Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2000, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2000, Blaðsíða 26
MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 2000 I>V -JJ2_______ Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 90 ára___________________________ Astrid V. Skaftfells, ■^Bólstaðarhlíð 45, Reykjavtk. Lukka Ingvarsdóttir, Geitlandi 8, Reykjavík. Geir Sæmundsson, Gullsmára 7, Kópavogi. 80 ára___________________________ Stefan Valdemar Jóhannsson, Hrísalundi 18g, Akureyri. 75 ára___________________________ Gunnar Helgason, Vesturgötu 7, Reykjavík. Systir Renee Lonton, Austurgötu 7, Stykkishólmi. 70 ára___________________________ Jóna Sigríður Tómasdóttir, ’Tjarnarstíg 28, Seltjarnarnesi. Halldór Pétursson, Engihlíð, Breiðdalsvík. Þorleifur Hjaltason, Hólum, Höfn. 60 ára___________________________ Þorleifur Markússon, Efstalundi 2, Garöabæ. Guöný Kjartansdóttir, Bjarkarhlíð 1, Egilsstööum. 50 ára____________________________ Fríður Garðarsdóttir, Funafold 58, Reykjavík. Jón Kristjánsson, Klapparstíg 9, Njarðvík. Ásrún Jóhannesdóttir, Þyrli I, Akranesi. Borghildur Pálsdóttir, ' Miklagarði, Akureyri. Kolbrún S. Þrastardóttir, Strandgötu 3c, Eskifirði. Einar Þór Árnason, Hvolsvegi 15, Hvolsvelli. 40 ára____________________________ Klara Sveinbjörg Guðnadóttir, Bergþórugötu 9, Reykjavík. Sigurjón Reynir Eiríksson, Álftamýri 38; Reykjavík. Guðmunda Óskarsdóttir, Jakaseli 24, Reykjavík. Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Vorsabæ 8, Reykjavík. •t. Hafliöi Halldórsson, Rétturima 35, Reykjavík. Guðrún L. Kristófersdóttir, Bjarkargrund 1, Akranesi. Þórdís Brynja Aðalsteinsdóttir, Helgugötu 11, Borgarnesi. Helgi Páll Pálmason, Aðalstræti 7, Patreksfirði. María Telles Rudge, Lönguhllð 10, Bíldudal. Herdís Jónsdóttir, Raftahlíð 40, Sauöárkróki. Oddný Bára Ólafsdóttir, Foldahrauni 31, Vestmannaeyjum. Persónuleg, alhliöa útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrír Einarsson útfararstjóri Sverrir Oisen Baldur Fredríksen útfararstjóri útfararstjóri m Utfararstofa Islands Suöurhliö35 • Sfmi 581 3300 allan solarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ Svava Jónatansdóttir, Skeljagranda 1, Reykjavík, lést á Landspltalanum, Vífils- stööum, þriðjud. 17.10. Ólafur Helgi Auðunsson frá Dalseli, Háaleitisbraut 43, lést á Landspítala, Landakoti, að morgni föstud. 20.10. Ólöf Sigvaldadóttir frá Borgarnesi, til heimilis á Hrafnistu I Hafnarfirði, andað- ist á St. Jósefsspítala fimmtud. 19.10. .Fanney S. Gísladóttir frá Grímsstöðum, Reyðarfiröi, áöur Túngötu 32, Reykjavlk, lést á Landspítala, Landakoti, miðvikud. 18.10. Sigurður Emil Steingrímsson lést á Landspítalanum, Fossvogi, fimmtud. 19.10. Ólafur Guðnason tæknifræðingur frá Guðnastöðum, Fannafold 209, lést á Landspítalanum Fossvogi fimmtud. #»19.10. Fólk í fréttum Jón Bragi Bjarnason prófessor í lífefnafræði Jón Bragi Bjamason, prófessor í lífefnafræði við HÍ og forstjóri En- símtækni ehf., Skildinganesi 29, Reykjavík, hélt því fram í athyglis- verðu helgarviðtali við DV að syk- ur, sér í lagi hreinn, hvítur sykur, sé háskalegt eiturefni og fíkniefni og miklu alvarlegri orsakavaldur fítustjúkdóma en fitan sjálf. Starfsferill Jón Bragi fæddist i Reykjavík 15.8.1948 og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1969, BS-prófi í efnafræði við HÍ 1973 og prófum í framhaldsnámi í lífefnafræði við ríkisháskólann í Colorado í Banda- ríkjunum 1977. Jón Bragi var skipaður lektor í lífefnafræði í efnafræðiskor Raun- vísindadeildar Hl 1978, várð dósent í sömu grein 1979 og prófessor 1985. Hann er gistiprófessor við Virgínu- háskóla frá 1982 í Bandaríkjunum og var forstöðumaður Raunvísinda- stofnunar HÍ 1987-91. Jón Bragi stofnaði, ásamt fleirum, fyrirtækið Ensímtækni 1996 og hefur verið for- stjóri þess frá 1997. Jón Bragi var formaður Félags háskólakennara 1984-86, sat í Há- skólaráði 1986-87. Hann hefur setið í nefndum varðandi líftækniþróun hér á landi fyrir HÍ, Rannsóknaráð ríkisins og ráðuneyti, var varaþing- maður Reykvíkinga 1987-91 og situr í stjórn fyrirtækjanna Norðuríss hf. og Norðurs ehf. Fjölskylda Jón Bragi var kvæntur Guðrúnu Stefánsdóttur, f. 17.8. 1952, kennara. Þau skildu. Hún er dóttir Stefáns Helgasonar, útgerðarstjóra í Vest- mannaeyjum og síðar ökukennara og bifreiðaeftirlitsmanns, og Sigríð- ar Ingibjargar Bjarnadóttur hús- móður. Börn Jóns Braga og Guðrúnar eru Sigurrós, f. 22.11.1972, nemi, gift Kára Árnasyni nema og er sonur þeirra Darri, f. 1998; Sigríður Dröfn, f. 26.4. 1976, nemi, gift Andrési Þór Gunnlaugssyni nema og er dóttir þeirra Þórdís Dröfn, f. 1997; Bjami Bragi, f. 18.6. 1991, nemi. Bjarni Bragi kvæntist 11.11. 1995 dr. Ágústu Guðmundsdóttur, f. 2.7. 1945, prófessor. Hún er dóttir Guð- mundar Ágústssonar, bakarameist- ara og skákmeistara í Reykjavík, sem er látinn, og k.h., Þuríðar Þór- arinsdóttur húsmóður. Systkini Jóns Braga eru Ólöf Erla, f. 20.5. 1954, leirkerasmiður í Reykjavík og kennari við Listahá- skólann, gift Sigurði Axel Bene- diktssyni og eru börn þeirra Bene- dikt Bragi og Kristín Erla; Guð- mundur Jens, f. 4.9. 1955, lyfjafræð- ingur í Reykjavík og eru hans börn Steinar Bragi og Rósa. Foreldrar Jóns Braga eru Bjarni Bragi Jónsson, f. 8.7. 1928, fyrrv. að- stoðarseðlabankastjóri, og k.h., Rósa Guðmundsdóttir, f. 25.3. 1930, húsmóðir. Ætt Bjami Bragi er sonur Jóns, sýslu- manns í Stykkishólmi, bróður, Jón- atans hæstaréttardómara, föður Halldórs, fyrrv. forstjóra Lands- virkjunar. Annar bróðir Jóns var Einvarður, faðir Hallvarðs, fyrrv. ríkissaksóknara. Jón var sonur Hallvarðs, b. í Hítarnesi, Einvarðs- sonar og Sigríðar Jónsdóttir, b. í Skiphyl, Jónssonar. Móðir Bjama Braga var Ólöf Bjamadóttir, læknis á Breiðaból- stað á Síðu, bróður Jóns yfirdóm- Jón Bragi Bjarnason, prófessor í lífefnafræöi viö Hl Kenningarnar um skaösemi sykurneyslu hafa mikiö verið ræddar í Bandaríkj- unum á síöustu árum þó þeim hafi ekki veriö haldið á lofti hér á landi. ara, afa Jóhannesar Nordal, fóður Beru listfræðings. Bjami var sonur Jens, rektors Lærða skólans, bróður Jóns forseta. Jens var sonur Sigurð- ar, pr. á Hrafnseyri, bróður Einars, borgara í Reykjavík, langafa Nikk- ólínu, móður Guðna Guðmundsson- ar, fyrrv. rektors MR. Móðir Bjarna var Ólöf Björnsdóttir, yfirkennara og stærðfræðings, Gunnlaugssonar. Móðir Ólafar var Sigríður Jónsdótt- ir, b. á Stóru-Borg undir Eyjafjöll- um, Jónssonar. Bróðir Rósu er Gunnar Guð- mundsson, eigandi þungaflutninga- fyrirtækisins GG. Rósa er dóttir Guðmundar, verkstjóra og kaupmanns við Lindargötuna í Reykjavík, Matthíassonar, sjó- manns í Reykjavík, Péturssonar. Móðir Guðmundar var Guðrún Sig- urðardóttir frá Háleggsstöðum. Móðir Rósu var Sigurrós Þor- steinsdóttur, b. á Homi, Þorsteins- sonar, bróður Katrínar, ömmu Lúð- víks Jósepssonar ráðherra. Móðir Sigurrósar var Halldóra, systir Stef- áns, afa Stefáns Jónssonar, rithöf- undar og alþm., föður Kára, for- stjóra íslenskrar erfðagreiningar. Sjötug Pórdís Kristinsdóttir húsmóðir og skrifstofumaður Þórdís Kristinsdóttir, húsmóðir og skrifstofumaður, Vallabraut 3, Hafnarfirði, er sjötug í dag. Starfsferill Þórdís fæddist í Hafnarfirði og ólst þar upp. Hún lauk gagnfræða- prófi frá Flensborg 1946 og síðar stúdentsprófi þaðan 1992. Auk heimilisstarfa hefur Þórdís unnið við bókhald hjá heildverslun Ólafs Gíslasonar & Co og á bæjar- skrifstofu Hafnarfjarðar í tæp þrjá- tíu ár. Fjölskylda Þórdls giftist 24.12. 1948 Benedikt Sveinssyni, f. 23.3. 1926, sem rekur innrömmunina Gallerí Jörö. Hann er sonur Sveins Benediktssonar, f. 28.1. 1881, d. 16.4. 1962, útvegsbónda frá Borgareyri í Mjóafirði, og k.h„ Steinunnar Þorsteinsdóttur, f. 21.6. 1892, d. 25.10. 1969, húsmóður. Böm Þórdísar og Benedikts eru Kristinn Helgi, f. 4.10. 1948, verk- stjóri hjá Odda á Patreksfirði, en sambýliskona hans er Elena Bour- mistrova, f. 15.12. 1960, og er dóttir hennar Ksenia en böm Kristins frá fyrra hjónabandi em Hildur Sigrún, Jóel og Rakel; Stein- imn Maria, f. 23.4. 1952, deildarstjóri hjá Sparisjóði Hafnar- fjarðar, gift Sverri Bergmann Frið- bjömssyni, f. 21.4. 1951, póstútibús- stjóra og er dóttir þeirra Þórdís en sonur Sverris er Þórhallur; Svava Björk, f. 25.1. 1957, starfsmaður hjá Flugleiðum, gift Gesti Kristjáns- syni, f. 15.5. 1952, fararstjóra og starfsmanni hjá Olíudreifingu og er dóttir hennar frá fyrra hjónabandi Lisa Ragnoli en böm Gests frá fyrra hjónabandi eru Anna Dóra og ívar. Systkini Þórdísar: Magnús, f. 18.2. 1917, d. 14.3. 1991; Bertha Helga, f. 29.2. 1929, d. 23.3. 1997; Kristjana Ósk, f. 3.6. 1921, húsmóðir á Raufar- höfh; Gísli Sigurður Bergmann, f. 27.8. 1922, málarameistari í Hafnar- firði; Sigurbjöm Óskar, f. 5.3. 1924, listmálari í Garðabæ; Albert Júlíus, f. 4.6. 1926, fyrrv. verkstjóri í Hafn- arfirði. Foreldrar Þórdísar: Kristinn Jóel Magnússon, f. 25.2. 1893, d. 28.12. 1983, málarameistari í Hafnarfirði, og k.h., María Albertsdóttir, f. 9.11. 1893, d. 28.5. 1979, húsmóðir. Fertug Ingibjörg Jónsdóttir hárskerameistari og húsmóðir í Mosfellsbæ Ingibjörg Jónsdóttir, hárskerameistari og hús- móðir, Reykjabyggð 16, Mosfellsbæ, er fertug í dag. Starfsferill Ingibjörg fæddist á Akureyri og ólst þar upp og á Selfossi. Hún lauk gagnfræðaprófi á Selfossi, stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík og Verkmenntaskólann á Akranesi, lærði hárskeraiðn á Hár- snyrtistofu Mosfellsbæjar og við Hársport Díönu. Ingibjörg keypti hársnyrtistofu 1985 og hefur starfrækt hana síðan undir heitinu Hársnyrtistofan Pílus, fyrst í Hengilhúsinu við Há- holt en síðan í Kjama í Mosfellsbæ. Ingibjörg og eiginmaður hennar hafa verið búsett í Mosfellsbæ frá 1986. Fjölskylda Ingibjörg giftist 10.10. 1987 Ragn- ari Aðalsteinssyni, f. 6.12. 1960, vél- virkjameistara. Hann er sonur Að- alsteins Finns Ömólfssonar, f. 12.1. 1927, fyrrv. yfirvélstjóra hjá Skipa- útgerð ríkisins og síðar húsvarðar, búsettur í Kópavogi, og k.h., Elínar Eiríksdóttur, f. 10.9. 1927, húsmóður. Dætur Ingibjargar og Ragnars eru Ragnheiður Gyða Ragnarsdóttir, f. 15.3. 1988; Katrín Rós Ragnarsdóttir, f. 1.8. 1989. Hálfbróðir Ingibjargar, sammæðra, er Björn Hansen, f. 30.12. 1956, verkstjóri og bóndi á Sjávarborg við Sauðárkrók, en kona hans er Edda Haraldsdóttir. Alsystkini Ingibjargar eru Sigrún Jónsdóttir, f. 10.9. 1969, verslunar- maður á Selfossi; Ágúst Þór Jóns- son, f. 30.4.1973, mjólkurtæknifræð- ingur á Selfossi, en unnusta hans er Hulda Stefánsdóttir; Örvar Þór Jónsson, f. 14.9. 1975, starfsmaður hjá Heklu hf„ búsettur í Kópavogi. Foreldrar Ingibjargar eru Jón Ágústsson, f. 7.7. 1936, húsasmiður og jámsmiður á Selfossi, og Gyða Huld Bjömsdóttir, f. 13.4. 1937, hús- móðir. Ingibjörg og Ragnar munu halda upp á fertugsafmæli þeirra beggja í nóvember. Merkir Islendíngar Kristmann Guðmundsson rithöfundur fæddist á Þverfelli í Lundarreykjadal í Borgarfirði 23. október 1901. Hann var sonur Guðmundar Jónssonar skipstjóra, sem bjó á Helgastöðum í Reykjavík, og Sigríðar Bjömsdóttur. Kristmann stundaði nám við Sam- vinnuskólann í Reykjavík, var við nám í Voss, Lofthus og Ámes í Noregi og sótti tungumálanámskeið í Ósló, Vínarborg, London og Kaupmanna- höfn. Kristmann fór til Noregs 1924 og var þar búsettur til 1939 en var auk þess i Danmörku og Vínarborg. Hann skrifaði fjölda skáldsagna á norsku, s.s. ættar- og ást- arsögumar Livets morgen, 1929, Den blá kyst, Kristmann Guðmundsson 1931, og Gudinden og oksen, 1938, sem allar voru þýddar á íslensku, (Morgun lífsins, 1932, Ströndin blá, 1940, og Gyöjan og ux- inn, 1954.) Á íslensku samdi hann m.a. skáldsögumar Félaga konu, 1947, og Þokuna rauðu, 1950, auk smásagna, leikrita og endurminninga, s.s. Isold hina svörtu. Eftir að Kristmann kom aftur til ís- lands bjó hann lengi í Hveragerði og síðan í Reykjavík. Kristmanni var ást- in mjög hugleikin. Hann naut tölu- verðra vinsælda en var engu að síður mjög umdeildur höfundur og að margra dómi reyfarakenndur. Steinn Steinarr skrifaði t.d. afar óvæginn dóm um Félaga konu. Kristmann lést 1983. Jarðarfarir Sesselja Davíðsdóttir, Álfalandi 5, veröur jarðsungin frá Bústaðakirkju mánud. 23.10. kl. 10.30. Böðvar Jóhann Guðmundsson frá Þingeyri verður jarðsunginn frá Frikirkjunni 5 Hafnarfirði mánud. 23.10. kl. 13.30. Smáauglýsingar DV 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.