Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2000, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 2000 DV 7 Fréttir Hitaveita Suðurnesja og Rafveita Hafnarfjarðar: Sameinaðar með traustan rekstur - segir Margeir Pétursson sem hvetur til sameiningar fyrirtækjanna fyrir jól SLANKynT DV, HAFNARFIRÐI:' Hugsanlegt er að Hitaveita Suður- nesja og Rafveita Hafnarfjarðar sameinist eða efni til samvinnu sín á milli. Kynningarfundur um málið var haldinn í síðustu viku en MP verðbréf hefur gert úttekt á mögu- leikum á sameiningu fyrirtækj- anna. Margeir Pétursson kynnti greinargerðina. Hann telur ekkert því til fyrirstöðu að sameining geti farið fram á næstu mánuðum og tel- ur raunar æskilegt að það verði fyr- ir jól. Benti Margeir á að samvinna væri nú þegar í gangi í Jarðlind ehf. Margeir telur nauðsynlegt að Hita- veitu Suðumesja verði skipt upp í uppgjörseiningar í samræmi við reglur ESB. Hlutafélagsformið telur hann æskilegast, að því tilskyldu að undanþága fáist frá skattskyldu. Verðmætamat fyrirtækjanna tel- ur Margeir geta verið nokkuð vandasamt. Ekki sé einhlítt að miða það eingöngu við eignir, hvort sem er bókfærðar eða endurmetnar, heldur verði einnig að taka mið af sjóðstreymi og arðsemi eigin íjár. Kaupþing hefur gert eignamat á fyr- irtækjunum og samkvæmt því væri eign hitaveitunnar í sameinuðu fyr- irtæki 5/6 á móti 1/6 hlut Rafveitu Hafnarfjarðar en með kaupum á hlut ríkisins, sem hann telur álíka mikils virði og Rafveitu Hafnar- Qarðar, mundu hlutföllin breytast í 4/5 á móti 1/5. Sameinuð telur hann lítið skuldsett fyrirtækin verða með traustan rekstur og viðskipti og mikla vaxtarmöguleika. Fundar- menn voru ekki á eitt sáttir við það að sameina fyrirtækin fyrir jól, töldu ýmsir slíkt hreina firru. DV hefur hins vegar heimildir fyrir því að menn séu byrjaðir að huga að samkomulagsgrundvelli fyrir sameiningu en ekkert verður ákveðið um sameiningu fyrr en eignaraðilar samþykkja það. Á fundinum kom það fram hjá Júlíusi Jónssyni, forstjóra Hitaveitu Suður- nesja, að unnið væri að því að kanna möguleika á því að kaupa eignarhlut rikisins í Hitaveitu Suð- urnesja. -DVÓ for u»c wtiítet sömmírtö DO ciipsuVe* Fæst i Apótekinu, Lyfju, Lyf og heilsu og apótekum landsins. xfTll Merkilegt safn Jósafat Hinriksson stofnaöi til safns í smiöju sinni viö Súðarvog í Reykja- vík sem var einstakt framtak. Nú mun safniö veröa sett upp í Nes- kaupstaö. Safn Jósafats fer á Norðfjörð -húsnæði í athugun DV, NESKAUPSTAÐ: A fundi í bæjarstjórn Fjarða- byggðar fyrir nokkru var samþykkt að veita viðtöku merku sjóminja- og smiðjuminjasafni Jósafats Hinriks- sonar sem erfingjar hans hafa gefíð. Jósafat var Norðfirðingur og hafði mikinn áhuga á að safnið færi til hans æskuslóða og heimabyggðar enda margir safnmuna komnir frá Norðfirði. Þetta er stórfengleg gjöf enda var Jósafat ötull safnari. Það sem veld- ur erfiðleikum er að koma safninu fyrir í hentugu húsnæði. Helst virð- ist koma til greina svonefnt Hafnar- hús hér í bæ en það er gamalt og illa við haldið. Ef nota á það hús þurfa að koma til meiri háttar úrbætur og spurning hvort ekki þarf að byggja yfír safnið. -KAJ r Treyja, kr. 5.990 ^ Buxur, kr. 3.490 Jó>i úth'erji < Aarriuí'yiu't'íriiuiT ';••• - ;»mi Ulil ’ luil -W, jiv NICAM STERIO • NTSC afspilun á PAL sjónvarpi • 6 hausa með Long Play • Sjálfvirk stöðvaleitun - Innsetning • Einnar ,* snertingar afspilun eftir upptöku • Sjálfhreinsandi myndhaus • Stafraen myndstilling • Fullkomin fjarstýring • 2 EURO ggj SCART tengi aiiua NTSC afspilun á PAL sjónvarpi • tinnar snemngar aispnun eftir upptöku »AIIar aðgerðirá skjá Alsjálfvirkt* Rauntíma- teljari • Miðjuhlaðið • Sjálfhreinsandi myndhaus Stafræn myndstilling • Fullkomin fjarstýring • EURO SCART tengi. 28"CTV-9Z70 NICAM STEREO • ísl. textavarp • BLACK MATRIX mynd-lampi • 2 EURO SCART tengi • S-VHS inngangur • Full-komin fjarstýring • Sjálfvirk stöðvaleitun • Stórir hljómmiklir hátalarar að framan • Allar aðgerðir á skjá • Heyrnartólatengi arailá M • stni SS3 ms aiuia 4 hausa LONG PLAY • NTSC afspilun á PAL sjónvarpi • Einnar snertingar afspilun eftir upptöku • Allar aðgerðir á skjá • Alsjálfvirkt • Rauntímateljari • Miðjuhlaðið • Sjálf- hreinsandi myndhaus • Stafræn myndstilling • Fullkomin fjarstýring • EURO SCART tengi. n'Vit'.ti'. .n HTStcnm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.