam- band að þær væru í vand- ræðum sunnan Langjökuls. Mennimir höfðu þá verið nokkrar klukkustundir á gangi eftir að hafa fest bíl sinn við Hagafell. Bill frá björgunarsveitinni Ingunni á Laugar- vatni fór upp að sæluhúsi sunnanvert við Hlöðufell til að sækja þá. Lögregl- an á Selfossi hafði þá náð slitróttu sambandi við mennina tvo eftir hátt í 20 tilraunir og náð að segja þeim að ganga að skálanum og halda þar til þangað til þeir yrðu sóttir. -Ótt Ók á og stakk af Bíl var ekið á tvær stúlkur á mótum Lækjargötu og Bókhlöðustígs um klukkan hálffjögur aðfaranótt sunnu- dagsins. Bílstjórinn stakk af. Önnur stúlknanna kvartaði yfir eymslum í hendi og höfði. Á sama tíma ók öku- maður utan í veggklæðningu i Hval- fjarðargöngmn. Hann tilkynnti sjálfur um ákeyrsluna og var í kjölfarið hand- tekinn þar sem hann var grunaður um ölvunarakstur. -Ótt Oánægðir stofn- uðu nýja stúku „Þetta eru bein mótmæli í fram- haldi af meðferðinni á bókaranum," sagði Hilmar Jónsson, fyrrverandi stórtemplar Góðtemplarareglunnar IOGT á íslandi. Nokkrir stórstúku- menn, með Sigurð Magnússon, fyrr- verandi æðsta templar í farar- broddi, stofnuðu nýja stúku sl. laug- ardagskvöld. Stofhunin er í mót- mælaskyni við starfshætti þeirra er ráða ferðinni í Góðtemplararegl- unni nú. Komið sem fyllti mælinn var uppsögn bókara útgáfustarfsemi reglunnar í haust. Bókarinn hefur ásamt fjölskyldu sinni unniö mikið starf fyrir hreyfinguna um margra ára skeið. Óánægja sem lengi hafði kraumað undir niðri gaus upp í kjölfar uppsagnarinnar. Upphaflega íhugaði hópur manna úrsagnir úr hreyfingunni. Við nánari skoðun þótti árangurs- rikara að stofha nýja stúku innan stórstúkunnar og komast þannig til aukinna áhrifa á stórstúkuþing- um. Bókarinn sagði sig hins vegar úr hreyf- ingunni og um leið af sér fjöl- mörgum trúnað- arstörfum. í næsta mánuði verður haldið stórstúkuþing, þar sem ræddar verða breytingar á ævagömlum reglum Góðtemplarareglunnar. Uppi eru hugmyndir um aö færa starf hreyfingarinnar til nútíma- legra horfs og er litið til norskra og þýskra fyrirmynda. Liðsmenn hinn- ar nýju stúku hyggjast með stofnun- inni hafa meiri áhrif á þinginu held- ur en þeir hefðu ella haft, þar sem þeir fá fulltrúa á þingið. „Á þessu þingi á einnig að leggja fyrir reikninga síðustu tveggja ára, sem ekki hafa enn verið samþykkt- ir,“ sagði Hilmar. „Auk þess aö fá meiri áhrif inn í stórstúkuna ætlum við að beita okk- ur til betrunar fyrir þjóðfélagið,“ sagði Sigurður Magnússon. „Stór- stúkan hefur verið mjög illa sýnileg í þeim efnum undanfarin ár.“ Um 12 manns gengu i nýju stúk- una, sem eftir á að velja nafn, en að sögn Sigurðar á stúkusystkinum eft- ir að fiölga á næstunni, því um 20 manns eru á bak við stofnunina. -JSS Hilmar Jónsson Fyrrverandi stórtemplar. Kaup Odda á Gutenberg: Samkeppnisstofnun vill svör Samkeppnisstofnun hefur nú til um- fiöllunar kaup prentsmiðjunnar Odda á Gutenberg sem gengu í gegn síðasta fimmtudag. Talið er að með kaupunum öðlist Oddi og dótturfyrirtæki um 70-80 pró- senta markaðshlutdeild i prentiðnað- inum hér á landi. Búnaðarbankinn hafði milhgöngu um kaupin en bank- inn keypti fyrir skömmu 90 prósent hlutafiár í Steindórsprenti Gutenberg. Samkeppnisstofnun sendi á fóstudag bréf til Búnaðarbankans og prent- smiðjunnar Gutenberg þar sem beðið var um ítarlegar upplýsingar. „Þetta er liður í því að kanna kaup- Steindórsprent Gutenberg in út frá ákvæði sam- keppnislaga sem varðar samruna fyrirtækja. Við brugðumst strax við enda mega aðeins tveir mánuðir líða frá þvi við fréttum af samruna og þegar til íhlutunar kem- ur. Það var ekki eftir neinu að bíða en það er ekkert gefið um hvort það verði íhlutun," segir Guðmundur Sigurðsson, forstöðumaður sam- keppnissviðs hjá Sam- keppnisstofnun. -jtr Fékk haglaskot i læriö 15 ára stúlka frá Seyðisfirði slas- aðist mjög illa á læri i gær þegar skot hljóp úr byssu tvítugrar rjúpnaskyttu, sem hún var á ferð með ásamt 17 og 19 ára piltum, und- ir Gagnheiði, um kílómetra frá þjóð- veginum á milli Egilsstaða og Seyð- isfiarðar. Tæp klukkustund leið þangað til hjálp barst og var hin slasaða þá orðin mjög köld. Einn piltanna hafði þá hlaupið í svarta- þoku eftir hjálp og villst nokkrum sinnum á leiðinni. Rjúpnaskyttan fékk skotleyfi í ágúst síðastliðnum. Að hans sögn hafði hann einhverra hluta vegna spennt byssuna án þess að hafa gert sér grein fyrir því. Skotið hljóp skyndilega úr byssunni þegar stúlkan stóö aðeins um metra frá. Björgunar- sveitir frá Egilsstöðum og Seyðisfirði voru ræstar út til að sækja stúlkuna. Þurfti að bera hana talsverða leið í sjúkrabíl sem beið á veginum. Ákveð- ið var að flytja stúlkuna á sjúkrahús í Reykjavík þar sem hún gekkst und- ir aðgerð. -Ótt Gæði og glæsileiki smoft (sólbaóstota) Grensásvegi 7, sími 533 3350. txother P-touch 9400 Stóra merkivélin sem 10 leturgerðir margar leturstærðir 16 leturstillincgar prentar í 10 linur borði 6 til 36 mm Rafport þolir álagið Nýbýlavegi 14 Slmi 554 4443 Veffang: www.lf.is/rafport

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.