Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2000, Blaðsíða 15
15 MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 2000 DV_____________________________________________________________________________________________Menning ■'' S- Pjj j J- I pg ■ f/a ' ‘ ; %?'f ’’ ' V .<■ " : ■lii Þórarinn B. Þorláksson: Eiríksjökull, 1915-16. | ||j|jJiJÍ í íslenskum helgidómi ffíin andar, sumarnœturkyrróin, í málverk- um Þórarins B. Þorlákssonar. Enginn hefur náö þeirri kyrrö eins vel. „Ungt fólk og ekki síöur myndlistarmenn standa agndofa frammi fyrir þessum myndum, “ segir Úlafur Ingi Jónsson for- vörður, „af því þeir sjá í þeim ákveðna alúö og viröingu fyrir landi og þjóð auk þess sem þær eru tœknilega vel unnar. Þessar myndir eru sí- gild þjóöarverömœti. Þegar viö stöndum í þess- um helgidómi er hrœöilegt til þess aö hugsa aö 75-80% þeirra verka sem eignuö voru Þórarni og boöin upp hjá Gallerí Borg í meira en áratug voru fölsuö. “ í Listasafni íslands gefst nú einstakt yfirlit yfir feril Þórarins B. Þorlákssonar, alveg frá því áður en hann fór utan til náms og til dauðadags. Við byrjum á elstu myndunum í efsta salnum og Ólaf- ur Ingi rekur stuttlega feril Þórarins sem var fæddur í Vatnsdal árið 1867, varð bókbindari í Reykjavík um tvítugt, sótti teiknitíma hjá Þóru Pétursdóttur Thoroddsen en hóf ekki formlegt list- nám fyrr en 28 ára í Kaupmannahöfn. Hann var skráður nemandi við Konunglega Akademíuna þar á árunum 1896-99. Sumarið 1900 málar hann fyrstu landslagsmyndirnar sínar hér á landi og heldur svo í desember það ár einkasýningu í hús- inu Glasgow við Vesturgötu. Það var fyrsta einka- sýning íslensks listmálara hér á landi. Danskir og íslenskir litir „Þóra var ein af brautryðjendum i íslenskri myndlist. Hún var af reykvískri borgarastétt og hafði numið myndlist í Kaupmannahöfn. Heim komin stofnaði hún kvöldskóla þar sem hún kenndi teikningu. Þórarinn hefur ekki síst kynnst myndlist hjá henni. Hér er til dæmis teikning af húsum við Austurstræti og Hafnarstræti frá 1890 sem hann hefur gert undir handarjaðri Þóru,“ segir Ólafur Ingi. Teikningin er eins og svarthvit ljósmynd, svo nákvæm er hún. Milli húsanna sést út á sjó. Þar hjá er elsta málverkið á sýningunni, frá 1891, götumynd lika sem sýnir vel stílbrögð hans frá þvi áður en hann hefur formlegt listnám, teikningin í ætt við naívisma. Við veltum fyrir okkur hvaða myndir hafi verið á fyrstu sýning- unni og Ólafur Ingi er viss um að hann hafi ekki tekið eldri myndir en frá Kaupmannahafnarárun- um, kannski ekki einu sinni þær. „Hann hefur ef- laust talið sjálfur að hann hefði forframast og ekki viljað sýna myndir frá eldra stigi. Þessi málverk hans voru kannski ekki mjög frábrugðin því sem verið var að gera í Kaupmannahöfn á þessum tíma en samt hafði hann sinn bakgrunn i íslensku landslagi, íslenskri birtu. Litimir eru öðruvísi í verkunum hans frá Danmörku." - Væri hugsanlegt að finna myndir í Danmörku frá þessum tíma og merkja honum þær? „Já, það hefur verið gert,“ segir Ölafur. „í föls- unarmálinu hafa til dæmis komið fram danskar sólarlagsmyndir eignaðar honum.“ - En hvemig getmn við verið viss um að þessi mynd sé i raun og vem eftir Þórarin? spyr blaða- maður og bendir á fallega mynd af danskri land- spildu, sérkennalítilli. „Einfaldast er að skoða undirskriftina og full- vissa sig um að hún sé Þórarins og frá sama tíma og málverkið - því undirskriftin hans breytist eins og sjá má á myndunum hér í salnum, endan- legt form fær hún 1903.1 þessu tilviki er mjög auð- velt að sýna fram á að myndin er ekta því fernis- eringin er yfir öllu saman, mynd og undirskrift. Þó að myndin væri merkt síðar myndi sú merk- ing líka bera með sér öldrun því Þórarinn lést 1924. En svo er líka ákveðinn flnleiki í vinnu- brögðum Þórarins sem ekki sést í samtímavinnu- brögðum hjá Dönum yfirleitt." Allur sólarhringurinn - en ekki vetur - Hvernig stenst Þórarinn samanburð við jafn- aldra sína á Norðurlöndum? „Það má kannski segja að hann sé gamaldags," segir Ólafur Ingi, „en við verðum að líta til þess að hér var engin myndlistarhefð. Hann þarf að byrja á byrjuninni, læra að þekkja landið og vinna úr náttúrunni. Hann sækir sér áhrif í eldri málara og rómantík enda var það í takt við þjóð- líf og menningarlif hér.“ Þórarinn hefur öðrum málurum fremur mótað myndskyn og fegurðarskyn íslendinga á 20. öld. Það sjáum við til dæmis á landslagsljósmyndum í blöðum og tímaritum. En hann höfðaði sterkt til samtíðar sinnar líka enda rímuðu myndir hans við rómantískan náttúrukveðskap og hugsjónir aldamótakynslóðarinnar. Myndir hans hafa bæði gildi sem listaverk í eigin rétti og menningarsögu- leg verðmæti, eins og þegar hann málar reykviskt landslag sem löngu er horfið undir malbik eða mannvirki sem löngu eru hrunin - eins og Skóla- vörðuna á Skólavörðuholti. Þórarinn málaði ekki vetrarmyndir. I myndum hans er aðeins vor, sumar eða haust en hins veg- ar allur sólarhringurinn og hann leggur mikið upp úr birtu. Kvöldbirtu nær hann afar vel og næturmyndir hans eru einstakar. List hans þróað- ist hægt en þó má sjá að pensilförin verða breið- ari og djarfari og mótívin fjölbreytilegri. Ná- kvæmnin víkur fyrir impressjóninni. Hann hafði ekki bara áhrif sjálfur á yngri málara heldur höfðu yngri menn líka áhrif á hann, til dæmis Ás- grímur Jónsson og Jón Stefánsson. „Þórarinn er einstakur meðal íslenskra málara, ekki aðeins listfræðilega heldur líka tæknilega," segir Ólafur. „Þegar menn vinna vel í sínu þá vinna þeir upp ákveðna tækni sem enginn nær að líkja eftir þó að þeir séu undir áhrifum frá honum myndrænt. Við fölsunarmálið koma 15-16 íslensk- ir málarar, hver einasti þeirra með sinn ákveðna stil og allir boðberar ákveðinna erlendra áhrifa. Það er mjög erfltt að falsa verk slíkra manna svo sannfærandi sé.“ í stóra salnum niðri eru saman komnar allar helstu myndir Þórarins og við liggur að við drög- um skó af fótum okkar þegar við göngum inn í helgidóminn. Þar má sjá glögglega þróun hans frá ári til árs. Þarna er stór mynd af Arnarvatnsheiði sem aldrei hefur sést á sýningu fyrr í ramma sem Þórarinn smfðaði sjálfur. Þetta er ekki dæmigerð mynd eftir Þórarin, þar er enginn grænn litur, ekki ljós himinn heldur skúraleiðingar í fjarska. Merkileg mynd með ótrúlegri dýpt og mjög ákveð- inni en margræðri stemningu. Sama mótíf er á lít- illi mynd annars staðar í salnum en þar eru bal- amir grænir og hún gefur allt aðra tilflnningu. Löðurmannleg svik Framboðið á verkum Þórarins var afar lítið áður en Gallerí Borg fór að bjóða myndir eftir hann vegna þess að þau héldust yfirleitt innan fjölskyldna, voru ættargripir. Ólafur Ingi telur að um 40-50 verk ranglega eignuð Þórarni hafl verið komin út á markaðinn áður en fölsunarmálið kom upp. Hann skráði sölu allra verka eftir hann bæði hjá Gallerí Borg og Klausturhólum og þegar litið er á einkenni verkanna þá sést ákveðin þróun. Fyrst eru ómerkt íslensk verk boðin upp sem verk eftir Þórarin og þau fara á lágu verði. Einnig eru tekin merkt verk eftir íslenska málara og eignuð Þórarni, frægt dæmi er málverk eftir Gísla Jóns- son og annað eftir Helga Gíslason. „Svo selst lítil innimynd eftir Þórarin á mjög háu verði, 650 þúsund, og eftir það kemur hrina af litlum inniverkum sem eru eftir útlenda lista- menn en merkt Þórarni," segir Ólafur. „Þessir svikahrappar reyna yfirleitt að komast hjá því að leggja mikla vinnu í falsanimar en þeir hafa ver- ið útsjónarsamir að finna erlend verk sem gætu minnt á verk Þórarins og merkt þau honum. En merkingin kemur upp um þá enda lítið til hennar vandað. Fólk virðist hafa haft furðumikla tiltrú á fyrirtækinu og látið blekkjast til að kaupa mynd- ir þó að engin eigendaskrá væri fáanleg, enda eru mörg þessi verk keypt á uppboði í ákveðinni stemningu án þess að þau hafl verið gaumgæfð áður. Fólk var svikið i viðskiptum og íjármunum var komið undan," heldur Ólafur Ingi áfram, „en al- varlegast af öllu í þessu fólsunarmáli er meðvituð svívirðingin á nöfnum þessara meistara og eyði- leggingaráhrifln á íslenska myndlist." Yfirlitssýning Þórarins B. Þorlákssonar stendur til 26.11. LÍ er opið þrið.-sun. kl. 11-17. Of abstrakt fyrir Kína Kínverska útlaga- skáldið Gao Xingjian, sem hlaut bókmennta- verðlaim Nóbels í vik- unni sem leið, hefur ekki trú á því að verð- launin breyti afstöðu yf- irvalda I heimalandinu. „Bækurnar mínar, ljóð- in min og leikritin eru bönnuð í Kína og ekki held ég að það breytist á næstunni," segir hann. Gao semur verk sín á kínversku en þau eru jafnharðan þýdd á frönsku því hann hefur búið i Frakklandi síðan hann flúði frá Kína 1987. Leikrit hans eru sögð í stíl leikhúss fáránleikans og Samuels Becket - sem ekki var beinlin- is sósíalrealisti - og þykir valdsmönnum í Kína þau allt of abstrakt til að hæfa alþýð- unni. Gao Xingjian er sextugur, grannur og unglegur, og sagður afar hæverskur. Komu verðlaunin honum fullkomlega á óvart. „Algert kraftaverk!“ er haft eftir honum. Þó var sænska fyrsta tungumálið fyrir utan frönskuna sem bækur hans voru þýddar á. Hann er líka þekktur mál- ari og hefur haft meiri tekjur af þeirri list en bókmenntunum. Nú verður breyting þar á. Nóbelsverðlaunin hafa undanfarinn áratug farið til (talið aftur á bak) Þýska- lands, Portúgals, Ítalíu, Póllands, írlands, Japans, Bandaríkjanna, Vestur-Indía, Suður-Afríku og Mexíkós. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem kínverskur rithöfundur fær þessi eftirsóttu verðlaun og eru marg- ir kínverskir rithöfundar bæði stoltir og glaðir þó að talsmaður Kinverska rithöf- undasambandsins hafi lýst því yfir að veitingin sé pólitísk. Ævisögur Við höldum áfram að spá í haustbækur og nú er ekki spurning hver skrifar heldur um hvern er skrifað. Þar er Stein- grímur Hermannsson efstur á blaði í margra augum en þriðja bindi af ævisögu hans er í vinnslu hjá Vöku-Helga- felli. Við hann keppir Einar Benediktsson en þriðja og síðasta bindi af sögu hans er væntanlegt frá Iðunni. Aðrar ævisögur þar á bæ fjalla um ævintýrakonurnar Rögnu Bachmann og Al- exöndru Argunovu Kjuregej sem hingað kom frá Jakútíu með viðkomu í Moskvu. Allir ljóðaunnendur bíða spenntir eftir ævi- sögu Steins Steinars eft- ir Gylfa Gröndal sem JPV gefur út og sögð er upplýsa ýmis atriði úr lífi skáldsins sem þrálátar munnmælasögur hafa gengið um. Þar gefa menn líka út endurminningar Sigrúnar Jónsdóttur kirkjulistakonu. Salka gefur út viðtalsbók við Vilborgu Dagbjartsdóttur og hjá Máli og menningu heldur Sigurður A. Magnússon áfram að rifja upp ævi sína. í þessu bindi ættu að vera átakaárin á Mogga... Hjá MM er Har- aldur Öm Ólafsson líka „Einn á ísnum“ og ung stúlka segir harmsögu uppvaxtar síns undir dulnefni í bókinni Launhelgar lyganna. Ný Lína Fundist hefur gleymd saga um Línu langsokk sem Astrid Lindgren skrifaði fyr- ir sænsku Barna- hjálpina árið 1949. Sagan kom út i sér- stöku hefti með myndum í tveimur litum eftir Ingrid Nyman sem mynd- skreytti upprunalegu bækurnar um Línu. Heftið „fannst" á Konunglega bókasafn- inu í Stokkhólmi. Astrid Lindgren, sem nú er orðin 92 ára, hefur gefið leyfi sitt til útgáfu á sögunni þó að þessi „barnahjálp- ar-Lína“ sé ekki svipur hjá sjón miðað við bækurnar sem við þekkjum um hana. í sögunni er Sjónarhóll allt í einu kominn til Stokkhólms og Lína orðin sérleg vin- kona lögreglunnar! , DV-MYND GVA Olafur Ingi er ánægður með yfirlitssýningu Listasafns Islands á verkum Þórarins B. Þorlákssonar. „Þaö er heiöarlegt aö sýna líka miðlungsgóðar myndir ogjafnvel lélegar myndir, og bæði heilar myndir og illa skemmdar. Það er nauðsynlegt að sjá allt saman til að kynnast vinnubrögðum málarans. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.