Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2000, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 2000 DV Fréttir Kvíaeldið í Mjóafirði: Mikið óheillaspor fyrir laxveiðina - segir Orri Vigfússon. Of miklu til fórnað, segir formaður Veiðifélags Selár Enginn undirbúningur hefur fariö fram á stórum laxeldiskvíum viö strendur íslands Núverandi reglugerð um flutning og sleppingu laxfíska er óheillasmíð, sem var hraðaö í gegn án þess aö samtök veiðiréttareigenda og stangveiðimanna fengju hana til eðlilegrar umsagnar. Þrátt fyrir að veiðiréttareig- endur í Vopna- firði og víðar um Austfirði, þar sem veiðiárnar Hofsá, Selá og Vesturdalsá eru, hafi viljað mat á umhverfisáhrif- um, var því hafn- að af umhverfls- ráðherra, Siv Friðleifsdóttur. En á svæðinu eru líka Ormsá, Sandá, Hölkná, Hafralónsá, Svalbarðsá, Vesturdalsá og Breiðdalsá svo af nógu er að taka hvað varðar góðar veiðiár. Veiðifélag Hafíjarðarár í Hnappadal hefur lika kært þetta mál, svo áhyggjur eru ekki bara á Austfjörðum. En allt bendir því til þess að sjókvía- eldi verði leyft i Mjóafirði, en ekkert sjókvía- eldi er svo ör- uggt að ekki sleppi úr því fiskur. Selá í Vopnafirði var i þriöja sæti yfir fengsælustu lax- veiðiámar, með 1360 laxa í sumar sem leið, og í Hofsá hafa veitt margir frægir kapp- ar eins og Karl Bretaprins til margra ára. „Þetta er mikið óheillaspor fyrir laxveiðina, en á Austurlandi eru mjög góðar veiðiár með villta laxa- stofna sem eiga undir högg að sækja. Þetta vita allir sem hafa fylgst með villtum laxastofnum und- anfarin ár. En miklum fjármunum hefur verið varið í að vemda og auðga þessa mikilvægu auðlind," sagði Orri Vigfússon um helgina og hann bætti við: „Þetta þýðir mikið áfall fyrir laxveiðiámar og þá sér- staklega i Vopnafirði og jafnvel víð- ar á Austurlandi, því þar em marg- ar fengsælar veiðiár. Það vita allir að laxar sleppa úr kviunum, þó tal- að sé um að þær séu ömggar. 24% af laxinum sem veiðist í Noregi er fiskur sem hefur sloppið úr kvíum. Það segir heilmikið um málið,“ sagði Orri enn fremur. „Okkur héma við Selá í Vopna- firði finnst þessi ákvörðun ein- kennileg, svo ekki sé meira sagt, og allt of miklu fómað. Við erum hérna með perlur sem laxveiðiámar eru og auðvitað eiga laxar eftir að sleppa úr þessum kvíum, það vita allir,“ sagði Emil Sigurjónsson í Ytri-Hlíð i Vopnafirði í gær. „Það liggur ekkert á, auðvitað á þetta að fara í umhverfismat, við erum héma með þrjár góðar lax- veiðiár í Vopnafirði og 38 býli sem hafa tekjur af þeim. Um landið eru 1800 lögbýli sem hafa mörg hver góðar tekjur af laxveiðinni, alltof miklu er fómað. Selá var í öðru sæti yfir náttúrulegu laxveiðiámar í sumar og það má ekki mikið út af bera til að slys verði,“ sagði Emil, enda margir haft sam- band við hann um helgina og lýst áhyggjum sínum af málinu. „Þetta er skað- legt fyrir ímynd íslenska laxins, veiðiréttareigendur og stangveiðimenn. Villti laxastofn- inn í Atlantshafinu er lítill og við- kvæmur," sagði Þorsteinn Þor- steinsson á Skálpastöðum í Lundar- reykjadal, formaður Veiðifélags Grímsár. En hann er einn helsti talsmaður náttúrulega laxins í ís- lenskum veiðiám. Enginn undibúningur hefur farið fram á stórum laxeldiskvíum við strendur íslands. Núverandi reglu- gerð um flutning og sleppingu lax- fiska er óheillasmíð, sem var hrað- að í gegn án þess að samtök veiði- réttareigenda og stangveiðimanna fengju hana til eðlilegrar umsagn- ar,“ sagði Þorsteinn í lokin. „Við erum ánægð með að þetta þarf ekki að fara í umhverfismat, ég reikna með aö ef allt gengur upp munum við byrja vorið 2002 á fuflu,“ sagði Guðmundur Valur Stef- ánsson, talsmaður AGVA, hópsins sem ætlar að byrja með sjókvíaeldið í Mjóafirði, í samtali í gær. „Við ætlum að reyna að fá hrogn núna í haust og ég er ekkert hræddur um að laxinn sleppi hjá okkur, veiði- réttareigendur þurfa ekkert að ótt- ast. Við verðum með góðan búnað og í Noregi fækkar þeim löxum sem sleppa úr kvium,“ sagði Guðmund- ur Valur enn fremur. DV-MYND ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON Sauöárkrókur, góöan dag! Þaöan er nemendum í Reykjavík kennt um fjarfundabúnað. Fjarkennsla: Sauðkrækingar kenna í Reykjavík DV, SAUDÁRKRÓKI: Tveir starfsmenn Þróunarsviðs Byggðastofnunar á Sauðárkróki taka nú þátt í tilraunaverkefni með Há- skóla íslands sem felst í því að kenna í gegnum fjarfundabúnað frá Sauðár- króki til Reykjavíkur og fjögurra ann- arra staða á landinu. Nokkuð er um að íbúar á lands- byggðinni stundi fjamám en lítið gert af því að kenna frá landsbyggðinni til Reykjavíkur. Með þessu tilraunverk- efni er hlutunum snúið við. Þau Áskell Heiðar Ásgeirsson og Ingunn Helga Bjamadóttir kenna, ásamt ein- um kennara á ísafirði og einum í Reykjavík, námskeið í byggðalanda- fræði við Háskóla íslands í gegnum fjarfundabúnað til nemenda í Reykja- vík, á Egilsstöðum, á Akranesi, á Sel- fossi og í Snæfellsbæ. -ÞÁ Keilan gekk ekki: Verktakarnir taka keilusal upp í skuld DV, REYKJANESBÆ: Svo kann að fara að enginn keilusal- ur verði lengur í Keflavík en rekstur salarins hefúr ekki gengið sem skyldi undanfarin ár. Keflavíkurverktakar hafa, samkvæmt heimildum DV, tekið húsnæði Keilusports, Hafnargötu 90, og keilubrautimar sex upp í skuld. Þrátt fyrir þetta skuldar fþróttabanda- lag Reykjanesbæjar, sem mun vera ábyrgt fyrir rekstrinum, um 600 þús- und krónur. Reykjanesbær lagði fram eina mifljón króna og aflar lottótekjur ÍBR fóm í reksturinn á þessu ári sam- kvæmt heimildum DV. Á fundi bæjar- ráðs Reykjanesbæjar á fimmtudag var tekið fyrir erindi íþróttabandalags Reykjanesbæjar varðandi Keilusport. Kristmundur Ásmundsson lagði frarn tillögu um að bæjarráð samþykkti að leggja fram á árinu 2001 eina mifljón króna í rekstur keiluaðstöðunnar með fyrirvara um að samkomulag næðist miili bæjaryfirvalda og ÍBR um rekstr- arform salarins. Þessi tfllaga Krist- mundar var felld með 3 atkvæðum meirihlutans gegn 2 atkvæðum minni- hlutans. -DVÓ . V;. Innlent fréttaljós Gunnar Bender blaðamaður Rigning austan til Noröaustlæg átt, 8-13 m/s og rigning austan til, smáskúrir norðvestan til en skýjaö með köflum suðvestanlands í nótt. Hægari N- og NA-átt annars staðar. Hiti yfirleitt á bilinu 3 til 8 stig. Sóíargangur og ejávarfí*!! Sólariag í kvöld REtKJAVIK 17.40 AKUREYRI 17.31 Sólarupprás á morgun 08.46 08.37 Síödegisflóö 15.33 20.06 Árdegisflóö á morgun 04.12 08.45 Skýringar á vdöurtáknum iJ^VtNOATT 10V-HITI <1AO -10! ViNDSTYRKUR HEHJSKiRT Imstrumasckimlu -SLKUSI 3D £> O LÉTTSKÝJAD HÁLf- SKÝJAB ALSKÝJAÐ SKÝJAD RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA ir ÉUAGANGUR ÞRUMU- SKAF- VEÐUR RENNINGUR VeOrlð á morgiJH Rigning sunnan til Gert er ráð fýrir austan 10-15 m/s og rigningu sunnan til en hægari austanátt og skýjuðu með köflum noröan til. Hiti verður á bilinu 4 til 8 stig. MiStiMtuiisajjj Vindur: /■> 5-8 m/s Hiti o° tii Rituniuíiad* Vindur: 5-8 m/'. Hiti o° til 4)° Vindur: /f~' 5-8 m/s, Hiti Q° til .Q ' Gert er ráð fyrlr NA 5-8 m/s og skúrum. Hltl veröur á blllnu 2 tll 6 stlg, mlldast sunnan tll. Fremur hæg vestlæg eöa breytlleg átt og léttskýjaö á Austurlandl en stöku skúrlr norðan og vestan tll. Hltl 3 tll 7 stig. Búlst er vlö austan- og noröaustanátt, vætusömu, en mlldu veöri síðustu tvo daga vikunnar. AKUREYRI BERGSSTAÐIR BOLUNGARVÍK léttskýjaö léttskýjaö léttskýjaö 0 0 3 1 7 EGILSSTAÐIR KIRKJUBÆJARKL. skúrir KEFLAVÍK skýjaö 7 RAUFARHÖFN skýjaö 3 REYKJAVÍK skýjaö 7 STÓRHÖFÐI úrkoma 7 BERGEN hálfskýjað 10 HELSINKI rigning 10 KAUPMANNAHÖFN þokumóða 14 ÓSLÓ léttskýjaö 13 STOKKHÓLMUR þokumóöa 13 ÞÓRSHÖFN rigning 9 ÞRÁNDHEIMUR léttskýjaö 9 ALGARVE léttskýjaö 21 AMSTERDAM þokumóöa 16 BARCELONA BERLÍN skýjaö 16 CHICAGO mistur 13 DUBLIN skýjað 11 HALIFAX léttskýjað 6 FRANKFURT þokumóöa 9 HAMBORG þokumóöa 16 JAN MAYEN snjóél 1 LONDON súld 12 LÚXEMBORG heiöskírt 16 MALLORCA þokumóöa 23 MONTREAL heiöskírt 1 NARSSARSSUAQ léttskýjaö 2 NEW YORK hálfskýjaö 12 ORLANDO léttskýjaö 18 PARÍS hálfskýjað 20 VÍN heiöskírt 13 WASHINGTON þokumóöa 12 WINNIPEG heiöskírt 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.