Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2000, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 2000 I>V Fréttir DV-MYND DANÍEL V. ÓLAFSSON Vinnufúsar hendur Þrír af starfsmönnum verndaða vinnustaðarins sem bíður eftir að fá enn fleiri verkefni til úrlausnar. Frá vinstri á myndinni eru Elís Þ. Elís- son, Guðmundur S. Guðmundsson og Guðni Steinn Sveinlaugsson. Verndaður vinnustaður: Vilja meira DV, BORGARNESI:______________ j Borgarbyggð hefur leigt Fjöliðjunni j húsnæði gömlu slökkvistöðvarinnar þar sem starfræktur verður vinnustað- ur fyrir fatlaða. Þar verður meðal ann- ars móttaka á dósum og flöskum tO I endurvinnslu sem hefur verið hjá KB úti f eyju. Vinnustaðurmn var opnað- ur fyrir skömmu en Fjöliðjan er einnig 1 með vinnustað á Akranesi. Á nýja 1 vemdaða vinnustaðnum í Borgamesi vinna fimm manns auk verkstjóra. Þar er meðal annars, eins og fyrr segir, tekið á móti einnota umbúðum, plast- pokagerð, pakkaðir tréfleygar fyrir | parket og staðurinn hefur fengið verk- efni frá Fjöliðjunni á Akranesi. Að- stoðarverkstjórinn sagði við DV að meiri verkefni vantaði og skoraði á 1 alla þá sem hefðu verkefni fyrir vinnu- staðinn að hafa samband. -DVÓ Melasveit: Svínaskítur fælir burt féö DV, BORGARFIRÐI:____________ j Eins og kunnugt er var nýtt svínabú Stjömugríss tekið í notkun í Melasveit í vor. Menn gera sér miklar vonir um að hægt verði að nota mikið af úrgangi búsins til ræktunar landsins. Fyrir skömmu var byijað að nota skítinn frá svínabúi Stjömugríss við ræktun skjólbelta og reynist hann vel að sögn Friðriks Aspelund, héraðsfulltrúa Landgræðslunnar á Vesturlandi. „Til þessa höfum við aðeins notað skítinn við ræktun skjólbelta og þar er hann nauðsynlegur. Árangur við upp- græðslu er miklu betri ef notaöur er lífrænn áburður, sérstaklega þegar verið er að græða upp land samhliða beit. Lífrænn áburður bætir getu landsins til að geyma áburðarefnin og er það alltaf til bóta en auk þess fælir ; skíturinn burtu fé af uppgræðslusvæð- unum fyrst eftir að honum er dreift en það er mjög mikilvægt að gróðurinn I fái frið til að vaxa einhvem hluta gró- andans," sagði Friðrik. DV hefúr heimddir fyrir því að menn hafi ekki verið á eitt sáttir þeg- j ar búið var að dreifa skítnum því lykt- j in var hroðaleg i langan tíma með fram þjóðveginum við Hafnarfjall og langt upp í sveitir. -DVÓ Furðulegt fyrirbæri sást á lofti á Flateyri: Það er eldur á himninum! - hrópuðu kreikkarnir í grunnskólanum - líklega eftir flugvél, segir stjarnfræðingur Kristrún Lind Birgisdóttir, skóla- stjóri Grunnskólans á Flateyri, sá ásamt nokkrum nemendum furðu- legt ljósafyrirbæri á himni á föstu- daginn i síðustu viku. Fór þetta hægt yfir og náðist mynd af fyrir- bærinu á myndbandstökuvél. „Krakkamir komu hlaupandi inn á kennarastofuna í ofboði og hróp- uðu að það væri eldur á himninum. Við hlupum út og sáum þetta í tals- verðan tima eftir það. Þetta sást í austur frá Flateyri, og virtist vera yfir Breiðadalsheiði eða ísafjarðar- djúpi. Þetta var eins og stór Boeing 747-þota að hrapa - hægt og í ljósum logum. Þetta fór mjög hægt yfir og lárétt, svo það virtist ekki vera um loftstein að ræða. Þess vegna fannst okkur þetta furðulegt og höfðum við því samband við Þorstein Sæ- mundsson stjamfræðing. Við náð- um sæmilegri vídeómynd af þessu en Landhelgisgæslan kannaðist ekki við þetta og ekki heldur lög- reglan eða flugmálastjórn. Þorsteinn Sæmundsson var bú- inn að lita á myndbandið þegar DV talaði við hann í gær. „Ég held að þetta sé flugvél en á þó eftir að skoða þetta betur og mæla þetta út. Himinn var heiður og sólin að koma upp. Mér sýnist þetta vera slóð eftir flugvél sem lýsist svona upp í morg- unsólinni og hefur fengið á sig svona óvanalegan sterkan rauðan lit. Hraðinn og stefnan bendir til að um flugvél sé að ræða. Það eru eng- ir loftsteinar sem fara svona hægt yfir,“ sagði Þorsteinn. Hann segir óvenjulegt að fá svo góðar vídeó- myndir af slíku fyrirbæri en undan- farið virðist skilyrði hafa verið mjög hagstæð fyrir svona myndanir í loftinu. -HKr. DV-MYND S Gert klárt á netin Þeir Stefán Einarsson útgerðarmaður og Hallgrímur Jóhannsson, háseti á Aðalbjörgu RE, voru fyrstir til að gera klárt á þorskanetin að þessu sinni. Sláturhús Goða á Hornafirði: FersM kjöt á Ameríkumarkað - krafist var sérstakrar læknisskoðunar starfsfólks DV, HQRNAFIRDI:___________________ „Við horfum björtum augum fram í tímann núna þar sem leyfl eru fengin til að senda ferskt dilkakjöt á Amerikumarkað, pakk- að i neytendaumbúðir en þar eru gerðar mjög miklar kröfur um gæði og vinnsluhætti og eftirlit er strangt," segir Sigfús Þorsteinsson sláturhússtjóri. Gæöaeftirlit er mjög mikið og ýtrustu hreinlætis- kröfur gerðar til allra sem í hús- inu vinna og allir starfsmenn slát- urhússins hafa farið í sérstaka læknisskoðun og séu menn ekki heilbrigðir fá þeir ekki að starfa í sláturhúsinu. Kjötið er gróf-úrbeinað og pakk- að I lofttæmdar umbúðir og sett í þurrís í frauðplastöskjur. Kjötið fer þannig ferskt til þeirra sem ganga frá kjötinu til neytenda í amerískum mörkuðum..Pakkning- arnar eru í mörgum stærðum og innihaldið eingöngu lambakjöt. „Þetta skapar aukna vinnslu hér hjá okkur og fleiri störf og við verðum með 15 til 25 manns sem vinna að staðaldri við framleiðsl- una ásamt svína- og stórgripaslátr- un sem er eftir þörfum allt árið. Kjötvinnsla sú sem Þríhymingur ehf. rak á Höfn hefur verið lögð niður og nú sér Goði um kjötsölu til verslana og einstaklinga á staðnum,“ sagði Sigfús. Sláturfé er vænt í haust og er meðalþungi dilka 15,4 kg það sem af er sláturtíð og þyngsti dilkurinn til þessa var 26,1 kg, að sögn Sig- fúsar. Slátursala hefur verið góð, meiri en vonir stóðu til. „En ég hefði viljað sjá meira af unga fólk- inu koma og fá sér slátur,“ segir Sigfús sláturhússtjóri. -Júlía Ims- land Flottir kroppar til USA Hér eru þau Sigfús Þorsteinsson sláturhússstjóri, Borgþór Freysteinsson gæðastjóri og Rósa Stígsdóttir, starfsmaður í sláturhúsi Goöa, í gær. Til vinstri er kjöt sem fer á Noregsmarkað. Sandkorn ___: Umsjón: Hördur Kristjánsson netfang: sandkom@ff.ls Nýr forseti ASI? Sagt er að leitin mikla að nýjum forseta ASÍ sé i hámarki þessa dagana. Ýmsum steinum hefur [ verið velt við í þessu skyni. Guð- mundur sjálfur Gunnarsson Raf- iðnaðarsambandsmaður er sagður leggja áherslu á að forset- inn komi úr röðum verkalýðshreyf- ingarinnar. Þá mun helst vera litið til þeirra sem hafa komið ein- hverju til leiðar hjá ASÍ á síðasta kjörtímabili. Þar á meðal er hinn hvatvísi nýkjörni formaður mat- vælasviðs nýja sambandsins, Aðal- steinn Baldursson, sem síðasta vetur kaus að láta orðin tala frekar en hurðakarma þegar þurfti að koma skoðunum á framfæri við at- vinnurekendur... Lygilega góð tíðindi Efasemdarmenn voru næstum orðnir viti sinu fjær af geðshrær- ingu yfir gríðar- legu falli á gengi bréfa á fjármála- mörkuðum í síð- ustu viku. Þá bár- ust fregnir af þvi að bandaríski sjónvarpsþátturinn 60 mínútur væri að gera þátt um líftæknibyltinguna, þar sem Kári Stefánsson mun leika aðalhlut- verkið. Tilkynning deCODE og svissneska lyfj aframle iðslufyrir- tækisins Roche á föstudag um fund vísindamanna deCODE og ís- lenskra sálfræðinga á „geðklofa- geni“ og að þeir hefðu einangrað erfðavísi sem tengist geðklofa vakti líka óskipta athygli. Bréfm sem daginn áður voru á húrrandi nið- urleið á mörkuðum ruku nú upp. Því velta gárungar nú fyrir sér hvort Kári sé að spila með markað- inn, því þetta sé of ótrúlegt til að geta verið tilviljun... Blöskraði? Samningur Læknafélags ís- lands og lyfjahóps Samtaka verslun- arinnar um siða- reglur þykir meira en lítið skondinn í augum siðprúðra. Á götuhornum velta menn því mjög fyrir sér hvers vegna læknar og verslunarmenn hafi talið sig knúna til að búa til samning um siðareglur. Ekki er mikið um niðurstöður úr þeim vangaveltum, nema þá helst að læknar hafi verið orðnir svo frekir á ókeypis utanferðir lyfjafyrirtækja -og veitingar undir yfirskyni lækna- ráðstefna og fræðsluferða að lyfja- framleiðendum hafi verið farið að blöskra óhóflegur fórnarkostnaður við markaðssetningu á íslandi... Bensínbomsa Þessi saga er eir af 101 í væntan- legri bók Gísla Hjartarsonar með vestfirskum þjóð- sögum. Fyrir löngu var séra Baldur Vilhelms- son, prestur og síðar prófastm í Vatnsfirði í Djúpi, á ferð í erindum úti á Langadalsströnd. Á þessum tíma voru í tísku tékknesk- ar gúmmíbomsur, víðar um legginn, með djúpum brotum að framan, sem brotin voru til hliðar og þær spennt- ar á fætumar. Bomsur þessar voru mikil ílát. Séra Baldm, sem var á rússajeppa, varð bensinlaus við Þverá rétt utan Rauðamýrar. Prest- ur fór gangandi inn að Rauðamýri með bomsu í hendinni og bankar á útidyr. Ólafur Þórðarson bóndi kemur til dyra og réttir sr. Baldur fram tékkneska fótabúnaðinn og seg- ir: „Sæll góði. Getur þú lánað mér svo sem eina bomsu af bensíni?“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.