Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2000, Blaðsíða 28
J4______ Tilvera MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 2000 E>V Klassík ■ ART2000 Alþjóðleg raf- og tólvutónlistarhátíó k í fyrsta skipti á fslandi í Salnum í Kópavogl. Sveitin ■ LANGAFI PRAKKARI Á SNÆFELLSNESI Möguleikhúsift sýnir barnaleikritiö Langafi prakk- ari á Snæfellsnesi dagana 23.-25. október. Sýn- ingar verða í grunnskóla Hellissands mánud. kl. 10.00 og í safnaðarheimilinu á Ólafsvík kl. 14.00, þriðjudaginn 24. okt. á Grundarfirði kl. 10.30 og 13.30 og í kirkjunni í Stykkishólmi kl. 17.00. Almennt miðaverð á þá sýningu er kr. 1.000. Leikferðinni lýkur í Búðardal með sýningu í Dalabúð kl. 10.00 miövikudaginn 25. okt. Leikhús ■ LANGAFl PRAKKARI Möguleikhúsið (viö Hlemm) sýnir Langafa prakkara eftir Slgrúnu Eldjárn í dag kl. 10.00. Uppselt. .■ LANGAFl PRAKKARI Mögulelkhúsið (við “^HIemm) sýnir Langafa prakkara eftir Slgrúnu Eldjárn í dag kl. 14.00. Uppselt. Sýningar ■ LANGAFl PRAKKARI Möguleikhúsiö (við Hlemm) sýnir Langafa prakkara eftir Sigrúnu Eldjárn í dag kl. 10.00. Uppselt. Sjá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísi.is listaklúbbi Þjódleikhús- kjallarans í kvöld verður ljóða- og djass- veisla í Listaklúbbi Leikhús- kjallarans. Dagskráin er liður í upplestrardagskrá Máls og menningar, Forlagsins og Vöku- Helgafells: Ljáðu þeim eyra. Fjölmörg þjóðkunn ljóðskáld og * ljóðaþýðendur lesa upp úr verk- um sínum og Tómas R. Einars- son og félagar leika ljúfan djass af diskinum Undir 4 sem kemur út í haust hjá Máli og menningu. Dagskráin hefst kl. 20.30 og er aðgangur ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Popp ■ ART 2000 Á GAUKNUM Art 2000-raftónlist- arhátíðin er haldin á Gauki á Stöng sunnu- dags-, mánudags- og þriöjudagskvöld. Dagskrá- in er á www.gaukurinn.is. Smáauglýsingar I Þjónustu- auglýsingar ►1 550 5000 DV-MYND PJETUR Guðrún Ingimarsdóttir sópransöngkona .Alltaf er skemmtilegast að syngja heima þó að hér sé ekki grundvöllur til að lifa á óperusöng. Orðsporið er dýrmætast Guðrún Ingimarsdóttir sópransöng- kom drepur niöur fœti á heimaland- inu þessa dagana og heldur tónleika í Listasafni tslands annaö kvöld kl. 20 ásamt ungverska flautuleikaranum Al- exander Auer og Steinunni Birnu Ragnarsdóttur píanóleikara. „Ég hélt debuttónleikana mím í Hafnarborg í Hafnarfirði fyrir tveimur árum, “ segir hún, „og nú langaöi mig aö syngja í Reykjavík. Helst í miöbœnum. Þess vegna reyndi ég ekki aö fá Salinn eins og flestir gera. Hann er í Kópavogi!" Á efnisskránni eru verk sérstaklega valin fyrir þau þrjú, fyrir flautu, sópranrödd og píanó. í ár er Bach-ár, eins og allir vita, og Guðrún segist hafa sungið mikinn Bach það sem af er. „I Þýskalandi þar sem ég bý er Bach í hveiju homi og hvert sem aug- að lítur. Hann er ekki mikið sunginn hér af einsöngvurum en ég ætla að syngja tvær aríur úr veraldlegum kan- tötum eftir hann. Önnur er frá þvl skeiði þegar hann var að fikta við ítalska kammertónlist, hin heitir Kaffikantatan og er mjög skemmtileg. Á dögum Bachs þótti kaffidrykkja mikill löstur á kvenfólki og kaflíhús Bíógagnrýni voru eingöngu opin karlmönnum. Kafflkantatan tjallar um unga stúlku sem er alveg brjáluð í kaífi og fóður hennar sem reynir að venja hana af ósiðnum. „Þú giftist aldrei ef þú hætt- ir ekki að drekka kaffi,“ segir hann og að lokum sér hún að sér! En ég syng aríuna þar sem hún dásamar kaffið," segir Guðrún og skemmtir sér vel við tilhugsunina. Eftir Hándel syngur hún eitt af síð- ustu verkunum sem hann samdi á sinu móðurmáli áður en hann fluttist til Englands. Þá leikur Alexander Auer verk eftir Carl Philipp Emanuel Bach-sorr,- Guðrún syngur ný lög Atla Heimis úr Sjálfstæðu fólki, einnig lög eftir Jón Ásgeirsson og fleiri og þau enda á franskri rómantík, verkum eft- ir Saint-Saéns, Delibes og Adolf Adam. Á ferð og flugi Árið hefur verið annasamt hjá Guð- rúnu. Hún söng í Leðurblökunni fram- an af ári auk þess sem hún ferðaðist víða um Þýskaland með hljómsveit frá Wiesbaden og söng létt óperettulög. „Þetta eru kallaðir nýárstónleikar og þaö er mikið stuð á þeim,“ segir hún. í vor fór hún sem eini einsöngvarinn með hljómsveit í tónleikaferð til Italíu með Vínarklasslk og kirkjutónlist, og í sumar söng hún í frönsku gamanóper- unni Nautabaninn eftir Adolf Adam í eldgömlu óperuhúsi í litlum bæ í Suð- ur-Þýskalandi. „íbúunum þar fannst vanta leikhús einhvern tíma á 18. öld- inni og breyttu þá stórri hlöðu í leik- hús!“ segir hún. „Þar hefur Súd- Deutsche Kammeroper aðsetur sitt og ég söng með þeim. Það er afar gaman að vinna þar, húsið er svo fallegt og vel við haldið." Guðrún býr í Stuttgart og gerir út þaðan. Hún fær nógu mikið að gera til að lifa af list sinni og segist raunar hafa talsvert meira upp úr sér sem lausamaður en fastir söngvarar við óp- eruhús hafa. Á annasömum janúar- mánuði getur hún haft laun sem sam- svara sex mánaða fóstu kaupi í óperu- húsi. „En þetta er mikill slagur, meiri slagur en flestir vilja viðurkenna," segir hún. Hún er með nokkra um- boðsmenn en segir að meira máli skipti það sem einn segir við annan eftir tónleika. Orðsporið er dýrmæt- ast. „Einhver heyrir mann syngja og býður manni að vinna með sér. Þannig koma bestu verkefnin því um- boðsmannakerfið virkar ekkert vel lengur í Þýskalandi. Þeir taka alltof marga söngvara að sér og geta ekki sinnt öllum almennilega." Heima er best Aðspurð sagðist Guðrún lítið hafa fylgst með þróuninni í óperuflutningi hér heima og ekki séð neinar söngprufur auglýstar á vegum ís- lensku óperunnar. „En vissulega væri gaman að syngja þar því alltaf er skemmtilegast að syngja heima þó að hér sé ekki grandvöllur til að lifa á óp- erusöng." - Þú hélst tónleika í Reykholti í Borgarfirði á sunnudagskvöldið. Hvers vegna syngurðu þar? „Það er mín heimabyggð," segir hún og brosir fallega. „Ég er alin upp á Hvanneyri og vfl endilega syngja fyr- ir sveitunga mína. Mér finnst mikil- vægt að þeir geti fylgst með mér - þeir sem hafa áhuga á því - og ef marka má aðsóknina að síðustu tónleikum mín- um þar, á Reykholtshátíðinni sumarið 1999, þá hafa margir áhuga. Það er mjög gaman að koma þang- að.“ Bíóhöllín/Háskólabíó - Kjúklingaflóttinn: -ár ★ ★ Flóttinn mikli Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Það sem gerir teiknimyndir góðar er það sama og gerir aðrar kvikmynd- ir góðar, gott handrit, góð myndræn útfærsla og góður leikur. Slík mynd er Kjúklingaflóttinn (Chicken Run), sem ber nokkurn ferskleika með sér í flóra teiknimynda þar sem vel hefur heppn- ast að blanda saman brúðum og teiknimyndum. Segja má að í henni er farið inn á brautir sem ekki hefur tíðkast áður, enda era það Bretar sem gera myndina þótt fjármagnið komi frá Bandaríkjunum. Þegar miðað er við nýjar teikni- myndir á borð við Toy Story 2 og Titan þá er Kjúklingaflóttinn gamal- dags mynd. Byggir ekki eins mikið á tölvutækninni og fyrmefndar myndir heldur er það mannshöndin sem ræð- ur ferðinni. Sagan er einstaklega skemmtileg og má alveg líkja henni við þekktar flóttamyndir á borð við Flóttann mikla. Við fáum i upphafi innsýn í líf hænsna sem búa á hænsnabúgarði sem stjómað er af hinni illræmdu frú Tweedy. Hænsnabúgarður þessi er að sjálfsögðu ekkert annað en fangelsi og það af verri gerðinni því ef hænumar standa sig ekki og verpa reglulega þá era þær færðar á höggstokkinn. Aðal- persónan, Ginger, vill flótta og kemst ekkert annaö að í huga hennar. Hagur kjúklinganna vænkast, að því er þær halda, þegar hinn „fljúgandi" Rocky birtist eins og himnasending og lofar að kenna þeim að fljúga. Aumingja hænurnar vita það ekki að Rocky kann ekki frekar en þær að fljúga. Hann er sirkuskjúklingur og hafði verið skotið úr byssu. Á meðan hefur frú Tweedy komist að þeirri niður- stöðu að kjúklingabökur er lausnin fyrir hana og nú eru góð ráð dýr og ekki eftir neimu að bíða. Húmorinn í Kjúklingaflóttanum er einstaklega frumlegur og góður auk þess sem figúrumar eru vel heppnað- ar og raddir eins og best verður á kos- ið. Ekki er verra að myndin fær viss- an raunsæistón strax í byrjun þegar einn kjúklingurinn verður kvöldverð- ur. Hinar hænurnar heyra axarhljóð og viö sjáum leyfar á kvöldverðar- borðinu. Samkvæmt teiknimyndafor- múlunni hefði kjúklingurinn átt að sleppa á síðustu stundu en þetta atriði gerir það að verkum að við skynjum að um líf og dauða er að teíla hjá hæn- unum þótt allt sé á léttum nótum. Kjúklingaflóttinn er góð skemmtun fyrir unga sem aldna og upplagt fyrir fjölskylduna að fara saman í bíó. Leikstjórar og handritshöfundar: Peter Lord og Nick Park. Tal, ensk útgáfa: Mel Gibson, Juliu Sawalha, Jane Horrocks, Mirinda Richardson og Timothy Spall. ís- lensk útgáfa: Hilmir Snær Guðnason, Inga María Valdimarsdóttir, Brynhildur Guöjónsdóttir, Harald G. Haraldsson og Laddi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.