Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2000, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2000, Side 16
16 DV MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 2000 MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 2000 _____& Skoðun Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarforma&ur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoóarritstjóri: Jónas Haraidsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholtl 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Grœn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Rltsfjórn: dvritst@ff.is - Auglýslngar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Filmu- og plötugeró: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Enn ein gíslatákan Félag framhaldsskólakennara hefur samþykkt aö boða til verkfalls 7. nóvember næstkomandi náist ekki samn- ingar við ríkisvaldið um verulegar kjarabætur. Af þátt- töku í atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls má vera ljóst að gríðarleg óánægja er meðal kennara um kaup og kjör - þeir eru tilbúnir rétt einu sinni til átaka. Fómarlömbin, eins og venjulega, verða nemendur sem geta litla björg sér veitt. Nokkrar starfsstéttir búa við þær einstöku aðstæður að njóta sérstakrar verndar samkvæmt lögum. Flestar þess- ara stétta hafa farið fram með ofbeldi til að ná fram sínu i harðri kjarabaráttu. Kverkatak þessara stétta hefur ver- ið slíkt að viðsemjendur hafa mátt sín lítils, enda saklaus- ir gíslar teknir - gíslar sem eiga litla eða enga möguleika á að verja hendur sínar. Hugsanlegt verkfall framhaldsskólakennara nú ætti að hvetja kennara og yfirvöld menntamála, að ekki sé talað um nemendur og foreldra, til að leita nýrra leiða í kjara- málum. Formaður Félags framhaldsskólakennara hefur bent á þá staðreynd í fjölmiðlum að kennarar eigi aðra möguleika á vinnumarkaði en að stimda kennslu - þeir eru vel menntaðir og búa yfir sérþekkingu sem er eftirsótt á vinnumarkaði. Þessi staðreynd ætti að auðvelda kenn- urum að ná því fram sem þeir sækjast eftir, en aðferðin sem á að beita - verkfallsvopnið - er röng. Verslunarmannafélag Reykjavíkur hefur verið í farar- broddi samtaka launamanna við að innleiða nýja aðferða- fræði í samningum um kaup og kjör. Kennarar gætu lært ýmislegt af verslunarmönnum. Leiða má rök að því að með aukinni samkeppni um vinnuafl kennara sé hags- munum þeirra best borgiö með því að taka upp eins kon- ar markaðslaunakerfi og persónubundna samninga. Um leið ættu kennarar að taka höndum saman við mennta- málaráðherra og innleiða raunverulega samkeppni innan menntakerfisins. Samkeppnisleysi er ein helsta skýring á slökum kjörum kennara og hefur leitt þá á villigötur í baráttu fyrir bætt- um kjörum. Geld kjarabarátta mun aldrei verða árangurs- rík til lengdar. Mikilvægt er að friður ríki í skólum landsins, en þann frið er ekki hægt að kaupa á hvaða verði sem er. Þyngri dómar DV greindi frá því á laugardag að dómsmálaráðherra stefndi að því að hækka refsiramma í fikniefnamálum. Markmiðið er að hægt verði að dæma brotamenn í lengra en 10 ára fangelsi, sem er hámarksrefsing fyrir fikniefna- brot. Líklegt er að Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra leggi frumvarp þessa efnis fram á yfirstandandi þingi og ætti að fá greiða og fljóta afgreiðslu. Þegar þróunin í fikni- efnamálum er höfð í huga verður ekki öðru trúað en að þingmenn snúi bökum saman í þessu máli, en á undan- fömum mánuðum hefur hvert fikniefnamálið af öðru komið upp, hvert öðru umfangsmeira. Mikilvægt er að löggjafinn sendi sölumönnum dauðans skýr skilaboð um að íslendingar séu tilbúnir að verjast. Dómstólar hafa þeg- ar sýnt ákveðið frumkvæði í þeim efnum, en löggjafinn hefur ekki fylgt þeirri þróun eftir. Óli Björn Kárason Þorskurinn étur laxinn í sumar, áriö 2000, var víöa nánast enginn lax í veiðiám. Svo langt gekk þetta aö oft var alveg ördeyöa. Laxinn var horfinn aö mestu í bili. Ýmsar skýringar hafa komið fram á þessu ástandi. Hér verður rætt um þá tilgátu að þorskurinn éti laxinn og þess vegna sé mjög lítil laxveiði í mörgum ám þetta árið. Söluhagnaður kvóta til útlanda ________ Ekkert hefur gengið eins af þorskinum dauðum og gjafakvótinn. Hann hefur safnast á hendur stórtog- ara sem kaupa upp rétt smábáta til fiskveiða. Síðan ætla útgerðir stór- togaranna að græða mikið með því að láta stærri og stærri skip draga enn stærri botnvörpur á mikilli ferö um veiðislóðina. En málið er ekki svona einfalt og öruggt. Það er létt verk að láta ríkisstjóm af- henda sér fyrir ekki neitt gjafakvóta sem selja má svo í mörgum tiifellum skattfrjálst fyrir hundruð eða þúsundir milljóna. Svo er hagnaðurinn oft flutt- ur úr landi og þar er líka skattasmuga, sem sleppir peningunum burt héðan Lúðvík Gizurarson hæstaréttarlögmaöur skattfrjálst. Þá situr útgerðin eftir með erlendar skuldir sem hún tók á sig til að borga út kvótamenn sem fengu sinn kvóta gefins. Dálaglegur skattur það á útgerðina okk- ar og þjóðina alla. Þetta geng- ur ailt í bili og menn verða sumir ríkir á öllu saman. En það er verra með þorskinn. Þorskur uppi í fjöru Þorskurinn hefur ekki ver- ið talinn vitur. Talað er um að þessi og hinn sé heimskur eins og þorskur. En líklega er þetta ekki rétt. Menn tala í vaxandi mæli um að þorskurinn hafi orðið vit á því að koma sér upp í harðaland. Þá er hann að forðast stórtogara og gjafakvóta- menn sem draga risabotnvörpur sínar utar. Svo er allur botngróður horfinn þar sem stórtogarinn og risavarpan hafa farið um. Þorskurinn vill gróinn botn og fer því nær landi. Menn segia sögur af þorski alveg uppi í fjöru. Hann veiðist jafnvel orðið í hrognkelsanet, sem var óheyrt áður, enda slík net á grunnsævi nálægt landi. Sem þorskur uppi í landsteinum veröur hann að fá sina fæðu og þá er „Menn segja sögur af þorski alveg uppi í fjöru. Hann veiðist jafnvel orðið í hrognkelsanet, sem var óheyrt áður, enda slík net á grunnsœvi nálœgt landi. Sem þorskur uppi í landsteinum verður hann að fá sína fœðu ..." - Þorskur í hrognkelsaafla. komið að laxinum og laxveiðum. Þorskur étur laxaseiði Fleiri og fleiri eru að komast á þá skoðun að stór hluti niðurgönguseiða hjá laxi sé étinn af þorski sem er í stór- um torfum við árósana á flótta undan stórtogurum og gjafakvótamönnum. Mislitur mosi Hvað í ósköpunum er þetta eigin- lega? spurði hinn nýkomni gestur og veifaði höndum til að benda á grængráa hraunbreiðuna sem lá í kringum okkur eins og teppi. Það var vorlegur suddi í lofti og því sást lítið annað en þessi náttúrulegi teppisbútur sem gekk svona fram af manninum. Þetta mun vera gamalt og mosavax- ið hraun svaraði ég og reyndi að láta andúðina i rödd hans ekki hafa áhrif á mig. Yndislegt hraun með gjótum og sprungum, fléttum og berjum. Ég leit á hann. Hann var með opinn munninn, kjaftstopp eins og sagt er. Það glaðnaði yfir honum. Þetta finnst mér ekki fal- legt, sagði hann loksins, en þetta er stórmerkilegt. Ég hef aldrei séð neitt þessu likt áður. Þetta var upphafið á nokkurra daga heimsókn vinar mins, Amerikumanns- ins. Ég var strax farin að reyna að bera í bætifláka fyrir land og þjóð. Alla vik- una átti ég eftir að mæta hans furðu- legu athugasemdum. Hann nálgaðist landið og samfélagið á gagnrýnni og hreinlega neikvæðari hátt en mig hefði nokkum tíma getað órað fyrir. Hrjóstrugt mannlíf Tveimur dögum síðar spurði hann mig til dæmis með þessari andúðar- blönduðu furðu í röddinni hvort ég ætlaði virkilega að eyða ævinni hér. I „Reykjavik gœti Ukst hinum skemmtilegu höfuðborg- um í kringum okkur mun meira. Ég þrái að heyra minnst fimm tungumál þegar ég fer á kaffihús, upplifa hinar mismunandi áherslur manna í klœðáburði eftir kynþáttum og kynnast og tengjast fólki sem á rœtur er ná út fyrir þetta litla sker. “ Með og á móti þessu litla, einlita samfélagi þar sem allt virtist steypt í sama mót. Fólkið, húsin, auð- vitað tungan og til að undir- strika hrjóstrugt mannlífið þá var náttúran svo nakin að helst líktist eyðimörk. Kannski er ég reyndar eitt- hvað farin að ýkja orðalagið þar sem maðurinn var í yfir meðallagi kurteis í fasi, þó skoðanir hans væru svona erfiðar. En þetta var í öllu falli merkingin og svona lifir þetta í minningunni. Sumt af því sem hann benti á og spurði um ýtti óþægilega við mér, því hvað sem öðru líður þá er gests augað oft glöggt. Eitt af þvi sem honum næpuhvítum fannst greinilega nánast óþægilegt hér var það hve fólk var áberandi allt af sama bergi brotið. Dá- lítið eins og menn hefðu gengið inn í verndað þorp. Svona lifandi sýnishorn af því hvernig hlutimir voru áður en maðurinn tók upp á því að kanna önn- ur samfélög. Ég benti honum á að þetta stæði til bóta því hingað leituðu (reyndar bara örfáir) flóttamenn frá okkar stríðs- hrjáða umheimi. Það væri því eitthvað aö gerast á þessu sviði. Ég er ekki frá því að augnaráð hans hafi verið litað vorkunn þegar hann leit á mig. Bænheyrð á Þingvöllum Þetta mál kom upp hvað eftir annað en í eitt skiptið var ég bænheyrð með þeim hætti að aldrei mun gleymast. Við höfðum ásamt félögum farið í hinn hefðbundna Þingvallabíltúr og sátum á þessum líka sólríka vordegi fyrir fram- an Valhöll harðlokaða og borðuðum nestið okkar. Þegar hér var komið sögu var vinskapur okkar nokkuð far- Sigfríöur Björnsdóttir tónlistarkermari inn að kólna því sannur ís- lendingur á bágt með að þola þá sem ekki eru yfir sig hrifnir af öllu sem íslenskt er. Hrekkur þá ekki upp úr vininum fáviskuleg töl- fræðispuming. Hvað ætli við þyrftum að sitja hérna lengi áður en við sæjum litaðan mann? Ég fékk þennan venjulega hnút í magann og það sauð í heilabúinu, svo ákaft var leitað að snjöllu svari. En þá gerðist það! Fyrir homið gekk fjögurra manna fjölskylda og dekkra skinn en þeirra finnst vart í heimi hér. Hann leit spyrjandi á mig og ég reyndi af öllum mætti að láta sem ekkert væri. Hann skyldi ekki sjá á mér hversu óvenjuleg þessi sjón í raun var. Þegar svo við bættist að fólk- ið talaði íslensku sín á milli og við börnin þá var sem allur vindur væri úr fyrmm vini mínum. Hann færði lit- arhaft meirihluta íslendinga ekki aftur í tal. Síðan er rétt rúmur áratugur. En síðan ég sá málið út frá sjónarhorni þessa vinar míns hefur mér æ síðan þótt eitthvað stórlega vanta í íslenskt samfélag. Reykjavík gæti líkst hinum skemmtilegu höfuðborgum í kringum okkur mun meira. Ég þrái að heyra minnst fimm tungumál þegar ég fer á kaffihús, upplifa hinar mismunandi áherslur manna í klæðaburði eftir kynþáttum og kynnast og tengjast fólki sem á rætur er ná út fyrir þetta litla sker. Finna fjölbreyttan ilm framandi rétta fyrir framan veitingahúsin og sjá og heyra hluti á menningarsviðinu sem sprottnir eru upp úr fjölbreyttari blöndu áhrifa en nú er algengast. Sigfríður Bjömsdóttir [ að leyfa NATO að œfa íBláfiöllum? NATO hefur tryggt frið Tilgangslaus tímaskekkja NATO hefur . verið einn af S| hornsteinum lýð- ræðis í Evrópu og íslendingar geta verið stoltir af þátttöku sinni í NATO og eiga að taka fullan þátt í að- gerðum og æfingum banda- lagsins svo sem unnt er. Með heræfingum á borð við Norð- ur-Víking kynnast hersveitir NATO íslenskum aðstæðum og verða þannig betur undir- Magnús Þór Gylfason framkvæmdastjóri SUS og stjórnar- maöur í Varöbergi búnar að veija land og þjóð komi til þjóða. átaka eða stefni í háska. Þótt við lif- um nú á miklum friðartím- um geta heimsmálin breyst skjótt og staða íslands þar með. Á sama tíma og Austur- Evrópuríkjum þykir eftir- sóknarvert að taka þátt í störfum NATO með beinni aðild eða í gegnum Félags- skap í þágu friðar til að efla lýðræði og öryggi í álfunni er alltaf jafn undarlegt að heyra vinstri menn mæla gegn þessu friðarafli vestrænna Alþjóðleg þróun | hefur orðið þannig síðustu árin að það P er enginn tilgang- ur meö þessum æfingum, hafi hann nokkurn tíma verið. ís- land ætti að skipa sér í fremstu röð þeirra sem stuðla að friði í heiminum, enda í einstæðri aðstöðu til að vera boðberi friöar í heiminum sem eitt af fáum herlausum__________ löndum. Það er algjör tíma- skekkja að þegar kalda stríðinu er loksins lokið skuli vera hér endalaus- Kolbeinn Óttarsson Proppé sagnfræöingur ar æfingar gegn innrás óskil- greinds óvinar, en síðast voru það einhverjir brjálaðir um- hverfisverndarsinnar. Hvaða rugl er þetta? Það er forkast- anlegt ef Reykjavíkurborg ætl- ar að nota fólkvanginn í Blá- fjöllum, sem er útivistarsvæði höfuðborgarinnar, sem vett- vang herleikja. Þar sem félags- hyggjuflokkarnir eru nú við völd í borginni væri upplagt að nýta það tækifæri til að við blaðinu og fylkja sér um snua stefnu friðar í stað stríðsæsingar. Utanríkisráðuneytiö og bandaríski herinn á Miðnesheiði hafa sótt um afnot af húsnæði fyrir um 50 manns á Bláfjallasvæðinu næsta sumar vegna heræf- inga NATO, Noröur-Víkings. Málinu hefur verið vísað til framkvæmdastjórnar vatnsverndarsvæða á höfuðborgarsvæðinu. Laxaseiðin komast ekki nema örfá fram hjá öllum þorskinum á grunn- slóðinni. Þess vegna hækkar dánartala laxaseiða mikið og lítið kemur til baka sem fullorðinn lax í veiðiárnar, sbr. litla laxveiði í sumar. Þorskurinn er að snúa á gjafakvótamenn á stórtogurum sem gera honum ekki vært úti á tog- slóðinni með vélarhávaða og eyðilegg- ingu á botngróðri. Meira er um þorskseiði en áður. Skýringin gæti ver- ið sú að þorskurinn, þó heimskur sé, hafi loks lært að forðast gjafakvóta- menn og rányrkju þeirra. Hann bjarg- ar sér á grunnslóðina undan stórtogar- anum. Með þessum flótta undan ofveiði bjargar þorskurinn sjálfum sér og um leið þorskstofninum. Þorskurinn sjálf- ur tryggir þessa góða hrygningu, eins og raunar hefur verið síðustu 2-3 ár (hver var að segja að þorskurinn væri heimskur?). í leiðinni étur þorskurinn á vorin og fram eftir sumri vlða flestöll laxaseiðin á gnmnslóðinni þegar þau ganga til sjávar og ætla á haf út. - Það er því rétt sem stóð í upphafi þessarar greinar aö -þorskurinn étur laxinn. Þess vegna var mjög léleg laxveiði í sumar. Lúðvík Gizurarson Ummæli Jarðskjálftar og hópslysaáætlanir „Ýmsir hafa velt því fyrir sér hvort við séum nægilega viðbúin alvarlegri jarð- skjálftum með meiri skemmdum. Hvernig væri um- horfs á Sjúkrahúsi Suðurlands ef upptökin hefðu verið undir því og hvað hefði gerst ef bæði brýrnar yfir Þjórsá og Ölfusá hefðu lokast. Líta þarf nánar á stöðu heilbrigðisþjónustunanr á svæðinu í þessu sambandi.... Suður- landsskjálftar minna okkur enn- fremur á að hópslysaáætlanir heil- brigðisstofnana út um land þurfa stöðugrar endumýjunar við og starfsfólk þarf að endurmennta." Siguröur Guömundsson landlæknir í forystugrein 7/8 tbl. Læknablaðsins. Endurreisn mið- borgar „Miðborgarvandinn er ekki nýr og ekki síst líður hún fyrir hversu ósamstæð hún er að flestu leyti. Segja má að hún endurspegli þá þró- un sem orðið hefur á viðhorfi ís- lendinga í gegnum árin.... Miðborg- in er andlit Reykjavíkur jafnt gagn- vart þeim sem þar búa sem þeim er sækja hana heim. Það er því fagnað- arefni, að nú skuli vera uppi áform um að auka veg miðborgarinnar með ýmsum framkvæmdum. Ekki síst eru áform um hótelbyggingu í gömlum stíl á homi Túngötu og Að- alstrætis áhugaverð." Úr forystugrein Mbl. 20. október. Bættur hagur bankanna „Ég held að þessi boðaði sam- runi muni fyrst og fremst koma fram í bættum hag bankanna. Við höfum haft vissar áhyggjur af gengi bankanna upp á síðkastið. Okkur hefúr fundist að rekstur þeirra mætti skila betri hagnaði. Til að mynda er eiginfjár- staða bankanna ekkert óskaplega góð á alþjóðlegan mælikvarða.... Það er erfitt að tímasetja það hvenær samruninn gæti farið að skila vaxta- lækkun. Ég myndi slá á svona eins og 3 ár.“ Birgir ísleifur Gunnarsson, aöalbanka- stj. Seðlabankans, I Degi 20. október. + Olía eða gas á íslensk- um hafsvæðum? Nýlega var haldin hér ráðstefnan „Landgrunnið og auðlindir þess“ á vegum Hafréttar- stofnunar Islands, utanríkis- og iðnaðarráðuneytis. Þar vora fulltrúar frá auðlinda- stofiiunum í Noregi, Færeyja og Grænlandi og íslandi, sem fjölluðu um fyrirkomulag og stöðu þessara mála. Einnig vora erindi um landgrunn og alþjóðlegan hafrétt. Það féll f minn hlut að reyna að svara spurningunni hvort olíu eða gas sé að finna á íslenskum hafsvæðum. Vit- neskju skortir til þess að svara svara þeirri spurningu afdráttarlaust, og ein- ungis er hægt að meta líkur út frá al- mennum jarðfræðilegum þáttum. Fjör færist í Færeyinga Það hefur sjálfsagt ekki farið fram- hjá mörgum að fjör er tekið að færast í olíuleit í Færeyjum. Ég hef heyrt menn ámálga að sú tilhugsun fari illa í fslenska þjóðarsál að Færeyingar verði okkur fyrri til að verða olíuauð- ugir. Þó stefnir í það að þeim bita veröi að kyngja. Bretar hafa nú um skeið unnið olíu skammt frá mörkunum milli Hjaltlands og Færeyja. Um leið og deil- ur þjóðanna um mörkin voru útkljáðar leituðu olíuleitarfélög á Færeyinga. Við þessu mátti búast því komið hefur í ljós að þau jarðlög ,sem eru upp- spretta olíunnar við Hjaltland, teygja sig í átt að Færeyjunum. Eins og Her- álfur olíumálastjóri Færeyja sagði á ráðstefnunni: „olíuleitarsvæði okkar komu sér sjálfum á framfæri". Ekki útilokað Það mun vera óvíst hversu langt ol- íusetlögin gangi inn undir sjálfar eyj- amar, og fullvíst þykir að þau nái ekki vestur til íslands. Þetta verður auð- skiljanlegt ef haft er í huga að Atlants- hafið á okkar slóðum hefur verið aö opnast síðustu 60 milljón árin með gliðnun og í geilina á milli hefur myndast ný jarðskorpa úr bráðnu bergi. Því er elsta berg á íslandi miklu yngra en setlög þau frá Júratíma sem era drýgst við að mynda olíu hjá ná- grannaþjóðum okkar. Þetta er hið ein- falda og klára grandvaOaratriði sem við verðum að hafa í huga og veldur því að ísland er nú lítt áhugavert í aug- um olíuleitarmanna. - Þetta táknar þó ekki það að útOokað sé að finna olíu á íslenskum hafsvæðum, og til þess koma tvenns konar ástæður. Annars vegar gæti olía og gas mynd- ast í ungum íslenskum setlögum, en hins vegar viO svo tO að búta af meg- inlandsskorpu er að finna innan þeirra marka sem ís- lendingar telja sig eiga nokk- uð tilkaO tO. Þar á ég við Jan Mayenhrygginn og Hatton- RockaO svæðið. Þessi fjarlæg- ari svæði era nú metin sem líklegustu ollusvæði ís- lendiga, og er ástæða tO að segja séstaklega frá þeim síð- ar. „Landgrunn Norður- lands“ í áliti starfshóps iðnaðar- ráðherra (1998) eru 12% líkur á að finna annað hvort olíu eða gaslindir í setlögum undan Norður- landi. Þó eru líkur á olíu eingögnu um 2%. Þetta er ekki nægjanlegt tO að laða að olíuleitarfélög. Þar sem engar beinar vísbendingar hafa fundist um olíulindir, og rann- sóknagögn era afar takmörkuð, var beitt þeirri aðferð að meta líkur á að þrjú framatriði væru fyrir hendi: móð- urberg, geymisberg og þétt þakberg. Þetta verður aOt að vera tO staðar svo vænta megi olíulinda. Við vitum um þykk setlög þar sem olía og gas hljóta að myndast, svo framarlega sem lögin geyma lífrænt efni af heppOegu tagi, en fáar vísbendingar eru um slíkt. Aft- ur á móti hefur fundist vottur af gasuppstreymi á söndunum fyrir botni Axarfjaröar, svo víst er að gasmyndun á sér stað í einhverjum mæli. Seflögin hafa safnast fyrir á svæðf*" sem einkennnist af jarðskjálftum. Set- lögin era því mikið sprungin, og verð- ur það að teljast neikvæð vísbending því hætt er við því að vökvi leki upp um sprungur. Þessi staðreynd gefur einnig möguleika á að meta hversu ol- íugæf lögin era, þvl ef suða á olíu og gasi stendur yfir, hlýtur mikið af því að koma upp um sprangur. Á könnu einkafyrirtækja Starfshópurinn lagði til að opinberir aðilar stuðluðu að rannsóknum sem myndu leiða til að kanna mætti slíka mögulega olíulekastaði. Jákvæðar vís- bendingar af því tagi myndu auka að mun gildi svæðisins. Nú er þegar unn- ið að þessum málum á Orkustofnun. Það viðhorf er nú almennt, að loka- hnykkurinn á olíuleit hljóti að vera á könnu einkafyrirtækja. Ef slíkt á að ganga eðlilega fyrir sig verða aö vera fyrir hendi skýrar reglur. Á ráðstefn- unni kom fram, að í vetur verður lagt fram frumvarp á Alþingi tO laga um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis. Karl Gunnarsson * „Starfshópurinn lagði til að opinberir aðilar stuðluðu að rannsóknum sem myndu leiða til að kanna mœtti slika mögulega olíulekastaði. Jákvœðar vísbendingar af því tagi myndu auka að mun gildi svæðisins. Nú er þegar unnið að þessum málum á Orkustofnun. “ - Jarð- vegsborun í Flatey á Skjálfanda. A Karl Gunnarsson jaröeötisfræöingur á Orkustofnun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.